Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 49
Velvakandi 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
Grettir
ÉG ÆTLA AÐ
KAUPA FLEIRI
DISKA
SVONA ER
AÐ VERA
PIPARSVEINN
Kalvin & Hobbes
SÉRÐU
EITTHVAÐ,
HOBBES?
NEI!
VIÐ VERÐUM AÐ HAFA
AUGUN OPIN. GEIMVERUR
MUNU LENDA HÉRNA
INNAN SKAMMS
HVAÐ ÆTLUM VIÐ
AÐ GERA ÞEGAR
ÞÆR LENDA?
SELJA PABBA OG
MÖMMU Í ÞRÆLDÓM
FYRIR GEIMSKUTLU
Kalvin & Hobbes
TAKK
FYRIR ASNI!
Kalvin & Hobbes
KALVIN, ÞÚ MÁTT
EKKI VERA UPPI Í TRÉ AF
HVERJU
EKKI?
ÞVÍ SUMAR
GREINARNAR
ERU FÚNAR
OG ÞÚ GÆTIR
SLASAÐ ÞIG
MAMMA
SKEMMIR
ALLTAF ALLT
ÞETTA ER
EKKI ALVEG
JAFN GAMAN
Hrólfur hræðilegi
HRÓLFUR... JÁ
?
GAT ÞÉR EKKI DOTTIÐ
ÞETTA Í HUG ÁÐUR EN ÞEIR
UMKRINGDU OKKUR?!?
Gæsamamma og Grímur
KANNSKI
ÆTTIR ÞÚ
AÐ SKRIFA
BRÉF TIL
JÓLASVEINSINS
ÉG ER
BYRJAÐUR
Á ÞVÍ
GOTT. ÞAÐ ER
ALLTAF BETRA AÐ
LÁTA HANN VITA AÐ
ÞRÁTT FYRIR ALLT
SÉ MAÐUR EKKI
SVO SLÆMUR
KÆRI
SKEGGJAÐI
FITU-
HLUNKUR...
ÉG HELD AÐ
EINHVER FÁI
KARTÖFLU Í
SKÓINN!
Ferdinand
ÓÐINSHANAR eru litríkir vaðfuglar með örmjótt, beint nef, svarta fætur
og með sérkennilega kvikar hreyfingar. Þegar hann aflar sér ætis í tjörn-
um snýst hann í hringi og stingur nefinu ótt og títt í vatnsflötinn. Tekur
hver snúningur eina sekúndu. Heiti óðinshana gæti tengst óði eða söng en
þó eiga kunnugir erfitt með að tengja fuglinn við söng því hann tístir. Hins
vegar er hinn syngjandi skógarþröstur kallaður óðinshani í Færeyjum og
er því hugsanlegt að heiti fuglsins hafi brenglast á leið til Íslands. Við þetta
má svo bæta að óðinshaninn er nauðalíkur þórshana sem er aftur á móti
mjög sjaldgæfur á Íslandi
Morgunblaðið/Ómar
Óðinshani fær sér bað
Hvar eru loforðin?
ENN HRYNUR allt
hér á okkar fagra
landi. Nú er búið að
taka ákvörðum um
hvernig eigi að borga
skuldir ríkissjóðs. Það
á að láta þá sem áttu
engan þátt í hruninu
borga. Ekki á að
draga saman seglin í
opinbera geiranum,
það á frekar að
stækka hann og
hækka bara skatta,
gjöld og fleira á borg-
ara þessa lands.
Nýlega var haldinn
ráðherrafundur Evrópuráðs í
Reykjavík. Þar var aðallega fjallað
um fjölmiðla og aðra miðla. Og
hvað gerir menntamálaráðherra
vor? Nú að sjálfsögðu, skipa nefnd
sem á að vera á góðum launum, og
á líklega að lesa fjölmiðla. Hef
reyndar aldrei séð auglýsingu um
nefndarstörf hjá ríkinu.
Skipa ríkisstarfsmenn aðallega
vini og kunningja í þessi nefnd-
arstörf?
Gamla setningin, Báknið burt,
er gleymt og grafið.
Og ekki bætir samgöngumála-
ráðherra úr. Til að bæta og gera
umferðina betri um jarðgöngin í
Hvalfirði, þá vill hann smíða ný
göng. Hann vill ekki nota einföld-
ustu lausn sem til er, hvað umferð
um göngin varðar. Lausnin felst í
því, að taka burt hliðið sem rukk-
ar enn, þrátt fyrir að búið sé að
borga göngin.
Nei, hann vill hafa fjórar ak-
reinar undir Hval-
fjörð, en tvær að og
frá göngunum. Það
eina sem orsakar um-
ferðarþrengsli í göng-
um er gjald-
skylduhliðið. Hvaða
vinur hans fær það
góða verkefni að
smíða ný göng?
Er enginn í rík-
isstjórninni að hugsa
um hvað er að gerast
hjá kjósendum? For-
sætisráðherra og fjár-
málaráðherra sögðu
fyrir kosningar hvað
ætti að gera. Fella
verðtryggingu og slá
skjaldborg um heimilin í landinu.
En eftir kosningar þá er það ekki
lengur hægt, heldur allt lagt undir
að bjarga fyrirtækjum og stækka
hið opinbera.
Allt þetta staðfestir að eigi hafið
þið samvisku. Hugsið bara um
ykkar fólk en ekki fólkið á göt-
unni. Virðist hafa gleymt því að
þið starfið fyrir fólkið en ekki fyr-
ir vini og kunningja. Þið ættuð að
koma ykkur út úr ykkar vernduðu
fílabeinsturnum og tala við fólkið
á götunni.
Eða viljið þið virkilega að fólk
fari að rækta kartöflur á Aust-
urvelli?
Heimilin eru að sökkva og þið
standið ekki við loforðin sem áttu
að hjálpa heimilunum.
Halldór Sigurðsson, verkamaður.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Ferð í Fljótshlíð 11. júní.
Farið um Rangárþing m.a. í Hlíðarenda,
Hlíðarendakot, Múlakot o.fl. Brottför kl.
8.30 frá Aflagranda, hádegismatur inni-
falinn.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans-
leikur í Stangarhyl 4 kl. 20-23.30. Dans-
hljómsveitin Klassík leikur danslög við
allra hæfi. Sjá feb.is.
Félagsstarf Gerðubergi | Virka daga er
dagskrá fyrir fólk á öllum aldri, m.a
vinnustofur, spilasalur, stafganga o.fl.
Mánud. 8. júní e.h. koma gestir frá Höfða
á Akranesi í heimsókn. Þriðjud. 9. júní og
miðvikud. 11. júní er gróðursetning með
leikskólabörnum frá Hraunborg.
Hrafnista, Reykjavík | Sjómannadag-
urinn haldinn hátíðlegur í dag. Messa
verður kl. 14 í samkomusalnum, prestur
sr. Svanhildur Blöndal. Kaffisala á vægu
verði og sýning og sala á handverki
heimilismanna kl. 13-17 í iðjuþjálfun, 4.
hæð og 8. júní kl. 9-16.
Hraunbær 105 | Farið í Fljótshlíð 11. júní,
brottför frá Hraunbæ kl. 9.30. Verð
6.300 og hádegismatur innifalinn.
Skráning á skrifstofu eða í síma 411-
2730 fyrir þriðjudaginn 9. júní.
Hæðargarður 31 | Listasmiðjan opin,
gönuhlaup og gáfumannakaffi og fé-
lagsvist á mánudögum. Myndlistarsýn-
ing Erlu og Stefáns. Matur og kaffi. Hóp-
ar sem vilja starfa á eigin grundvelli
velkomnir. Sími 411-2790. Fótaaðgerða-
st., s. 897-9801, hárgreiðslust., s. 568-
3139.
Vesturgata 7 | Farið í sameiginlega ferð
með Aflagranda og Hraunbæ í Fljótshlíð
fimmtud. 11. júní. M.a. verður farið í Hlíð-
arenda og Múlakot. Hádegismatur er
innifalinn. Leiðsögumaður er Guðjón
Jónasson. Brottför frá Vesturgötu kl.
8.35. Nánari uppl. og skráning í síma
535-2740.