Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 42
42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009 ✝ Sigríður Bjarna-dóttir fæddist í Hólabrekku á Mýr- um, A-Skaftafells- sýslu 12. júlí 1918. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 14. maí síðastliðinn. Sigríður var átt- unda barn hjónanna Margrétar Bene- diktsdóttur, f. á Við- borði, A-Skaftafells- sýslu, og Bjarna Eyjólfssonar frá Reynivöllum í Suðursveit. Systkini Sigríðar voru: Ingunn, f. 25. mars 1905, d. 29. apríl 1972. Álfheiður, f. 5. okt. 1906, d. 23. ágúst 1953. Sigurbergur, f. 8. maí 1908, d. 18. des. 1984. Svava, f. 2. júní 1910, d. sem kaupamaður til „frænku“ Guðrúnar Benediktsdóttur í Upp- húsum á Mýrum, A-Skaftafells- sýslu. Þau hefja búskap í Kyljuholti og þar fæðast tvö elstu börn þeirra, Bjarney Gréta, f. 1938, og Einar Páll, f. 1940. Þau flytjast að Helli í Ölfusi til foreldra Sigurðar, þar fæðist Örn, f. 1941, og Gunndís, f. 1943. Frá Helli flytjast þau að Sogni í Ölfusi þar sem þau bjuggu í fimm ár, þar fæðast Grétar, f. 1945, og Bergrún, f. 1947. Þaðan flytjast þau í Hveragerði, þar fæð- ast Hugborg, f. 1949, Trausti Þór, f. 1951, og Álfheiður, f. 1953. Sigurður fer að vinna við virkj- unina á Írafossi og flytja þau þang- að. Þar fæðast yngstu börnin, Hróðmar, f. 1957, og Ásdís, f. 1959. Árið 1960 flytja þau á Selfoss og árið 2003 flytja þau að Ási í Hvera- gerði. Útför Sigríðar var gerð í kyrr- þey 22. maí síðastliðinn. 16. sept. 1989. Torf- hildur, f. 18. nóv. 1911, d. 14. jan. 1954. Ásta, f. 1913, d. 1915. Margrét, f. 14. jan. 1916, d. 5. apr. 1990. Eyjólfur, f. 11. mars 1920, d. 23. apr. 2005. Ásta, f. 19. okt. 1924, d. 15. jún. 2008. Benedikt, f. 15. maí 1927, d. 7. des. 2000. Helga Ingibjörg, f. 21. mars 1930. Sigríður kynnist eiginmanni sínum Sigurði Einarssyni, f. 21. sept- ember 1918, d. 10. júní 2007, syni Pálínu Benediktsdóttur móð- ursystur sinnar og Einars Sigurðs- sonar, f. í Sindurholti A-Skafta- fellssýslu, þegar Sigurður kom Mig langar til að minnast móður minnar í örfáum orðum. Þær eru margar myndirnar sem birtast af henni með hannyrðir við hönd og þau eru mörg stórverkin á því sviði sem eftir hana liggja. Og svo er það söng- urinn, hann var stór þáttur í daglegu lífi hennar og hún kenndi okkur systkinunum að meta sönginn. Alltaf þegar stórfjölskyldan hittist, þá var sungið saman. Margar minningar á ég um það, þegar Ingunn móðursyst- ir mín hafði samið nýtt lag, þá hringdi hún og vildi endilega að mamma fengi að heyra það sem fyrst. Eftir að ég var komin með bíl- próf var ég oft kölluð til og þá var skroppið í Hveragerði til Ingunnar, þar sem þær systur spiluðu á orgelið og sungu, og ekkert vantaði í radd- svið þeirra. Hólabrekkusystkinin voru alin upp við mikla tónlist og átti faðir þeirra þar mestan þátt. Mamma sagði okkur oft sögur úr sveitinni sinni, Mýrum á Hornafirði, þar sem náttúrufegurð er engu lík. Ég átti þeirri gæfu að fagna að kynn- ast sjálf þeim mætti, sem býr í jökl- inum, og leitaði ég oft í styrk frá þessari ægifögru sveit, sveitinni hennar mömmu. Þá þótti mér ekki lítið ánægjulegt að geta farið með þær mömmu og Ásdísi systur austur á Mýrar síðastliðið sumar, þegar Ásta móðursystir mín var jörðuð. Þá fannst mömmu jökullinn hafa hopað mikið. Aldrei heyrðist frá mömmu uppgjöf eða þreyta, þrátt fyrir stór- an barnahópinn, alltaf var ró og frið- ur yfir henni og man ég enn eftir því frá barnæsku hvað var gott að koma heim, því mamma var alltaf til stað- ar. Hún var mikil mannréttindakona og hef ég fengið mikla og góða sýn í þeim málum frá henni. Þetta eru bara örfá brot af mynd- um sem mig langar að sýna og ætla ég mér að hlúa vel að því nesti sem hún gaf mér. Þakka þér fyrir mig elsku mamma, þú munt alltaf lifa í minningu minni. Ég óska þér blessunar hlýlega hönd, þó héðan þér rétt get’ ei mína. Og hvar sem ég ferðast um framandi lönd, ég flyt með þá vonina mína, að allt sem þú foreldri fréttir um mig sé frægð þinni að veg, því ég elska þig. (St.G.St.) Þín dóttir, Bergrún. Sigríður Bjarnadóttir Alfreð Guðmunds- son mágur minn og vinur er látinn. Alls óvænt var hann hrifinn brott úr þessum heimi frá miklum áformum. Hann var í miðjum klíðum að byggja upp hótelrekstur á Filippseyjum með eiginkonu sinni, kunni vel við sig í sól- arhitanum og átti þar fjölda vina. Alli var bjartsýnn og hamingju- samur í fermingarveislu hjá okkur um páskana og er það góð minning. Hann vildi að við kæmum sem fyrst í heimsókn og fyrir hans tilstuðlan hlaut dóttir okkar þar hlýjar mót- tökur fyrr í vetur. Alli var maður breytinga og átaka, óragur að takast á við ný og spenn- andi, allt að því óhefðbundin, verk- efni. Honum leið aldrei betur en þeg- ar hann stóð í framkvæmdum. Hann hafði hrifist af asískum vörum, flutt þær til Íslands og selt í verslunum sínum. Einnig seldi hann fisk út til Asíulanda. Leiðir okkar Alla lágu saman þegar hann var að fara sinn fyrsta túr sem bátsmaður á togaranum Bjarna Benediktssyni, en ég var háseti í sum- arvinnu á hans vakt. Ég fann að hann var dálítið spenntur að taka við svo erfiðu ábyrgðarstarfi og vildi greini- Alfreð Guðmundsson ✝ Alfreð Guð-mundsson fæddist í Hafnarfirði 1. ágúst 1946. Hann andaðist í Vikersund í Noregi 20. maí 2009 og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 5. júní. lega standa sig, sem hann og gerði. Hann var sterkur, snar í snúningum, djarfur, kunni vel til verka á dekkinu og var okkur strákunum góð fyrir- mynd við sjómanns- störfin. Hann var af- bragðs netagerðarmaður og hafði næman skilning á trollinu. Mér er enn minnisstætt er hann útskýrði fyrir mér á mjög lifandi hátt hvernig sérhver hluti trollsins hegð- aði sér á sjávarbotni og hvers bæri að gæta svo ekkert truflaði það. Það kom því ekki á óvart að Alli gerði síðar merkar endurbætur á uppbyggingu trollsins, sem hann framleiddi í eigin netaverkstæði og seldi víða um land. Í landlegunni bauð Alli mér á Hringbrautina að hitta móður sína Sillu sem var honum afar kær. Ég vissi ekki þá að ég ætti síðar eftir að venja komur mínar á það góða heim- ili. Í næsta veiðitúr slasaðist Alli alvar- lega og féll það í minn hlut sem læknastúdent að annast hann og hafa samskipti við lækna í landi þar til hann kæmist á sjúkrahús. Höfðu af- leiðingar slyssins slæm áhrif á hann, en með miklum karakterstyrk tókst honum að fóta sig í tilverunni á ný. Alli var margfróður og lífsreyndur og gat skýrt frá flóknum hlutum ljóst og sannfærandi. Hann var tilfinninga- næmur og kappsfullur, á vissan hátt hugsjónamaður, með heiðarleika og réttsýni að leiðarljósi. Hann var tilbú- inn að berjast, tók virkan þátt í stofn- un stjórnmálahreyfingar og gerðist kosningastjóri. Eftir að við Alli bundumst fjöl- skylduböndum höfum við átt ótal skemmtilegar samverustundir. Það var ekki lognmolla yfir Alla, þvert á móti vissi maður vel af nærveru hans. Hann var fljótur í ferðum, kallaður „Alli á pedalanum“ eftir að hafa ekið alla Evrópu á einni viku. Á vissan hátt má segja að Alli hafi lifað hratt og upplifað meira en marg- ur gerir á langri ævi. Nú hverfur hann aftur til foreldra sinna sem hann mat svo mikils. Ég kveð góðan vin með söknuði og sendi samúðarkveðj- ur til eiginkonu hans, barna og barna- barna sem eiga um sárt að binda. Megi góður guð styrkja þau og blessa. Atli Ólason. Kveðja frá FH Þegar við FH-ingar fréttum lát Al- freðs Guðmundssonar hvarflaði hug- urinn nokkur ár aftur í tímann. Allt frá því að nokkrir strákar í FH létu sig dreyma um að eiga alvöru fót- boltalið hafa ýmsir lagt hönd á plóg til að gera þann draum að veruleika. Það var býsna grýtt leið og tók áratugi. Þá var nauðsynlegt að eiga kraftakarla sem létu hlutina gerast með dugnaði og áræði. Einn af þeim var Alfreð Guðmundsson. Alli sat í stjórn knattspyrnudeildar FH á árunum 1988 til 1993. Hann var maður sem gerði hlutina og miklaði lítt fyrir sér þótt hindranir væru framundan. Þeir sem setið hafa í slík- um stjórnum þekkja þungan rekstur íþróttafélaga og eftir á furða menn sig stundum á hvernig hlutirnir gengu upp. Alli var athafnamaður og ham- hleypa og þeirra eiginleika naut FH í ríkum mæli. Þótt Alli byggi erlendis hin síðari ár fylgdist hann grannt með stöðunni í Kaplakrika og gladdist mjög yfir vel- gengni síðustu ára. Sú velgengni er ekki sjálfgefin og gott að minnast þess að fyrir störf manna eins og Al- freðs Guðmundssonar hefur FH orðið það sem það er í dag. Við FH-ingar söknum vinar í stað og þökkum störf Alfreðs fyrir FH um leið og við send- um öllum aðstandendum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Viðar Halldórsson, formaður FH. Selhellu 3 Hafnarfirði Sími 517 4400 • www.englasteinar.isÚtfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR SIGURSTEINSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, áður til heimilis að Krókatúni 3, andaðist þriðjudaginn 2. júní. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 9. júní kl. 14.00. Hákon Björnsson, Sigursteinn Hákonarson, Sesselja Hákonardóttir, Guðbjörg Hákonardóttir, Ásgeir H. Magnússon og ömmubörn. ✝ Frænka okkar og mágkona, KRISTÍN ALBERTSDÓTTIR, áður til heimilis Eiðsvallagötu 28, Akureyri, lést sunnudaginn 31. maí. Útför hennar fer fram frá Höfðakapellu fimmtu- daginn 11. júní kl. 13.30. Candice Albertsson, Karolina Albertsson, Jon Albertsson, Dolores Albertsson. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, Hæðargarði 10, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 23. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks Sóltúns fyrir alúð og hlýju. Þökkum auðsýnda samúð. Hörður Alfreðsson, Jóna Margrét Kristjánsdóttir, Herdís Alfreðsdóttir, Jóhann G. Ásgrímsson, Hilmar Alfreðsson, María Rúriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SIGURLAUG ARNDÍS JÓHANNESDÓTTIR, Furugrund 73, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 2. júní. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju fimmtu- daginn 11. júní kl. 15.00. Jóhanna Kristbj. Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, Auður Guðmundsdóttir, Sumarliði Ingvarsson, Einar Guðmundsson, María Ólöf Kjartansdóttir, Örn Guðmundsson, Margrét Steinunn Ellertsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.                         
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.