Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 43
Minningar 43 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Hjartfólgin eiginkona mín, móðir okkar og amma, GEIRÞRÚÐUR KJARTANSDÓTTIR, Hraunhólum 9, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtu- daginn 4. júní. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju mánudaginn 15. júní kl. 13.00. Hreinn Jóhannsson, Kjartan Hreinsson, Guðrún Hreinsdóttir, Sturla Jóhann Hreinsson og barnabörn. ✝ Kæra systir okkar og mágkona, EYRÚN OTTADÓTTIR, lést á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg sunnudaginn 26. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 9. júní kl. 15.00. Guðríður Ottadóttir, Lúðvík Eiðsson, Anna Ottadóttir, Hilmar Smith, Auður Ottadóttir, Ágúst Bjarnason. ✝ Elskulegur sonur minn, ÁRNI ÓSKARSSON, Meiðavöllum, Kelduhverfi, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn 2. júní. Útför hans fer fram frá Garðskirkju föstudaginn 12. júní kl. 14.00. Jarðsett verður að Skinnastað. Guðrún Árnadóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ÁGÚST LÁRUSSON frá Þingeyri, Dýrafirði, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 1. júní, annan í hvítasunnu. Útför hans fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 9. júní kl. 13.00. Ingunn Jónsdóttir, Kristján Jón Ágústsson, Ástrún Jónsdóttir, Jóhannes Jakob Ágústsson, Kristjana Ingvarsdóttir, Guðrún Lára Ágústsdóttir, Njörður Marel Jónsson, Ágúst Ágústsson, Björg Hemmert Eysteinsdóttir, Arnbjörg Ágústsdóttir, Ólafur Kristján Ólafsson, Jónas Ágústsson, Rannveig Hjaltadóttir, Kristjana Ágústsdóttir, Guðmundur Hákon Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökk sé þessu lífi hve það var mér ör- látt af því hlaut ég augun opna ég þau bæði sé og sundurgreini svart frá hinu hvíta og efst í hæðum sé ég himin þakinn stjörnum í mannhafinu manninn sem ég elska. Þökk sé þessu lífi hve það var mér örlátt heyrnina af því hlaut ég heyri daga og nætur engisprettur óma eða fugla syngja dyn í vélum, hundgá, hamarshögg og regnið og mjúka róminn mannsins sem ég elska. Þökk sé þessu lífi hve það var mér örlátt af því hlaut ég hljóðin hlaut ég einnig stafróf eignaðist ég orðin um allt það sem ég hugsa móðir, vinur, bróðir, eru ljós sem lýsir þá grýttu braut er gengur sál þín eft- ir. (Violeta da Parra, þýð. Þór. Eld- járn) Þessar ljóðlínur eiga vel við Garð- ar og Helgu mágkonu mína sem nú situr eftir með sorg sína, en þó ekki ein því ættbogi þeirra hjóna er stór, breiður og fallegur, eins og regn- boginn í allri sinni fegurstu mynd, og þar finnur hún huggun í sorg- inni. Ljóðlínur Violetu da Parra, söng- konunnar frábæru frá Chile, koma mér alltaf í hug þegar ég fer í hug- leiðslufasa um lífið og tilveruna. Þökk sé þessu lífi hve það var mér örlátt, þökk sé þessu lífi fyrir að fæðast inn í þær aðstæður sem hafa gefið mér þá fyllingu að eiga þá tengingu við ástvini mína sem hefur hjálpað mér að þroskast til að verða betri manneskja. Garðar bróðir minn, sem var elst- ur okkar systkina, er þriðji í röð bræðra okkar sem kveður þessa jarðvist langt um aldur fram. Á undan eru gengnir Ingvar, 1965, þá tæplega átján ára gamall, og Guð- mundur Þór, tæplega fimmtugur, árið 2003. Fjölskylda okkar Garðars flutti úr Vesturbænum í Bústaðahverfið og þar kviknaði ævintýri sem varð bróður mínum mikið gæfuspor. Þar fann Garðar æskuástina sína og framtíðarmaka, hana Ólafíu Helgu Stígsdóttur, glaðværa og káta stelpu sem var síhlæjandi og yndi var að hlusta á. Öll hennar fjölskylda, bræður og systur eru glaðvært fólk. Stígur og Ingibjörg, foreldrar Helgu, voru yf- ir sig ánægð með þennan unga svein sem nú hafði stigið inn í stór- fjölskylduna sem bjó á Hólmgarði 11. Helga og Garðar undu lífi sínu vel og varð fjölgun hjá þeim ör og hvert barnið á fætur öðru kom í heiminn. Er mér minnisstætt er móðir mín hrópaði upp yfir sig: „Hún Helga er ófrísk eina ferðina enn!“ Þetta voru auðvitað gleðióp móður í eftirvænt- ingunni yfir því að verða amma eina ferðina enn. Börnin urðu á endanum sjö, falleg og mannvænleg börn þá og eru enn þann dag í dag. Og barnabörnin eru samtals sextán. Í veikindum sínum tók Garðar ör- lögunum með reisn, það fann ég á spjalli okkar er hann dvaldi á Land- spítalanum sársjúkur af þeim veik- indum er síðar urðu honum að ald- urtila. Ég er ákaflega stoltur af því æðruleysi sem bróðir minn sýndi. Garðar Steinþórsson ✝ Garðar Stein-þórsson fæddist í Reykjavík 24. október 1942. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 23. maí síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Keflavíkurkirkju 3. júní. Dauðinn er ekki end- irinn, hann er upphaf- ið, hann er sameining alls þess sem mann- legt er. Helgu, börnum og afkomendum öllum vottum við Guðrún samúð okkar á þess- um erfiðu stundum. Minningin lifir í af- komendunum og end- urskapa hið gamla. Minningin um góðan dreng, eiginmann, bróður, mág, frænda, föður, afa og langafa lifir. Gunnar. Hvernig getur maður kvatt jafn- góðan vin og Garðar var mér og mínum? Minningarnar um hann eru svo sannarlega perlur sem ég hef í hjarta mínu, þær eru yndislegar og mun ég geyma þær um ómunatíð. Garðar var yndislegur maður, al- veg frá því ég kynntist honum fyrst fyrir tæpum 30 árum. Hann var mikið prúðmenni og einstaklega hjartahlýr, alltaf til í að rétta hjálp- arhönd ef þess var þurfi. Hann hafði þann einstaka eiginleika að gefa sér tíma fyrir fólkið sitt og vini, og tók vel á móti öllum þeim er leituðu til hans. Og ekki má gleyma Helgu konu hans hvað þetta varðar, svo samtaka voru þau hjónin; tóku ávallt á móti vinum og vandamönn- um með mikilli hlýju og voru sannir vinir vina sinna. Þau eru yndisleg, eins og börnin mín sögðu alltaf: „Það er svo gaman þegar Garðar og Helga koma, þau eru svo góð við okkur.“ Við fjölskyldan vorum svo sannarlega lánsöm að fá að ganga lífsins veg með þessum einstaka manni, sem var ekki bara ríkur af kærleika og góðmennsku, heldur einnig af stórri fjölskyldu sem sam- anstendur af sjö börnum, þeirra mökum og börnum. Einstakar perl- ur eru þau öllsömul. Takk kærlega Garðar minn fyrir samfylgdina í öll þessi ár, og vittu til að við hittumst aftur síðar á góð- um stað. En þangað til mun ég geyma minninguna um þig í hjarta mér, líkt og einstakar perlur sem aldrei gleymast. Þín mágkona, Ragnheiður Erlendsdóttir. Elsku frændi minn Garðar Stein- þórsson er horfinn af sjónarsviðinu. Við kveðjustund er margs að minn- ast. Við Garðar vorum systrabörn og jafngömul, nánast upp á dag. Frændgarðurinn var stór, og í þá daga, þegar við vorum að alast upp, voru mæðurnar heimavinnandi og dagarnir vel skipulagðir hjá þeim. Það voru bökunar- og þvottadagar, – og þá voru nú ekki sjálfvirku þvottavélarnar til að létta störfin. Vöruúrval í búðum var ekki mikið og efnahagur fólks almennt annar en nú er. Lítið var til af vaðmáli, og það þurfti að venda eldri flíkum og sauma nýjar handa yngri börnun- um. Allt var notað og nýtt til hins ýtrasta. Það er ljúft að minnast æskudaganna. Mikill samgangur var milli frændfólks, – ég tala nú ekki um öll afmælin, enda fjölskyld- urnar stórar. Leiksvæði okkar barnanna var stórt og spennandi, svo sem Slippurinn, Örfirisey, sem þá var talsvert öðruvísi en nú (og á þessa staði fór maður án þess að spyrja um leyfi), Skólavörðu- og Grímsstaðaholtið, sem nú heitir Skerjafjörður. Og svo var það allt skrýtna og skemmtilega fólkið, sem við ýmist hræddumst eða hlógum að. Síðast en ekki síst er Nýlendu- gatan minnisstæð, með herskara af börnum í leik. Það var á þessum æskuárum sem við Garðar bund- umst þeim vináttuböndum sem héldust alla tíð þótt samgangur milli okkar fjölskyldna hafi minnkað. Þarna ófst sá þráður kærleika sem mér er svo mikils virði. Garðar var lánsmaður í lífinu. Hitti Helgu sína þegar þau voru ung að árum og eignuðust þau sjö heilbrigð og góð börn. Barnabörnin eru orðin fjórtán og barnabarnabörnin eru þrjú. Með samheldni, trausti og umhyggju hefur þeim farnast vel og uppskera virðingu og ást afkomenda sinna. Getum við ekki fallist á að tilgangur lífsins sé að lifa lífinu lifandi og taka þátt í undrinu sem á sér stað? Bergja á dýpstu uppsprettu lífsins, þar sem er kærleikur og ást. Þetta á við um sambúð þeirra Helgu og Garðars. Ævi okkar er svo stutt, – eins og dagurinn í gær þegar hann er liðinn. Já rétt eins og næturvaka. Allt hefur sinn tíma, – og tíminn er naumt skammtaður. Við þurfum að hafa það hugfast alla daga. Það sem einkenndi Garðar, frænda minn, var umfram allt hlýja, umhyggja og virðing fyrir fólki. Hann var sannarlega vinur vina sinna. Það er gott að minnast míns góða frænda, sem var mér svo ljúf- ur og kær. Sorgin er sár en minn- ingin gleður. Garðar greindist með illvígasta sjúkdóm samtímans í byrjun þessa árs. Sú glíma var ekki til að sigrast á. Megi heilagur friður og kærleikur Guðs umvefja þig, kæri frændi, og alla þá sem elska þig. Elsku Helga, ég bið algóðan Guð að gefa þér og öllum ástvinum ykkar styrk í sorg- inni, og við Ólafur vottum ykkur dýpstu samúð. Margrét Þ. Thorlacius. Elsku Helga, börn og aðrir að- standendur. Það var mér sönn ánægja að fá að kynnast Garðari, hann var alltaf svo hress og glaður og fannst mér alltaf svo gott að koma í heimsókn því móttakan var alltaf svo kær að mér fannst ég vera komin heim. Heimsóknirnar voru ekki eins margar og ég hefði viljað en hugurinn var oftar þar og það vissi Garðar. Því miður tókst mér ekki að kveðja hann og þykir mér það mjög sárt, en ég ætla að láta þetta ljóð vera kveðju frá mér til hans. Hvíldu í friði kæri vinur og Guð geymi þig. Sár er kveðjustundin samt hef ég þá trú að við hittumst aftur þá endar lífsins brú. Ég vil gefa þér allt það aftur sem áður gafstu mér kærleikann, traustið og trúna og tryggðina í hjarta þér. Það skal fylgja þér ferðina löngu uns finnumst við á ný á sólbjörtum sumarlöndum þar sjást ekki haust eða ský. (Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir) Ég votta ykkur og ástvinum hans öllum innilega samúð og bið Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Kolbrún Diego og fjölsk. Kær vinur og félagi er fallinn frá. Ég kynntist Garðari í kringum 1988 þegar ég gekk í Kiwanisklúbb- inn Hof í Garði, og höfum við verið miklir vinir og félagar síðan. Garðar var mikill og góður kiwanisfélagi og hefur Kiwanishreyfingin misst góð- an og tryggan félaga. Garðar var forseti klúbbsins tvisvar sinnum, 1987-1988 og 1999-2000, einnig var hann svæðisstjóri Ægissvæðis 1990- 1991. Í okkar klúbbi hefur Garðar gegnt öllum helstu embættum og viljum við þakka honum fyrir vel unnin störf. Ekki óraði mig fyrir þessu í des- ember sl., þegar Garðar lá veikur heima og komst ekki til að ná í flug- eldana fyrir okkur og í söluna þetta árið. Vegna veikindanna komst hann ekki á fundi frá áramótum. Í janúar lenti hann á sjúkrahúsi í fyrsta sinn. Garðar greindist með krabbamein sem var ólæknandi og lést hann 23. maí á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til Helgu, barna, tengda- barna og annarra ástvina. Við sökn- um góðs vinar og félaga. Fyrir hönd Kiwanisfélaga í Hofi, Magnús Eyjólfsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.