Morgunblaðið - 28.04.2009, Page 25
Umræðan 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009
HVERS vegna féllu
allir stærstu bankar
Íslands eins og spila-
borg sl. haust? Hvað
brást? Voru það eft-
irlitsstofnanir eða
stjórnendur bankanna
sjálfir? Þessum
spurningum og fleiri
verður reynt að svara
í þessari grein. Að
sjálfsögðu bera eig-
endur og stjórnendur
bankanna höfuðsök á því að þeir
komust í þrot. Það voru þessir að-
ilar, sem mörkuðu þá stefnu að
þenja bankana sem mest út, fjár-
festa sem mest erlendis og fjár-
magna öll kaup með lántökum
ytra. Það varð alger stefnubreyt-
ing í rekstri bankanna við einka-
væðingu þeirrra. Áður voru bank-
arnir hefðbundnir
viðskiptamannabankar af hóflegri
stærð en eftir einka(vina)væðingu
bankanna breyttust þeir í fjárfest-
inga- og braskbanka. Stærðin og
útþenslan varð aðalatriðið en ekki
arðsemin. Þetta var mjög varasöm
stefna og áhættusækin. Bankarnir
stækkuðu og stækkuðu og erlend-
ar skuldir þeirra jukust og jukust.
Að lokum var svo komið að stærð
bankanna nam 11-faldri þjóð-
arframleiðslu okkar. Arnór Sig-
hvatsson, aðstoðarbankastjóri
Seðlabankans, sagði í viðtali á
Bylgjunni, að þegar árið 2006
hefði verið hættuástand hjá bönk-
unum.
Lánuðu eigendum og tengd-
um aðilum hundruð milljarða
Það virðist margt hafa verið at-
hugavert í rekstri bankanna eftir
að þeir voru einkavæddir. Fjöl-
miðlar hafa greint frá því að
Kaupþing hafi lánað eigendum og
skyldum aðilum 500 milljarða á
árinu 2008, ekki löngu fyrir hrun-
ið. Á þessum tíma sögðust bank-
arnir ekki hafa neina peninga.
Þessar lánveitingar Kaupþings eru
mjög vafasamar og verða vænt-
anlega rannsakaðar af sérstökum
saksóknara og rannsóknarnefnd
Alþingis. Þá var nú nýlega greint
frá því að Landsbankinn hefði lán-
að bankaráðsmönnum sínum tugi
milljarða. Þetta gerist á sama
tíma og bankinn kvartar yfir bágri
lausafjárstöðu og innlendir ein-
staklingar, sem skulda tiltölulega
lágar upphæðir eru píndir til þess
að greiða skuldir sínar, hvernig
svo sem staða þeirra er.
Eftirlitsstofnanir
gerðu ekkert
Hvað gerðu eftirlitsstofnanir,
Fjármálaeftirlit (FME) og Seðla-
banki, þegar bankarnir þöndust út
og söfnuðu ótakmörkuðum erlend-
um skuldum? Þær gerðu ekkert.
Þær sátu með hendur í skauti.
Ýmislegt hefur verið sagt til þess
að afsaka aðgerðaleysi eftirlits-
stofnana. Sagt hefur verið að
FME hafi einungis verið að gæta
þess að lögum og reglum um fjár-
málastofnanir væri framfylgt en
ekkert umfram það. Einnig hefur
verið sagt, að hugarfarið hafi verið
þannig að allt ætti að vera frjálst
og afskipti hins opinbera að vera
sem minnst. M.ö.o. frjálshyggjan
hafi komið í veg fyrir eðlilegt eft-
irlit eftirlitsstofnana. Hvað sem
slíkum vangaveltum og skýringum
líður er það víst, að eftirlitsstofn-
anir brugðust gersamlega. Fjár-
málaeftirlitið brást, Seðlabankinn
brást og stjórnvöld brugðust.
Bæði FME og Seðlabankinn hafa
ýmis úrræði til þess að hafa af-
skipti af fjármálastofnunum. FME
hefur heimild til þess að svipta
fjármálastofnun starfsleyfi, FME
getur farið inn í fjármálastofnun
og tekið þar þau gögn sem hún
telur nauðsynlegt að skoða. Seðla-
bankinn getur aukið bindiskyldu
bankanna og þannig dregið úr
lausafé þeirra og Seðlabankinn
getur takmarkað lán-
tökur bankanna er-
lendis. Þorvaldur
Gylfason prófessor
telur að Seðlabankinn
hefði getað komið í
veg fyrir hina miklu
skuldsetningu bank-
anna erlendis. En
Fjármálaeftirlitið og
Seðlabankinn gerðu
ekkert af þessu. Þvert
á móti heimilaði FME
Landsbankanum að
opna Ice-save-
reikninga í Hollandi
eftir að viðvaranir höfðu borist er-
lendis frá og þar á meðal frá IMF.
Seðlabankinn afnam bindiskylduna
eftir að honum bárust viðvaranir
erlendis frá. Það er engu líkara en
þessar eftirlitsstofnanir hafi verið
að hjálpa bönkunum til þess að
þenjast út í stað þess að takmarka
vöxt þeirra.
Gátu stjórnvöld skorist
í leikinn?
En hvað með ríkisstjórnina. Gat
hún skorist í leikinn og gert eitt-
hvað til þess að stöðva ofþenslu
bankanna.Vissulega gat hún það.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknar átti að biðja Seðla-
bankann og FME um tillögur til
þess að stöðva útþenslu bankanna
þegar 2-3 árum eftir einkavæðingu
þeirra. Þá þegar varð séð hvert
stefndi. En ríkisstjórnin gerði
ekkert. Hún vildi hafa allt frjálst.
Þetta var frjálshyggjustjórn. Rík-
isstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar hefði einnig getað krafið
eftirlitsstofnanir um tillögur í því
skyni að stöðva útþenslu bank-
anna enda þótt það væri orðið
nokkuð seint. En ekkert var gert.
Sökin liggur því hjá öllum þessum
aðilum: Bönkum, eftirlitsstofn-
unum og ríkisstjórn. Þessir aðilar
brugðust allir.
Hverjir bera sök á hruni bankanna?
Eftir Björgvin
Guðmundsson » Sökin liggur hjá
öllum þessum að-
ilum: Bönkum, eft-
irlitsstofnunum og
ríkisstjórn. Þessir
aðilar brugðust allir.
Björgvin
Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Nú eru gráðaostur og piparostur fáanlegir í handhægum plastöskjum. Sparaðu
tíma og fyrirhöfn við að rífa niður þessa sígildu sósuosta og galdraðu fram
fljótandi meistaraverk.
Við sósugerð er mikilvægt að hræra alltaf með
jöfnum hraða og mynda áttu með sósupísknum.
Þannig næst árangur. www.ms.is/gottimatinn
Sósukokkar athugið!
KJÚKLINGUR
6 stk. kjúklingabringur
3 dl sýrður rjómi
2 msk. sætt sinnep
1 msk. dijon sinnep
3 dl kornflögur
salt og nýmulinn svartur pipar
SÆTKARTÖFLUGRATÍN
1 kg sætar kartöflur
1 stk. meðalstór laukur
100 gr. beikon
4 dl rjómi
100 gr. piparostur rifinn
200 gr. gratínostur
salt
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
9
-0
1
9
2
nýjung
á pizzun
a,
í sósuna
í pasta
Kjúklingur
með sinnepssósu
og sætkartöflugratíni
Takið skinnið af bringunum og setjið í
smurt form kryddið með salti og nýmuldum
svörtum pipar. Blandið saman sýrðum rjóma og sinnepi
og smyrjið yfir kjúklinginn. Stráið því næst muldum kornflögum
yfir svo þær hylji kjúklinginn vel . Bakið við 185° í u.þ.b. 30 mín eða þar til
bringurnar eru gegnumsteiktar. Berið fram með sætkartöflugratíni og fersku brokkolí.
Skrælið og skerið sætar kartöflur í teninga og saxið laukinn. Setjið í eldfast mót. Steikið
beikon á pönnu og hellið rjóma yfir, bætið í rifnum piparosti, blandið vel saman, hellið
rjómablöndunni yfir kartöflurnar og stráið loks gratínosti yfir. Bakið við 175° í 30–40 mín.