Morgunblaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2009
„HUGA verður að mörgu við skipulagningu
svona viðburðar í Kína,“ segir annar forsprakki
Shanghai Pride sem skipuleggur fyrstu viku-
löngu hátíð samkynhneigðra í Sjanghæ. „Eng-
ar skrúðgöngur. Allir viðburðirnir verða haldn-
ir á stöðum í einkaeigu,“ bætir hún við.
Skipuleggjendur hátíðarinnar fóru að ráðum
lögfræðinga sinna og slepptu skrúðgöngunni,
sem oft er einkennandi fyrir slíkar hátíðir.
Áform um slíkt hefði getað orðið til þess að yf-
irvöld bönnuðu hátíðina. Í stað göngunnar
verða á boðstólum kvikmyndasýningar, umræð-
ur, listsýningar og daglöng veisla sem haldin
verður fjarri opinberum vettvangi.
Auðveldara fyrir útlendinga en Kínverja
Aðalskipuleggjendur hátíðarinnar, Tiffany
Lemay og Hannah Miller, eru Bandaríkjamenn
sem hafa búið í Sjanghæ í nokkur ár. Þær
segja það auðveldara fyrir útlendinga að
standa fyrir svona uppákomu en Kínverja þar
sem kínversk yfirvöld séu oft tortryggin varð-
andi stórar opinberar upppákomur sem gætu
tekið á sig mynd mótmæla eða falið í sér kröf-
ur um aukin réttindi. „Við komumst upp með
meira,“ segir Miller. „Lögfræðingurinn okkar
ráðlagði okkur að gefa allt efni varðandi hátíð-
ina út á ensku. Það vekti síður athygli eða liti
út eins og áróður.“ Þær vonast þó til að fá allt
að 2.000 manns í lokaveisluna undir lok vik-
unnar. jmv@mbl.is
Samkynhneigðir kætast í leyni
Vikulöng hátíð samkynhneigðra í Sjanghæ hófst í fyrsta sinn í gær Engir viðburðir verða haldnir
opinberlega til að halda frið við stjórnvöld Kína Engin skrúðganga sem gæti túlkast sem mótmæli
Í HNOTSKURN
»Samkynhneigð var skil-greind af kínverskum
yfirvöldum sem geð-
sjúkdómur til ársins 2001.
»Kannanir sýna að meiri-hluti þjóðarinnar er um-
burðarlyndur þegar kemur
að samkynhneigð.
»Þó er talið að fáir Kín-verjar játi samkyn-
hneigð sína en samkvæmt
opinberum tölum eru tæp-
lega 3% þjóðarinnar sam-
kynhneigð.
»Kynlíf fólks af samakyni var ólöglegt í Kína
fram til ársins 1997.
Reuters
Litagleði Hátíðum samkynhneigðra fylgja oft litríkar og skrautlegar skrúðgöngur eins og þessi.
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
BRASILÍSK yfirvöld tilkynntu að í
gær hefðu 15 lík fundist sem talin
eru af farþegum frönsku flugvél-
arinnar er hrapaði í Atlantshafið í
síðustu viku. 228 manns voru um
borð í vélinni, þar af einn íslenskur
ríkisborgari. Allir eru taldir af en
alls hafa 17 lík fundist í sjónum.
Fyrstu tvö líkin, sem reyndust
bæði af karlmönnum, fundust á
laugardag og eftir fund þeirra
reyndist unnt að leita á mun
þrengra svæði.
Fjögur líkanna sem fundust í gær
eru af karlmönnum og fjögur af
konum, óvíst er með önnur. Í dag
verður farið með þau til bæjarins
Recife þar sem þau verða rann-
sökuð, en þaðan er björgunar-
aðgerðum stjórnað.
Leitarmenn höfðu komið auga á
fleiri lík úr lofti í gær og var unnið
að því að ná þeim úr sjónum þrátt
fyrir slæmt veður.
Farþegasæti, flugmiði og per-
sónulegir munir eru meðal þess sem
tekist hefur að bjarga úr sjónum.
„Hundruð hluta [úr flugvélinni]
hafa fundist og verða geymdir þar
til við vitum hvert þeir eiga að
fara,“ sagði talsmaður brasilíska
flughersins í samtali við AFP-
fréttastofuna.
Tólf brasilískar flugvélar, ein með
rasjárbúnað sem greinir hluti í
vatni, tvær franskar flugvélar, eitt
franskt skip og fimm brasilísk her-
skip leita nú um 680 mílum norð-
austur af strönd Brasilíu.
Leitað að flugritunum
Á miðvikudag bætist franskur
kjarnorkukafbátur í leitarhópinn en
þess er freistað að finna svörtu
kassana tvo sem gætu innihaldið
upplýsingar um tildrög flugslyssins.
Kassinn sendir aðeins frá sér merki
í um 30 daga. „Við þurfum að vera
mjög heppnir þar sem við vitum
ekki nákvæmlega hvar slysið átti
sér stað, en þetta er samt þess
virði,“ sagði talsmaður franska
hersins. Unnið er að rannsókn þess
hvort bilun í hraðamælum hafi orðið
til þess að vélinni hafi verið flogið of
hratt með þessum afdrifaríku afleið-
ingum.
Lík finnast við leit á Atlantshafi
Reuters
Brak Ýmsir hlutir úr frönsku farþegavélinni hafa nú bjargast úr hafi.
KOSIÐ var til Evrópuþingsins í þorpinu Sintesti
í Rúmeníu í gær eins og í 19 öðrum löndum Evr-
ópu. Hægri miðjuflokkar unnu fylgi á kostnað
flokka á vinstrivængnum og reyndust jafnaðar-
menn bíða mest afhroð. Kosningaþátttaka var
frekar lítil í mörgum landanna eða um 40% sem
að sögn sérfræðinga þykir sýna minnkandi trú-
verðugleika ESB. Jaðarflokkar virðast hafa unn-
ið á í kosningunum en öfga-hægriflokkar unnu
m.a. sæti í Hollandi og Ungverjalandi að því er
fyrstu tölur sögðu til um.
Stjórnarflokkar nokkurra landa virtust hafa
orðið fyrir nokkru höggi vegna efnahagskrepp-
unnar þó stjórnarflokkarnir í Þýskalandi og
Frakklandi hafi haldið sínu. Í þingkosningum
ESB er að stórum hluta kosið um fulltrúa flokka
hvers lands sem svo vinna með flokkum ESB
með svipaða hugmyndafræði. jmv@mbl.is
Reuters
KOSIÐ UM ALLA EVRÓPU
„ÉG fann til með
forsetanum þegar
hann dró háskóla-
menntun mína í
efa því það var
ólöglegt og það
var lygi,“ sagði
Zahra Rah-
navard, eiginkona
Mirs Hosseins
Mousavis, fram-
bjóðanda í írönsku forsetakosning-
unum, við fjölmiðla í gær. Zahra hef-
ur hótað að stefna Íransforseta fyrir
rógburð í kappræðum í liðinni viku.
Hún er talin ein helsta ástæðan fyrir
velgengni manns hennar í kosninga-
baráttunni en áhugi Írana á Zahra
hefur ýtt eiginmanni hennar inn í
sviðsljósið bæði innanlands sem er-
lendis. Rahnavard er stjórnmála-
fræðingur, myndhöggvari og amma
og þykir frökk og snögg í tilsvörum.
Ræður Zahra um aukin kvenréttindi
hafa vakið athygli og eru þær taldar
hluti af því að kynna hjónin sem um-
bótasinna. En þau eru bæði fyrrver-
andi harðlínumenn. Nú eru þau talin
vekja vonir með Írönum um sættir
við Vesturlönd. jmv@mbl.is
Hótar að
stefna for-
setanum
Zahra svarar Írans-
forseta fullum hálsi
Zahra Rahnavard
1. júní: Samband rofnar við
flug AF 447 úti yfir Atlantshafi.
2. júní: Brak sést úr lofti,
m.a. flugvélarsæti. Brasilísk yf-
irvöld segja brakið úr frönsku
farþegavélinni.
3. júní: Meira brak sést og
olíuslikja á yfirborði sjávar.
4. júní: Hlutum bjargað úr
sjó sem sagðir eru vera úr vél-
inni. Yfirlýsingin dregin til
baka.
6. júní: Fyrstu tvö líkin dreg-
in úr sjónum. Ferðataska, bak-
poki og farþegasæti meðal
þess sem finnst að auki.
7. júní: 15 líkum til viðbótar
bjargað úr sjó.
Leit að AF447