Morgunblaðið - 10.06.2009, Side 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009
Þetta helst ...
● ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á
Íslandi hækkaði um 0,4% í gær og er
lokagildi hennar 733 stig. Hlutabréf
Össurar hækkuðu um 0,9% en bréf
Marels lækkuðu hins vegar um 1,3%.
Viðskipti með hlutabréf námu 22 millj-
ónum króna, en viðskipti voru með bréf
í fjórum félögum. Viðskipti með skulda-
bréf voru meiri eða fyrir 13,1 milljarð.
Krónan hélt áfram að veikjast í gær
og er gengisvísitalan komin í 232,3
stig. Veiking í gær var um 0,9%.
gretar@mbl.is
Hækkun í Kauphöllinni
● Seðlabanki Íslands ætlar ekki að
framlengja innstæðubréf sem eru á
gjalddaga 24. júní næstkomandi. Bréfin
voru gefin út til þriggja mánaða og að
stóru leyti í eigu erlendra fjárfesta sem
voru fastir með krónur sínar á Íslandi
vegna gjaldeyrishafta.
Verðmæti útistandandi bréfa er 67
milljarðar króna en var 123 milljarðar í
mars sl. Vextir hafa verið greiddir út
vikulega og mögulegt var að innleysa
bréfin á hverjum miðvikudegi.
Ríkið hefur aukið framboð á skamm-
tímaverðbréfum og metur Seðlabank-
inn það svo að fjárfestar færi peningana
sína yfir í slíkar eignir. bjorgvin@mbl.is
Seðlabanki hættir út-
gáfu innstæðubréfa
● FINNSKA flug-
félagið Finnair mun
að öllum líkindum
fækka starfsfólki
enn frekar en nú
þegar hefur verið
gert, en um 600
manns hafa misst
vinnuna hjá félag-
inu að undanförnu.
Ástæðan er minnkandi tekjur.
Flugfarþegum Finnair hefur fækkað
um 15% í ár í samanburði við sama
tímabil í fyrra. Áætlanir fyrirtækisins
miða að því að ná fram að minnsta
kosti 100 milljóna evra sparnaði á
árinu til viðbótar við svipaðan sparnað
sem ákveðinn var fyrr á árinu.
gretar@mbl.is
Finnair fækkar starfs-
fólki vegna samdráttar
KRÖFUHAFAR
eignarhalds-
félagsins Eglu,
sem er í eigu
Ólafs Ólafssonar
kaupsýslumanns,
samþykktu í gær-
morgun nauða-
samning félags-
ins. Í frumvarpi
samningsins sem
lagt var fram í apríl sl. kom fram að
félagið myndi ekki lifa án nauða-
samnings við lánardrottna. Skuldir
Eglu eru rúmir 8,3 milljarðar króna,
á meðan áætlað verðmæti eigna
nemur um 1,2 milljörðum króna, eða
um 15% af skuldum.
Samningurinn gerir ráð fyrir að
almennir lánardrottnar fái 15%
krafna sinna greiddar með reiðufé,
annars vegar 10% innan fjögurra
vikna og hins vegar 5% innan tólf
mánaða frá staðfestingu samnings-
ins. Þá felur frumvarpið í sér að lán-
ardrottnar bíði niðurstöðu þeirra
málsókna sem Kjalar ehf., sem
skuldar Eglu rúma 7,7 milljarða
króna, hyggst höfða á hendur gamla
Kaupþingi og Glitni vegna vanefnda
á gjaldmiðlaskiptasamningum.
Samningurinn gerir ráð fyrir að
allir fjármunir sem Egla eignast,
umfram þau 15% sem kröfuhöfum er
lofað innan 12 mánaða frá staðfest-
ingu samnings, muni renna til lán-
ardrottna þar til kröfur þeirra eru
að fullu greiddar. thorbjorn@mbl.is
Samningur
Eglu í höfn
Ólafur Ólafsson
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
SAMKOMULAG hefur náðst á milli
kröfuhafa Exista um að félagið verði
sett í greiðslustöðvun á næstu vikum,
samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins. Kröfuhafarnir hafa þegar komið
sér saman um innlendan aðila sem
þeir vilja sem aðstoðarmann í
greiðslustöðvuninni, en deilur eru um
framtíð stjórnenda Exista. Johannes
Heinloth, frá Bayerische Landesbank
(BL), var staddur hér á landi í lok síð-
ustu viku fyrir hönd stærstu erlendu
kröfuhafa Exista. BL er í forsvari fyr-
ir sambankalán alls 27 alþjóðlegra
banka til Exista. Erlendu kröfuhaf-
arnir eru alls 37 talsins.
Vilja forstjórana áfram
Fundað var tvisvar á dag á meðan
Heinloth var á landinu og heimildir
Morgunblaðsins herma að hann hafi
farið frá Íslandi með rammasam-
komulag milli kröfuhafa.
Stærstu innlendu kröfuhafar Ex-
ista, Nýja Kaupþing og gömlu bank-
arnir þrír, reyndu fyrir nokkrum vik-
um að taka yfir félagið og setja
stjórnendur þess af. Sú gjörð var
byrjunarpunkturinn á því ferli sem
nú virðist ætla að enda á að félagið
verði sett í greiðslustöðvun.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er þó enn deilt um hvort for-
stjórarnir, Erlendur Hjaltason og
Sigurður Valtýsson, eigi að sitja
áfram. Vilji erlendu kröfuhafanna
stendur til þess, en þeir íslensku eru
því ósammála. Þeir eru þó opnir fyrir
því að Erlendur og Sigurður gegni
einhverskonar ráðgjafarhlutverki þó
þeir verði látnir sleppa stýrinu. Nauð-
synlegt er að ná sátt milli kröfuhaf-
anna í þessu máli áður en að Exista
verður sett í greiðslustöðvun.
Hluthafar Exista tapa sínu
Þegar félagið verður sett í greiðslu-
stöðvun mun stjórn Exista í raun
missa vald sitt yfir félaginu til skipaðs
aðstoðarmanns, þótt hún muni sitja
áfram. Kröfuhafarnir munu síðan
skipa nefnd sem mun hafa eftirlit með
ferlinu. Tilgangur þess verður að há-
marka endurheimtir kröfuhafanna og
þar sem kröfur eru mun hærri en
eignir þá hafa hluthafar Exista að öll-
um líkindum tapað sínum eignarhlut.
Þar eru bræðurnir Lýður og Ágúst
Guðmundssynir stærstir í gegnum fé-
lag sitt BBR ehf. Þeir eignuðust um
78 prósent hlut með hlutafjáraukn-
ingu í desember, en Fyrirtækjaskrá
skoðar nú hvort að sú hlutafjáraukn-
ing standist lög.
Kröfuhafar Exista
vilja greiðslustöðvun
Samkomulag nánast til Deilt um framtíð forstjóranna
Í HNOTSKURN
»Morgunblaðið skýrði fráþví á laugardag að skila-
nefnd Glitnis hefði þegar gjald-
fellt kröfur sínar á Exista.
»Forsvarsmenn Exista neitaþví hins vegar að skila-
nefndin eigi raunverulegar
kröfur á félagið.
»Því munu dómstólar að öll-um líkindum skera úr um
niðurstöðu þess máls.
Eftir Helga Vífil Júlíusson
helgivifill@mbl.is
ÍSLAND er skuldsettasta land inn-
an Efnahags- og framfarastofnunar-
innar (OECD) í ár, sé litið til heild-
arskulda hins opinbera miðað við
verga landsframleiðslu, samkvæmt
grófum útreikningum Morgunblaðs-
ins. Tekið er með í reikninginn að
ríkissjóður hefur gengist í ábyrgð
fyrir 650 milljarða króna vegna Ice-
save-samningsins en ekki er hugað
að erlendum eignum Landsbankans
sem koma munu á móti. Téð skulda-
hlutfall nemur 160% samanborið við
meðaltalið 73% á evrusvæðinu. Sé
litið framhjá Icesave-samningnum
nemur hlutfallið 114%.
Hafa ber í huga að samanburðar-
tölurnar frá OECD eru frá desem-
ber á síðasta ári og eru áætlaðar fyr-
ir árið í ár, nýrri tölur eru ekki til.
Margt hefur breyst frá þeim tíma, en
þó mest á Íslandi. Þrátt fyrir það er í
gögnum OECD áætlað að hlutfallið
fyrir Ísland verði 122%.
Útreikningar Morgunblaðsins
byggðust á tölum frá Hagstofunni
sem birtust í maí í ritinu Þjóðarbú-
skapurinn, en þar er áætlað um
helstu hagstærðir landsins. Í ritinu
er áætlað að heildarskuldir hins op-
inbera verði 1.599 milljarðar króna í
ár. Við þessa upphæð bætti Morg-
unblaðið téðri Icesave-upphæð til
þess að bera saman skuldir landsins
við aðrar þjóðir innan OECD. Hag-
stofan spáir að verg landsframleiðsla
verði 1.465 milljarðar króna í ár. Er
um grófa útreikninga að ræða, en
þeir gefa þó ákveðna mynd af
skuldastöðu Íslands.
Skuldsettasta land OECD
Ísland einnig
skuldugt þó litið sé
fram hjá Icesave
<=;)
44 >?@48 $ 3 444
) &!
!B .!;
$
!!"
#
C
= 5
& 8
!
"#"$% !
!
&'!#
(" )*+
,-
D
D
D
D
Eftir Helga Vífil Júlíusson
helgivifill@mbl.is
ÞROTABÚ fjárfestingafélagsins
Grettis lagði yfir tuttugu milljónir
króna í nýtt eignarhaldsfélag enska
knattspyrnufélagsins West Ham
þegar kröfuhafar Hansa tóku
knattspyrnufélagið yfir, að sögn
Elvars Arnar Unnsteinssonar,
skiptastjóra Grettis.
Hann sagði í samtali við Morg-
unblaðið að með þessu væri verið
að verja mikil verðmæti. Þrotabúið
á um 7% hlut í knattspyrnufélaginu.
Talsmaður Straums, sem er stærsti
hluthafi West Ham, vildi ekki tjá sig
um málið. Ekki náðist í aðra hlut-
hafa.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins urðu lánardrottnar sem
lögðu fé í rekstur knattspyrnu-
félagsins að samþykkja nýja eig-
endur. Var það ekki sjálfgefið.
Hansa, félag í eigu Björgólfs
Guðmundssonar, missti West Ham í
hendur lánardrottna sinna. Kröfu-
hafar Hansa stofnuðu eignarhalds-
félagið CB Holding um West Ham.
Straumur, sem er undir slitastjórn,
á 70% hlut í knattspyrnufélaginu,
MP banki á 8%, Byr 7%, þrotabú
Grettis 7%, þrotabú Samson 4% og
gamli Landsbankinn 4%, sam-
kvæmt upplýsingum frá hluthöfum.
Björgólfur, eða félög tengd honum,
var stór kröfuhafi á Hansa en hann
er ekki að finna hluthafalista West
Ham. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins voru um að ræða víkj-
andi lán en slík lán fara aftast í
kröfuhafaröðina.
Reuters
Hamrarnir Skiptastjóri segir að ver-
ið sé að verja mikil verðmæti.
Lögðu fé í
West Ham
>.E.
>.E(
D
D
>.E/
01E
D
D
@!FG!
H8I
D
D
3</
@E
D
D
>.E1
>.E&
D
D
● FYRSTA skrefið í endurfjármögnun
færeyska olíuleitarfyrirtækisins Atl-
antic Petroleum er lokið. Gjalddagar á
svonefndu brúarláni fyrirtækisins hinn
31. júlí og 31. desember næstkomandi
hafa verið framlengdir til 31. desember
2010 eða fyrr.
Endanlegur gjalddagi á láni Atlantic
Petroleum mun ráðast í fyrirhuguðu
hlutafjárútboði fyrirtæksins og/eða
lánafyrirgreiðslu. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá Atlantic Petroleum, en fyr-
irtækið er skráð í Kauphöllinni á Íslandi.
gretar@mbl.is
Atlantic Petroleum
frestar gjalddögum
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
VILJI er fyrir því innan ríkisstjórn-
arinnar að hækka greiðslur banka
og sparisjóða til Tryggingasjóðs
innstæðueigenda til að gera sjóðinn
betur í stakk búinn að mæta hugs-
anlegum greiðslum vegna Icesave-
reikninganna, ef eignir Landsbank-
ans duga ekki til, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins.
Um er að ræða leið sem samn-
inganefnd íslenska ríkisins vegna
Icesave-reikninganna hefur lagt til
með það fyrir augum að takmarka
hugsanlega ábyrgð ríkissjóðs, en
ríkissjóður ber ábyrgð á greiðslum
til þrautavara ef tryggingasjóð-
urinn er ekki gjaldfær og eignir
Landsbankans duga ekki til.
Nokkrar útfærslur eru nú skoðaðar
með það fyrir augum að takmarka
hugsanlega ábyrgð ríkissjóðs. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins þykir sú leið að hækka greiðslur
bankanna til tryggingasjóðsins ein-
föld og þægileg. Ekki sé áhugi á því
að fara leið skattlagningar í þessu
máli. Fyrirséð er að með tíð og tíma
verði nýju ríkisbankarnir þrír
einkavæddir að nýju þótt ekki liggi
neinir tímarammar fyrir.
Ef hækka á greiðslur þeirra sem
eiga aðild að sjóðnum þarf að
breyta lögum um innstæðutrygg-
ingar og tryggingakerfi fyrir fjár-
festa. Samkvæmt lögunum skal
heildareign innstæðudeildar trygg-
ingasjóðsins að lágmarki nema 1%
af meðaltali tryggðra innstæðna í
viðskiptabönkum og sparisjóðum
frá árinu á undan. Nái heildareign
ekki lágmarkinu þurfa bankarnir
að greiða sérstakt gjald til sjóðsins
sem nemur 0,15% af meðaltali
tryggðra innstæðna í hlutaðeigandi
banka.
Nýju bankarnir bera byrðina
Vilja hækka greiðslur bankanna til Tryggingasjóðs inn-
stæðueigenda Hugmyndin að takmarka ábyrgð ríkissjóðs
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bolmagn Steingrímur J. Sigfússon.
Ríkisstjórnin hefur látið skoða leiðir
til þess að efla Tryggingasjóð.