Morgunblaðið - 10.06.2009, Page 21

Morgunblaðið - 10.06.2009, Page 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009 Minningin um Arnór og þann tíma sem þið áttuð saman mun lifa. Megi Guð almáttugur styrkja ykkur og styðja á þessum erfiðu tímum og milda sorgina. Sigurfljóð langamma, Halldóra ömmusystir og fjölskylda. Elsku besti Arnór Alex. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Þetta fallega barnavers höfum við oft sungið saman á leikskólanum Norðurbergi þegar einhver hefur misst nákominn ættingja. Þá kveikj- um við á kerti og sendum hlýjar hugsanir sem börnin kalla hugar- gjafir. Aldrei datt okkur í hug að við ættum eftir að missa einhvern úr hópnum, líkt og nú hefur gerst. Elsku Arnór Alex okkar, nú höf- um við sungið þetta vers fyrir þig, kveikt á mörgum kertum og sent þér okkar fallegustu „hugargjafir“, grátið mörgum tárum og átt mjög erfitt með að skilja af hverju þetta þurfti að gerast. Við ætlum samt að reyna að vera dugleg og muna allar yndislegu stundirnar okkar í leikskólanum, í skóginum, við Hvaleyrarvatn, úti í „Hrauninu okkar“ flakkinu okkar á söfnin, fjöruna, niður að Læk, í hesthúsið hjá Henný og Húsdýra- garðinn þar sem þú fræddir okkur á því að selirnir væru spendýr og hefðu heitt blóð. Þegar við hugsum um þig koma fallegu eiginleikarnir þínir upp í hugann, blíður, umhyggjusamur, með ríka réttlætiskennd, ljúfur og jákvæður, fróðleiksfús og forvitinn og með kollinn fullan af stjörnum. Elsku Hjördís, Ágúst og Silja Rut, hugur okkar hefur verið hjá ykkur síðastliðna mánuði í veikind- um Arnórs litla. Megi góður guð styrkja ykkur og alla fjölskylduna í þessari miklu sorg og um ókomna framtíð. Kærar kveðjur, Allir vinirnir á Norð- urbergi, stórir og smáir. Undurfríði vinur okkar, smágerði og bjarti hrokkinkollurinn er farinn, drengurinn sem gat brosað allan hringinn. Við ætluðum okkur að fylgja honum í gegnum lífið, fannst það jafn sjálfsagt og að draga and- ann. Svo er allt í einu komið að kveðjustund. Arnór Alex var mjög hrifinn af bílum, ég náði alltaf að vera á nógu spennandi bílum fyrir hann, og þeg- ar Guðjón Atli sonur minn, ég og Arnór Alex, fengum einu sinni að stelast ein saman þrjú fékk hann að taka í. Við áttum ógleymanlegan dag, gerðum allt af okkur, vorum brosandi allan daginn. Eitt skipti fylltum við Hjördís bílinn af börn- unum okkar og fórum austur, um leið og Arnór Alex var kominn í barnastólinn sinn aftur í, varla orð- inn talandi, byrjaði hann með hjálp vinar síns að stjórna fjöldasöng „We will, we will rock you“, við vorum á rétta bílnum og það dugði til að skemmta Arnór Alexi alla ferðina. Ekki má gleyma hvalaskoðuninni síðasta sumar. Guttarnir ræddu saman um það hvað hvalur væri og hvað þeir gætu gert, voru búnir að æsa hver annan vel upp þegar við byrjuðum bátsferðina enda sáu þeir örugglega 200 hvali í ferðinni meðan við hin sáum einhvern tug. Þeir voru með myndakort með sér af hvölum við Ísland og voru vissir um að þeir hefðu séð þá alla þó að mæð- ur þeirra gætu bara merkt við tvo. Það skipti engu máli hvort það var stutt eða langt á milli þess sem við hittum Arnór Alex, það var bara á hreinu að við vorum vinir, aldrei neitt mál. Þennan hvaladag vorum við að sjálfsögðu aftur að sögn Arn- órs Alex á rétta bílnum. Við erum ekki öll jafn heppin með það hvaða umhverfi við fæðumst í, en Arnór Alex var heppinn, elsk- aður af foreldrum sínum og systur, hann var jafngljáfægður og bílarnir hans Gússa, sinnt í jafnmiklum smá- atriðum og þeir. Ég man eftir góðu dæmi þegar strákarnir áttu að fara í sportið, foreldrar hans mættu með hann vel útbúinn og hann brosti all- an hringinn, hljóp út og suður, var með röngu liði eða á röngum vall- arhelmingi eða hljóp í ranga átt en alltaf jafn glaður. Hjördís og Gússi brostu jafnmikið, voru stolt af hetj- unni sinni alveg eins og hann var. Kraftaverkið þeirra. Ég brosi í gegnum tárin því ég finn ylinn af minningunum um þennan brosmilda sólargeisla sem við fengum inn í líf okkar. Þakklát fyrir hverja stund. Við finnum öll svo til með vinum okkar og skiljum ekki hvernig lífið ætlar sér að halda áfram eins og ekkert hafi gerst. Er dómarinn blindur, sér hann ekki að hér þarf að gefa rauða spjaldið og liðið þarf á leikhléi að halda? Guðjón Atli sagði í barnslegri einfeldni sinni að nú væri Arnór Alex ofurhetja sem gæti flogið og á morgun þegar hann yrði stór ætlaði hann að verða ofurhetja líka. Ofurhetjan vinur okkar hann Arnór Alex sem snerti okkur öll með ofurmætti sínum, brosinu sem enginn gat vikið sér undan og hann hitti alla í hjartastað með. Elsku vinir okkar, Hjördís, Gússi og Silja Rut, megi tími ykkar með Arnóri Alexi gefa ykkur þann styrk sem þarf núna þegar lífið heldur áfram. Guðný, Guðjón Atli og fjölskylda. Arnór var frábær strákur. Hann var alltaf brosandi, hlæjandi og glaður með lífið. Alltaf þegar ég hitti hann kom hann hlaupandi til mín og knúsaði mig. Arnór var vin- ur allra og myndi aldrei gera nein- um mein eða vera vondur við neinn. Ef ég fengi eina ósk myndi ég óska þess að þetta litla kríli kæmi aftur. Ég sakna hans óendanlega mikið. Hann barðist fyrir lífi sínu og var ótrúlega duglegur. Hann var lítill og þessi litli kroppur gat bara ekki meira. Fyrir mér var Arnór ekki bara bróðir bestu vinkonu minnar, heldur líka vinur minn. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku Arnór Alex, ég hugsa til þín á hverjum degi. Ég veit að þér líður vel í himnaríki. Ég elska þig að eilífu, krúttið mitt. Guð veri með þér, elsku Arnór. Ástarkveðja, Íris. Arnór Alex frændi minn er allur. Ég gleymi þeim degi seint fyrir rúmum sex árum þegar ég fékk símtal frá systur minni til Bret- lands þar sem hún tjáði mér að ég hefði eignast lítinn frænda. Mán- uðir liðu þangað til ég sá hann í fyrsta sinn. Þá blasti við mér bros- mildur „bolti“ sem strax hafði þessa sterku nærveru. Hann var fljótur að heilla alla fjölskylduna upp úr skónum enda var hann ein- staklega ljúfur drengur með gott hjartalag. Allir kepptust um að fá að vera í kringum hann og var hann í sérstöku uppáhaldi hjá frænkum sínum sem gerðu allt til þess að fá hann í næturpössun. Engu að síður leið honum hvað best heima hjá sér á Laufvanginum með foreldrum sínum og Silju syst- ur sinni. Það var í senn aðdáunarvert og fallegt að fylgjast með samskiptum Arnórs við foreldra sína og systur. Mikill kærleikur einkenndi heimilið og var fjölskyldan einkar sam- rýmd. Þeir feðgar voru miklir fé- lagar og var pabbi Gússi hetjan hans. Hann var augasteinn móður sinnar og var Arnór sérlega „brjóstgóður“ þegar hún var nærri. Arnóri þótti óskaplega vænt um systur sína og vildi ólmur vera í kringum hana og var vinátta þeirra systkina kærleiksrík. Frá því að Arnór veiktist hefur fjölskyldan staðið með honum í baráttu hans fyrir lífi sínu. Ég held að ég geti fullyrt að ég muni aldrei sjá eins hetjulega framgöngu á minni lífsleið eins og baráttu hans fyrir tilvist sinni á þessari jörð. Það er sárt að kveðja litla frænda sinn sem náði því miður einungis að verða sex ára gamall. En ég er þakklátur að hafa kynnst þessum kærleiksríka, fjöruga og þenkjandi strák sem gladdi alla í kringum sig. Guð blessi þig, Arnór minn. Þinn frændi, Þórarinn Böðvar.                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*%                          ✝ Elskulegur bróðir minn, EINAR SIGURGEIRSSON, sem lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar laugardaginn 6. júní, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju mánudaginn 15. júní kl. 14.00. Hreinn Sigurgeirsson og aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SIGURLAUG ARNDÍS JÓHANNESDÓTTIR, Furugrund 73, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 2. júní. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju fimmtu- daginn 11. júní kl. 15.00. Jóhanna Kristbj. Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, Auður Guðmundsdóttir, Sumarliði Ingvarsson, Einar Guðmundsson, María Ólöf Kjartansdóttir, Örn Guðmundsson, Margrét Steinunn Ellertsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN INGÓLFSSON frá Skálholtsvík, Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtu- daginn 4. júní. Kveðjuathöfn verður í Grensáskirkju föstudaginn 12. júní kl. 13.00. Jarðsungið verður frá Prestbakkakirkju laugardaginn 13. júní kl. 15.00. Sigfríður Jónsdóttir, Þorgerður Sigurjónsdóttir, Gunnar Benónýsson, Anna Sigurjónsdóttir, Guðjón Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, MÁLFRÍÐUR L. EYJÓLFSDÓTTIR, lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 9. júní. Útförin verður auglýst síðar. Edda Eðvaldsdóttir, Þór Þorvaldsson og barnabörn, Halldór Eyjólfsson og fjölskylda, Sigurrós Eyjólfsdóttir, Sigríður Eyjólfsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÆUNN JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis á Hjallabraut 3, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 31. maí, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 11. júní kl. 13.00. Ósk Kristinsdóttir, Guðmundur Brynjólfsson, Heiðar Kristinsson, Rakel Rut Ingvadóttir, Þórunn Kristinsdóttir, Guðmundur Pálsson, Auður B. Kristinsdóttir, Svavar Stefánsson, Guðrún Kristinsdóttir, Halldór Kristjánsson, ömmubörn og aðrir ættingjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.