Morgunblaðið - 28.04.2009, Qupperneq 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009
MORGUNBLAÐIÐ
birti 22. apríl sl. grein
eftir Ólaf Ólafsson
lyfjafræðing og var
fyrirsögn hennar:
„Ummæli ráðherra
röng“. Hin röngu um-
mæli ráðherra telur
Ólafur sig hafa eftir
Ögmundi Jónassyni
heilbrigðisráðherra í
umfjöllun hans um
breytingar á greiðsluþátttöku
ákveðinna lyfja í tveimur lyfja-
flokkum, annars vegar magalyfja
og hins vegar blóðfitulækkandi
lyfja, sem tók gildi 1. mars sl.
Í grein sinni beitir Ólafur þeirri
útúrsnúninga- og þrætubókarlist
að gera öðrum upp skoðanir og
ráðast svo á þær. Í þessu tilfelli
verða bæði ráðherra og ráðgjafar
hans fyrir barðinu á árásum Ólafs.
„Fyrst ráðherra veit ekki betur
hafa ráðgjafar hans brugðist hon-
um illilega,“ segir hann.
Þau röngu ummæli sem Ólafur
vill gera alvarlegar athugasemdir
við og telur sig hafa eftir Ögmundi
í frétt á mbl.is af fundi ráðherra
með starfsfólki heilbrigðisþjónust-
unnar hinn 7. apríl sl. segir hann
vera eftirfarandi: „Þá erum við að
ræða lyf sem eru sambærileg við
önnur lyf sem dýrari eru, það er
verðið eitt sem skilur þar á milli.“
Ólafur segir jafnframt í grein
sinni að um það vitni ógrynni af
vísindalegum rannsóknum að um
sé að ræða mismunandi lyf með
mismunandi öfluga verkun.
Ef Ólafur hefði verið staddur á
umræddum fundi hefði hann hins
vegar getað heyrt ráðherra segja
eftirfarandi:
„Eitt fyrsta verk mitt sem heil-
brigðisráðherra var að setja reglu-
gerð um lækkun lyfjakostnaðar
upp á 650 milljónir
króna. Reynt var að
búa svo um hnúta að
þessi sparnaður kæmi
ekki niður á sjúkling-
um heldur var kostn-
aðarþátttöku ríkisins
og sjúklinga beint í
hagkvæmasta farveg
sem völ er á. Það
þýddi að nið-
urgreiðslur tækju til
ódýrra lyfja í tveimur
lyfjaflokkum þar sem
völ er á fyllilega sam-
bærilegri meðferð. Munurinn lyfj-
unum felst fyrst og fremst í mis-
munandi verðlagi.“
Ráðherra hefur hvergi haldið því
fram að umrædd lyf, annars vegar
prótópumpuhemlar sem er einn
flokkur magalyfja og hins vegar
statín sem er flokkur blóðfitulækk-
andi lyfja, séu ekki mismunandi
lyf. Hann hefur hins vegar haldið
því fram að þessi lyf hafi sambæri-
lega verkun og er sú fullyrðing
hans stutt „ógrynni vísindalegra
greina“ svo notað sé orðalag Ólafs.
Lyfin eru mismunandi en með
sambærilega verkun og sambæri-
legar aukaverkanir. Verðmunur
getur hins vegar verið allt að 20
faldur og þess vegna hefur hér
eins og í nágrannalöndunum verið
farin sú leið til sparnaðar að beina
ávísun lækna í ódýrari farveg og
niðurgreiða almennt ekki dýrari
meðferð þegar um er að ræða
sambærilega meðferð eins og um
er að ræða í þessum tveimur lyfja-
flokkum. Í ljósi efnahagsástandsins
væri ámælisvert ef heilbrigðisyf-
irvöld reyndu ekki að fara þessa
leið sem farin hefur verið og
reynst vel í nágrannalöndunum.
Þetta veit Ólafur. Kýs að láta
þess ógetið að hann starfar sem
sölumaður fyrir lyfjafyrirtæki hér
á landi sem markaðssetur bæði
magalyf og blóðfitulækkandi lyf en
það eru einmitt þeir lyfjaflokkar
sem reglugerð ráðherra tekur til.
Hann reynir þess í stað að villa um
fyrir lesendum með því að titla sig
einungis lyfjafræðing. Ljóst er að
um mikla fjárhagslega hagsmuni
er hér um að ræða. Ólafur sýnir
því engan skilning að ráðherra hafi
áhuga á því að nýta þá fjármuni
betur sem í mörgum tilfellum er
eytt að óþörfu í dýrari lyf. Hann
getur þess heldur ekki að umrædd
reglugerð útilokar ekki að sjúk-
lingar geti fengið niðurgreidd út á
lyfjaskírteini önnur blóðfitu- og
magalyf, þar með talið það lyf sem
hann hefur hagsmuni af að seljist
hér á landi, geti þeir ekki af ein-
hverjum ástæðum notað ódýrustu
lyfin.
Ólafur ræðst þess í stað á ráð-
herra og hefur uppi stór orð um
„að ráðherra geti ekki logið svona
blákalt að þjóðinni“ og að reglu-
gerðin sé „árás á sjúklinga“.
Skyldi það vera af umhyggju Ólafs
fyrir sjúklingum og skattgreið-
endum að hann hefur á und-
anförnum árum haldið því lyfi að
læknum sem hann hefur hagsmuni
af að selja?
Því fylgir mikil ábyrgð að fara
með almannafé og úthluta því á
sem réttlátastan og hagkvæmastan
hátt til heilbrigðismála. Þá ábyrgð
hefur ráðherra axlað með um-
ræddri reglugerð.
Lyfjafræðingur
fer rangt með
Eftir Einar
Magnússon » Í grein sinni beitir
Ólafur þeirri út-
úrsnúninga- og þrætu-
bókarlist að gera öðrum
upp skoðanir og ráðast
svo á þær.
Einar Magnússon
Höfundur er lyfjamálastjóri í heil-
brigðisráðuneytinu.
STARRI Heið-
marsson, grasafræð-
ingur við Nátt-
úrufræðistofnun
Íslands, skrifar fróð-
lega grein í Morg-
unblaðið nýlega um
verndun líffræðilegs
fjölbreytileika. Í lok
greinar nefnir hann
að Skógrækt ríkisins
og Menningarfélagið
Hraun í Öxnadal hafi
nýverið „kynnt hugmyndir um að
koma á fót trjásafni (arboretum) á
Hrauni í Öxnadal. Allur óræktaður
hluti jarðarinnar var nýverið frið-
lýstur sem fólkvangur og verður
að teljast stórvarasamt að planta
framandi tegundum fast við fólk-
vanginn“, eins og Starri Heið-
marsson orðar niðurstöður greinar
sinnar.
Menningarfélagið Hraun í
Öxnadal var stofnað 2003. Til-
gangur þess er að reka fræðasetur
að Hrauni í Öxnadal, tengt minn-
ingu Jónasar Hallgrímssonar og
kynna starf skáldsins, nátt-
úrufræðingsins og stjórnmála-
mannsins og vinna með öðrum
stofnunum við að efla lifandi og
sögulega menningu svæðisins – og
stofna fólkvang í landi jarð-
arinnar. Til þess að efla lifandi
menningu dalsins var stofnaður
fólkvangur á 200 ára afmæli Jón-
asar Hallgrímssonar í samvinnu
menningarfélagsins, umhverf-
isráðherra og Hörgárbyggðar.
Fólkvangurinn er náttúrulegt úti-
vistarsvæði, opið öllum, og er mik-
ið sóttur af ungum og
öldnum. Innan hans
eru mikil nátt-
úruundur, s.s. hrunið
úr fjallinu og fjöl-
breytilegur gróður
sem Þórir Haraldsson
náttúrufræðingur hef-
ur skráð. Þá hefur
Bjarni Guðleifsson
náttúrufræðingur gert
göngukort af dalnum.
Mörk fólkvangsins
að austan er Öxna-
dalsá, að sunnan
Hraunsá í ósa
Hraunsvatns, þaðan um línu frá
upptökum Hraunsár í Smjörhlíð-
arhaus, eftir Ölduhrygg á Þver-
brekkuhnjúk og á vatnaskilum yfir
Bessahlaðaskarð suður á Varma-
vatnshólafjall og í sveig á vatna-
skilum fyrir botn Vatnsdals. Að
vestan eru mörk fólkvangsins
Háafjall eða Drangafjall og fyrir
botn Kiðlingsdals, norður fjallið að
norðurmörkum jarðarinnar sem
markast af línu frá Valsnesi í
Öxnadalsá vestur á fjall. Fólk-
vangurinn sjálfur er 2255 ha. Und-
anskilið friðlýsingu eru 75 ha af
heimalandinu, þar af 22 ha ræktað
tún.
Fyrir tveimur árum vaknaði sú
hugmynd að koma á fót trjásafni á
hluta heimalandsins, einkum í
gamla trjágarðinum við íbúðar-
húsið. Samningur milli félagsins
og Skógræktar ríkisins um stofn-
un og rekstur trjásafns var síðan
undirritaður í upphafi árs. Ætl-
unin er að planta í gamla trjágarð-
inn innan girðingar á um 500 m²
svæði – eða í 0,02 prómill af landi
jarðarinnar. Auk þess er ætlunin
að planta nokkrum sígrænum
trjám norðan íbúðarhússins, þar
sem áður stóðu fjós og hlaða, og
hugsanlega fella trjágróður –
reynivið, birki og fjalldrapa – að
landinu í brekkunni vestan hússins
– utan fólkvangsins – en allar
þessar trjátegundir hafa vaxið í
landi Hrauns frá ómunatíð.
Trjásafnið er stofnað til þess að
auka líffræðilegan fjölbreytileika í
dalnum og rétta myndina af
Hrauni sem skekktist þegar ónýt
hlaða og fjós voru rifin. Megintil-
gangurinn er þó að gefa gestum
og gangandi tækifæri til þess að
virða fyrir sér og læra að þekkja
þau tré og runna sem vaxið geta á
þessum stað, en allur gróður verð-
ur merktur á viðeigandi hátt.
Bent skal á að meginhluti fólk-
vangsins er vestur af húsunum en
austanátt er afar sjaldgæf í Öxna-
dal. Því er ekki líklegt að frjó ber-
ist úr trjásafninu upp í fólkvang-
inn. Ef hins vegar kæmi í ljós að
líffræðilegum fjölbreytileika fólk-
vangsins stafaði hætta af 100
trjám og runnum heima við bæj-
arhúsin verður gripið til viðeig-
andi ráðstafana af hálfu menning-
arfélagsins og Skógræktar
ríkisins.
Eftir Tryggva
Gíslason
Tryggvi
Gíslason
»Um líffræðilegan
fjölbreytileika í
fólkvanginum á
Hrauni í Öxnadal og
undur dalsins.
Höfundur er formaður stjórnar
Menningarfélagsins Hraun í Öxnadal.
Líffræðilegur fjölbreytileiki
HÉR Í Íslands-
hreppi höfum við
mjög sérstætt hag-
kerfi. Sambærilegt
hagkerfi fyrirfinnst
hvergi í veröldinni.
Upphaflega tengingin
við dönsku krónuna
tryggði að 1 íslensk
króna var jöfn 1
danskri. Í seinni
heimstyrjöldinni fóru
íslenskir ráðamenn að
stjórna fjármálum sínum sjálfir og
töldu sig ekki þurfa á Dönum að
halda. Árið 1942 var íslenska krón-
an þegar farin að rýrna.
Sparifé landsmanna byrjaði að
brenna og neikvæðir vextir ollu því
að skuldarar högnuðust á verðbólg-
unni. Íbúar eyjarinnar þurftu að
sæta því að sparifé þeirra rýrnaði
árum saman og eina leið þeirra til
að bjarga sparnaði sínum var að
fjárfesta í steinsteypu eða öðrum
áþreifanlegum hlutum. Var svo
komið að nánast ekkert sparifé
myndaðist í hreppnum og óánægja
þeirra sem horfðu á sparifé sitt
rýrna jókst stöðugt.
Með Ólafslögum árið 1979 var
hrundið í framkvæmd róttækum
aðgerðum til að taka á þessu vanda-
máli. Tryggja verðmæti sparifjár
og að skuldarar greiddu til baka
með verðbótum það sem þeir tóku
að láni. Hreppsbúar tóku nú gleði
sína á ný. Þeir lögðu jafnframt
mikla ást á verðbólguna því að með
henni malaði hagkerfið eins og strí-
ðalinn köttur á heitum ofni.
Hreppsnefndin prentaði seðla og
óvinsælar aðgerðir í fjármálum eða
peningamálum voru látnar eiga sig.
Var það þegjandi samkomulag eyj-
arskeggja að þetta væri einstaklega
snjallt.
Verðbólga ræðst að mestu af
fjármálastefnu hreppsnefndarinnar
og peningamálastefnu. Beitt er
sköttum, ríkisútgjöldum og vöxtum
til að tryggja jafnvægi og stöðu-
leika í hagkerfinu. Allar þjóðir telja
stöðugleika vera eitt það mikilvæg-
asta sem hvert samfélag þarf að
búa við. Verðbólga getur virkað
eins og olía á tannhjól hagkerfis.
Freisting er hjá stjórnvöldum að
horfa framjá henni því
nýir skattar eða sam-
dráttur í ríkisút-
gjöldum og hækkun á
vaxtagjöldum geta
valdið óánægju. Þessu
má líkja við graftarkýli
þar sem ígerðin er
fjarlægð jafnóðum og
plástrað á ný. Eyj-
arskeggjar gera sér
ekki grein fyrir því að
smám saman gengur
ígerðin lengra inn í
holdið og að lokum
verður hún óviðráðanleg og endar
með blóðeitrun.
Lánveitendur þurfa ekki að meta
áhættuna á rýrnun eigna sínna, því
þeir eru með belti, axlabönd og ör-
yggisnælu. Gagnrýni og ótti fjár-
magnseigenda við að tapa fé á verð-
bólgu er nauðsynlegt aðhald á
stjórnvöld til að þau sýni ráðdeild í
rekstri. Hér á landi vantar slíkt að-
hald vegna verðtryggingarinnar og
þegar til lengdar lætur veldur hún
því að visst kæruleysi kemst á.
Verðtrygging getur verið stjórn-
tæki til skamms tíma en þegar hún
varir árum og áratugum saman
veldur hún ómældum skaða og get-
ur orðið verðbólguhvetjandi. Hún
kemur í veg fyrir að tekið sé á hin-
um raunverulega sökudólg sem er
verðbólgan sjálf. Hreppsbúar hafa í
raun notað verðtrygginguna sem
dóp til að losna við verkina af verð-
bólgunni og sleppt því að taka á
fjármálum sínum.
Eina leiðin til að taka á þessu
vandamáli er að afnema verðtrygg-
inguna. Þá neyðast menn til að taka
á fjármálum hreppsins. Nota sömu
ráð og með drykkjusjúklinginn.
Hann verður sjálfur að vilja hætta
að drekka. Meðferðin getur ekki
byrjað fyrr en hann vill losna frá
blessuðu brennivíninu.
Timburmennirnir verða hræði-
legir en þeir hverfa.
Hugleiðingar þessar eru ritaðar
15. apríl 2009.
Íslandshreppur
Eftir Sverri Örn
Sigurjónsson
Sverrir Örn
Sigurjónsson
»Umfjöllun um verð-
trygginguna og áhrif
hennar
Höfundur er viðskiptafræðingur.