Morgunblaðið - 10.06.2009, Síða 19

Morgunblaðið - 10.06.2009, Síða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009 ✝ SvanlaugurMagnússon, kall- aður Lilli, fæddist í Reykjavík 17. október 1948. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Eva Svan- laugsdóttir, hjúkr- unarkona, f. á Syðri- Bægisá í Öxnadal 1. maí 1906, d. 28. júní 1999, og Magnús Jónsson, tollvörður, f. í Tröllatungu í Steingrímsfirði 30. janúar 1898, d. 13. september 1980. Systir Svanlaugs er Ragnheiður f. 9. mars 1951, maki Friðgeir Hall- grímsson, f. 12. febrúar 1950, og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. Svanlaugur bjó í Stórholti 14 til 1984, þá flutti hann á Kópa- vogshæli og bjó þar í tvö ár, flutti þá á heimili á lóð Kópa- vogshælis, flutti það- an 1995 á Ægisgrund 19 í Garðabæ, þar sem hann bjó síðan. Hann var í dagvistun í Lyngási og Bjark- arási meðan hann bjó í Stórholtinu en eftir það var hann í vinnu á hæfing- arstöðinni Dalvegi. Svanlaugur verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, 10. júní, kl. 15. Elskulegur mágur minn kvaddi þennan heim að kvöldi 28. maí eftir stutta legu en langa þrautagöngu, en hann fæddist með Downs-heil- kenni. Hann bjó hjá foreldrum sínum í Stórholti 14 í Reykjavík ásamt yngri systur sinni, sem hugsuðu alla tíð mjög vel um hann. Á sínum yngri árum var hann í dagvistun á Lyngási og seinna Bjarkarási og fór alltaf á milli í strætó einsamall, en á þessum stöðum líkaði honum mjög vel. Ár- ið 1984 flutti hann á Kópavogs- hælið, en pabbi hans dó haustið 1980, og var þá orðið erfitt fyrir mömmu hans að hugsa um hann. Árið 1986 flutti hann síðan á sam- býli á lóð Kópavogshælis og 1995 flutti hann á Ægisgrund 19 í Garðabæ, sem varð heimili hans frá þeim tíma. Þar blómstraði hann, stundaði vinnu og Ævintýra- klúbbinn þar sem hann málaði myndir, en myndir hans hafa vakið athygli hjá þeim sem hafa séð, ferðaðist, fór á böll og ýmislegt fleira. Mamma hans dó sumarið 1999, en meðan hún lifði og eftir að hann flutti að heiman var hann hjá henni aðra hverja helgi og hátíðisdaga og lauk þeim helgum yfirleitt hjá systur hans í mat, síðan heim- keyrslu. Eftir lát móður þeirra þá hélt Ragnheiður systir hans þess- um vana og var hann ánægður með það. Undanfarin tvö og hálft ár var Alzheimer-sjúkdómurinn farinn að hrjá hann, í kringum 60 ára afmæli hans var hann kominn í hjólastól, og síðan smáhvarf sjónin. Hann var fluttur á Landspítalann við Hringbraut að kvöldi uppstigning- ardags og lést hann þar viku seinna, fékk hægt andlát með syst- ur sína og mág sér við hlið. Dóra, Gígja, Sigurbjörg og aðrir starfsmenn á Ægisgrund og við í fjölskyldu Svanlaugs viljum þakka innilega fyrir frábæra umönnun alla tíð og ekki síst þessa und- anfarna mánuði. Einnig sendum við ykkur og íbú- um á Ægisgrund okkar innilegustu samúðarkveðjur. Einnig viljum við þakka starfs- fólki á deild 11 G á Landspítalan- um við Hringbraut innilega frá- bæra umönnun og nærgætni þennan tíma sem hann var hjá þeim. Friðgeir. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Elskulegur móðurbróðir okkar er látinn. Hann náði að halda upp á 60 ára afmælið sitt í október síð- astliðnum. Við vitum að hann er nú kominn á betri stað til afa og ömmu, þar sem veikindi munu ekki hrjá hann lengur. Hann bjó í Stór- holtinu, í foreldrahúsum langt fram á fimmtugsaldurinn eða þar til amma veiktist og fluttist hann þá í Ægisgrund, sambýli fyrir þroskahefta, þar sem hann eign- aðist góða vini og naut umhyggju yndislegs starfsfólks. Lilli var alltaf mjög ljúfur og hvers manns hugljúfi og þegar við eignuðumst okkar börn sáum við væntumþykjuna sem bjó í honum frænda okkar. Við urðum að passa að hann faðmaði þau ekki of fast, þar sem hann var að reyna að vera svo góður við þau. Þá rifjaðist upp hvernig hann knúsaði okkur hér áður fyrr, þegar við vorum lítil. Lilli varð alltaf að vera vel greidd- ur og rakaði sig samviskusamlega á hverjum degi og hugsaði um út- litið. Hann var líka mjög vanafast- ur. Við munum minnast hans sitj- andi í sófanum, með blað í hönd, flettandi fram og tilbaka. Enginn mátti taka blaðið af honum, bara kíkja í það hjá honum, þegar hann benti á mynd af Breiðholti. Þegar hann kom í mat til mömmu, þá varð alltaf að vera ís í eftirmat. Þegar hann kom í sunnudagskaffi, þá varð að vera terta á boðstólnum og á aðfangadagskvöld gat hann ekki farið heim fyrr en hann var búinn að fá kaffi og tertu. Þá var hann loksins tilbúinn til að fara heim í Ægisgrund. Lilli var einnig mjög ratvís og þegar hann tók strætó milli Bjarkaráss og heimilis síns og svo upp í Hléskóga, þá kom það aldrei fyrir að hann færi út á vitlausum stað. Ef amma „villtist“ með strætó, þá gat hún alltaf treyst því að hann vissi hvar þau væru. Hann skundaði á undan henni, en þó ekki það langt að þau sæju ekki hvort annað. Hann stoppaði, sneri sér við og stundi „Ooohhh“. Þegar hann var sóttur í Ægisgrund, þá varð hann alltaf að sitja frammí, eins og herforingi fylgdist hann með að keyrð yrði rétt leið. Annars heyrðist bara „Ooohhh“. Hann átti marga vini og stund- aði félagslífið af krafti. Hann naut þess að vera í Ævintýraklúbbnum, en þar lærði hann meðal annars að mála og eigum við fjölskyldan myndir eftir hann. Sissu eru mjög minnisstæð jólaböllin í Glæsibæ, en hún og mamma urðu að skiptast á að dansa við hann því ekki gat hann hætt að dansa. Einnig var orðið erfitt að fá hann heim í kaffi um helgar, þar sem hann var oft mjög upptekinn. Það voru annað hvort bíóferðir, kaffihúsaferðir eða afmælisveislur. Hann var einnig mjög duglegur að ferðast, fór í margar sumarbústaðaferðir í góðra vina hóp og fór einnig í margar ferðir út fyrir landsteinana. Það var oft meira að gera hjá honum heldur en okkur unga fólkinu.Við söknum þín sárt, kæri frændi. Kveðja, Eva, Hallgrímur, Sesselja ásamt fjölskyldum. Í dag fylgjum við vini okkar og félaga Svanlaugi Magnússyni til grafar. Í huganum óskum við hon- um góðrar ferðar og þökkum hon- um samfylgdina. Lilli eins og hann var kallaður var með þeim fyrstu sem fluttu hingað á Ægisgrundina í desember árið 1995 og hefur skapast mikil vinátta á meðal okkar. Svanlaugur var gæddur gleði og lífskrafti og átti auðvelt með að hrífa okkur með sér, í glettni sinni og kátínu. Hann stundaði vinnu á Hæfing- arstöðinni á Dalvegi alla virka daga. Hann tók virkan þátt í heim- ilishaldinu á Ægisgrund á meðan heilsan leyfði. Eftir hádegismat hafði hann það hlutverk að ganga frá þvottinum sínum og heimilis- þvottinum og var hann iðinn við að ganga frá eftir kvöldmat, skola diskana og raða þeim í uppþvotta- vélina og var þá oft handagangur í öskjunni. Á sumrin fór hann ásamt öðrum íbúum og starfsfólki í sum- arbústaðaferðir í Daðahús á Flúð- um í viku í senn og var þá farið um næsta nágrenni að skoða ýmsa sögufræga staði, t.d. Gullfoss, Geysi, Skálholt og fleiri staði. Hann var líka vanur að fara til Dóru í Nýjabæ í sumardvöl í eina til tvær vikur í senn, hann fór einnig til útlanda með vinum sínum og starfsfólki úr Ægisgrundinni. Til fjölda ára var hann áskrifandi að Morgunblaðinu og var það hans fyrsta og síðasta verk á hverjum degi að fletta blaðinu og sýna okk- ur meðal annars markverðustu myndirnar úr Breiðholtinu, en þar bjuggu Ragnheiður og Friðgeir áð- ur fyrr. Fyrir um það bil tveimur árum fórum við að merkja breytingar hjá honum, þá aðallega minnis- leysi. Hann var ekki lengur eins fastur í sinni daglegu rútínu. Fyrir rúmu ári veiktist hann og eftir það hrakaði heilsu hans hratt. Svanlaugur var í nánu sambandi við Ragnheiði systur sína og Frið- geir mág sinn. Voru þau iðin við að heimsækja hann og sérstaklega í veikindum hans í vetur. Við biðjum algóðan Guð að blessa fjölskyldu Svanlaugs, Ragnheiði, Friðgeir, börn þeirra, þau Hallgrím, Evu og Sesselju og fjölskyldur þeirra. Svanlaugur var mjög einstakur og góður vinur. Í okkar samheldna hópi er nú stórt skarð. Guð blessi minningu hans. Torfhildur, Ólafur, Ebene- ser, Heiða, Dagur og starfsfólk í Ægisgrund 19. Það er komið að kveðjustund. Ég kynntist Svanlaugi Magnússyni eða Lilla, eins og hann var alltaf kallaður, fyrir fimm árum er ég hóf störf á sambýlinu Ægisgrund 19 í Garðabæ. Þegar ég kom á Æg- isgrundina í fyrsta skipti sat Lilli í stólnum sínum í holinu, nýkominn heim úr vinnu og var að fletta Mogganum. Við heilsuðumst og hann benti á mynd í Mogganum og sagði Breiðholt. Þetta voru okkar fyrstu kynni. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann. Minn- ingar um yndislegan einstakling sem var alltaf kátur og glaður. Minningar um alla skemmtilegu sumarbústaðaferðirnar sem við fórum í á sumrin. Minningar um öll skemmtilegu böllin sem við fór- um saman á. Minningar um allar skemmtilegu samverustundirnar heima á Ægisgrundinni. Minningar um allar hlýju móttökurnar er ég mætti til vinnu, hann sagði svo oft: „Neiiii ertu komin“ og svo mætti lengi telja. Elsku Ragnheiður, Friðgeir og fjölskylda, missir ykkar er mikill, en minningin um yndislegan bróð- ur og vin mun lifa. Hvíl í friði „Snúlli Búlli“. Þín vinkona, Sigurbjörg Magnúsdóttir. Hann Lilli minn er dáinn. Með söknuði kveð ég þennan vin minn sem hafði svo mikið að gefa. Lilla kynntist ég fyrir 11 árum er ég fór að vinna á sambýlinu Ægisgrund 19 og fékk þann heiður að vera umsjónaraðili hans þessi ár. Margar minningar á ég um hann sem ylja mér um hjartarætur, eins og þegar við fórum saman til Beni- dorm. Einn daginn vorum við á ströndinni og hann langaði að fara í hjólabátana en var ekki sáttur við að stíga í sjóinn því að hann vildi ekki blotna í fæturna en í bátinn var hann harðákveðinn í fara og lét sig hafa það, áttum við þar ánægjulega siglingu. Minningar um ballferðir þar sem hann skemmti sér alltaf vel og honum þótti alltaf skemmtileg- ast að fara á skemmtun hjá For- eldra- og vinafélagi Kópavogshæl- is þar sem Ari Jónsson söng og skemmti alltaf við mikinn fögnuð; tala nú ekki um er hann fékk að syngja í míkrófóninn hjá honum. Lilli var ákveðinn og stóð fast á sínu, glaðlyndur og gamansamur og hafði yndi af að hlusta á tón- list, sérstaklega íslensk dægurlög. Við áttum margar góðar stund- ir saman og skarðið sem hann skilur eftir sig er stórt og ég veit að hans verður afskaplega sárt saknað af mörgum sem kynntust honum. Ég sendi systur hans Ragnheiði, Friðgeiri mági og börnum þeirra Hallgrími, Evu og Sesselju og fjölskyldum þeirra mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið Guð að blessa minningu þeirra um góðan bróður, mág og frænda. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér. Vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Hinsta kveðja, þín vinkona Halldóra (Dóra). Í dag kveðjum við góðan vin og vinnufélaga okkar til margra ára, Svanlaug Magnússon sem lést hinn 28. maí sl. Við teljum það mikið lán að hafa fengið að starfa með Svanlaugi í gegnum árin og viljum þakka fyrir kynni af ein- staklega duglegum og ljúfum samstarfsmanni sem lífgaði upp á tilveru þeirra sem í kringum hann voru. Við sendum fjölskyldu og vinum Svanlaugs okkar innileg- ustu samúðarkveður, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. (Úr Hávamálum.) Kveðja frá samstarfsfólki á Hæfingarstöðinni á Dalvegi. Elísabet Gísladóttir. Svanlaugur Magnússon                                     ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN VALDIMAR SIGFÚSSON, Kirkjuvöllum 3, Hafnarfirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 7. júní. Sigríður Ósk Óskarsdóttir, Guðmundína M. Hermannsdóttir, Jón B. Einarsson, María Hermannsdóttir, Stefán Rowlinson, Hermann Ó. Hermannsson, Margrét B. Sigurbjörnsdóttir, Þorsteinn F. Hermannsson, Alda B. Larsen, Þórunn Hermannsdóttir, Jóhann S. Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, STEFÁN STEFÁNSSON fyrrv. bæjarverkfræðingur á Akureyri, Skálatúni 11, áður Barðstúni 1, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 7. júní. Útförin verður auglýst síðar. Jóhanna Stefánsdóttir, Stefán Stefánsson, Þórhalla L. Guðmundsdóttir, Davíð Stefánsson, Olga Kashapova, Þóra Ragnheiður Stefánsdóttir, Erling R. Erlingsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, REINHARDT ÁGÚST REINHARDTSSON fyrrv. leiksviðsstjóri, Grenibyggð 27, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu sunnudaginn 7. júní. Jarðarför verður auglýst síðar. Sigrún Linda Kvaran, Halldór Reinhardtsson, Þóranna Andrésdóttir, Linda Björk Kvaran, Höskuldur Björnsson, Kolbrún Kvaran, Tómas Þráinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.