Morgunblaðið - 10.06.2009, Síða 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009
TÆPLEGA 35 þúsund erlendir
gestir fóru frá landinu um Leifsstöð
í maímánuði, sem er 1.400 færri
gestir en í sama mánuði í fyrra.
Fækkunin nemur fjórum prósent-
um milli ára. Brottförum Íslend-
inga fækkar hins vegar verulega,
voru 41.600 árið 2008 en 22.400 í
ár.
Ef litið er til helstu landa má sjá
nokkra fjölgun frá Bandaríkjunum,
Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, og
Frakklandi. Danir standa í stað,
Þjóðverjum og Hollendingum
fækkar lítilsháttar en Pólverjum,
Bretum og Kínverjum verulega.
Gestum frá öðrum löndum og fjar-
mörkuðum fækkar um fjórðung.
Morgunblaðið/Ómar
Færri á ferðalagi
ULLA Magn-
ússon, formaður
SOS-barnaþorp-
anna á Íslandi,
hefur verið
sæmd heiðurs-
orðu alþjóða-
samtakanna
SOS-Kinderdorf
International
fyrir fram-
úrskarandi störf í þágu samtak-
anna. Það var alþjóðaforseti sam-
takanna, Helmut Kutin, sem veitti
Ullu viðurkenninguna á afmæl-
ishátíð SOS-barnaþorpanna í Ráð-
húsi Reykjavíkur.
Verðlaun frá SOS-
barnaþorpum
Ulla Magnusson
JAFNRÉTTISNEFND BSRB beinir
þeim eindregnu tilmælum til ríkis-
stjórnar og samningsaðila á vinnu-
markaði að standa vörð um velferð-
arþjónustuna. Starfsfólk í velferð-
arkerfinu, á sjúkrahúsum, í heilsu-
gæslunni, á stofnunum fyrir fatlaða
og í skólum er í yfirgnæfandi meiri-
hluta konur. Samdráttur og skerð-
ing í velferðarþjónustunni bitnar
því harkalegra á kvennastéttum.
BSRB og jafnrétti
BANDALAG kvenna í Hafnarfirði
fer í sína árlegu gróðursetningar-
ferð fimmtudaginn 11. júní kl. 19:00
í gróðurreitinn fyrir ofan Sléttu-
hlíð. Kaffi og kruðerí verður á
staðnum. Vonast er eftir góðri
mætingu félagskvenna.
Gróðursetning
ANNAÐ tilfelli
svínaflensu hefur
verið staðfest
hér á landi, en
sextugur karl-
maður á höfuð-
borgarsvæðinu
hefur greinst
með veikina.
Hann er á bata-
vegi, samkvæmt upplýsingum frá
sóttvarnalækni.
Maðurinn kom til Íslands frá
Bandaríkjunum 3. júní en veiktist
eftir heimkomuna. Því er ekki talið
að hann hafi smitað aðra á leið sinni
til Íslands. Fylgst er með fjölskyldu
hans og fleirum sem hann hefur
umgengist en ekki hefur greinst
smit hjá öðrum. Fyrsta svínaflensu-
tilfellið hér á landi var staðfest 22.
maí hjá karlmanni sem einnig var
að koma frá Bandaríkjunum.
Annað tilfelli svína-
flensu staðfest
STUTT
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@mbl.is
„TILLÖGURNAR endurspegla
fyrst fremst það að við erum í tíma-
þröng og því er brýnt að bregðast
við strax,“ segir Bjarni Benedikts-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins
og flutningsmaður efnahagstillagna
þingflokksins. „Nógu mikið hefur
verið talað um að verkefnið sé risa-
vaxið, nú þarf að gera eitthvað.“
Í tillögunum er bent á að með því
að skattleggja inngreiðslur til lífeyr-
issjóða, í stað útgreiðslna eins og nú
er gert, megi auka tekjur ríkissjóðs
um 40 milljarða á ári án þess að
skerða ráðstöfunartekjur launþega
og eftirlaunaþega. Leið þessi myndi
hægja á vexti lífeyrissjóðanna, en
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmað-
ur flokksins, telur þó að kostirnir
myndu vega upp þann galla.
Meðal annarra aðgerða má nefna
afnám stimpilgjalda og að draga
frekar úr greiðslubyrði. Lagt er til
að flestum aðgerðunum, m.a. í
tengslum við heimilin, stofnun nýju
bankanna og gerð raunhæfrar áætl-
unar í ríkisfjármálum verði lokið
fyrir 15. júlí nk. Áætlunin skal mið-
ast við að á þremur árum verði hall-
inn, án vaxtagjalda, horfinn.
„Við leggjum áherslu á að hlut-
irnir gerist í réttri röð. Fyrst þarf að
leggja fram raunhæfa áætlun í rík-
isfjármálum, sem lýsir hvernig á að
loka 150 milljarða fjárlagagati. Bæði
peningastefnunefnd Seðlabankans
og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bíða
eftir slíkri áætlun. Fyrr er ekki
hægt að lækka vexti eða losa um
gjaldeyrishöft. Í öðru lagi þarf að
koma bankakerfinu á réttan kjöl til
að hægt sé að hjálpa heimilum og
fyrirtækjum,“ segir Tryggvi.
„Með þessum tillögum útilokum
við þó ekki skattahækkanir eða nið-
urskurð. Hér eru engar niðurskurð-
artillögur, við getum við ekki sett
þær fram því við höfum ekki aðgang
að viðeigandi upplýsingum.“
Bent er á að endurskoðun pen-
ingastefnunnar skuli gerð af ut-
anaðkomandi sérfræðingum, „ekki
bara þeim sem bera ábyrgð á fram-
kvæmdinni,“ segir Bjarni, og vísar
þar til úttektar Seðlabankans á pen-
ingastefnunni.
40 milljarða í aukatekjur
Brýnum aðgerðum lokið eftir mánuð og hallinn verði horfinn eftir þrjú ár
Brýnt að leggja fram áætlun um hvernig á að loka 150 milljarða fjárlagagati
6 . # $
6
4
7 89:; 8
6 4
6 6 6
6
6
Eignir „Eiginfjárstaðan hefur versnað og mun halda áfram að versna,“ seg-
ir Tryggvi Þór Herbertsson. „Við sjáum að það er rétt um 46 ára aldur sem
hjón eru að jafnaði orðin skuldlaus, eins og staðan er nú. Þegar fólk sér
svona tölur fyllist það vonleysi og greiðsluviljinn hverfur ef ekkert er gert.“
Heimilum verði gert kleift að
lækka greiðslubyrði af verð-
tryggðum húsnæðislánum um
50% á mánuði í þrjú ár. Mynd-
aður verði hópur með fulltrúum
allra flokka sem kanni möguleika
á niðurfærslu lána.
----
Skuldastaða ríkisins verði kort-
lögð sem og vaxtabyrðin næstu
árin og hvernig endurgreiðslum
skulda verður háttað.
----
Settar verði fjármálareglur fyr-
ir ríki og sveitarfélög til að auka
samhæfingu og styðja sem best
við peningastefnuna.
----
Reglum um gjaldeyrishöft
verði breytt þannig að nýjar er-
lendar fjárfestingar falli ekki und-
ir höftin.
----
Ljúka þarf við stofnun nýju
bankanna og tryggja að áhætta
vegna gjaldeyrisjafnaðar, vaxta-
munar og eignamats endi ekki
hjá nýju bönkunum og þar með
skattgreiðendum.
----
Mótuð verði skýr stefna, byggð
á gagnsæi, jafnræði og hag-
kvæmni um hvernig unnið verði
að sölu á eignarhlut í fyrirtækjum
sem ríkisbankarnir leysa til sín.
----
Spornað verði við atvinnuleysi,
m.a. með fjölbreyttri uppbygg-
ingu í orkufrekum iðnaði.
Úr efnahagstillögum
STEFNA skal að sölu á eign-
arhlutum bankanna til al-
mennings eftir skýrum
reglum um dreifða eignarað-
ild. Endurskoða þarf reglur á
fjármálamarkaði sem og regl-
ur um gagnsæi varðandi eign-
arhald fyrirtækja og réttindi
minni hluthafa. Þá skal fá ut-
anaðkomandi sérfræðinga til
að athuga framtíð gjaldeyr-
ismála og upptöku annarrar
myntar, þar með kanna kosti
og galla aðildar að Mynt-
bandalagi Evrópu.
Skýrar reglur um
dreift eignarhald
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
sagði á Alþingi í gær að fulltrúar
Fjármálaeftirlitsins hefðu neitað
að upplýsa þingmenn í viðskipta-
nefnd um hvar endurreisn bank-
anna væri á vegi stödd. „Við fáum
engar upplýsingar um hvaða að-
ferðafræði verður notuð af endur-
skoðunarfyrirtækjum og ráðgjaf-
arfyrirtækjum til að meta eignir
bankanna eða um neitt sem snýr
almennt að þessu,“ sagði Guðlaug-
ur Þór.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar, tók
undir þetta og benti á að tveimur
þingnefndum hefði verið meinaður
aðgangur að upplýsingum á grund-
velli 5. greinar upplýsingalaga.
Í 5. grein laganna væri kveðið á
um rétt almennings til upplýsinga
og svo virtist sem þingmenn hefðu
minni rétt en almenningur. Líkt og
Guðlaugur Þór sagði hún fráleitt
að ætla, að kjörnir fulltrúar á Al-
þingi gætu tekið upplýstar ákvarð-
anir nema á grundvelli bestu fáan-
legra upplýsinga. Málið væri
prófsteinn á styrk Alþingis gagn-
vart framkvæmdavaldinu, stofnun-
um og embættismannakerfinu.
Um var að ræða sameiginlegan
fund efnahags- og skattanefndar
og viðskiptanefndar þar sem verið
var að fjalla um verðmat á eignum
við uppgjör gömlu og nýju bank-
anna.
Álfheiður Ingadóttir, formaður
efnahags- og skattanefndar, sagði
að kannski kæmi til þess, að þing-
menn þyrftu að fara að berja bús-
áhöld í þingsalnum til að kalla
fram upplýsingar.
Þingmönnum neit-
að um upplýsingar
Þurfa þingmenn að berja á búsáhöld?
GÆSIRNAR í Grasagarðinum í Laugardal virtust himinlifandi þegar þau
Katrín og Jóhann heimsóttu þær og færðu þeim brauðbita í gær. Vafalaust
lögðu þau þó aðallega leið sína í garðinn til að njóta nálægðarinnar við
margbreytileg undur plönturíkisins fremur en að heilsa upp á vini okkar
úr háloftunum. Garðurinn er ein af perlum borgarinnar á sumardögum,
enda vex þar og dafnar stór hluti af íslensku háplöntuflórunni.
Þar er jafnframt að finna fjölbreytt úrval erlendra plantna. Alls er að
finna um 4.000 mismunandi plöntur í garðinum. haa@mbl.is
Fjör í Grasagarðinum
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Gómsætt brauð í gogginn