Morgunblaðið - 10.06.2009, Side 25

Morgunblaðið - 10.06.2009, Side 25
Dagbók 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009 Sudoku Frumstig 7 2 8 1 6 3 1 5 6 7 8 9 2 8 4 1 9 7 3 2 5 5 3 3 8 8 9 5 6 2 8 1 7 1 4 9 5 4 7 2 6 5 9 8 1 3 5 7 9 5 3 2 7 1 2 8 4 9 3 7 5 6 3 8 2 1 6 4 3 9 7 4 9 7 3 4 2 5 6 8 1 6 2 4 1 8 7 3 9 5 1 5 8 9 6 3 7 4 2 7 4 1 8 3 2 5 6 9 2 3 5 6 4 9 8 1 7 8 6 9 5 7 1 2 3 4 3 1 2 7 9 8 4 5 6 4 9 7 3 5 6 1 2 8 5 8 6 2 1 4 9 7 3 2 6 4 9 3 8 5 7 1 1 8 7 2 6 5 3 9 4 5 9 3 7 4 1 2 8 6 7 4 6 8 9 2 1 3 5 9 5 8 6 1 3 7 4 2 3 2 1 5 7 4 8 6 9 4 1 2 3 8 6 9 5 7 8 7 5 4 2 9 6 1 3 6 3 9 1 5 7 4 2 8 3 4 6 8 7 1 9 2 5 5 1 9 2 4 3 8 7 6 2 7 8 6 9 5 3 4 1 7 2 4 5 3 6 1 8 9 6 8 1 4 2 9 7 5 3 9 3 5 7 1 8 2 6 4 1 6 7 9 5 2 4 3 8 8 9 2 3 6 4 5 1 7 4 5 3 1 8 7 6 9 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist töl- urnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 10. júní, 161. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1.) Hið sagða og hið ósagða, per-sónulegt rými, tilfinningasemi og geðleysi eru rauður þráður í bók- inni Laura og Julio eftir spænska höfundinn Juan José Millás, sem ný- komin er út í íslenskri þýðingu. Bók- in fjallar um hjón, Lauru og Julio, sem þurfa að taka á því að nágranni, sem orðinn var að þungamiðju í lífi þeirra, verður fyrir slysi og liggur í dái. Við það myndast tómarúm í lífi hljónanna, sem lesandinn upplifir í gegnum eiginmanninn. Hann ber til- finningar sínar ekki á torg og það kemur fram í samskiptum hans við konu sína og fjölskyldu. Inn í söguna fléttast vangaveltur um sannleika og lygi og hvort leitt geti til góðs að segja ósatt. Í þeim efnum er ekkert sjálfgefið í heimi Millás eins og í ljós kemur í bókinni án þess að meira verði gefið upp hér, utan hvað sagan tekur brátt óvænta stefnu. x x x Millás er vinsæll höfundur áSpáni og hefur verið þýddur á fjölda tungumála. Hann skrifar líka vikulegan dálk í dagblaðið El País og kemur vikulega fram í sjónvarps- þætti þar sem hann hvetur áhorf- endur til að senda sér sögu orða. Það er fengur að þessari þýðingu. x x x Rússneska dagblaðið Novaja Ga-seta fjallar óhikað um spillingu og afhjúpar valdníðslu. Fjórir blaða- menn blaðsins hafa verið myrtir, þeirra á meðal Anna Politkovskaja. Nýlega barst ritstjóra blaðsins und- arlegt umslag, sem reyndist inni- halda tvö, afskorin asnaeyru. Fjöl- miðlun í Rússlandi er opin og hver sem er virðist geta komið skoðunum sínum á framfæri, þótt skoðana- skiptin eigi sér ekki stað í ríkisfjöl- miðlunum. Afhjúpanir Novaja Ga- seta birtast í 270 þúsund eintökum. Málið er hins vegar að það virðist engu máli skipta hvað birt er í blaðinu, ekkert breytist. Alexander Lebedev á blaðið ásamt Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Í gegnum Novaja Gaseta heldur Gorbatsjov glasnost gangandi í Rússlandi. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 árabát, 8 lækna, 9 fúi, 10 velur, 11 dráttardýrin, 13 skyld- mennisins, 15 foraðs, 18 logið, 21 næði, 22 böggla, 23 mannsnafn, 24 léttúðin. Lóðrétt | 2 óhamingja, 3 fletja fisk, 4 hegna, 5 éta, 6 snaga, 7 hreyf- anlegur, 12 nudd, 14 framkoma, 15 poka, 16 örlög, 17 stöðvun, 18 bergmálið, 19 áreiti, 20 tanginn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 glæta, 4 hokin, 7 látún, 8 rýkur, 9 inn, 11 rýra, 13 hann, 14 kerfi, 15 káta, 17 nekt, 20 hik, 22 illur, 23 rónum, 24 aftur, 25 siðuð. Lóðrétt: 1 gælur, 2 æptir, 3 asni, 4 horn, 5 kokka, 6 nýr- un, 10 nærri, 12 aka, 13 hin, 15 keipa, 16 tylft, 18 efnuð, 19 tómið, 20 hrár, 21 krás. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. c4 e6 2. d4 d5 3. Rf3 c6 4. e3 Rf6 5. Rbd2 Rbd7 6. Bd3 Bd6 7. O-O O-O 8. e4 e5 9. cxd5 cxd5 10. He1 He8 11. exd5 exd4 12. Re4 Rxe4 13. Bxe4 h6 14. Dxd4 Rf6 15. Bd2 b6 16. Bc2 Hxe1+ 17. Hxe1 Bb7 18. Bc3 Bc5 19. Dh4 Rxd5 20. De4 g6 21. Bb3 Kh7 22. Re5 Hb8 23. Rxf7 Rxc3 24. Df4 Df8 25. bxc3 Hc8 26. h4 Dg7 27. Hd1 Bc6 28. h5 gxh5 29. Df5+ Dg6 Staðan kom upp á 8. asíska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Subic í Filippseyjum. Kínverski skákmaðurinn Yangyi Yu (2.433) hafði svart gegn íranska stórmeist- aranum Morteza Mahjoob (2.498). 30. Rg5+! hxg5 31. Dxc8 Df6 32. Bc2+ Kh6 33. Hd2 g4 34. Dg8 Bd6 35. He2 Be5 36. Hxe5 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Blendin ánægja. Norður ♠ÁDG4 ♥653 ♦ÁK52 ♣75 Vestur Austur ♠10987 ♠53 ♥KD2 ♥9874 ♦G1086 ♦97 ♣84 ♣G9632 Suður ♠K62 ♥ÁG10 ♦D43 ♣ÁKD10 Suður spilar 6G. Frank Stewart var ánægður með frammistöðu sína. Með réttu, því hann spilaði vel. Út kom ♠10. Hvernig spil- aði Stewart? Hann tók slaginn í borði og renndi strax hjarta á gosann. Vestur drap og skilaði spaða. Stewart kannaði laufið með þremur efstu, tígulinn líka, en ekkert féll. Eitt viðkvæmt augnablik lét Stewart hvarfla að sér að svína í hjarta, en sá að sér í tíma. Svíningin var hreinn óþarfi, því síðasti spaðinn laðaði fram eins konar tvöfalda þving- un. Austur átti hæsta lauf, vestur hæsta tígul og hvorugur gat haldið eft- ir tveimur hjörtum. Hjarta á ásinn kláraði því gott verk. En 13 stig út, samt sem áður. Á hinu borðinu sögðu N-S 7G, sem sagnhafi rúllaði heim. Hann svínaði fyrir ♣G og þvingaði svo vestur í rauðu litunum. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Valdatafl er hluti lífsins, og þú ert í skapi til að spila. Þú sækir manna- mót og deilir allsnægtum með öðrum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er áskorun að halda vænt- ingum innan ramma raunsæis. Reyndu að taka hlutunum með ró og forðast yf- irgang. Leyfðu tímanum að vinna með þér. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Hikaðu ekki við að leita nýrra lausna á vandamálum í vinnunni. Láttu ekki telja þér hughvarf, heldur haltu þínu striki af festu. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Njóttu sambandsins sem þú nærð við leiðtoga og áhrifamikið fólk. Taktu djarfar ákvarðanir til að nýta þér þessa heppni þína. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Málin eru flóknari en þú heldur. Að læra að þekkja einhvern og kenna hon- um eitthvað um sjálfan sig er hvetjandi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Láttu ekki hugfallast heldur gerðu það sem þarf til að koma skipulagi á líf þitt. Vertu róleg/ur, þú þarft ekkert að vita alla hluti. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Segðu hefðbundnum viðhorfum stríð á hendur, nú er þörf fyrir ferskar hug- myndir. Með því að vera þögull áhorf- andi ertu í bestu aðstöðunni til þess að meta hvað er rétt. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Næsti mánuður verður anna- samur því framundan eru margar veisl- ur og mannfagnaðir. Nú er ekki rétti tíminn til að taka mikilvægar ákvarðanir í peningamálum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Nú væri upplagt að kalla fólk saman og eiga skemmtilega stund. Gættu hófs í mataræði heilsunnar vegna. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Galdurinn felst í því að um- breyta krafti sínum, dirfsku og ákefð í ekta sjálfstraust. Sýndu öðrum sam- starfsvilja. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Ef þú gætir þess að halda þér vakandi munu ást og auðæfi falla þér í skaut. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Vinnan verður tómt strit í dag og yfirmaðurinn einstaklega önugur í við- móti. Gefðu hinum neikvæðu ekki leyfi til þess að skyggja á þig. Stjörnuspá 10. júní 1789 Jarðskjálftahrina hófst á Suð- urlandi, frá Selvogi til Þing- valla. Í heila viku voru skjálft- ar með allt að tíu mínútna millibili. „Land seig norðan Þingvallavatns milli Almanna- gjár og Hrafnagjár um rúma 60 sentimetra, vellirnir urðu að mýrlendi og mun það meðal annars hafa orðið átylla til að leggja þinghald þar niður árið 1800,“ sagði í bókinni Náttúra Íslands. 10. júní 1958 Útvarpsþátturinn „Lög unga fólksins“ hóf göngu sína. Þátt- urinn var á dagskrá á þriðju- dögum og var einn vinsælasti tónlistaþátturinn í marga ára- tugi. 10. júní 1986 Fimm þúsund króna seðill var settur í umferð. Á honum er mynd af Ragnheiði Jónsdóttur (f. 1646, d. 1715), en hún var kona tveggja Hólabiskupa og annáluð hannyrðakona. 10. júní 1993 Steinboginn yfir Ófærufoss í Eldgjá var brotinn þegar er- lendir ferðamenn komu að honum. Boginn hafði verið heill tveimur vikum áður. 10. júní 2004 Barnshafandi kona var hand- tekin í Leifsstöð með fimm þúsund e-töflur í bakpoka. Þetta var sagt eitt mesta smygl á slíkum töflum. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Nei, það verður bara eitthvað svona með fjöl- skyldunni,“ segir Sveinn Skúlason aðspurður hvort hann ætli að halda upp á afmælið sitt en hann er 55 ára í dag. Sveinn segist ekki vera vanur að gera mikið úr afmælinu eða halda miklar veisl- ur í tilefni þess. Dagurinn verði því í aðalatriðum eins og hver annar vinnudagur en Sveinn er sviðs- stjóri hjá lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline. Sveinn lætur krepputal og bölsýni lítið á sig fá og er bjartsýnn á afmælisdaginn. „Þýðir nokkuð annað en að horfa björtum augum til framtíðar og vinna úr því sem maður hefur? Þetta gerist ekki betra með þessum verkfærum og mannskap sem er fyrir hendi, eins og einhver sagði,“ segir hann kíminn og þykir engin ástæða til að ör- vænta. Inntur eftir því hvort einhver liðinn afmælisdagur sé öðrum fremri svarar Sveinn því neitandi en segir þó að fimmtugsafmælið hafi verið sérlega ánægjulegt. Þá hafi kona hans og börn fært honum að gjöf hestinn Hnokka, þá sjö vetra, en Sveinn er hestaáhugamaður. „Og það er alltaf nýtt ævintýri í hvert sinn sem við hittumst,“ segir knap- inn Sveinn. skulias@mbl.is Sveinn Skúlason 55 ára Bjartsýnn þrátt fyrir kreppu Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.