Morgunblaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 18
18 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2009 ✝ Selma Friðgeirs-dóttir fæddist 26 nóv. 1922 á Akureyri. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 26. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Friðgeir Vil- hjálmsson verkamað- ur, f. 26.8. 1893, d. 8.9. 1955, og Sig- urlaug Svanlaugs- dóttir húsfreyja, f. 29.5. 1904, d. 31.10. 1991. Selma á bróður, Svan, f. 9.11. 1927, maki Erna, f. 8.7. 1928. Eftirlifandi maki Selmu er Ind- riði Guðjónsson vélstjóri, f. 2.3. 1916 á Ísafirði. Selma giftist Ind- riða 22. maí 1941. Börn Selmu og Indriða: 1) Erla Sigurlaug, f. 22.4. 1943, maki Björn Þorsteinsson, f. 19.2. 1943, börn þeirra eru Indriði og Kristín. 2) Friðgeir, f. 6.3. 1947, maki Stella María Reynisdóttir, f. 15.11. 1948, börn þeirra eru Axel og Bryndís Steina. 3) Magnús Krist- ján, f. 1.10. 1948, d. 27.5. 1981, maki Erla Lóa Jónsdóttir, f. 29.6. 1952, börn þeirra eru Páll Ingi og Magnús Bragi, Magnús átti fyrir Önnu Björk með Björgu Jónsdóttur, f. 24.9. 1948, d. 13.11. 2001. 4) Ingibjörg, f. 21.6. 1950, fráskilin við Gústaf Ólafsson, f. 14.11. 1949, börn þeirra eru Selma og Brynjar. 5) Guðjón, f. 5.5. 1953. Barnabarnabörn Selmu og Ind- riða eru 13. Selma og Indriði fluttu til Reykjavíkur 1942 og á Hrísateig 35 í Reykjavík 1944. Árið 1955 fluttu þau í Langagerði 80 í Reykjavík, síðan í Vogatungu í Kópavogi. Frá júní 2007 hafa þau búið á Hrafnistu í Reykjavík. Selma verður jarðsungin frá Ás- kirkju í dag, mánudaginn 8. júní, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku tengdamamma. Er ég kveð þig í dag vil ég þakka þér öll árin okkar saman. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Þú varst „Rósin“ í lífi okkar allra. Í Langagerðið var gott að koma og allra leiðir lágu þangað, það leið varla sá dagur að við kæmum ekki við hjá þér og gaman var hjá stórfjölskyldunni alla sunnudaga í kaffi og kökum, tengdapabbi á sjónum, en þú hélst okkur öllum saman. Þegar þið fluttuð í Vogatungu 3 þá hófst nýr kafli í ykkar lífi, söng- ur og félagsstarf eldri borgara í Kópavogi var ykkur kært og þið nutuð ykkar innan um gott fólk. Já, þetta er búið að vera góður tími með ferðum innanlands og utan, lífið hefur verið að mestu leyti gott. Þær eru margar minningarnar eft- ir 45 ára samleið í gegnum lífið og þakka ég fyrir allt. Ég kveð þig með söknuði, elsku tengdamamma. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Þín tengdadóttir, Stella María. Elsku amma mín. Þegar ég hugsa um þig fer ég alltaf að brosa því þú bjóst yfir svo mikilli jákvæðri orku og mikilli hlýju. Mér leið alltaf svo vel í ná- vist þinni enda var faðmur þinn breiðari og stærri en flestra. Hlýtt var hjarta þitt og ávallt varstu til staðar þegar á reyndi og ekkert aumt máttir þú sjá. Þú hafðir húmor fyrir sjálfri þér og hlóst dátt að vitleysunni sem stundum kom upp úr þér svona eins og þegar þú sagðir okkur að fara í skúrinn þegar þú meintir garðskálann. Oft var nú hlegið mikið að orðaruglinu, sem ég hef tekið í arf frá þér, og þú eflaust mest. Þegar ég var lítil og þið afi bjugguð í Langagerði var ekkert skemmtilegra en að koma í heim- sókn til ykkar, hjá þér fékk ég og frænka mín Selma, nafna þín, að leika okkur við það að klæðast í fötin þín, háa hæla, kjóla, hatta og síðast en ekki síst ganga um með skartgripina þína, sem var í miklu uppáhaldi, enda önnur eins djásn ekki fengið að fara um hendur mín- ar. Ekki má gleyma þeim ófáu stundunum sem ég eyddi inni í hin- um ýmsu skápum og hirslum í leit að nýjum fjársjóðum enda margt spennandi að sjá og uppgötva og alltaf fékk maður að róta af bestu lyst. Það var einmitt svo frábært við heimsóknirnar í Langagerðið því þar fékk maður að vera barn, róta, leika og finna að þar gat mað- ur verið maður sjálfur. Í Langagerði safnaðist fjölskyld- an saman og oftast var fræga súkkulaðikakan hennar ömmu ekki langt undan og ef ekki þá gat mað- ur bókað það að fá íspinna sem hún bjó sjálf til úr ávaxtasafa og frysti. Amma var svo sannarlega mikil fjölskyldukona enda var henni mik- ið umhugað um fjölskyldutengslin og gafst okkur frændsystkinunum tækifæri til að kynnast betur en mörgum öðrum fjölskyldum, enda vorum við ávallt velkomin og hitt- umst þar oft. Þegar amma og afi fluttu í Vogatungu voru flest barnabörnin komin á fullorðinsár en áfram hélt amma að bjóða heim í mat eða kökur. Þegar ég og mað- ur minn Ed fluttum heim til Ís- lands 1997 vorum við með stand- andi boð í nætursaltaðan fisk og hamsatólg og hafði amma mikla ánægju af því að bjóða útlendingn- um þennan þjóðlega mat, sem hann elskaði, enda vorum við í mat hjá gömlu hjónunum í það minnsta einu sinni í mánuði á tímabili og nutum samvista við þau. Margar eru góðu minningarnar um hana ömmu mína og þótt henn- ar tími hafi verið kominn var sárt að missa hana og vita að ekki yrði meira um samvistir okkar en eftir stendur minning um stórkostlega konu og bestu ömmu sem hægt væri að hugsa sér. Ég á eftir að sakna þín sárt elsku amma. Þitt barnabarn, Kristín Björnsdóttir. Ég vil með nokkrum orðum minnast ömmu minnar, Selmu, sem lést nýlega. Amma mín, mikið varst þú alltaf góð við mig, alveg frá því að ég fæddist varst þú mikið með mig og hjá mér og auðvitað líka afi Indriði sem fór nú aldrei neitt mjög langt né lengi frá þér, þið voruð svo sam- rýmd hjón. Ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, hvort sem það var heima hjá ykkur í Vogatungu eða hjá ömmu og afa á Digranesvegi eða bara heima hjá mér í Lindasmára því alltaf komst þú og passaðir mig þegar þess þurfti. Eins vil ég þakka þér, amma mín, allan þann tíma sem þú og afi voruð hjá mér þegar ég var lítil og veik inni á spítala, pabbi í skóla og mamma að vinna, þá voruð þið mikið hjá mér, keyrðuð mig um alla ganga spít- alans eða bara sátuð með mig og sunguð eitthvað fallegt fyrir mig. Ég skal lofa þér, amma mín, að passa afa Indriða fyrir þig. Takk fyrir allt, elsku amma. Hrönn Indriðadóttir. Selma Friðgeirsdóttir STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, hefur látið svínbeygja flokkinn í afstöðunni til aðildar að ESB. Sennilega væri nær að segja að Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafi ekki eingöngu verið beygð, heldur hrein- lega pakkað saman af Samfylking- unni undir forystu Jóhönnu Sig- urðardóttur. Augljóst er að flokkar hljóta brautargengi í kosningum vegna stefnu þeirra. Þeir sem kusu Vinstri-græna voru upp til hópa andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Fyrir því eru nokkrar ástæður: sú hávaðasam- asta er formaðurinn Steingrímur Jóhann Sigfússon. Í Fréttablaðinu fyrir tæplega hálfu ári eftir fund flokksráðs Vinstri-grænna er haft eftir honum að þjóðin þyrfti að fá að kjósa bæði um hvort farið yrði í aðildarviðræður, og síðan um að- ildina sjálfa. Ekki er þetta nú al- veg í samræmi við umboðið sem Össur utanríkisráðherra á að fá til Brusselfarar í nafni ríkisstjórn- arinnar sem Steingrímur og hans fólk eru aðilar að. Steingrímur var í stjórnarandstöðu í október í fyrra, þegar hann sat undir ræðu núverandi húsbónda, Jóhönnu Sig- urðardóttur, á Alþingi, hvar hún nefndi mögulega aðild að Evrópu- sambandinu. Þá var öldin önnur og Steingrímur sagði: „Annar stjórn- arflokkurinn hefur efni á því við þessar aðstæður að þjóna ein- göngu lund sinni. Samfylkingin hegðar sér eins og stjórnarand- stöðuflokkur, reynir að troða sín- um hugðarefnum, eins og inn- göngu í ESB, inn í umræðuna nú.“ Svelgist ekki Stein- grími á er hann les þessa ræðu sína nú? Gasprið í núverandi fjármálaráðherra frá stjórnarandstöðuár- unum er athyglisvert eins og t.d. ummæli hans frá 13. mars í fyrra, og höfð eru eftir honum í Morg- unblaðinu. Gefum Steingrími orðið: „Engu að síður líðst Samfylkingunni það í öllum umræðum um efnahagsmál og hagstjórnarvanda að hafa bókstaflega ekkert fram að færa, engar tillögur til úrbóta nema þessa tálsýn, að innganga í ESB og upptaka evru sé allsherjar lausnarorð. Flokkur sem hefur beinlínis samið sig inn í ríkisstjórn út á að leggja málið til hliðar í fjögur ár notar það nú engu að síð- ur sem svar við öllum spurningum, lausn á hverjum vanda.“ Stein- grímur lætur ekki þar við sitja, því strax í næstu línum færir hann til bókar: „Það bítur svo auðvitað höf- uðið af skömminni, að Samfylk- ingin situr eins og klessa í rík- isstjórn sem aðhefst ekkert gagnvart óveðursblikunum sem hrannast upp við sjóndeildarhring íslenskra efnahags- og atvinnu- mála.“ Kunnugleg staða Stein- grímur? Í ljósi þessa er sorglegt til þess að hugsa að Evrópulest Sam- fylkingarinnar skuli knúin um- hverfisvænu vinstri-grænu elds- neyti í óþökk kjósenda Vinstri-grænna. Steingrímur ritar í Morgunblaðinu 18. júní í fyrra um þær ógöngur sem hin evrópska sambandsríkishugmyndafræði er komin í. Þar sé verið að þróa ríkjasamband í ætt við Bandaríkin. Hvernig rúmast hið norræna vel- ferðarsamfélag, sem Steingrímur hefur verið svo upptekinn af, innan ríkjasambands í ætt við Bandarík- in? Síðar í sömu grein hefur Stein- grímur áhyggjur af lýðræðishalla innan ESB, þar sem reynt væri að komast hjá því ef þess væri nokk- ur kostur að spyrja almenning álits. Það er huggun harmi gegn að Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð hefur ekki breytt sinni grund- vallarstefnu í Evrópumálum, eins og formaður hreyfingarinnar stað- festi í ræðustól Alþingis fyrir stuttu. Manni verður nú á að hugsa: hvenær segir maður satt og hve- nær segir maður ekki satt? Til að mynda sagði Steingrímur ekki satt á Alþingi hinn 3. júní síð- astliðinn. Þar fullyrti hann að ut- anríkisráðherra væri ekki á vegum ríkisstjórnarinnar á Möltu í samn- ingaviðræðum um inngöngu Ís- lands í Evrópusambandið. Hið sanna er að utanríkisráðherra var þar með sendinefnd í för og nýj- ustu fregnir herma að þingsálykt- unartillaga sú, sem utanrík- isráðherra lagði fyrir hið háa Alþingi Íslendinga, hafði áður fengið kynningu hjá einhverjum stofnunum Evrópusambandsins. Utanríkisráðherra svíkur þing og þjóð í boði Steingríms og Vinstri-grænna. Utanríkisráðherra er kominn langt út fyrir umboð sitt og ætti að segja af sér áður en skaðinn af störfum hans verður stórtækari. Evrópa Steingríms – fyrr og nú Eftir Vigdísi Hauksdóttur Vigdís Hauksdóttir » Í ljósi þessa er sorg- legt að Evrópulest Samfylkingarinnar skuli knúin umhverfisvænu vinstri-grænu eldsneyti í óþökk kjósenda Vinstri-grænna. Höfundur er þingmaður Framsókn- arflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Á DJÚPAVOGI er tækifæri til að útbúa eina bestu aðstöðu á Íslandi fyrir skútur og þótt víðar væri leitað og þá ekki eingöngu yfir siglingatímann, heldur einnig fyrir skútur í vetrarlegu. Ís- land er að mestu ónumið svæði fyrir siglingafólk, en með vel skipulögðu markaðsátaki verður hægt að koma skútusiglingum við Ísland inn á kortið hjá siglingafólki í heiminum, og þar stendur Djúpi- vogur vel að vígi vegna land- fræðilegrar legu og einstakra hafn- arskilyrða. Það er eftir miklu að sækjast, því skútueigendur eru einn efnaðasti hópur ferðamanna sem um ræðir. Þeir þurfa margvíslega þjónustu fyrir utan kaup á vistum, olíu og annarri almennri þjónustu, og þar á meðal hagkvæma, góða og örugga vetrarlegu. Vetrarlega fyrir skútur er mjög tekjumyndandi fyrir við- komandi höfn og bæjarfélag og það skýrir af hverju margar litlar og stórar hafnir í Evrópu og víðar keppast við að ná þessum hópi ferðamanna til sín. Það mun sannast að vogskorin strandlengja Íslands er gósenland fyrir siglingafólk. Djúpivogur hefur staðsetninguna og aðstöðuna. Það kostar tiltölulega litla fjármuni að bæta hana frekar. Höfnin í Gleðivík býður upp á að gera þar fyrsta flokks þjónustuaðstöðu fyrir skemmtibátaþjónustu. Góður húsakostur er þar sem fellur vel að þessari starfsemi og þar er einnig frábært svæði til að geyma skútur, sérstaklega fyrir ofan hafnargarð- inn þar sem hefur ver- ið sprengt gott geymslusvæði út úr berginu. Í markaðsátaki eru nöfn og heiti mikilvæg og bara nöfnin ein; Djúpivogur, „The deep bay“, og Gleðivík, „The merry bay“, eru stórkostleg og falla aldeilis vel að kynningunni. Þriggja til fimm ára markaðsátak mun skila árangri, en slíkt markaðsátak þarf að undirbúa af kostgæfni. Nú er lag, eins og sagt er, því mjög er horft til efl- ingar ferðaþjónustunnar og fólk er að átta sig æ betur á tekjumögu- leikum hennar. Tækifærin eru alls staðar. Það er nálgunin sem skiptir máli. Einn helzti kosturinn við þessa hugmynd er að hún er umhverf- isvæn og framkvæmd hennar út- heimtir mjög takmarkaðar fjárfest- ingar, því þær eru að mestu fyrir hendi á Djúpavogi. Hafnarsvæðið í Gleðivík nýtist betur og verður at- vinnuskapandi. Það þarf að laga svæðið að þessari sérhæfðu starf- semi. Ég vil hvetja áhugasama menn og konur á Djúpavogi til að láta slag standa og undirbúa verk- ið! Nauðsynlegt er fyrir áhugafólk og stjórnvöld á Djúpavogi að leita aðstoðar til að hleypa verkefninu af stað. Fyrsta skrefið gæti verið að fara í markaðskönnun og skoða svæði t.d. í Noregi, Þýskalandi, Hollandi og Bretlandi. En til þess þarf fjármagn, sem ekki liggur á lausu þessa dagana. Það eru til ýmsir möguleikar hjá stofnunum eins og t.d. Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands, Ferðamálastofu, At- vinnuþróunarsjóði Austurlands og Byggðastofnun, sem samkvæmt lögum er ætlað að efla atvinnulíf landsbyggðarinnar, sem gætu stutt við verkið og mögulegt er að leita aðstoðar hjá ráðuneyti ferðamála eða beint til fjárlaganefndar Al- þingis. Eins er mikilvægt að komast í samband við ýmis félög sem starfa í þessari grein, en siglingasambönd eru víða sterk og mikill fjöldi er af siglingablöðum um allan heim. Það er alltaf verið að leita að nýjum svæðum fyrir skútur sagði mér leiðsögumaðurinn Steingrímur Gunnarsson, vinur minn og bekkj- arbróðir úr MA, en hann þekkir þennan skútuheim afar vel. Þökk sé Steingrími fyrir hans mikla áhuga og framsýni í nýsköpun í ferðaþjón- ustu. Skútuhöfn dregur að aðra ferðamenn. Sú er reynslan erlendis. Skútuhöfn N-Atlantshafsins á Djúpavogi Eftir Pétur Rafnsson » Það er eftir miklu að sækjast, því skútu- eigendur eru einn efn- aðasti hópur ferða- manna sem um ræðir Pétur Rafnsson Höfundur er formaður Ferðamála- samtaka Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.