Morgunblaðið - 10.06.2009, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
SVÍAR munu frá og með júlíbyrjun
setja aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu í forgang í þá sex mánuði
sem þeir munu gegna formennsku í
sambandinu fram til áramóta.
Þetta sagði Carl Bildt, utanríkis-
ráðherra Svíþjóðar, að loknum blaða-
mannafundi norrænu utanríkis-
ráðherranna í Reykjavík gær.
Bildt boðar eindreginn stuðning
Svía við aðildarumsókn Íslands.
„Það þarf ekki að taka fram að við
myndum fagna aðildarumsókn Ís-
lendinga [...] Það sem við munum
gera þegar umsóknin hefur borist
okkur er að leggja hana fram fyrir
framkvæmdastjórnina eins fljótt og
kostur er svo að hún geti hafið þá
vinnu sem nauðsynleg er fyrir hana
til að geta tekið ákvörðun um samn-
ingaviðræðurnar,“ sagði Bildt, sem
vék því næst að þætti formennskurík-
isins í aðildarviðræðunum.
„Við munum augljóslega þurfa að
sannfæra öll aðildarríkin 27. Við
munum einnig hafa á borði okkar að-
ildarumsóknir annarra ríkja, á borð
við Albaníu. Við myndum hins vegar
af ýmsum ástæðum setja afgreiðslu á
aðildarumsókn Íslendinga í forgang
vegna aðildar landsins að EES-
samningnum.“
- Tekurðu undir það sjónarmið Al-
exanders Stubb, utanríkisráðherra
Finnlands, að stækkunarþreyta inn-
an sambandsins gæti orðið til að
seinka umsóknarferlinu?
„Það gæti reynst hindrun sem ég
álít þó ekki óyfirstíganlega. Ég lít
einnig svo á að stækkunarþreytan
eigi ekki jafn mikið við Ísland því það
er ekki hægt að setja spurningar-
merki við stöðu lýðræðisins í landinu.
Ísland býr þrátt fyrir efnahags-
þrengingarnar við þroskað hagkerfi
og er auk þess aðili að EES-samn-
ingnum. Með því hefur Ísland lokið
þremur fjórðu hluta vegferðarinnar
að samrunanum við Evrópu,“ segir
Bildt og vísar til hlutfalls þeirra laga-
bálka aðildarsamningsins sem þegar
er búið að samþykkja í gegnum EES-
samninginn.
- Telurðu því góðar líkur á að Ís-
land fái aðild að sambandinu?
„Já, svo sannarlega. Það er enginn
efi í huga mér varðandi það. Ef þetta
er vilji Íslands þá mun þetta verða að
veruleika. Í hönd fara tveggja ára erf-
iðar samningaviðræður eins og hefð
er fyrir.“
Ólík túlkun í Icesave-málinu
Stubb, utanríkisráðherra Finn-
lands, lýsti aðspurður einnig yfir
stuðningi stjórnar sinnar við aðild Ís-
lands að ESB en varaði þó við of mik-
illi bjartsýni af Íslands hálfu.
„Sjálfur vil ég sjá Ísland ganga í
sambandið eins fljótt og auðið er en
legg á það áherslu að þið skylduð ekki
gera ykkur of miklar væntingar.
Þetta er erfitt ferli,“ segir Stubb, sem
tengir aðspurður uppgreiðslu Ice-
save-skulda og mögulega aðild Ís-
lands að Evrópusambandinu.
Inntur eftir því hvers vegna Norð-
urlandaþjóðirnar hefðu ekki stutt þá
skoðun að íslensku þjóðinni bæri ekki
að greiða upp Icesave-skuldahalann
svaraði hann því til að það væri ekki
hlutverk finnskra utanríkisráðherra
að blanda sér í innanlandsmál á Ís-
landi. Svo bætti hann við: „Rök mín
eru þau að fagna beri sérhverri þeirri
ákvörðun sem greiði götu Íslands að
Evrópusambandsaðild.“
Aðspurðir hvort lausn Icesave-
málsins hefði verið forsenda þess að
afgreiða mætti lán Norðurlandanna
til Íslendinga sögðu þeir Bildt og Per
Stig Møller, utanríkisráðherra Dan-
merkur, að svo hefði ekki verið.
Þvert á þessi ummæli lét Jonas
Gahr Støre, utanríkisráðherra Nor-
egs, þau orð falla í viðtali við Stöð 2 að
lausn Icesave-deilunnar væri mikil-
vægur áfangi í afgreiðslu lánsins.
Aldrei auðvelt ferli
Stubb segir umsóknarferlið að
Evrópusambandinu aldrei auðvelt.
„Menn skyldu ekki gera sér rós-
rauðar væntingar um að afgreiðsla
umsóknar muni liggja fyrir þegar í
stað eða að sjálfar aðildarviðræð-
urnar verði leikur einn,“ segir Stubb,
sem telur óraunhæft að ætla að aðild-
arviðræður Íslands gætu tekið allt
niður í 18 mánuði, eins og bjartsýn-
ustu Evrópusambandssinnar hafa
haldið fram. Þrátt fyrir EES-
samninginn sé löng og ströng samn-
ingalota fram undan fyrir Íslendinga.
Stubb hvetur einnig til varkárni
þegar hann er spurður hvenær hann
telji raunhæft að ætla að Ísland geti
tekið upp evruna.
„Aðild að Evrópusambandinu og
evruupptaka er sinn hvor hluturinn.
Aðild að sambandinu þýðir ekki sjálf-
krafa upptöku evrunnar.“
Svíar hyggjast setja aðild
Íslands að ESB í forgang
Taka málið upp í formennskutíð sinni í ESB Stubb tengir aðild við Icesave
Morgunblaðið/Eggert
Ráðherrar sitja fyrir svörum Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar (frá vinstri), Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, Össur Skarphéðinsson,
hinn finnski kollegi hans Alexander Stubb og danski utanríkisráðherrann Per Stig Møller. Nokkrir norrænir miðlar sóttu fund ráðherranna á Íslandi.
ÞORSTEINN
Pálsson hættir
störfum sem ann-
ar tveggja rit-
stjóra Frétta-
blaðsins á
föstudaginn nk.
að eigin ósk.
Hann mun þó
áfram skrifa
greinar í blaðið
um stjórnmál og þjóðmál, og einnig
á fréttavefinn Vísi.is. Jón Kaldal,
sem verið hefur ritstjóri við hlið
Þorsteins, mun einn verða ritstjóri
blaðsins. Aðstoðarritstjóri verður
áfram Steinunn Stefánsdóttir. Þor-
steinn hefur verið ritstjóri Frétta-
blaðsins síðan í byrjun árs 2006 en
hann hafði áður verið sendiherra í
Kaupmannahöfn og London. Þor-
steinn segist ætla að gefa sér meiri
tíma til almennra ritstarfa, sem
ótímabært sé að greina frá nú.
Þorsteinn
Pálsson hættir
sem ritstjóri
Þorsteinn Pálsson
KONA á níræðisaldri lést í gær-
morgun þegar eldur kviknaði í
gömlu húsi á Kljáströnd við Eyja-
fjörð. Eiginmaður konunnar var
fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri
með reykeitrun og brunasár á hönd-
um og andliti en líðan hans var í
gærkvöldi sögð góð eftir atvikum.
Hjónin eru frá Akureyri en húsið
nota þau og fjölskyldan allt árið.
Slökkviliðið í Grýtubakkahreppi
sendi reykkafara inn í húsið og náði
konunni út en hún var þá látin.
Slökkvistarf tók um eina klukku-
stund en að verkefninu komu átta
slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn
úr Grýtubakkahreppi og frá Akur-
eyri. Rannsóknarlögregluna á Ak-
ureyri grunar að eldurinn hafi
kviknað út frá ofni sem kyntur er
með viði. Ekki var rafmagn í húsinu.
Maðurinn hafði farið snemma út í
gærmorgun en þegar hann kom aft-
ur að húsinu hafði eldurinn blossað
upp. Hann reyndi að komast inn
konu sinni til hjálpar en tókst ekki.
Fór maðurinn því að bænum Höfða,
skammt frá, til þess að biðja um
hjálp. Þaðan var hringt í neyðarlín-
una. skapti@mbl.is
Kona á níræðisaldri
lést í eldsvoða
Ljósmynd/akureyri.net
Bruni Á vettvangi í gærmorgun.
„Það sem við töluðum langmest um
eru þær tillögur sem lagðar eru
fram í Stoltenberg-skýrslunni og
hvernig ætti að útfæra þær. Nokkr-
ar þeirra voru sérstaklega valdar út
til þess að vinna áfram,“ sagði Öss-
ur Skarphéðinsson utanríkisráð-
herra að loknum fundi með nor-
rænu utanríkisráðherrunum í
Reykjavík um hádegisbilið í gær.
„Ein af tillögunum varðar mögu-
leikann á norrænu samstarfi um
loftrýmisgæslu hér á Íslandi. Önnur
tillaga sem varðar okkur mikið og
við tókum sterklega upp er mögu-
leiki á samstarfi í utanríkis-
þjónustunni,“ sagði Össur og vísaði
til hugmynda um samrekstur nor-
ræna sendiráða í sparnaðarskyni.
„Slíkt samstarf kæmi litlu landi
eins og Íslandi til góða. Ég vek eftir-
tekt á því að Stoltenberg talar í
sinni skýrslu um möguleikann á því
að tvö Norðurlandanna vinni sam-
an. Það er því hugsanlegt fyrir okk-
ur að efna til samstarfs við eitt-
hvert Norðurlandanna á hinum
ýmsu stöðum. Norrænu sendiráðin
þurfa ekki öll að vera fimm saman,“
sagði Össur Skarphéðinsson.
Öryggið tryggt og sparað í sendiráðunum
BJÖRGUNARSKIP og bátar Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar voru
kallaðir út í gærkvöldi eftir að til-
kynnt var um reyk sem sæist um
fjórar til fimm sjómílur norður af
Njarðvík. Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar tók einnig þátt í leitinni.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
fékk um níuleytið í gærkvöldi til-
kynningu frá sjófaranda sem varð
var við reyk austur af Garðskaga.
Stjórnstöðin kallaði samstundis út
björgunarskip Slysavarnafélagsins
Landsbjargar í Sandgerði og Hafn-
arfirði. Auk þess björgunarbát
Slysavarnafélagsins Landsbjargar í
Reykjanesbæ og þyrlu Landhelgis-
gæslunnar. Einnig var varðskipi
Landhelgisgæsl-
unnar beint á
svæðið en skipið
var statt vestur af
Reykjanesi. Ekki
var vitað um að
skip eða bátar
væru á þessum
slóðum og því tal-
ið nauðsynlegt að
kanna málið nán-
ar, að því er sagði
í tilkynningu frá Landhelgisgæsl-
unni.
Upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi
var leit afturkölluð án þess að skýr-
ing hefði fundist á reyknum, en varð-
skip fylgdist áfram með svæðinu.
Þyrla Gæslunnar
og skip kölluð út
Reykur sást á sjó norður af Njarðvík
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segir forsendur hafa
opnast fyrir frystingu eigna þeirra
auðmanna, sem nú hafa fengið
stöðu grunaðra við rannsókn sér-
staks saksóknara á orsökum fjár-
málahrunsins.
„Þetta er vísun til þess sem var
rætt í haust þegar við vorum með
hugmyndir um að setja ætti inn
sterkari ákvæði í lög til slíks. Þá
voru menn hikandi og sögðu að
fyrst þyrfti að liggja fyrir rök-
studdur grunur,“ segir Stein-
grímur í samtali við Morgunblaðið.
„Núna er allstór hópur kominn
með stöðu grunaðra hjá hinum sér-
skipaða saksóknara en mér skilst
að menn hafi farið þá leið, m.a. til
að tryggja betur rannsóknarhags-
muni. Þar með opnast víðtækari
réttarheimildir ef efni bjóða.“
Hann vill þó ekkert segja hvort
heimildum til eignafrystinga verði
beitt. „Það er alfarið í höndum
rannsóknaraðilanna og þeir einir
geta svarað fyrir það.“
Steingrímur tekur þó undir að
sterk krafa sé um slíkt í samfélag-
inu. „Ég bendi á að út úr viðræðun-
um við bresk og hollensk stjórn-
völd um Icesave-málið hefur m.a.
komið að þau eru tilbúin til sam-
starfs um að reyna að passa upp á
allar eignir gamla Landsbankans
og við gætum átt þau að í þeim efn-
um ef á þyrfti að halda. Það eru
ákvæði í samningnum sem vísa í
það samstarf.“
Forsendur komnar
fyrir frystingu eigna
Í VON um já-
kvæðar nið-
urstöður af
viðræðum við
yfirvöld
Landspít-
alans hafa
starfsmenn
Blóðbankans,
sem ætluðu að ganga út 1. júní síð-
astliðinn, frestað því til 1. júlí að
ganga út.
Freygerður Steinsdóttir trúnað-
armaður segir starfsmenn hafa litið
á tilkynningu um breytt vaktafyrir-
komulag sem uppsögn og átti hún
að taka gildi 1. júní.
Samkvæmt nýja vaktafyrir-
komulaginu hefðu tekjur skerst um
20 prósent. ingibjorg@mbl.is
Viðræður við
starfsmenn
Blóðbankans