Morgunblaðið - 10.06.2009, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009
SÝND Í ÁLFABAKKA
JENNIFER ANISTON ER FRÁBÆR Í ÞESSARI RÓMANTÍSKU
GAMANMYND ÞAR SEM WOODY HARRELSON OG STEVE ZAHN
FARA Á KOSTUM SEM TVEIR ÁSTFANGIR MENN SEM ERU
REIÐUBÚNIR AÐ BERJAST UM ÁST HENNAR MEÐ EINKAR FYND-
NUM AFLEIÐINGUM.
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
HEIMILDARMYND UM HANDBOLTALANDSLIÐ
ÍSLANDS Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Í PEKING 2008
SÝND Í KRINGLUNNI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKUTALI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
Í , KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
„HEAD-POUNDINGLY (IN A GOOD WAY),
SIDESPLITTINGLY FUNNY.“
90/100 – THE HOLLYWOOD REPORTER
EIN ALBESTA GRÍNMYND SUMARSINS
ER KOMIN
FÓR BEINT Á
TOPPINN Í USA
„THIS IS SO FAR THE BEST
COMEDY OF THE YEAR.“
PREMIERE
„THE SUMMER PARTY MOVIE OF ALL
OUR TWISTED DREAMS.“
ROLLING STONE
„THIS PROFANELY FUNNY COMEDY
EXCEED EXPECTATIONS AND ACHIEVE THE
STATUS OF BREAKOUT HIT.“
90/100 - VARIETY
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI
THE HANGOVER kl. 6D - 8D - 9D - 10:20D - 11:20D 12 DIGITAL
MANAGEMENT kl. 6 - 8 - 10:20 10
GOTT SILFUR GULLI BETRA kl. 6:30 L
CORALINE 3D m. ísl. tali kl. 43D L 3D DIGTAL
HANNAH MONTANA kl. 4 L
ALFREÐ ELÍASS.& LOFTLEIÐIR kl. 4D (síðasta sýning á föstudag) L DIGITAL
THE HANGOVER kl. 5:50 - 8D - 8:30 - 10:20D - 11 12 DIGTAL THE LAST HOUSE ON THE LEFT kl. 10:20 16
THE HANGOVER kl. 5:50 - 8 - 10:20 LÚXUS VIP STAR TREK XI kl. 8 10
MANAGEMENT kl. 8 - 10:20 10 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN kl. 6 L
ADVENTURELAND kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 HANNAH MONTANA kl. 5:50 L
CORALINE 3D kl. 5:503D m. ísl. tali L 3D DIGTAL
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
LEIKARINN David Carradine
fannst látinn á hóteli í Bangkok í
síðustu viku, eins og flestir sem
fylgjast með menningarfréttum
ættu að vita. „Hver er þessi David
Carradine?“ kunna þó margir af
yngri kynslóðinni að spyrja og
ekki furða. Yngra fólk man
kannski eftir honum í tvískiptri
kvikmynd Quentins Tarantino,
Kill Bill. Þar fór Carradine með
hlutverk hins dularfulla og stór-
hættulega Bill en persónuna bjó
Tarantino til með Carradine í
huga. Carradine var afar sáttur
við frammistöðu sína í Kill Bill,
taldi hana með því betra sem hann
hefði komið nærri á ferlinum og
þar er svo sannarlega af nógu að
taka. Það má segja að Tarantino
hafi komið honum aftur á stjörnu-
kortið, vakið hann úr gleymsk-
unnar dái, líkt og hann gerði með
töffarann John Travolta í Pulp
Fiction. Dálæti Tarantinos á Car-
radine var enda gríðarlegt og
hann leit á leikarann sem goðsögn
eða költ-hetju, sem hann vissulega
var meðal aðdáenda Kung Fu
þáttanna. Og Tarantino er þekkt-
ur fyrir að hafa nef fyrir töffurum.
Austur mætir vestri
David Carradine var 72 ára
þegar hann lést 3. júní sl. og átti
langan leikferil að baki, lék í yfir
hundrað kvikmyndum og tugum
sjónvarpsþátta- og mynda á ferl-
inum, auk þess að leika í leik-
ritum, en framan af honum var
hann þekktastur fyrir túlkun sína
á Kwai Chang Caine í sjónvarps-
þáttunum Kung Fu sem sýndir
voru í bandarísku sjónvarpi á ár-
unum 1972-75. Caine þessi er kín-
versk-bandarískur munaðarleys-
ingi, alinn upp í klaustri af
Shaolin-munkum sem kenna hon-
um hina miklu kung-fu bardaga-
og íhugunarlist. Caine heldur svo
til Ameríku, til villta vestursins,
að leita hálfbróður síns og þarf
ítrekað að beita kung-fu-brögðum
Goðsögnin öll
Kung-fu-leikarinn eitursvali, David
Carradine, kom víða við á löngum ferli
Þekktastur í dag fyrir leik sinn í Kill Bill
Í Kill Bill 2 Vígalegur í hlutverki
sem sniðið var að persónu hans.
Reuters
Vinir Leikstjórinn Quentin Tarantino var og er mikill aðdáandi Carradine
enda skrifaði hann hlutverk Bill í Kill Bill sérstaklega fyrir leikarann.
Carradine kunni ekkert fyrir sér í
austurlensku bardagalistinni
kung-fu, þegar hann var fenginn
til að fara með hlutverk kung-fu-
meistara í sjónvarpsþáttunum
Kung Fu. Þetta sést nokkuð
glögglega ef skoðuð eru mynd-
skeið úr þáttunum á YouTube,
þ.e. að Carradine var ekki þraut-
þjálfaður í listinni. Leikarinn fékk
mikinn áhuga á kung fu þegar
hann hóf að leika í þáttunum og
hóf að stunda það að jafnaði,
enda umgekkst hann marga kung
fu meistara við tökur. Í viðtali við
Larry King árið 1991 sagðist Car-
radine hafa stundað kung fu í 20
ár en fyndist enn sem hann ætti
afar mikið eftir ólært í listinni.
Það tæki alla ævina að komast
að kjarna þessarar listar og lífs-
speki.
Kunni ekki kung-fu
Kung Fu Carradine ungur að ár-
um í sjónvarpsþættinum Kung Fu.