Morgunblaðið - 10.06.2009, Síða 22

Morgunblaðið - 10.06.2009, Síða 22
✝ Súsanna KristínStefánsdóttir fæddist í Hafnarfirði 27. september 1938 Hún lést í Sunnuhlíð í Kópavogi 1. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Ottó Helgason múr- arameistari, f. 23. október 1920, d. 21. júní 1956, og Ingibjörg Sigurgeirsdóttir, f. 8. janúar 1921, d. 2. jan- úar 2003. Seinni mað- ur Ingibjargar var Kristján Þorláksson hvalveiðiskip- stjóri, f. 19. júní 1909, d. 21. október 2000. Systir Súsönnu samfeðra er Bergdís, f. 1941, gift Benedikt Guð- mundssyni, f. 1938. Súsanna giftist 27. september 1958 þeirra eru Súsanna Kristín, hjúkr- unarfræðingur, f. 16. október 1981, eiginmaður hennar er Auðunn Jóns- son, f. 27. maí 1982, börn þeirra eru Knútur Þór, f. 12. apríl 2006, og Agnes Lind, f. 2. apríl 2009, Hólm- fríður stærðfræðingur, f. 16. maí 1984, unnusti Ingólfur Finnbogason lögfræðingur, f. 28. janúar 1982, og Páll Óli framhaldsskólanemi, f. 5. janúar 1991. Súsanna tók gagnfræðapróf frá Reykholti í Borgarfirði 1954 og hús- mæðraskólapróf frá Varmalandi í Borgarfirði 1956. Frá árinu 1966 til 1978 var hún starfsstúlka á Sólvangi í Hafnarfirði. Árið 1978 útskrifaðist hún úr Sjúkraliðaskóla Íslands. Hún starfaði sem sjúkraliði á Borgarspít- ala Reykjavíkur í þrjú ár. Árið 1981 hóf hún störf á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, og starfaði þar allt til ársins 2005. Súsanna gekk í Odd- fellow regluna árið 1989 og var þar virkur meðlimur meðan heilsan leyfði. Útför Súsönnu fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 10. júní, og hefst athöfnin kl. 13. Páli Ólasyni bólstrara og fyrrum starfsmanni ÍSAL, f. á Siglufirði 22. júlí 1937. Foreldrar hans voru Óli Ólsen, f. í Færeyjum 8. nóv- ember 1899, d. 21. mars 1964, og Þuríður Pálsdóttir, f. á Skóg- um í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu 11. september 1902, d. 9. júlí 1968. Bróðir Páls var Kjartan, f. 1935, d. 2008, eig- inkona hans er Kristín Valgerður Matthíasdóttir, f. 1937. Börn Súsönnu og Páls eru Stefán Ottó, f. 6. mars 1958, d. 1. mars 1989, og Þuríður lífeindafræðingur, f. 24. október 1960, gift Knúti Kristinssyni múrara, f. 2. janúar 1958, börn Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni, og sorgartárin falla mér á kinn, en hlýjan mild af heitri ástúð þinni, hún mýkir harm og sefar söknuðinn. Í mínum huga mynd þín skærast ljómar, og minningin í sálu fegurst ómar. Þú móðir kær þér aldrei skal ég gleyma, þinn andi fylgi mér á lífsins strönd. Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma og halda fast í Drottins styrku hönd. Með huga klökkum kveð ég góða móður. Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti sjóður. (Árni Gunnlaugsson) Hver minning er dýrmæt perla. Þín dóttir, Þuríður. Elsku amma. Í dag kveðjum við þig í hinsta sinn. Við eigum margar góðar minn- ingar með þér og afa. Það fyrsta sem kom upp í huga okkar allra þegar við fórum að hugsa til baka voru sunnudagspönnukökurnar þínar. Það stóðst alltaf að þegar við komum í heimsókn þá stóðst þú við hellurnar að byrja á pönnsunum og oftar en ekki fengum við að hjálpa til. Einnig komu upp öll ferðalögin sem við fórum saman. Hæst stend- ur tjaldútilegan sem við fórum í til Þingvalla. Um kvöldið var prím- usinn tekinn upp og svið soðin. At- hyglin sem við fengum frá nær- liggjandi tjaldgestum var mikil, það er víst ekki vani að sjóða svið í útilegu! Oft komstu líka með afa upp í bústað til okkar. Þar var mik- ið gróðursett og varstu alltaf dug- leg að hjálpa okkur að koma öllu fyrir. Svo þurfti líka alltaf að ganga hringinn og athuga hvort það væri ekki í lagi með allt saman. Oftar en ekki fannstu fuglahreiður á vorin. Þú dekraðir alltaf við okkur þeg- ar við komum til ykkar afa. Þú átt- ir alltaf nammi handa okkur í búrinu og fengum við alltaf að velja okkur annaðhvort Draum eða Malta. Við munum sakna allra góðu Súsanna Kristín Stefánsdóttir 22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009 ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS FRIÐRIKS SIGURBJÖRNSSONAR fyrrum bónda Atlastöðum, til heimilis að Laugabóli, Svarfaðardal. Lena Gunnlaugsdóttir, Dagmar Jóhannsdóttir, Gunnlaug Jóhannsdóttir, Birgir Kristbjörnsson, Kristjana Jóhannsdóttir, Rögnvaldur Örn Snorrason, Harpa Rún Jóhannsdóttir, Kristján Örn Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarþel við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur minnar og systur okkar, GUÐFINNU ÓSKARSDÓTTUR, Höfðavegi 28, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki á deild 11E á Landspítalanum við Hringbraut fyrir afbragðsgóða umönnun og hlýhug. Guð blessi og varðveiti ykkur öll, kæru vinir. Magnús Þór Jónasson, Þórarinn Magnússon, Elín Ósk Magnúsdóttir, Sævar Þór Magnússon, Elín Jónasdóttir, Haukur Óskarsson, Guðlaug Óskarsdóttir. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRHALLS GUÐNASONAR frá Ásvelli, sem lést laugardaginn 30. maí. Sérstaklega þökkum við öllum þeim sem hjúkruðu honum og önnuðust hann á undanförnum árum. María Kjartansdóttir, Svava Kjartansdóttir, Óli Þ. Guðbjartsson. ✝ Sendum öllum þeim fjölmörgu sem minntust móður okkar, tengdamóður og ömmu, SÓLVEIGAR PÉTURSDÓTTUR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, með orðum, blómum, minningargjöfum, hlýju handtaki eða á annan hátt, hjartans þakkir. Trygglyndi ykkar og vinsemd snart okkur djúpt. Hafið þökk fyrir. Steinunn Pálsdóttir, Arnfinnur Friðriksson, Sigurjón Pálsson, Sólveig Þóra Arnfinnsdóttir og ömmubörnin. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar og tengdamóður, ÁSTU SIGRÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki 3-S á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir hlýju og góða umönnun. Guðjón Pétur Ólafsson, Hildur Gunnarsdóttir, Ragnar Ólafsson, Jóhanna G. Z. Jónsdóttir, Anna Margrét Ólafsdóttir, Birgir Eðvarðsson, Ásta Björg Ólafsdóttir, Jón Ingiberg Guðmundsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, GÍSLI BJARNASON, Lindasíðu 2, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju föstudaginn 12. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynning- una á Akureyri. Guðný Georgsdóttir, Ævar Gíslason, Kári Gíslason, Árni Gíslason og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, TRAUSTI GUNNARSSON, Eskihlíð 12 b, Reykjavík, lést í Selgilsbökkum 29. nóvember síðastliðinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug á erfiðum tímum. Sérstaklega viljum við þakka þeim sem voru viðstaddir minningarathöfn í Háteigskirkju 17. desember og björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Guðrún Magnea Karlsdóttir, Halldóra Traustadóttir, Friðþór Jakobsson, Gunnar Traustason, Hélène Fouquet, Anna Traustadóttir, Ófeigur Ingi Gylfason, barnabörn og barnabarnabörn.  Elskulegi eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGMAR BJÖRNSSON, Vættaborgir 96, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn, 4. Júní. Útför hins látna fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn, 11. Júní kl. 13.00. Unnur G. Kristinsdóttir Hrefna G. Sigmarsdóttir, Bergþór Kristleifsson, G. Ólöf Sigmarsdóttir, Quentin D. Elliott, Íris Björg Sigmarsdóttir, Ómar Pétursson, Jóhannes B. Sigmarsson, Þórdís Sigurðardóttir, Elísabet Sigmarsdóttir, og barnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur ver- ið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefn- um, www.mbl.is/minningar. Æviá- grip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefn- um. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.