Morgunblaðið - 10.06.2009, Qupperneq 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009
✝ Arnór AlexÁgústsson fædd-
ist í Reykjavík 12.
mars 2003. Hann lést
á gjörgæsludeild
Landspítalans 2. júní
2009 eftir harða og
hetjulega baráttu við
hvítblæði sem
greindist í febrúar
síðastliðnum. For-
eldrar hans eru Sig-
urbjörn Ágúst
Ágústsson, f. 25. júlí
1972 og Hjördís
Björk Þórarins-
dóttir, f. 7. mars 1972. Systir Arn-
órs er Silja Rut Tómasdóttir, f. 15.
1960 og 4) Margrét, f. 31. janúar
1961.
Foreldrar Hjördísar eru Þór-
arinn Böðvarsson, f. 3. apríl 1950
og Sigrún Ögmundsdóttir, f. 12.
apríl 1952. Systkini Hjördísar eru
1) Þórarinn Böðvar, f. 15. apríl
1975. 2) Hildur Björk, f. 18. apríl
1981, í sambúð með Einari Karli
Þórhallssyni, f. 19. apríl 1980. 3)
Þórunn, f. 28. desember 1984, í
sambúð með Kristmundi Guð-
mundssyni, f. 13. júlí 1981 og sam-
an eiga þau Úlfar Kristmundsson,
f. 27. nóvember 2008.
Arnór Alex ólst upp í Hafn-
arfirði og var á leikskólanum
Norðurbergi.
Útför Arnórs Alex fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 10.
júní, og hefst athöfnin klukkan 15.
Meira: mbl.is/minningar
febrúar 1996.
Foreldrar Sig-
urbjörns eru Ágúst
Guðjónsson, f. 20.
mars 1943 og Ragn-
heiður Ágústsdóttir,
f. 21. desember 1948.
Systkini Sigurbjörns
eru 1) Jón Viðar, f.
25. júní 1977, í sam-
búð með Grétu Mar-
íu Grétarsdóttur, f.
13. ágúst 1980 og
saman eiga þau Daða
Berg Jónsson, f. 11.
júní 2006. 2) Lára
Björg, f. 21. mars 1979. Samfeðra
eru þær 3) Ólína, f. 24. janúar
Yndislegi Arnór Alex okkar.
Pabbi og mamma gráta. Mikið
óskaplega söknum við þín. Litli fal-
legi drengurinn okkar með ljósu
krullurnar sínar og leiftrandi grænu
augun sín. Þú varst svo sannarlega
allt sem við óskuðum að eiga. Lít-
illátur, ljúfur, kátur voru orð sem
lýstu þér. Ljúfari og yndislegri
drengs var ekki hægt að óska sér.
Þú komst ekki auðveldustu leiðina í
þennan heim og fórst heldur ekki
auðveldustu leiðina út úr honum.
Frá því að þú komst í heiminn þá
gerðir þú líf allra innihaldsríkara,
glaðlyndi þitt og bros nægði alltaf
til að gleðja fólkið í kringum þig,
bæði stóra og smáa. Þú lifðir hratt
og örugglega, máttir engan tíma
missa. Fyrir þér var svefninn óþarf-
ur. Þér lá mikið á að fræðast um alla
hluti, vissir allt um mannslíkamann,
dýraríkið og öll helstu tækniatriði
tölvunnar voru þér hugleikin. Þegar
við horfum til baka þá var svo
furðulegt, það var eins og þú vissir
að þú myndir kveðja þetta jarðlíf of
fljótt. Vikuna áður en þú greindist
með hvítblæði þá varð þér tíðrætt
um dauðann. Þú ætlaðir ekki að fara
til Nangiala eins og bræðurnir
Ljónshjarta, heldur upp til Guðs.
Síðan ætlaðir þú að fæðast aftur og
spurðir mömmu hvort það væri ekki
öruggt að þú kæmir aftur í mömmu-
bumbu þegar þú myndir fæðast aft-
ur. Við vonum það svo innilega,
Arnór Alex. Okkar nánustu ætt-
ingja grunaði ekki í hvað stefndi svo
fljótt eftir greininguna. Hjarta okk-
ar var fullt af bjartsýni og von, von
um að þú myndir sigra að lokum.
Jafnvel þessa áttatíu daga á gjör-
gæslu þá héldum við alltaf í vonina
um að þér tækist að snúa til baka.
Hversu heitt við báðum um bata og
glöddumst innilega þegar vonir okk-
ar voru vaktar. Þér tókst, Arnór
minn, að bræða hjörtu þeirra ynd-
islegu hjúkrunarfræðinga og lækna
sem sinntu þér af mikilli umhyggju
með þrautseigju þinni og blíðu lund.
Fallegi engillinn okkar, nú ertu
floginn á brott. Eftir sitja pabbi og
mamma með brostið hjarta og
minningu um lítinn yndislegan
dreng. Minningu sem lifir ávallt.
Eftir leið um lífsins hjarn
er laus við þjáning stríða,
við kveðjum Arnór englabarn,
elsku drenginn blíða.
(Egill Þórðarson.)
Ástarkveðja
Mamma og pabbi.
Elsku litli drengurinn okkar, nú
ertu farinn.
Þú sem barðist svo hetjulega og
varst svo duglegur, alltaf héldum
við í vonina að þú myndir sigrast á
þessum veikindum.
Oft komst þú í heimsókn og
stundum gistir þú hjá okkur, þú
gafst okkur alltaf svo mikla gleði og
hamingju. Það var sama hvað gekk
á, ef þú varst lasinn eða hafðir meitt
þig sagðir þú samt alltaf allt gott.
Við kveðjum þig með sorg í
hjarta, elsku litli kjötsúpukallinn
okkar.
Megi góður guð styrkja mömmu
þína, pabba og systur.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson.)
Kveðja,
Ragnheiður amma
og Ágúst afi.
Okkar ástkæri Arnór Alex er lát-
inn. Hann Arnór okkar háði harða
baráttu fyrir lífi sínu og stóð sú bar-
átta í þrjá mánuði. Það voru ótal
sigrar sem hann vann á þessu tíma-
bili og svo komu líka skref til baka.
Við stórfjölskyldan trúðum því allt-
af að hann kæmist í mark að lokum,
annað væri ekki hægt. En svo varð
því miður ekki niðurstaðan. Æðri
máttarvöld tóku í taumana, opnuðu
Gullna hliðið upp á gátt og strengdu
línu sem hann svo sleit undir morg-
un þann 2. júní og var honum fagn-
að þar sem sigurvegara. Hann Arn-
ór okkar á eflaust að fá þar stórt
verkefni nú á næstu dögum.
Það er nánast óbærilegt fyrir
okkur að setjast niður og skrifa um
litla drenginn okkar en við ætlum
hér að stikla á stóru. Arnór okkar
náði því að verða 6 ára sem er nú
ekki hár aldur en hann skilur eftir
sig ótrúlega margar og góðar minn-
ingar. Hann var oft kallaður sátta-
semjarinn eða friðarpostullinn. Ef
foreldrarnir ætluðu að ávíta Silju
systur þá var Arnór kominn til að
verja hana vel og vandlega.
Þegar ég, afi Þórarinn, fékk það
hlutverk að fara með Arnór Alex í
leikskólann hans, Norðurberg, þá
tók ég stóran hring um Hafnarfjörð
og fór að segja honum frá hinum
ýmsu stöðum. Eftir að Arnór hafði
hlustað lengi á mig var hann farinn
að ókyrrast, og spyr mig hvaða leið
ég sé að fara – hann sé að verða of
seinn í leikskólann. Ég svara honum
að þetta sé stysta leiðin í leikskól-
ann. Arnór var nú ekki alveg sam-
mála og sagði að mamma sín væri
miklu fljótari og færi aðra leið. Ég
fékk þá lánaða setningu úr Dýrun-
um í Hálsaskógi og sagði: „Hún
mamma þín er rugludallur og ratar
ekkert um Hafnarfjörð“. Arnór varð
alveg hneykslaður á afa sínum og
svaraði höstugur: „Heyrðu afi, hún
mamma mín er dóttir þín og maður
talar ekki svona um börnin sín“.
Hann kunni ekki að meta svona
aulahúmor. Þegar ég var svo loks
kominn að leikskólanum lagði ég
nokkuð frjálslega í stæði og tók um
tvö stæði fyrir bílinn. Þegar Arnór
steig út úr bílnum og sá þessi ósköp
sagði hann í ávítunartón: „Hann
pabbi minn leggur ekki svona í
stæði!“.
Allt frá því að hann Arnór okkar
greindist með hvítblæði, þá hefur
verið aðdáunarvert að fylgjast með
samheldni foreldranna um að gæta
litla drengsins, þau fengu líka ómet-
anlegan stuðning frá sínum systk-
inum, mágkonum og mágum, að
ömmum og öfum ógleymdum. Úlfar
litli 6 mánaða sá um að kalla fram
bros hjá öllum í þessum erfiðu að-
stæðum. Arnór minn reyndi líka að
teygja sig til hans, og það veitti hon-
um mikla gleði að sjá hann.
Við afi og amma viljum færa kær-
ar þakkir til starfsfólks gjörgæslu
Landspítalans við Hringbraut fyrir
ómetanlegt og fórnfúst starf. Það
gerði allt sem í þeirra valdi stóð til
að gera honum lífið bærilegt, kom
með myndir af dýrunum sínum og
sagði honum sögur af þeim, jafnvel
þó vinnudegi væri lokið. Einnig vilj-
um við færa kveðjur í leikskólann
Norðurberg. Leikskólakennarar og
ekki síst skólafélagar eiga öll um
sárt að binda.
Elsku Hjördís, Gússi og Silja.
Megi guð vera með ykkur og
styrkja í sorginni.
Elsku Arnór Alex.
Elsku drengurinn okkar.
Guð veri með þér.
Við vitum að þú ert kominn á
góðan stað og líður vel þar sem þú
ert núna.
Ef allir væru þínum eiginleikum
gæddir þá þyrfti ekki að syngja lag-
ið „Við viljum frið á jörð“ því þá
væri einfaldlega friður á jörð.
Afi Þórarinn
og amma Sigrún.
Elsku Arnór Alex, fallegi strák-
urinn minn, er látinn. Litli frændi
minn sem var jafnframt besti vinur
minn. Ég er svo stolt af honum. Það
voru ótal sigrar sem litla hetjan
gekk í gegnum og hann barðist eins
lengi og hann gat. En núna er fal-
legi engillinn minn kominn á betri
stað.
Ég heillaðist strax af Arnóri þeg-
ar hann kom í heiminn og var ofsa-
lega stolt móðursystir enda talaði
ég líka mikið um hann.
Að sækja hann á leikskólann var
yndislegt. Þá reyndi ég oft að láta
hann ekki sjá mig strax því þar sá
maður hann leika sér og njóta sín
með vinum sínum. Um leið og hann
sá mig hljóp hann alltaf beinustu
leið til mín.
Ég er svo heppin að hafa kynnst
honum Arnóri Alex. Hann var ein-
lægur, ljúfur, með yndislegan húm-
or, fallegur að innan og að utan og
var dásamlegt barn.
Hann fór með mér í nokkrar bæj-
arferðir og tókum við þá alltaf
strætó. Honum fannst alltaf ofsa-
lega skrítið að frænkur hans tvær,
háaldraðar, væru ekki með bílpróf.
Arnór Alex var mikill spekingur og
mikið að spá í hluti. Hann spáði
mikið í líkamann og var ansi fróður.
Í fyrrasumar vorum við úti í fót-
bolta í garðinum á Hjallabrautinni
ásamt Silju Rut systur og Hildi
frænku og vorum að sparka á milli
okkar fótbolta. Við reyndum að
sparka eins fast og við gátum.
Dýravinurinn Arnór sá svo tvær
kisur koma inn á lóðina og ætlaði
hann að knúsast aðeins í þeim en ég
hélt áfram að sparka og þrumaði
boltanum í bringuna á honum. Ég
var alveg miður mín og hljóp til
hans. Þá sagði Arnór Alex og horfði
á mig með fallegu augunum sínum:
„Þórunn, þú sparkaðir í lungun á
mér …“
Við fórum þrjú út að borða síð-
asta vetur, Arnór Alex, mamma
hans og ég. Þá var ég kasólétt og
Arnór var oft duglegur að klappa
kúlunni minni enda var hann líka
ofsalega spenntur að verða stóri
frændi. Á meðan mamma hans var
að panta matinn fyrir okkur þá var
Arnór mikið búinn að stara á mig og
kúluna og spurði mig svo fallega:
„Þórunn, barnið í maganum, er það
í fötum?“ Ég flissaði pínulítið og
sagði honum svo að barnið væri ekki
í neinum fötum. Arnóri fannst það
ekki jafn fyndið og sagði svo hálf-
pirraður: „Ég var nú bara að
spyrja.“ Enda var hann líka dugleg-
ur að spyrja mann spurninga. Ég
gat reyndar ekki alltaf svarað þeim
en það var allt í lagi, pabbi hans
vissi allt.
Við fjölskyldan eigum svo margar
góðar minningar um litla drenginn
okkar sem við munum varðveita vel.
Elsku Arnór Alex.
Ég sakna þín svo mikið, elsku
strákurinn minn.
Þú átt stóran hluta af hjarta mínu
og hefur kennt mér svo margt þó að
það væru 19 ár á milli okkar. Þú
varst svo hjartahlýr, ljúfur og góður
og náðir því góða fram í öllum. Ég
mun sakna þess að geta ekki fylgst
með þér spila tölvuleikina þína, sjá
fallega bros þitt og heyra hlátur
þinn.
Það sem við áttum saman var
sönn vinátta.
Elsku Hjördís, Gússi og Silja Rut.
Megi guð vera með ykkur og
styrkja ykkur í sorginni.
Ástarkveðja,
Þórunn frænka.
Elsku Arnór okkar, það er skrítið
hvernig lífið getur breyst. Það er
svo erfitt að skilja af hverju þú ert
ekki hér hjá okkur, en vegir Guðs
eru órannsakanlegir.
Við þökkum fyrir allar þær stund-
ir sem við áttum með þér. Það skipt-
ir ekki máli hvað við vorum að gera,
hvort sem við vorum uppi á hól, í bíó
eða jafnvel heima hjá ömmu og afa,
alltaf varst þú stóri frændinn sem
Daði litli leit upp til. Þú passaðir
hann svo vel og tókst hlutverk stóra
frænda alvarlega og leystir það með
mikilli prýði. Þú varst svo duglegur
að segja Daða hvernig ætti að hegða
sér og hafðir alltaf gaman af þó svo
að Daði litli væri oft ekki eins stillt-
ur og þú vildir.
Elsku Arnór okkar, dugnaðurinn
og harkan sem þú sýndir í veik-
indum þínum voru með ólíkindum
en svona spunnu örlögin þinn þráð.
Í söknuðinum er gott að muna eftir
að minningin um góðan dreng lifir.
Sofðu, sofðu, litla barnið blíða,
bjartir englar vaki þér við hlið.
Móðurhöndin milda, milda, þýða,
mjúkt þér vaggar inn í himinfrið.
Vaki, vaki auga guðs og gæti
góða, veika, litla barnsins þá.
Sofðu, sofðu! Sorgin græti,
sonur ljúfi, aldrei þína brá.
(Benedikt Þ. Gröndal.)
Jón Viðar, Gréta og
Daði litli Berg.
Í dag kveðjum við lítinn frænda
sem er farinn frá okkur. Fjölskylda
og vinir sitja eftir með mikla sorg
og söknuð í hjarta. Arnór var aðeins
sex ára gamall þegar hann laut í
lægra haldi fyrir sjúkdómi sem
læknavísindin réðu ekki við. Það er
sárt að sjá á eftir Arnóri svo ungum
hverfa yfir móðuna miklu og erfitt
að sætta sig við að vágesturinn hafi
farið með sigur af hólmi í þessari
hörðu baráttu undanfarnar vikur.
Vakað var yfir honum hverja stund,
beðið fyrir honum og allt gert sem
hugsast gat til hjálpa honum.
Arnór var hamingjusamur ungur
drengur í ástríkri fjölskyldu. Við
munum þennan grannvaxna og fag-
ureyga dreng sem einstaklega blíð-
an og ljúfan, athugulan og áhuga-
saman um marga hluti. Hann var
t.d. sérfróður um bíla og bílateg-
undir. Um þessi efni vissi hann
meira en margir sem eldri voru.
Svo yndislega æskan
úr augum þínum skein.
Svo saklaus var þinn svipur
og sál þín björt og hrein.
(Tómas Guðmundsson.)
Elsku Hjördís, Gússi, Silja, ömm-
ur, afar og aðrir aðstandendur, við
samhryggjumst ykkur innilega.
Arnór Alex Ágústsson
Elsku litli bróðir minn, hann
Arnór Alex, er orðinn engill.
Hann var yndislega góður
strákur. Mér þótti svo ótrú-
lega vænt um þennan litla
kút. Hann gerði aldrei neitt
sem hann mátti ekki gera,
hlýddi alltaf öllu sem honum
var sagt. Honum fannst best
að vera heima hjá okkur fjöl-
skyldunni að kúra með okkur
og spila tölvuleiki. Hann var
gleðipinninn á heimilinu. Ég
sakna hans svo mikið. Hann
stóð sig svo vel í þessum
veikindum sínum. En því
miður þá tapaði hann stríð-
inu. Ég er ekki bara að missa
bróður minn heldur líka vin
minn.
Elska þig alltaf, Arnór
minn. Ég mun aldrei gleyma
þér. Sjáumst í himnaríki.
Ástarkveðja,
Silja Rut systir.
HINSTA KVEÐJA
Selhellu 3 Hafnarfirði
Sími 517 4400 • www.englasteinar.is
ÍSLENSKAR
LÍKKISTUR
Góð þjónusta - Gott verð
Starmýri 2, 108 Reykjavík
553 3032
Opið 11-16 virka daga
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
FINNBOGI ÓLAFSSON,
Skólastíg 14a,
Stykkishólmi,
sem lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi
mánudaginn 8. júní, verður jarðsunginn frá
Stykkishólmskirkju laugardaginn 13. júní kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
St. Franciskusspítalann eða Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi.
Helga Ólöf Finnbogadóttir, Reynir Gísli Hjaltason,
Björg Kristín Finnbogadóttir, Andrés Kristjánsson,
Ellert Rúnar Finnbogason, Sigurlína Ragúels,
Anna Finnbogadóttir, Smári Steinarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.