Morgunblaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 23
Menning 23FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2009 KAMMERKÓR Tónlistarháskólans í Bre- men heldur tónleika á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju í kvöld, mánudag, kl. 20 í Hallgrímskirkju. Stjórnandi kórsins, Friederike Woebcken, er meðal virtustu kórstjóra Þýskalands og nam m.a. hjá hinum heimsfræga Erik Er- iksson. Kammerkórinn er skipaður úrvals- söngvurum háskólans, þar sem Friederike Woebcken er prófessor í kórstjórn. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Mendelsohn, Schumann, Brahms, Þorkel Sigurbjörnsson, Mäntyjärvi, Hillborg, Nyberg og Whitacre. Miðasala er við innganginn. Tónlist Kammerkór í Hallgrímskirkju Friederike Woebcken GRADUALEKÓR Lang- holtskirkju vann til gull- verðlauna í kórakeppninni Festival of songs sem haldinn var í bænum Olomouc í Tékklandi, á laugardaginn. Í keppninni tóku þátt 117 kórar frá 12 löndum. Í fréttatilkynningu frá kórnum segir að Gradualekór Lang- holtskirkju hafi fengið 96 stig af 100 í flokki kirkjutónlistar og unnið þar með til gullverðlauna. Að auki fékk hann silf- urverðlaun í flokki yfirburðaæskukóra með 88 stig af 100. Kórinn hefur verið í Tékklandi í viku og eyddi fyrstu dög- unum í Prag þar sem hann söng á tónleikum og í messu í Salvator dómkirkjunni. Tónlist Vann til gullverð- launa í kórakeppni Gradualekór Langholtskirkju BRÚÐUBÍLLINN, leikhús yngstu barnanna, verður með sýningu í dag í Hall- argarðinum við Fríkirkjuveg kl. 14 og á morgun, þriðjudag, í Árbæjarsafninu kl. 14. Þetta er 29. sumarið sem leikhúsið starfar undir stjórn Helgu Steffensen sem hannar brúður og semur handrit ásamt Sigrúnu Eddu Björnsdóttur sem er leikstjóri sýning- arinnar. Leikritið sem sýnt verður heitir Leikið með liti og samanstendur af þremur leikþáttum. Hver sýning tekur hálfa klukku- stund. Brúðubíllinn starfar á vegum ÍTR og eru allir velkomnir á sýningar. Leiklist Brúðubíllinn er kominn á stjá Helga Steffensen FRÉTTASKÝRING Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík lauk að kvöldi hvítasunnudags. Hátíðin fór nú fram í 23. sinn, en hún var fyrst haldin árið 1970. Á dagskrá voru um 70 list- viðburðir með þátttöku um 500 listamanna, íslenskra og erlendra. Hrefna Haraldsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, segir að hátíðin í ár hafi gengið ótrúlega vel. „Sætanýting á hátíðinni hefur aldrei verið betri, aðsóknin mjög góð og uppselt á nánast hvern einasta viðburð.“ Margt skapaði gott gengi Það er stundum sagt að þegar að kreppir leiti fólk í listir og aðra andlega nautn. Því eru ekki allir sammála. Árangur Listahá- tíðar í ár kann þó að styðja þá hugmynd. Margt hjálpaðist að við gott gengi hátíðarinnar, að mati Hrefnu, og segir hún alveg ljóst að nú sé bæði þörf og markaður fyrir menningu og listir. „Við virðumst hafa náð í gegn. Kynn- ingin á hátíðinni heppnaðist vel og við notuðum t.d. netið meira í kynningum en áður og við settum á stofn klúbb listahátíðar fyrir þá sem vilja fylgjast með starfi há- tíðarinnar. Þá fengum við líka strax mjög góð viðbrögð við dag- skrá hátíðarinnar, það var greini- lega mikill áhugi á því sem í boði var.“ Hrefna segir að hófstillt miða- verð hafi líka átt sinn þátt í góðri aðsókn. „Það hafa margir haft orð á því að miðaverð hafi verið hagstætt. Það hækkaði ekki milli ára og í sumum tilfellum lækkaði það. Þetta var ákvörðun okkar og með henni tókum við ákveðna áhættu, en miðað við þær for- sendur sem við gáum okkur gekk þetta upp og við náðum mark- miðum okkar í tekjum og gjöld- um.“ Styrktaraðilar sumir horfnir Listahátíð eins og aðrar menn- ingarstofnanir hafa ekki farið varhluta af efnahagskreppunni og við stóra skellinn í haust missti hún marga dyggustu stuðnings- aðila sína frá liðnum árum, auk þess sem allur erlendur kostn- aður tvöfaldaðist frá því sem var. „Við fengum því minni peninga frá einkageiranum nú en áður, eins og gefur að skilja, en miða- salan skiptir líka töluverðu máli hjá okkur, og hún var meiri en reiknað hafði verið með. Auk þessara tekna höfum við grunn- framlög frá ríki og borg. Við vit- um nokkurn veginn í upphafi úr hverju við höfum að spila og við reyndum að nýta það eins vel og kostur var. Það sýnist mér okkur hafa tekist.“ Hvað kostar Listahátíð? Listahátíð í Reykjavík hefur verið misdýr milli ára, að sögn Hrefnu og ekki endilega gefið að kostnaður hækki jafnt og þétt milli ára. „Við höfðum úr minna að spila í ár en í fyrra og hitteð- fyrra, en við vinnum hátíðina hverju sinni inn í þann ramma sem fyrir liggur. Heildarvelta Listahátíðar á ári er í kringum 100 milljónir. Þá er allt meðtalið, ekki bara hátíðin sjálf, heldur líka allt starf í kringum hana á árs- grundvelli.“ Það er erfitt á Íslandi dagsins í dag að setja þá upphæð í raun- hæft samhengi. Hún jafngildir annars vegar kostnaði við ársvist 400 barna á leikskóla í Reykjavík og hins vegar sex nýjum Land Cruiser-jeppum úr búð, svo ólík dæmi séu tekin.“ Ekki eingöngu fyrir Íslendinga Íslendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem sækja við- burði Listahátíðar. Þó er nokkuð um það að útlendingar komi hingað gagngert í þeim tilgangi. „Hingað koma bæði einstaklingar og litlir hópar, sem skipuleggja komu sína á Listahátíð með löngum fyrirvara, ýmist í gegn- um erlendar ferðaskrifstofur eða á eigin vegum. Þetta fólk sækir ólíkustu viðburði og setur tungu- málið ekki fyrir sig. Ég get nefnt sem dæmi Breta sem kom gagn- gert á hátíðina í vor og hefur komið á allar Listahátíðir í tutt- ugu ár. Við erum í góðri sam- vinnu við Höfuðborgarstofu, Ferðamálastofu, sendiráðin er- lendis og ferðaskrifstofur, gegn- um Iceland Express, þannig að hátíðin er ágætlega kynnt erlendis og við höfum áhuga á að efla það starf enn frekar.“ Góðir áheyrendur Þeir erlendu listamenn sem komu fram á hátíðinni í ár voru allir að sögn Hrefnu ánægðir með dvölina á Íslandi. „Þeir hafa und- antekningarlaust orð á því hvað ís- lenskir áheyrendur eru góðir og vel upplýstir og hvað það er gam- an að koma fram fyrir þá. Margir þeirra eru hissa á því hvað hér er rekin metnaðarfull listahátíð. Margir þeirra dvelja hér áfram, ferðast um og mynda sterk tengsl við landið. Víða um heim eru listahátíðir á þrengra sviði, t.d. helgaðar ákveðnum listgreinum, en hjá okk- ur helgast fjölbreytnin af smæð þjóðarinnar, við verðum að hafa allar listgreinarnar með. Fjöl- breytnin er sérstaða Listahátíðar í Reykjavík og sjarmi hennar um leið.“ Uppselt á flesta viðburði  Aldrei betri sætanýting á Listahátíð sem var nú haldin í 23. sinn  Styrkjum einkaaðila fækkaði  Orðsporið erlendis gott  Hófstillt miðaverð átti sinn þátt í góðri aðsókn  Fjölbreytnin er sérstaðan Tiger Lillies Meðal þeirra erlendu listamanna sem komu fram á hátíðinni. Hrefna Haraldsdóttir tók við starfi listræns stjórn- anda Listahátíðar í Reykjavík í fyrra. Þetta er því fyrsta hátíðin sem hún stýrir í því starfi. „Starf stjórnanda listahátíðar felst í að velja þau verkefni sem eru á dagskrá hverrar hátíðar. Í sumum tilvikum koma listamenn til mín með hugmyndir að verkefnum sem ég vel úr. Í öðrum tilvikum bý ég til verkefni með því að leiða saman listamenn og loks leita ég uppi listamenn gagngert til að fá þá á hátíð- ina. Það sem ég legg til grundvallar við valið er list- rænn metnaður, fagmennska og hæfileikar þeirra listamanna sem fram koma.“ Listrænn metnaður leiðarljós Hrefna Haraldsdóttir Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið í Galleríi Fold á Rauðarárstíg virka daga 10–18, laugard. 11–16 og sunnud. 14–16 Listmunauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu fer fram mánudaginn 8. júní, kl. 18.15 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Óli G. Jóhannsson Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Verkin verða sýnd í dag kl.12–17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.