Morgunblaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 16
16 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2009
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
NÚ ÞEGAR við höf-
um farið hverja koll-
steypuna á fætur ann-
arri, ekki síst vegna
þess að ekki mátti
ræða hlutina og skoða
með gagnrýnu hug-
arfari, er full ástæða til
að fara fram af gát. Að-
ilar úr háskólasamfé-
laginu ryðjast fram á
ritvöllinn og tala um
traust almennings á HÍ en virðast
ekki átta sig á því að það traust er
líkast til fengið með gagnrýnni um-
ræðu og athugasemdum sem þaðan
hafa borist. Frá aðilum í HÍ komu
athugasemdir við efnahagsundrið,
þaðan kom gagnrýni á framkvæmd
og kostnaðaráætlun vegna Kára-
hnjúka. Á þessar raddir var slegið
og reynt að gera að þeim grín sem
óttaslegnum aumingjum sem ekkert
skildu eða gætu. Nú hefur komið í
ljós að flest átti við rök að styðjast
og hefði betur verið skoðað frá fleiri
sjónarhornum en einungis því sem
hagsmunaaðilar kusu.
Nú er þessi draugur offors og
æðibunugangs enn og aftur að láta á
sér kræla. Nú klæddur í búning sem
almenningur á að trúa
að sé grænn og gæfu-
legur.
Hér er um að ræða
umsókn ORF líftækni
hf. til ræktunar erfða-
breytts byggs utan
dyra í óvarðri náttúru.
Umsóknarferlið fór
hljótt og til stóð að
halda aðeins eina lítið
auglýsta kynningu fyr-
ir nágranna fyrirhug-
aðrar ræktunar. Sú
kynning hefði farið
fram og umsóknin tek-
in fyrir af Umhverfisstofnun þann
28. maí sl. ef áhugafólk um takmörk-
un slíkrar ræktunar hefði ekki tekið
eftir henni og mætt á fundinn. Í
framhaldi hans voru gerðar veru-
legar athugasemdir við ferlið, kynn-
ingu þess og möguleika almennings
og stofnana sem gæta eiga öryggis
borgaranna til að gera athugasemd-
ir við umsóknina. Á fundinum kom í
ljós, mörgum að óvörum, að ORF
hefur þegar fengið tvö slík leyfi áður
en þá án nokkurrar kynningar eða
umfjöllunar aðila utan þeirra sem til
þess hafa lögboðna skyldu.
Í kjölfar gagnrýni á meðferð um-
sóknarinnar hafa risið á fætur aðilar
innan háskólasamfélagsins, sumir
beintengdir rannsóknum ORF á
sviði ræktunar próteina í erfða-
breyttu byggi fjárhagslega eða
fræðilega. Þessar rannsóknir hafa
að mestu farið fram innandyra í
öruggu og lokuðu húsi við Grindavík
sem kallað hefur verið Græna smiðj-
an og látið líta út fyrir að um grænan
iðnað sé að ræða. Í augum margra
sem telja græna nafnið einungis eiga
við lífræna og náttúrulega ræktun er
þetta heiti verulegt rangnefni. Og í
augum margra sem umhugað er um
siðferði í rannsóknum er hér um
vafasama iðju að ræða þar sem átt
er við erfðamengi jurta og í þær
blandað mannlegum vaxtaþáttum.
Vísindasamfélagið sem að þessu
kemur hefur að sjálfsögðu aðrar
hugmyndir um hvað á sér stað. Og
allir eiga að hafa rétt á sinni skoðun
út frá sínum forsendum. Það er
grundvöllur vísinda og akadem-
ískrar umræðu. Ef svo væri ekki
hefðu vísindamenn á sviði raunvís-
inda fyrir löngu átt að segja sig úr
samfélagi við deildir sem kenna að
maður hafi gengið á vatni og risið frá
dauðum. Svo hafa þeir ekki gert.
Fræðasamfélagið á sem sagt að
vera vettvangur opinnar, gagn-
rýnnar, upplýsandi umræðu þar sem
leikir og lærðir geta myndað sér sína
skoðun á málefnum. Út frá þekktum
staðreyndum, rökstuddum kenn-
ingum og skoðanaskiptum.
En nú bregður svo við að þeir sem
láta í ljós þá skoðun að rétt sé að
skoða vel hvað sé í húfi og hvort eitt-
hvað sé að varast í sambandi við
ræktun erfðabreyttra lífvera utan
dyra eru teknir fyrir á persónu-
legum nótum, kallaðir mótmæl-
endur, andstæðingar og jafnvel
bendlaðir við kukl – og það af mönn-
um sem sannarlega hefðu fengið að
kynnast hlýju rannsóknarréttarins
sjálfir á þeim tímum. Þeir eru nú allt
í einu orðinn rannsóknarréttur,
sjálfskipaður og kallar allar skoðanir
aðrar en sínar villutrú, fleipur, rang-
færslur og bull. Spunavélin var sett í
gang og opin bréf, blogg og erindi
hafa verið send í allar áttir, í blöðin,
til hagsmunaaðila, til ráðamanna og
ráðherra. Nú skal sko stoppa um-
ræðuna. Rægja alla sem koma með
mótrök. Jafnvel þótt vísað sé í virtar
rannsóknir háskóla í fremstu línu.
Þetta getur ekki á nokkurn hátt kall-
ast opin, upplýsandi né gagnrýnin
umræða. Og flestir höfundar þess-
ara pistla gleyma að geta fjárhags-
legra tengsla sinna eða annarra
tengsla við rannsóknir ORF. T.a.m.
er Landbúnaðarháskólinn eigandi að
8% – 10% hlut í ORF líftækni hf..
Samstarf ORF við Háskóla Íslands
er einnig mikið og er státað af því og
því trausti sem slíkt samstarf veitir
fyrirtækinu. Það er því full ástæða
til að minna á hvernig það traust er
unnið. Það er unnið með því að Há-
skólinn hefur sjálfstæði og akadem-
ískt frelsi til þess einmitt að gagn-
rýna það sem gagnrýna þarf. Kalla á
rannsóknir og umræður sem leiða til
upplýstrar niðurstöðu og ákvarðana.
Ekki að stimpla og samþykkja þegj-
andi og hljóðalaust.
Undirritaður sat á umræddum
kynningarfundi í Gunnarsholti og
þar kom fram að enginn fundargesta
ætlaði sér að stöðva starfsemi ORF
né ráðast að verkum þeirra, svo
lengi sem þau eru unnin innan dyra í
öruggu og vernduðu umhverfi. Hins-
vegar vildu margir að frekari rann-
sóknir færu fram áður en mögulega
yrði gefið leyfi til ræktunar erfða-
breytts byggs utandyra. Í íslenskum
lögum á náttúran að njóta vafans. Í
þessu máli er vafi, og þessa vafa á
náttúran að njóta.
Nýju fötin keisarans á útsölu, enn og aftur
Eftir Einar
Bergmund
Arnbjörnsson
»Nú skal sko
stoppa um-
ræðuna. Rægja alla
sem koma með mót-
rök.
Einar Bergmundur
Arnbjörnsson
Höfundur er meistaranemi í upplýs-
ingatækni og áhugamaður um rétt-
láta stjórnsýslu.
Á TEIKNINGU
sem birtist í Int-
ernational Herald
Tribune hinn 21. apríl
sl. má sjá tvo for-
stjóra skoða línurit
sem sýnir hvernig
landsframleiðslan
hrapar. Annar for-
stjórinn segir við
hinn: „Vonandi byrjar
þetta að fara upp á
við aftur sem fyrst
áður en við þurfum að fara að
læra eitthvað af þessu hruni.“ Til-
fellið er að margir binda miklar
vonir við skjótan efnahagsbata
fyrst og fremst í þeirri von að um-
ræðan um endurskoðun á því fjár-
málakerfi sem hrundi hætti áður
en hún kemst á það stig að ná til
meiriháttar breytinga, svo sem
eins og að skilja á
milli fjárfestingahluta
og viðskiptaþjónustu
bankanna eða að beita
samkeppnislögum til
að tryggja að enginn
banki verði svo stór
að lendi hann í vand-
ræðum skapi það
hættu fyrir allt
banka- og fjár-
málakerfið.
Þeir innan fjár-
mála- og bankakerf-
isins í Bandaríkjunum
og Bretlandi sem
gera sér vonir um skjótan bata
eru að vonast til þess að geta
haldið áfram fjármálastarfsemi
sinni eins og ekkert hafi í skorist,
enda eftir miklu að slægjast. Að
vinna í fjármálageiranum hefur
samanborið við aðrar atvinnu-
greinar reynst afspyrnu ábata-
samt starf. Ennfremur gefur hlut-
ur þess 1% hóps sem hefur hæstar
tekjur sem hlutfall af heildar-
tekjum bandarískra heimila
ákveðna vísbendingu um hvað býr
að baki.
Á undanförnum tveimur áratug-
um hefur hátt hlutfall heimila þess
1% hóps sem hæstar hefur tekj-
urnar haft tekjur sínar af fjár-
málaviðskiptum. Hlutur þessa 1%
hóps af heildartekjum heimila
hafði fallið frá 23% árið 1929 niður
í 8% árið 1970, og var síðan um 9-
10% allan áttunda áratuginn. Á
þessu sama tímabili frá 1929 til
1970 höfðu tekjur millitekjuhóp-
anna aukist mest, sem sagt tekju-
ójöfnuður hafði minnkað.
Sú stefnubreyting sem varð á
tímum Reagans og Thatcher varð
til þess að snúa þessari þróun við
og gífurleg tekjutilfærsla upp á
við til hinna efnameiri hófst. Frá
1980 og fram til 2006 hafði hlutur
þeirra sem eru í eins prósents
hópnum með hæstu tekjurnar
aukist aftur og náð 23% af heild-
artekjum bandarískra heimila,
sama hlutfalli og árið 1929. Á sjö
uppgangsárum Clinton-stjórn-
arinnar náði þessi 1% tekjuhópur
til sín um 45% af heildaraukningu
tekna fyrir skatt, og aftur heilum
73% á fjórum uppgangsárum
Bush-stjórnarinnar. Á meðan á
þessari tekjuaukningu þessa 1%
hinna tekjuhæstu stóð höfðu með-
altekjur 90% bandarísku þjóð-
arinnar „á botninum“ staðið í
stað.
Að ná slíkri tekjutilfærslu frá
hinum tekjuminni til hinna tekju-
meiri í lýðræðisþjóðfélagi, átaka-
laust og án uppþota, verður að
teljast pólitískt afrek og enn ein
„tær snilld“ viðskiptalífsins.
En hver er galdurinn að baki
þessu pólitíska afreki og hinni
viðskiptalegu snilld? Jú, að auð-
velda þeim sem höfðu búið við
tekjur sem staðið höfðu í stað síð-
an 1980 að auka neyslu sína með
aukinni lántöku, þ.e. með yf-
irdráttarheimildum, kred-
itkortum, húsnæðislánum, endur-
fjármögnun húsnæðis og ýmsum
öðrum snilldarlegum nýjungum
fjármálaiðnaðarins.
Þetta gerðist í Bandaríkjunum
og í Bretlandi, en hljómar þetta
eitthvað kunnuglega fyrir okkur
Íslendinga? Höfum við ekki ný-
lega fengið fréttir um að óvíða í
Evrópu hafi tekjuójöfnuður auk-
ist jafn mikið á undanförnum ár-
um og á Íslandi? Aftur á móti
þöndust skuldir fyrirtækjanna og
heimilanna út og náðu nýjum og
áður óþekktum hæðum.
Einkavæddu bönkunum og fjár-
málastofnunum höfðu verið sköp-
uð skilyrði sem veittu þeim
skuldaveiðileyfi á almenning. Og
þegar íslenska krónan var ekki
lengur nægilega fýsileg beita var
erlendri mynt beitt. Erlent
áhættufjármagn japanskra hús-
mæðra, svissneskra fjárfesta og
annarra streymdi til Íslands, „cas-
ínó norðursins“, til að græða á
vaxtamun. Þar reyndu fjárfestar
að hanga inni í bólunni eins lengi
og hægt var, en freista þess síðan
að sleppa út rétt áður en bólan
myndi springa.
Þeir sem hins vegar lentu í
veiðarfærum bankanna hafa nú
hafnað í gildru uppgangsáranna.
Margir þeirra skulda nú meira en
þær skuldir sem þeir stofnuðu til,
en eiga minna nú en þeir áttu fyr-
ir hrun. Aftur á móti hafa lands-
menn nú allt í einu „eignast“
banka sem aldrei stóð til að eign-
ast. Þeir hafa ekkert yfir stefnu
þeirra eða starfsemi að segja, en
þurfa bæði að endurfjármagna
þessa nýju ríkisbanka og borga
skuldir gömlu einkabankanna frá
tímum fjárhættuspilsins. Hvað
skyldi þessi hópur og afkomendur
þeirra læra af þessu hruni?
En hvað með þann hóp sem
helst vill ekkert læra af fjármála-
hruninu? Hér vaknar sú spurn-
ing, hvort þeir eigi að komast
upp með að halda áfram eins og
ekkert hafi í skorist með því að
„kjafta upp“ eitt og eitt bata-
merki og telja þannig stjórnvöld-
um trú um að kreppan sé að líða
hjá. Þegar ljóst var að kreppan í
Austur-Asíu í lok síðasta áratug-
ar myndi ekki breiðast út til
Vesturlanda, fjaraði allt tal um
nýtt regluverk út og alþjóðlegir
fjármálamarkaðir héldu áfram
starfsemi sinni eins og ekkert
hefði í skorist.
Heimilin og gildra uppgangsáranna
Eftir Sigurbjörgu
Sigurgeirsdóttur » Að ná slíkri tekju-tilfærslu í lýðræð-
isþjóðfélagi, átakalaust
og án uppþota, verður
að teljast pólitískt afrek
– og enn ein „tær snilld“
viðskiptalífsins.
Sigurbjörg
Sigurgeirsdóttir
Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Í GREIN Agnesar Bragadóttur í
Morgunblaðinu sl. sunnudag koma
fram ásakanir á stjórnarmenn lífeyr-
issjóðanna „fyrir það hversu leiði-
tamir þeir voru útrásarvíkingum á
sínum tíma, hversu auðveldlega þeir
létu ginna sig til vonlausra og óarð-
bærra fjárfestinga með því að þiggja
boðsferðir á vegum banka og fjár-
festingafélaga, bergja á lúxusnum,
sitja í heiðursstúkum á knatt-
spyrnuvöllum heimsliðanna, sigla á
lúxussnekkjum og leika sér í einka-
þotum og þyrlum stóru strákanna.
Þessir menn misstu sjónar á hlut-
verki sínu, þeir tóku fullan þátt í
hrunadansinum, græðgin hrifsaði af
þeim völdin …“
Ekki er ljóst hvað Morg-
unblaðinu gengur til að birta slíkar
ásakanir á hendur öllum stjórn-
armönnum allra lífeyrissjóða
landsins. Um er að ræða órök-
studdar og rakalausar ásakanir
sem eru ekki eingöngu til þess
fallnar að rýra trúverðugleika allra
stjórnarmanna, heldur er okkur
beinlínis gefið að sök sérstaklega
ófyrirleitin háttsemi, ef ekki refsi-
verð. Við höfum aldrei þegið boðs-
ferð, fríðindi eða gjafir af nokkru
tagi frá bönkum eða fjárfestinga-
félögum vegna setu okkar í stjórn-
um lífeyrissjóða.
Það er óþolandi fyrir okkur að
sitja undir þeim alvarlegu dylgjum
um mútuþægni sem settar voru
fram í umræddri grein og því ger-
um við þá kröfu að Morgunblaðið
dragi þær til baka og birti afsök-
unarbeiðni vegna þeirra.
Undir þetta rita eftirfarandi
stjórnarmenn í Gildi og Lífeyr-
issjóði verslunarmanna Gildi:
Friðrik Arngrímsson,
Guðmundur Ragnarsson,
Heiðrún Jónsdóttir,
Konráð Alfreðsson,
Sigurður Bessason,
Sigurrós Kristinsdóttir,
Sveinn Hannesson,
Vilhjálmur Egilsson,
Lífeyrissjóður verslunarmanna,
Benedikt Vilhjálmsson,
Betty Vilhelmsdóttir,
Bogi Þór Siguroddsson,
Benedikt Kristjánsson,
Helgi Magnússon,
Hrund Rudolfsdóttir.
Óvönduð og ófagmannleg
umfjöllun Morgunblaðsins
Frá stjórnarmönnum í Gildi og Líf-
eyrissjóði verslunarmanna Gildi.
BRÉF TIL BLAÐSINS