Morgunblaðið - 10.06.2009, Page 12

Morgunblaðið - 10.06.2009, Page 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009 Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is ÍBÚAR á Kjalarnesi krefjast undir- ganga og girðingar við Vesturlands- veg strax. Þeir krefjast þess einnig að hámarkshraði verði virtur. Til þess að leggja áherslu á kröfur sín- ar ætla þeir að efna til aðgerða við veginn síðdegis á föstudag. „Við gerum þetta barnanna vegna. Aðstæðurnar þarna eru gríðarlegt áhyggjuefni. Vestur- landsvegur sker í raun byggðina í sundur. Börnin fyrir ofan veg sækja í tómstundir og til leikfélaga neðan vegar. Þau verða því að fara yfir Vesturlandsveginn en algengt er að 5 til 6 þúsund bílar fari þar um á dag. Aðeins einstaka öku- menn virða hraðatakmörkunina sem er 70 km hámarkshraði á ákveðnum kafla. Þess vegna er erf- itt fyrir litla fætur að þræða á milli bílanna,“ segir Ásgeir Harðarson, foreldri á Skrauthólum á Kjalar- nesi. Munaði hársbreidd Hann segir það algera mildi að ekki hafi orðið alvarlegt umferð- arslys við Grundarhverfi 3. júní síð- astliðinn. Aðeins hafi munað hárs- breidd að 5 ára drengur, sem var að fara yfir veginn á eftir félaga sínum, yrði fyrir þungaflutningabíl. „Skömmu áður sama dag munaði einnig litlu að barn yrði fyrir bíl þótt móðir þess væri að fylgja því og öðru barni sínu yfir veginn í íþróttir. Aðstæðurnar hér eru skelfilegar.“ Hógværar kröfur Kröfur íbúanna eru í raun af- skaplega hógværar, að mati Ás- geirs. „Við förum fram á göng í gegnum veginn við íþróttasvæðið þar sem krakkarnir geta gengið og hjólað, auk mannheldrar girðingar frá Esjuskála að Klébergsskóla. Þegar banaslys varð þarna fyrir 18 árum voru hönnuð göng í kjölfar kröfu íbúanna en einhverra hluta vegna voru þau aldrei sett. Síðan hefur íbúafjöldinn tvöfaldast og um- ferðin margfaldast.“ Skólinn við þjóðveginn Ásgeir bendir á að þar sem Vest- urlandsvegurinn klýfur byggðina séu aðeins rétt tæpir 60 m í skól- ann og innan við 100 m í næstu hús. „Það er lykilatriði að börnin hafi ekki greiðan aðgang að veginum og það má að vísu segja að það sé furðulegt að við skulum ekki vera búin að setja upp girðingu sjálf þar sem yfirvöld hafa ekki orðið við kröfum okkar um bætt öryggi.“ Ályktun með kröfum íbúanna sem samþykkt var á fundi þeirra nú í vikunni var send til borgar- stjóra Reykjavíkur, samgöngu- nefndar Alþingis og Vegagerð- arinnar. Fulltrúar Vegagerðarinnar komu upp á Kjalarnes í gær til þess að skoða aðstæður og fagnar Ásgeir því. Jákvæð viðbrögð „Þeir fóru yfir tillögur sem þeir hafa nú þegar lagt fram og líst okk- ur mjög vel á þær. Það er bara von- andi að borgaryfirvöld sýni jafn já- kvæð og skjót viðbrögð og Vega- gerðin hefur gert. Girðingin verður hins vegar að koma strax þótt við vonum auðvitað að framkvæmd við göngin hefjist sem fyrst.“ Íbúarnir vilja úrbætur strax  Vesturlandsvegur sker byggðina á Kjalarnesi í sundur  Engin undirgöng fyrir börn sem þurfa yfir veginn vegna tómstunda  Íbúar efna til mótmælaaðgerða við veginn næstkomandi föstudag Morgunblaðið/Jakob Fannar Hættulegur vegarkafli Klébergsskóli er í tæplega 60 metra fjarlægð frá Vesturlandsvegi. Engin girðing er þar. TALNING Náttúrufræðistofnunar Íslands á rjúpu nú í vor bendir til að uppsveifluskeið sem hófst á aust- anverðu landinu á síðasta ári nái nú til alls landsins. Eftir tveggja ára stofnvöxt eru rjúpur að verða al- geng sjón í varplöndum um Norður- og Austurland. Meðalaukning milli ára 2008 og 2009 var um 25%. Venjulega hafa fyrri uppsveiflu- skeið varað í fjögur til fimm ár. Mið- að við þær forsendur má búast við að stofninn nái hámarki á árunum 2011 og 2012. Mat á veiðiþoli rjúpna- stofnsins mun liggja fyrir í ágúst. Árleg vortalning Náttúrufræði- stofnunar Íslands á rjúpu gekk ágætlega og voru rjúpur taldar á 44 svæðum í öllum landshlutum. Alls voru taldir um 2.100 karrar sem eru um 2% af áætluðum heildarfjölda karra í landinu samkvæmt nýlegu stofnstærðarmati. Áætlað er að far- ið hafi verið yfir um 3% af grónu landi neðan 400 m hæðar. Talning voru unnin í samvinnu við allar nátt- úrustofur landsins, þjóðgarðana í Skaftafelli, Jökulsárgljúfrum og á Þingvöllum, Fuglavernd, Skotvís og áhugamenn. Um 65 manns tóku þátt í talningunni. Síðasta sveifla stofnsins, 2003 til 2008, var óvanaleg, varaði aðeins í fimm ár og helgaðist af áhrifum skotveiðibanns 2003 og 2004. „Ekki er vitað hvort vöxtur stofnsins núna sé upphafið að náttúrulegri upp- sveiflu, þar sem sveiflutíminn er um 11 ár, eða hvort við munum sjá að ári fækkun í stofninum líkt og var vorið 2006 eftir aðeins tveggja ára stofnvöxt,“ segir á ni.is. Íslenski rjúpnastofninn sveiflast mikið af náttúrulegum orsökum. Fyrri hluti 20. aldar einkenndist af mjög háum toppum í rjúpnahámörk- um og var sá síðasti í þeirri röð árið 1955. Síðustu áratugi hefur hins vegar gætt langtímaleitni niður á við í stofninum. aij@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Uppsveifla Rjúpa á þaki eyðibýlisins Barma í Reykhólasveit. Uppsveifla í rjúpna- stofninum um allt land Stofninn í hámarki árin 2011 og 2012 Undirbúningur fyrir göng undir Vesturlandsveg á Kjalarnesi hefur verið í gangi hjá Vegagerðinni frá því að samgönguráðherra fundaði með íbúunum í apríl síðastliðnum. Þetta segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sem kveðst vona að framkvæmdir hefjist strax í sumar. „Þær verða allavega á þessu ári og í síðasta lagi í haust.“ Hann getur þess að menn vilji að göngin nýtist þegar Vestur- landsvegur verður tvöfaldaður. Þá verði gerð samskonar göng undir hina akbrautina. „Endanleg veglína hefur nú ver- ið fest í skipulagi Reykjavíkur- borgar en það var forsenda þess að við gætum farið að hanna.“ Undirbúningur fyrir göng í fullum gangi Verkfræðistofan EFLA Verkfræðistofan EFLA hf leitar að áhugasömum aðila til að veita nýrri starfsstöð fyrirtækisins á Akureyri forstöðu. - Á AKUREYRI Viðkomandi þarf að hafa háskólapróf í tæknigreinum og góða reynslu úr starfi. Sérstök áhersla er lögð á orkumál og grunngerðarkerfi. Um er að ræða bæði tækni- og stjórnunarstarf. Frumkvæði, sjálfstæði og drifkraftur eru mikilvægir eiginleikar. EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki sem veitir vandaða þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði og tækni. Hjá fyrirtækinu starfa alls um 250 manns, á Íslandi og í tengdum félögum í 7 öðrum löndum. Megingildi EFLU er “ALLT MÖGULEGT”. Umsóknarfrestur rennur út 19.júní Vinsamlega sendið umsóknir til Ástu Bjarkar Sveinsdóttur, starfsmannastjóra EFLU, á netfangið asta.bjork.sveinsdottir@efla.is. EFLA hf. | Suðurlandsbraut 4A | 108 Reykjavík | sími: 412 6000 | fax: 412 6001 | www.efla.is | efla@efla.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.