Morgunblaðið - 10.06.2009, Side 10

Morgunblaðið - 10.06.2009, Side 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009 Hermann Guðmundsson, forstjóriN1, segir að olíufélagið ætli að gefa oftekin gjöld vegna hækkunar eldsneytisgjalda til góðgerðarmála.     Gefa?    Hugsunin kann að vera rétt, enorðalagið er vægast sagt óvið- eigandi.     Ekki er hægt aðgefa án þess að eiga og það er ábyggilegt að N1 á ekki þessa pen- inga.     Skeljungur ætl-ar að end- urgreiða þeim sem tóku bensín á bensínstöðvum félagsins gjaldið.     Ólíklegt er að allir þeir, sem hafatekið bensín á meðan hækkunin var innheimt að ástæðulausu, muni sækja þennan rétt sinn, meðal ann- ars af þeirri ástæðu að margir halda kvittunum einfaldlega ekki til haga.     Sennilegast er að Skeljungurmuni því halda langmestum hluta ágóðans af hinni ótímabæru hækkun bensíngjaldsins og ekki er það betri niðurstaða.     Það er rétt hjá N1 að láta féðrenna til góðgerðarmála, þótt tæplega sé um gjöf félagsins að ræða – gjöfin er frá viðskiptavin- unum.     Hin olíufélögin ættu að gera slíkthið sama – taka þá upphæð, sem eftir verður þegar við- skiptavinir hafa sótt rétt sinn, og láta hana sömuleiðis renna til góðra málefna.     Ekki veitir af fé til góðra verka ísamfélaginu um þessar mundir. Dælan gengur. Er hægt að gefa án þess að eiga? Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 10 skýjað Lúxemborg 18 skýjað Algarve 22 heiðskírt Bolungarvík 10 léttskýjað Brussel 16 léttskýjað Madríd 21 heiðskírt Akureyri 8 skýjað Dublin 14 skýjað Barcelona 23 léttskýjað Egilsstaðir 6 alskýjað Glasgow 15 léttskýjað Mallorca 26 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 9 alskýjað London 16 léttskýjað Róm 25 léttskýjað Nuuk 2 snjókoma París 16 léttskýjað Aþena 34 heiðskírt Þórshöfn 9 alskýjað Amsterdam 16 léttskýjað Winnipeg 12 skúrir Ósló 15 heiðskírt Hamborg 19 skýjað Montreal 12 skúrir Kaupmannahöfn 11 skúrir Berlín 18 skýjað New York 18 alskýjað Stokkhólmur 14 léttskýjað Vín 27 skýjað Chicago 16 þoka Helsinki 11 skýjað Moskva 22 skýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 10. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 1.56 0,7 7.55 3,4 13.56 0,7 20.14 3,7 3:03 23:53 ÍSAFJÖRÐUR 3.58 0,5 9.40 1,8 15.44 0,5 21.57 2,1 1:44 25:22 SIGLUFJÖRÐUR 6.15 0,2 12.30 1,1 18.11 0,4 1:16 25:16 DJÚPIVOGUR 4.51 1,9 11.02 0,5 17.25 2,1 23.41 0,7 2:20 23:35 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á fimmtudag Norðlæg átt, 5-8 m/s. Skýjað að mestu og dálítil rigning af og til, en þurrt að kalla SV- og V- lands. Hiti 8 til 14 stig sunnan- og vestanlands, en 2 til 9 stig norðan- og austantil. Á föstudag Norðaustlæg átt, 5-8 m/s. Víða skúrir um landið austanvert, en skýjað með köflum og yfirleitt þurrt vestanlands. Hiti breytist lítið. Á laugardag, sunnudag og mánudag Hæg N-læg eða breytileg átt, skýjað með köflum og smá- skúrir. Áfram svalt norðaust- antil, en hlýrra suðvestanlands. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg breytileg átt, skýj- að eða skýjað með köflum og þurrt að mestu, en smáskúrir suðaustanlands. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast sunnanlands. Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is TÆPLEGA 19 þúsund einstaklingar eru á van- skilaskrá vegna skulda sem þeir hafa misst í lög- innheimtu. Á milli 400 til 500 detta af skránni mán- aðarlega en nýir bætast við. Í október í fyrra voru ríflega 16 þúsund á vanskilaskránni. „Við erum að ná sögulegu hámarki alvarlegra vanskila,“ segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmda- stjóri Creditinfo. „Á næstu 12 mánuðum er útlit fyrir að 10.275 einstaklingar bætist við en þetta er þá fólk sem ekki er með mál í löginnheimtu í dag.“ Hún telur að fjöldinn geti farið niður í sjö til átta þúsund verði frekar komið til móts við einstak- linga, létt á greiðslubyrði þeirra, stýrivextir lækki og hjól atvinnulífsins fari að snúast: „Gangi þessi spá hins vegar eftir má sjá að botninum verður náð hvað varðar almenning um mitt sumar 2010. Afleiðingarnar verða því hvað þyngstar fyrir heimilin til áranna 2014-2015 því flest vanskilamál eru til birtingar í 4 ár nema skuldir séu uppgerðar á tímabilinu.“ Rakel segir vanskil ekki bundin landsvæði, aldri eða tekjum en þau séu þó meiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu og vanskil minnki eftir að fólk hefur náð sextugsaldri: „Algengast er að fjöl- skyldufólk, á aldrinum 30-50 ára, sé í vanda.“ Nærri 19 þúsund á vanskilaskrá  Um þrjú þúsund hafa bæst við frá því í október  Búist við að skráin bólgni Í HNOTSKURN »Alls eru 3.690 manns, eða tæplega 20%þeirra sem skráðir eru í alvarlegum vanskilum, með eitt mál í löginnheimtu. HERMANN Jón Tómasson tók í gær við starfi bæjarstjóra á Akur- eyri, af Sigrúnu Björk Jakobsdóttur. Hún verður formaður bæjarráðs í hans stað og tók einnig við embætti forseta bæjarstjórnar af Kristjáni Þór Júlíussyni, alþingismanni og fyrrverandi bæjarstjóra. Fulltrúar Framsóknarflokks og VG gagnrýndu í gær að skipt væri um bæjarstjóra við þær aðstæður sem nú eru í þjóðfélaginu. Samið var um það, þegar meiri- hlutinn var myndaður, að samfylk- ingarmaður gegndi starfinu síðasta ár kjörtímabilsins. „Við gengum frá ákveðnu samkomulagi við upphaf kjörtímabilsins, það hefur legið fyrir frá upphafi og allir hafa haft nægan tíma til að undirbúa málið. Við höf- um unnið þétt saman í þessu starfi þannig að það er ekkert vandamál fyrir mig að taka við. Ég er öllum hnútum kunnugur þannig að þessi breyting á ekki að hafa nein áhrif á starfsemi bæjarins,“ sagði Hermann Jón við Morgunblaðið í gær. „Við er- um vissulega að fást við ýmis verk- efni sem við völdum okkur ekki en við verðum engu að síður að takast á við þau; stóra málið er að tryggja að Akureyri komi vel út úr þessum öldudal sem íslenskt samfélag er í núna,“ sagði bæjarstjórinn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lyklavöld Sigrún afhendir Hermanni lykilinn að skrifstofu bæjarstjóra. Hermann Jón er sestur í bæjarstjórastólinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.