Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
10. júní 1979: „Sjómannadagurinn
í Reykjavík og Hafnarfirði og
raunar víðar um landið hefur lagt
mikið af mörkum í sambandi við
ýmis hagsmunamál sjómanna. Þar
munar mest um hið gífurlega átak,
sem gert hefur verið í málefnum
aldraðra og ekki má gleyma sum-
arbúðunum í Grímsnesi.
Á hinn bóginn er því ekki að
leyna, að sá mikli skuggi hvílir yfir
þessum sjómannadegi, að vinnu-
stöðvun hefur verið á farskipaflot-
anum um margra vikna skeið og
engar verulegar líkur á, að úr ræt-
ist í bráð. Jafnframt er svo komið
vegna mikilla olíuverðshækkana að
grundvöllurinn er brostinn undan
útgerðinni, en ný fiskverðs-
ákvörðun hefur látið á sér standa.
Fyrir þessar sakir horfir nú svo
sem allur fiskiskipaflotinn stöðvist
á morgun.
Vissulega er kreppan vegna ol-
íuverðshækkana utanaðkomandi.
En það breytir þó ekki því, að
áfallið verður meira en ella vegna
þeirrar óstjórnar, sem verið hef-
ur.“
11. júní 1989: „Sú skoðun hefur
lengi verið uppi, að ein af for-
sendum þess að skapa mætti hér
heilbrigðara efnahagslíf væri sú,
að draga úr þátttöku og áhrifum
ríkisins í fjármálakerfinu. Á meðan
ríkisvaldið væri svo áhrifamikið í
bankakerfinu væri ekki hægt að
búast við því, að útlánastefna
bankanna markaðist eingöngu af
sjónarmiðum heilbrigðs atvinnu-
rekstrar. Þess vegna er ástæða til
að fagna því sérstaklega, að rík-
isstjórnin hefur nú undirritað sam-
komulag um að selja einn rík-
isbankanna til einkaaðila.
Í annan stað er augljóst, að
þessi kaup einkabankanna og fyr-
irhuguð sameining þeirra fyrir
mitt næsta ár styrkir mjög stöðu
einkarekstrar í fjármálakerfinu.
Hingað til hafa einkabankarnir
verið of litlir og þess vegna ekki
haft burði til þess að takast á við
meiriháttar verkefni í atvinnulíf-
inu. Nú verður til einkabanki, sem
nálgast Landsbankann að stærð.
Sú staðreynd á eftir að hafa áhrif í
atvinnulífi hér á næstu árum.“
Úr gömlum l e iðurum
Sjómannadag-urinn er núhaldinn há-
tíðlegur um land
allt. Sjómenn geta
verið stoltir af
þeim miklu áföngum sem
náðst hafa í réttindum þeirra,
aðbúnaði og öryggi á undan-
förnum áratugum. Og í dag er
sérstök ástæða til að fagna.
Sjórinn við Ísland hefur tekið
margan góðan drenginn, en
enginn mannskaði varð á sjó
hér við land á síðasta ári. Á
þessu ári hefur heldur enginn
sjómaður horfið í hafið. Þeir
sem gerst þekkja telja að fara
verði allt aftur á landnámsöld
til að finna slysalaust ár á sjó
hér við land.
Sjómenn hafa orðið sér æ
betur meðvitandi um hættur á
sjó og allt kapp hefur verið
lagt á að draga úr þeim hætt-
um. Þar munar miklu, að sjó-
menn eru skyldugir til að
sækja námskeið í Slysavarna-
skóla sjómanna og fá reglu-
bundna endurmenntun.
Skipafloti landsmanna er líka
bæði öflugur og öruggur. Því
miður verður aldrei tryggt að
ekki verði hörmuleg slys á
hafi úti, en þjóðinni ber
skylda til að búa svo að sjó-
mönnum sínum að hættan sé
eins lítil og mögulegt er.
Á þessum sjómannadegi er
engin lognmolla í umræðu um
sjávarútveg. Stjórnvöld vilja
freista þess að leiðrétta hið
mikla óréttlæti, sem fólst í því
að útgerðarmönnum voru af-
hent mikil verðmæti endur-
gjaldslaust þegar kvótakerf-
inu var komið á. Ríkisstjórnin
vill fyrna aflaheimildir í
skömmtum á 20 árum, en þar
blasir við annars konar órétt-
læti: Margir hafa selt kvóta
sinn og þeir sem
keyptu háu verði
sjá enga sanngirni
í að missa kvót-
ann, en sitja uppi
með skuldirnar.
Sátt er því enn ekki í sjón-
máli.
Ríkisstjórnin telur líka rétt
að heimila frjálsar hand-
færaveiðar, en þar blasir líka
við óréttlæti sem felst í að
smábátasjómenn, sem hafa
selt kvóta sinn, geta haldið
aftur til veiða án endurgjalds.
Við hlið þeirra róa menn, sem
keyptu af þeim kvótann dýr-
um dómum. Sjónarmið þess-
ara manna verður án efa erfitt
að sætta.
Hvernig sem fer er ljóst að
sjávarútvegurinn verður
áfram grunnstoð íslensks at-
vinnu- og efnahagslífs. Sjó-
mennirnir, sem halda daginn
sinn hátíðlegan í dag, geta
verið stoltir af framlagi sínu
og forvera sinna til þjóðar-
búsins. Án þeirra væri enginn
fiskur dreginn úr sjó. Harka
þeirra og dugnaður hefur
tryggt uppbyggingu nútíma-
þjóðfélags og eftir hrun efna-
hagskerfisins hafa margir átt-
að sig á hver raunveruleg
verðmæti eru. Íslenskir sjó-
menn njóta virðingar og þakk-
lætis þjóðarinnar.
Mörgum stoðum hefur verið
rennt undir atvinnulíf á Ís-
landi á undanförnum áratug-
um og ólíkt er um að litast á
þeim velli nú og þegar sjó-
mannadagurinn var fyrst
haldinn hátíðlegur. Sú fjöl-
breytni hefur þó ekki megnað
að draga úr mikilvægi sjávar-
útvegsins.
Morgunblaðið færir sjó-
mönnum árnaðaróskir á sjó-
mannadaginn.
Sjómenn njóta
þakklætis og virð-
ingar þjóðarinnar}
Hátíð sjómanna
T
alsvert uppnám hefur orðið í þjóð-
félaginu út af ljósmynd Sigurðar
Guðmundssonar, lykilverki á
listamannsferli hans, sem Lista-
safn Íslands keypti á 10 milljónir
króna. Ýmsum sem tjáð hafa sig um málið
þykir mikið í lagt að kaupa ljósmynd svo dýr-
um dómum.
Slíkt segir heilmikla sögu af afstöðu
margra til ljósmyndarinnar sem listgreinar,
sem og til kvikmyndarinnar og nú síðast til
vídeósins. Verður þessum viðhorfum best lýst
sem fordómum.
Af einhverjum ástæðum rifjast upp fyrir
mér saga sem Frank heitinn Ponzi, listfræð-
ingur með meiru, sagði mér fyrir margt
löngu.
Ponzi var mikill fagurkeri, áhugamaður um ljós-
myndir og ljósmyndun, en leiðir okkar lágu saman
vegna sameiginlegs áhuga á kvikmyndum sem list-
greinar.
Sagan hans Ponzi hefst þegar hann starfaði sem list-
ráðunautur hjá Guggenheim-safninu í New York nokkru
áður en hann fluttist til Íslands seint á sjötta áratugnum
með konu sinni, Guðrúnu Tómasdóttur söngkonu.
Hann var að róta í gömlum plöggum í safninu og rakst
þá fyrir tilviljun á skjöl um að safnið hefði talsvert löngu
áður fengið ýmsa helstu nútímamálara Bandaríkjanna á
þessum tíma, væntanlega listamenn á borð við Jackson
Pollock, Willem De Kooning, Mark Rothko, Franz
Kline, Frank Stella o.fl., til að gera tilraunir
til að yfirfæra listsköpun sína á kvikmyndir.
Guggenheim átti sem sagt vænt safn af til-
raunakenndum kvikmyndum helstu nútíma-
listamanna Bandaríkjanna fyrir seinni
heimsstyrjöldina, en sér til furðu komst
Ponzi að því að engin vitneskja var um þetta
safn hjá Guggenheim.
Ástæðan var vafalaust sú að kvikmynd-
irnar voru teknar á filmur sem innihéldu
mikið af efninu nítróglýseríni og þar af leið-
andi stafaði af þeim sprengihætta. Mynd-
unum var vegna þessa komið fyrir í eld-
traustu byrgi úti á Long Island þar sem þær
féllu í gleymsku sem segir auðvitað sína sögu
um afstöðuna til þessarar tegundar listar á
þessum tíma.
Ponzi sagðist auðvitað hafa orðið óður og uppvægur
við þennan fund og rokið út á Long Island til að huga að
myndunum. Þar hitti hann einn varðanna sem gætt
höfðu byrgisins um árabil og ekki séð starfsmann safns-
ins fyrr en Ponzi birtist þarna óvænt.
Saman fóru þeir niður í byrgið og opnuðu hirslurnar
sem geymdu fjársjóðina.
En viti menn – filmurnar voru allar orðnar að dufti,
enginn hafði hirt um að yfirfæra þær í endingarbetra
form. Verðirnir höfðu því vakað yfir dufti nótt sem nýt-
an dag svo árum skipti.
Mér hefur oft síðan orðið hugsað til þessara vörslu-
manna duftsins.bsv@mbl.is
Björn Vignir
Sigurpálsson
Pistill
Vörslumenn duftsins
Verkland riftir og
hótar málaferlum
FRÉTTASKÝRING
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
V
erktakafyrirtækið Verk-
land hefur krafið borg-
ina um að greiða sér til
baka, með vöxtum og
verðbótum, lóð að
Nönnubrunni í Úlfarsárdal sem fyr-
irtækið keypti í útboði í maí 2006.
Fyrir byggingarrétt á lóðinni greiddi
Verkland rúmar 78,5 milljón króna
en vill nú þremur árum síðar rúmar
120 milljónir króna endurgreiddar.
Eins og kunnugt er hefur borgin
hafnað því að taka við útboðslóðum,
utan þess að borgarráð veitti fram-
kvæmdasviði leyfi til að taka við sex
lóðum greiddum með skuldabréfi frá
borginni hefðu eigendur þeirra lent í
vanskilum. Framkvæmdasvið hefur
tekið við einni slíkri. Borgin tekur
einungis við lóðum sem úthlutað var
á föstu verði og greiðir út auk vaxta
og verðbóta.
Byggingarréttur á hverri lóð í út-
boði í Úlfarsárdal kostaði milljónir,
jafnvel tugi milljóna, og kappsmál
fyrir þá sem keyptu og geta nú ekki
byggt vegna efnahagsástandsins að
skila þeim aftur.
Í ýtarlegri greinargerð Verklands,
sem lögmaður þess Einar Gautur
Steingrímsson undirbjó og sendi til
borgarstjórnar á fimmtudag, er rak-
ið hvernig borgin hefur að mati þess
ekki staðið við sinn hluta samnings-
ins. Fallist hún ekki á að taka við lóð-
inni á grundvelli söluskilmálanna
sjálfra, reglna borgarinnar um skil á
byggingarrétti á lóðum eða af jafn-
ræðissjónarmiðum, rifti verktakinn
samningnum. Það geri fyrirtækið á
þeim forsendum að borgin hafi ekki
afhent það sem hún seldi. En það
sem hafi gert útslagið að Verkland
keypti lóðina hafi verið frétt á frétta-
torgi Reykjavíkurborgar. Þar stóð
m.a. að skólar og þjónusta yrðu í
göngufæri við íbúðir, byggðin þétt og
íbúar gætu sótt vinnu í hverfinu og
þyrftu sem minnst að sækja út fyrir
hverfið. Þessar forsendur hafi allar
brostið. Til dæmis sé nú engin at-
vinnustarfsemi á svæðinu eftir að
lögreglan stöðvaði þar kumpána
með ólöglega plönturæktun!
Þá hafi borgin með saknæmum
hætti og af stórfelldu gáleysi valdið
töfum á því að byggingarfram-
kvæmdir gætu hafist, með því að
hafa rangt deiliskipulag á vef sínum
með ómældum kostnaði fyrir fyrir-
tækið, sem þurfti af þeim sökum að
láta endurhanna blokkina sem það
hugðist reisa á lóðinni. Verktakinn
náði því ekki að byggja í tíma áður
en fasteignamarkaðurinn brast.
Verkland ætlar að stefna borginni
fallist hún ekki á að taka við lóðinni.
Það gefur henni tíu daga til að svara.
Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri
framkvæmdasviðs borgarinnar, fékk
bréfið ekki samdægurs í hendur en
staðfestir að fyrirtækið hafi sent
greinargerð fyrir mánuði með kröf-
um um að skila lóðinni. Rök þess
hefðu verið í skoðun hjá borginni og
formlegt svar því ekki borist fyrir-
tækinu. Hann telur málið þurfa úr-
skurðar dómstóla því sannarlega sé
ágreiningur um það: „Dómstóla-
leiðin er opin.“ Nokkur mál séu einn-
ig í samgönguráðuneytinu þar sem
menn hafa kært synjun borgarinnar
á að taka við útboðslóðum og hann
staðfestir að þegar hafi eitt fyrir-
tæki stefnt borginni vegna lóðar í
Hádegismóum sem það vilji skila:
„Því fyrr sem fæst niðurstaða, því
betra fyrir alla.“
Morgunblaðið/RAX
Úlfarsárdalur Sextán eigendur útboðslóða hjá borginni hafa formlega ósk-
að eftir að fá að skila þeim en ekki fengið. Fleiri hafa óskað eftir að skila
lóðum sínum og fengið neitun í gegnum síma.
Einn hefur stefnt og annar hótar
að stefna út af því að fá ekki að
skila útboðslóð til borgarinnar.
Því fyrr sem fæst niðurstaða því
betra fyrir alla, segir skrifstofu-
stjóri hjá Reykjavíkurborg.
SAMFYLKINGIN lét bóka á fundi
borgarráðs á fimmtudag að mik-
ilvægt væri að útfæra tillögur um
hvernig standa mætti að endur-
greiðslu lóða til fjölskyldna sem
fengu úthlutaðar lóðir eftir útboð,
þannig að jafnræðis sé gætt.
„Til að það verði hægt óska
fulltrúar Samfylkingarinnar eftir
því að framkvæmda- og eignasvið
upplýsi borgarráð og leggi mat á
hugsanleg fjárútlát borgarinnar
vegna slíkrar tillögugerðar.“
Ástæðu þessarar fyrirspurnar
segir Samfylkingin vera að nú hafi
85 einbýlishúsalóðum, 16 lóðum
undir par- og raðhús (94 íbúðir) og
fjórum lóðum undir fjölbýli með
216 íbúðum verið skilað. Alls 395
lóðum á föstu verði hafi verið skilað
en þar til nýlega engri sem úthlutað
var eftir útboð.
FJÖLSKYLDUR
FÁI AÐ SKILA››
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/