Morgunblaðið - 10.06.2009, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 10.06.2009, Qupperneq 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009 BANDARÍSKI myndlistarmað- urinn Bruce Nauman, sem er iðu- lega efstur á lista tímarita yfir áhrifamestu lista- menn samtímans, hlaut Gullna ljón- ið, viðurkenn- inguna sem veitt er því framlagi til Feneyjatvíær- ingsins sem dóm- nefnd telur besta hverju sinni. Á tvíæringnum að þessu sinni gefur að líta yfirgripsmikla sýningu á verkum Naumans frá síðustu fjór- um áratugum, og hafa gagnrýn- endur hlaðið sýninguna lofi. Sýning- unni er skipt á þrjá sýningarstaði í borginni en Nauman er hinn op- inberi fulltrúi Bandaríkjanna á tvíæringnum. Þá hlutu bandarísku myndlist- armennirnir John Baldessari og Yoko Ono sérstaka viðurkenningu fyrir ævilangt framlag sitt til mynd- listarinnar. Verðlaun fyrir að vera besti lista- maðurinn á aðalsýningu tvíærings- ins, „Making Worlds,“ sem sýning- arstjórinn Daniel Birnbaum setti saman, hlaut þýski listamaðurinn Tobias Rehberger. Hann breytti kaffistofu sýningarhallarinnar Pa- lazzo delle Esposizioni, sem þykir alla jafna frekar daufleg, í kaótíska upplifum neónlitra, svarta og hvítra lína. Natalie Djurgberg hlaut Silfur- ljónið, sem efnilegasti listamaðurinn í sýningunni sem Birnbaum setti saman. Gullljón til Naumans Listamenn verðlaun- aðir í Feneyjum Bruce Nauman VIÐ höllina Chât- eau de Vauven- argues, nærri borginni Aix-en- Provence í Suður- Frakklandi, er gröf og á henni stendur brons- stytta eftir Pablo Picasso. Í gröf- inni hvílir lista- maðurinn sjálfur en almenningi býðst í fyrsta skipti í sumar að koma og skoða hluta hallarinnar, sem var heimili listamannsins í nokkur ár. Er tekið á móti takmörkuðum fjölda daglega, í tengslum við sýningu á verkum Picassos og Cézanne í Aix. Sýna höll Picassos Pablo Picasso ANNAÐ hefti Tímarits Máls og menningar er væntanlegt í verslanir á morgun. Eins og í fyrra hefti sínu slær ritstjórinn Guðmundur Andri Thorsson ögn pólitískan takt í efnis- tökum sínum. Hrun efnahags- lífsins, byltingarandi og end- urmat gilda óma víða í heftinu. Meðal efnis er grein banda- ríska rithöfundarins Henry David Thoreau um borg- aralega óhlýðni, hugvekja frá Páli Skúlasyni um hvers konar samfélag við viljum, smásaga eftir Steinar Braga, vangaveltur Gunnars Karlssonar um fullveldið og stöðu Íslands, ljóð, bókmennta- fræði, leikhúspistill, ritdómar og ádrepur. Bókmenntir Pólitísk efnistök í öðru hefti TMM Tímarit Máls og menningar. KONAN og ástin í ljóðum Dav- íðs Stefánssonar frá Fagra- skógi er heiti á tónleikum sem haldnir verða á morgun, fimmtudag, kl. 20.30 í Þor- geirskirkju/Ljósavatnsskarði og á laugardaginn 13. júní kl. 15 í Ketilhúsinu á Akureyri. Þar munu söngkonan Björk Jónsdóttir, Kór Möðruvalla- rkirkju, Helga Bryndís Magn- úsdóttur píanóleikari og kór- stjóri og fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson flytja söngdagskrá tileinkaða „konunni og ástinni“ í ljóðum Davíðs við þekkt lög ýmissa tónskálda. Inn í dagskrána verður m.a. fléttað tilvitnunum úr ævisögu skáldsins eftir Friðrik G. Olgeirsson. Tónlist Konan og ástin í ljóðum Davíðs Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Myndlistarmennirnir Vera Sörensen og Árni Björn Guð- jónsson opna málverkasýn- ingu í Perlunni í Öskjuhlíð í dag kl. 17.00. Þar verða til sýnis um átta- tíu myndir eftir þau tvö. Myndefni Veru er fjölbreytt, portrett, dýra- og landslags- myndir en Árni Björn er ein- göngu með íslenskar lands- lagsmyndir í þetta skipti. Vera og Árni hafa deilt saman vinnustofu síðan í haust og þar hafa þau haft opið hús en þetta er fyrsta sýning þeirra saman fyrir utan vinnustof- una. Sýningin stendur yfir í Perlunni til 1. júlí. Myndlist Fjölbreytt mynd- list í Perlunni Árni Björn Guðjónsson Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is VÍKINGUR Heiðar Ólafsson, píanó- leikari og einhver skærasta stjarna Íslendinga í heimi sígildrar tónlistar, gerði sér lítið fyrir og stofnaði fyr- irtækið Hands On Music til að gefa út sína fyrstu plötu, Debut. Hún kom út 17. maí sl. „Ég var mikið að velta fyrir mér hvernig ég vildi hafa þetta, var búinn að tala við ýmis útgáfufyrirtæki og það er svo margt sem kemur til. Ég sá fram á það að það væru margir kostir við að gefa út sjálfur, þó svo það væri miklu meiri vinna,“ segir Víkingur og nefnir í fyrsta lagi að hann eigi þannig útgáfuréttinn að upptökum sínum og í öðru lagi að hann ráði allri umgjörð á útgáfunni, dreifingu, markaðssetningu og fái að hafa sitt að segja um útlit platna og kynningarefnis. Honum hafi þótt mjög mikilvægt að hafa sína fyrstu sólóplötu eins veglega og hægt væri. Úr eigin vasa Víkingur þurfti að leggja sjálfur út fyrir plötunni og því nokkur fjár- hagsleg áhætta að standa í útgáfunni sjálfur. Á tímum kreppu sé lítið einkafjármagn að fá og kostnaðurinn mikill enda hafi hann ákveðið að spara ekkert til. „Ég tók hana upp í einni frægustu tónleikahöll í heiminum, Gewandhaus í Leipzig, með frábærum upptök- umeistara,“ segir Víkingur og bendir á að geisladiskur sé gripur sem gam- an er að eiga og þurfi því að vanda vel til. Með disknum er ítarlegur og per- sónulegur texti eftir hann um verkin sem hann flytur, 19. aldar tónlist eftir Beethoven og Brahms. Víkingur stefnir á að gefa út disk árlega og segir líklegt að hann spili allt öðruvísi verk á næsta diski. En ætlar hann að fara að semja verk? „Já, ég er í því líka en það er allt saman ennþá inni í skáp. Sjáum til hvenær ég kem út með það,“ segir Víkingur og hlær. Möguleikar í geisladisknum – Er ekki mjög sjaldgæft að ungir, klassískir hljóðfæraleikarar stofni út- gáfufyrirtæki um eigið efni? „Jú, einmitt. Ég hef náttúrulega bara trú á því sem ég er að gera og ég sé mikla möguleika í geisladisknum, þrátt fyrir þá byltingu sem hefur orð- ið á miðlun tónlistar með tilkomu iT- unes, til dæmis. Geisladiskurinn sem listaverk er mjög skemmtileg heild þegar allt kemur saman,“ svarar Vík- ingur Heiðar. Því vilji hann stjórna sköpun þess listaverks. „Ég er sér- staklega ánægður með grafísku hlið- ina, en hönnuðurinn leitaðist við að fanga anda tónlistarinnar á mynd- rænan hátt. Svo er gaman að minnast á að diskurinn er íslensk framleiðsla – enda ekki sem hagstæðast að borga mikið í evrum nú til dags.“ Sjónlaus í bili Víkingur er hálfblindur í þrjá til fjóra daga, að eigin sögn, eftir að hafa fengið rispu á hornhimnu vinstra augans. „Ég lenti í þessu í apríl fyrst, veit ekkert hvað gerðist en ég hef ein- hvern veginn rispað hornhimnuna. Það þurfti að taka hana af meðan ég var vakandi,“ segir Víkingur, rúm- liggjandi. Það hafi verið óskemmtileg reynsla og mikill sársauki fylgt í kjöl- farið í heila viku. Nú hafi þetta tekið sig aðeins upp. „Ég er feginn því að ég er ekki akkúrat að performera núna, þetta hefði getað gerst á alveg hrikalegum tíma,“ segir Víkingur kíminn. Hann neyðist því til að taka sér hlé frá æf- ingum og spilamennsku í nokkra daga. Víkingur Heiðar stefnir að því að gefa árlega út plötu undir eigin merki Margir kostir við að gefa út sjálfur Morgunblaðið/Eyþór Í útgáfu Víkingur Heiðar hefur stofnað útgáfufyrirtækið Hands On Music. ÞRIÐJUDAGSKVÖLD í Þing- vallakirkju er tónleikaröð sem senn hefur þriðja starfsár sitt. Einar Jó- hannesson klarínettuleikari er í forsvari fyrir tónleikaröðina og kveðst hafa sérstakan augastað á fólki sem spilar tónlist sem fer vel við kirkjuna þegar hann velur lista- menn til að spila. „Það er ekkert sérstakt þema í tónleikaröðinni, því þemu geta verið mjög íþyngjandi.“ Fyrstu tónleikarnir verða 23. júní, þegar Guðmundur Vilhjálms- son, orgel- og básúnuleikari, spilar ásamt Silfursveinum sínum, en sveinarnir þeir eru málmblás- arakvartett. Þeir spila verk eftir Gabrieli, Händel og Mozart. 30. júní leikur Averil Williams flautu- leikari. „Hún var fyrsti flautuleik- ari í Sinfón- íuhljómsveitinni á 7. áratugnum, þá kornung. Nú er hún að verða sjö- tug, og er að koma hingað til að gera sinn fyrsta einleiks-geisladisk. Það var dásamleg tilviljun að geta fengið Averil. Hún spilar verk eftir Bach, Debussy og fleiri, og ég spila með henni í Dúói eftir Þorkel Sig- urbjörnsson og Villa Lobos, en Guðmundur leikur líka með henni, sem organisti Þingvallakirkju.“ 7. júlí leikur Chalumeaux-tríóið ásamt Margréti Bóasdóttur sópr- ansöngkonu. „Þeir spila m.a. svítu eftir Graupner sem var mikils met- inn á dögum Bachs. Það stóð til að hann yrði kantor í Tómasarkirkj- unni í Leipzig. Úr því varð ekki, og þeir urðu að láta sér „nægja“ að fá Jóhann Sebastian Bach,“ segir Einar sposkur og bætir því að að Graupner hafi verið prýð- istónskáld. Margrét syngur með þeim barrokkaríur og íslensk söng- lög. Á síðustu tónleikunum, 14. júlí, kemur barokkhópurinn Custos fram, en hann er skipaður Helgu Aðalheiði Jónsdóttur blokkflautu- leikara og gömbuleikaranum Krist- ínu Lárusdóttur. Einar Clausen syngur með þeim. „Þau eru auðvit- að montin af því að leika á upp- runaleg hljóðfæri, og þau stilla a-ið á 415, eins og gert er í barokk- tónlistinni.“ Tónleikarnir eru haldnir í sam- starfi kirkjunnar og Minning- arsjóðs Guðbjargar Einarsdóttur frá Kárastöðum, en Guðbjörg var organisti við Þingvallakirkju á yngri árum og móðursystir Einars. Aðgangur á tónleikana er ókeypis, en frjáls framlög í Minningarsjóð- inn vel þegin. begga@mbl.is Fer vel við kirkjuna  Tónleikaröðin Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju hefst 23. júní Morgunblaðið/Kristinn Þingvallakirkja Tónleikaröð í kirkjunni hefst 23. júní. Einar Jóhannesson Það er því tímabært að dillandi fiftís- rokkið fái að hljóma á ný fyrir nýja kynslóð. 35 » Víkingur Heiðar troðfyllti Há- skólabíó á einleikstónleikum á Listahátíð þann 17. maí sl. „Allir – m.a.s. ráðherrar og þingmenn – vildu augljóslega vera við- staddir þegar efnilegasti pían- isti okkar í áraraðir lagði undir sig stærsta tónleikasal landsins einn og óstuddur,“ skrifaði Rík- arður Ö. Pálsson, tónlistar- gagnrýnandi hjá Morg- unblaðinu, í dómi um tónleikana. „En varla dró síður úr forvitni hlustenda að hann skyldi að þessu sinni einnig tefla fram eigin píanóumrit- unum á völdum gullald- arsönglögum eftir Kaldalóns, Emil Thoroddsen og Pál Ísólfs- son. Ef með er tekinn ágætlega skrifaður prógrammtexti Vík- ings fer því að hilla undir altækt píanóljón í fornri og fullri merk- ingu orðsins frá þeim tíma er fagið náði einnig yfir frum- samin verk, útsetningar og snarstefjaðan spuna af fingrum fram,“ segir þar ennfremur. Ekki amalegt að vera píanóljón! Altækt píanóljón

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.