Morgunblaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009
Eftir Ómar Friðriksson og
Jón Pétur Jónsson
„VIÐSKIPTI Kópavogsbæjar við
FM [Frjálsa miðlun] námu rúmum
39 milljónum króna á 6 ára tíma-
bili eða um 6,5 milljónum króna á
ári að meðaltali sem bendir til að
ákvæði laga um opinber innkaup
hafi verið brotin þar sem viðskipti
við félagið á sambærilegri þjón-
ustu á 4 ára tímabili fara langt yf-
ir 10 milljóna króna mörkin sem
sett eru í lögunum,“ segir í grein-
argerð endurskoðunarfyrirtæk-
isins Deloitte um viðskipti Kópa-
vogsbæjar við Frjálsa miðlun ehf.
árin 2003-2008. Greinargerðin var
unnin að beiðni bæjarráðs og birt
í gær.
Frjáls miðlun er í eigu dóttur
Gunnars I. Birgissonar, bæjar-
stjóra í Kópavogi. Miklar deilur
hafa verið í bæjarstjórn vegna við-
skiptanna og var Deloitte beðið
um að leggja mat á hvort við-
skiptin hefðu verið í samræmi við
reglur um innkaup og ákvarðanir í
samræmi við góða stjórnsýslu.
Fullnægja ekki skilyrðum
Í greinargerðinni kemur fram
að frá 1. jan. 2003 til 31. des. 2008
voru viðskipti Kópavogsbæjar við
FM alls 39.114.253 kr. Saman-
standa þau af alls 185 útgefnum
reikningum og voru flokkuð eftir
ýmsum verkefnum, s.s. ljósmynda-
kaup, upplýsingavefur, umhverf-
isviðurkenningar og afmælisrit
bæjarins.
Komast endurskoðendurnir
einnig að þeirri niðurstöðu að
reikningar frá FM virðist í mörg-
um tilfellum hafa verið bókaðir á
ranga bókhaldslykla í fjárhags-
bókhaldi og almennt hafi ekki ver-
ið gerðir skriflegir verksamningar
vegna verkefnanna.
Þá er á það bent að reikningar
frá FM fullnægi ekki skilyrðum
virðisaukaskattslaga um sundur-
liðun upplýsinga. „Við teljum ekki
heimilt að nýta endurgreiðslu
virðisaukaskatts af þjónustu FM
en það hefur verið gert í sumum
tilvikum,“ segir í greinargerð
Deloitte.
Vakin er athygli á því að frá 23.
mars 2005 hafi bærinn móttekið
og greitt 5 reikninga frá FM
vegna afmælisrits. ,,Verkefninu
virðist ekki hafa verið lokið og
ekki liggja fyrir aðrar afurðir en
drögin að uppsetningu sem voru
prentuð út 23. mars 2005.“
Í umfjöllun um ranga bókun á
bókhaldslykla í fjárhagsbókhaldi
bæjarins er vakin sérstök athygli
á því að á lykilinn „Styrkir vegna
menningarmála“ eru færðar rúm-
ar 2,8 milljónir og á lykilinn „Aðr-
ir styrkir og framlög“ eru færðar
rúmar 1,8 milljónir. „Alls eru 17
reikningar bókaðir á þessa lykla á
umræddu tímabili, þar af eru 5
reikningar vegna afmælisrits í
tengslum við 50 ára afmæli Kópa-
vogsbæjar […]. Fjöldi reikning-
anna sem eru bókaðir á þessa
lykla útilokar að um tilfallandi
mistök sé að ræða,“ segir í grein-
argerð Deloitte.
Hugsanlega brot á lögum
Alvarlegar athugasemdir gerðar við viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa
miðlun ehf. í greinargerð Deloitte Viðskiptin námu 39 milljónum á 6 árum
Morgunblaðið/ÞÖK
Hitamál Ómar Stefánsson, fulltrúi Framsóknarflokks, í meirihlutasamstarf-
inu við Sjálfstæðismenn, boðar fulltrúaráð til fundar vegna skýrslunnar.
GUNNAR Birg-
isson, bæjarstjóri
í Kópavogi, segist
ekki líta á grein-
argerð Deloitte
sem áfellisdóm.
Þar séu hins veg-
ar ábendingar um
að margt megi
fara betur í bók-
haldinu og að
sjálfsögðu verði tekið tillit til þess.
Hann hafnar því að lög um opinber
innkaup hafi verið brotin í viðskiptum
bæjarins við Frjálsa miðlun. „Þessi
skýrsla segir það líka að ég er ekki
tengdur viðskiptum þessa fyrirtækis
við bæinn,“ segir hann.
„Við þurfum líka að fá skýringar
um afmælisritið frá afmælisnefnd-
inni. Hún ber ábyrgð á því.“
Gunnar segist vera leiður yfir því
að bókhaldsfærslurnar séu ekki nógu
góðar hjá bænum, eins og gerðar séu
athugasemdir við í skýrslu Deloitte.
„Við munum bæta úr því en ég tók
ekki við sem bæjarstjóri fyrr en um
mitt ár 2005 og í minni tíð hafa verið
samþykktar nýjar innkaupareglur,
við höfum sett upp tvöfalt uppá-
skriftakerfi og nú erum við nýbúnir
að samþykkja siðareglur fyrir bæj-
arfulltrúa og starfsmenn bæjarins.
Ég vil hafa þetta í lagi en ef um
tengda aðila er að ræða eins og í
þessu tilviki þar sem um dóttur mína
er að ræða, er mjög auðvelt að gera
það tortryggilegt. Samfylkingin hef-
ur reynt að gera þetta tortryggilegt
til að reyna að hafa af mér æruna og
reyna að koma mér út úr pólitík.“
Voru gerðar verðkannanir
„Það er einnig gagnrýnt að ekki
hafi verið gerðir skriflegir verksamn-
ingar og virðisaukaskattur ekki rétt
færður. Það sem vekur athygli er að
þeir fullyrða að það hafi ekki verið
gerðar verðkannanir. Það gengur
þvert á það sem sviðsstjórarnir segja,
að það hafi verið gerðar verðkann-
anir og útboð,“ segir hann.
„Ég vil
hafa þetta
í lagi“
Ótengdur viðskiptum
FM við Kópavogsbæ
Gunnar Birgisson
„Það er mjög alvarlegt hvernig þetta hefur verið unnið
varðandi þetta fyrirtæki,“ sagði Ómar Stefánsson, for-
maður bæjarráðs Kópavogs. „Þetta eru ekki vinnu-
brögð sem við framsóknarmenn kærum okkur um að
séu stunduð í Kópavogsbæ,“ bætti hann við. Ómari var
að sögn brugðið þegar hann sá greinargerð Deloitte.
Ætlar hann að boða til fulltrúaráðsfundar eins fljótt og
hægt er og ræða þessa stöðu.
„Þessi skýrsla staðfestir það sem okkur grunaði að
viðskiptin við þetta fyrirtæki eru mjög óeðlileg,“ segir
Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Samfylkingin vill að Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri
Kópavogsbæjar, víki. „Ef hann finnur það ekki hjá sjálf-
um sér að víkja, þá þurfa hans félagar í meirihlutanum
að taka ákvörðun um það hvort þeir treysta honum
áfram til þess að sitja í þeirra umboði sem bæjar-
stjóri,“ segir hún.
„Vinstri græn krefjast þess að bæjarstjórinn, sem og
meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í
bæjarstjórn Kópavogs axli ábyrgð vegna málsins.
Bæjarstjórinn hlýtur að skoða stöðu sína í ljósi skýrsl-
unnar og þeirra ásakana um brot sem þar koma fram.
Vinstri græn telja eðlilegast að bæjarstjórinn víki,“
segir í yfirlýsingu frá VG í Kópavogi.
Fulltrúa Framsóknar er brugðið Samfylking og VG krefjast afsagnar
!
" #$%& '
( #
)* " #
+" # *
, ! #
-)
.
/
+" # *
/ ) &0 $
) !$
1$! *
/
$
2) 1# 3 45
Vöruhótelþjónusta Eimskips
Vöruhótelið býður upp á heildarþjónustu frá því
vara kemur til landsins þar til viðskiptavinur þinn
fær hana í hendurnar.
EIMSKIP VÖRUHÓTEL
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 525 7600 eða sendið fyrirspurnir á netfangið vh@eimskip.is
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
9
0
2
9
6