Morgunblaðið - 10.06.2009, Side 35
Menning 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009
Talsvert er um liðið síðansíðast heyrðist frá hinnimjög svo þekkilegu rokk-abillísveit, Langa Sela og
Skuggunum. Þeir félagar nutu tals-
verðra vinsælda á árunum kringum
1990, ekki síst fyrir lagið ógleym-
anlega „Breiðholtsbúgí“ en ný
breiðskífa hef-
ur ekki litið
dagsljós frá
bandinu síðan
1992. Það er
því tímabært
að dillandi fift-
ísrokkið fái að
hljóma á ný
fyrir nýja kyn-
slóð og góðu heilli hafa Langi Seli
og Skuggarnir engu gleymt. Satt að
segja er vart á þeim að heyra að
nokkur viðstaddra hafi verið í pásu.
Platan hefst á laginu „Ryk og
sól“, bráðskemmtilegum slagara
beint úr smiðju Ricky Nelson og
stemmningunni er aldrei sleppt, svo
heitið geti, fyrr en síðasta lagið
rennur sitt skeið. Rokkabillíið er
allsráðandi endanna á milli en
merkilegt nokk fara lagahöfund-
arnir, Langi Seli og Jón Skuggi,
létt með að blæbrigðabæta lögin
hvert á sinn hátt svo hlustandanum
leiðist aldrei heldur bíður ákafur
eftir næsta útspili. Má í þessu sam-
bandi nefna hið dýrðlega „Sörfað í
Sandvík“ hvar ósungið brimbrett-
arokk gælir við hlustirnar, blú-
stónum bregður víða fyrir eins og
við er að búast þegar rokkabillí er
annars vegar þó aldrei tapist neitt
af tápinu og fjörinu nema síður sé.
Í hinu frábæra lagi „Nóttin er á
enda“ krydda þeir kumpánar stuðið
með vel afgreiddum vínylplöt-
urispum. Er þá ónefnt annað
instrúmental lag, „Kveðja Sporð-
drekans“ sem minnir nokkuð á
gömlu góðu Shadows nema hvað
Hank Marvin er hér búinn að fá sér
fáeina gráa og lokatónninn oft
skemmtilega togaður og teygður
eftir því.
Þó músík af þessu tagi sé svo
amerísk sem frekast má verða eru
lög Langa Sela og Skugganna með
báða fætur í íslenskum veruleika –
til þess sjá textarnir. Þar er víða
komið við og nægir að nefna Kefla-
víkurflugvöll, Kaffi Mokka, Ísafjörð
og óræða malarvegi úti á landi.
Bandið er þá skemmtilega beitt í
textagerðinni – sem er í það heila
afbragðsgóð – og kveður að „nú
skal stóru fjalli breyta í hjall“, „bis-
nessmenn á rassa runnu“ og ekki
má gleyma „rigningu og roki“ í
samnefndu lagi. En gleðin er ekki
síður atkvæðamikil í kveðskapnum
og allt klabbið er reitt fram á króm-
uðu silfurfati galsafengins rokk-
abillís svo ómögulegt er annað en
að hrífast með. Spilamennskan er
líka fagmannleg og fumlaus hvert
sem litið er.
Ekki má gleyma að hrósa Langa
Sela og Skuggunum fyrir sérlega
vel heppnað plötuumslagið sem
fangar fiftís-stemmninguna full-
komlega enda fagmenn sem véla
um hönnunina, þeir Ragnar Kjart-
ansson og Goddur. Platan er nefni-
lega rétt eins og myndin á hulstr-
inu; svalur, amerískur ísskápur,
troðfullur af spennandi krásum.
Langi Seli og Skuggarnir – Drullukalt
bbbbn
JÓN AGNAR
ÓLASON
TÓNLIST
Drullu-
gott! Eftir Árna Matthíassonarnim@mbl.is
Í KVÖLD verður blásið, eða rétt-
ara sagt slegið, til samkomu í Só-
dómu undir yfirskriftinni Strum
und Klang, en undir þeirri tor-
ræðu yfirskrift leiða þeir saman
hesta sína Steintryggsbændur
Steingrímur Guðmundsson og
Sigtryggur Baldursson, bassaleik-
arinn Borgar Magnason og raf-
eindatónsmiðurinn Vignir Karls-
son, sem þekktari er sem Kippi
Kaninus.
Sigtryggur Baldursson segir að
tónleikarnir séu í raun sprottnir
úr æfingagleði, en svo var mál
með vöxtum að þeir Steingrímur
og hann tóku upp Steintryggsæf-
ingar vegna tónleika sem fyrir-
hugaðir voru í Lundúnum. Þegar
þeim tónleikum var svo frestað til
haustsins voru þeir komnir í svo
mikið spilastuð, fannst svo gaman
að vera teknir til við æfingar að
nýju, að þeir héldu áfram og lykt-
ar semsé með tónleikum í kvöld.
Eins og fram kemur eru þeir
Steintyggir ekki einir á ferð, eða
eins og Sigtryggur rekur söguna:
„Við höfum verið að vinna svo
skemmtilega músík með Kippa
Kanínus að einboðið var að hafa
hann með okkur og svo er hann
aftur að vinna skemmtilega músík
með Borgari og það var gráupp-
lagt að hafa þetta Double Bill;
fyrst spila þeir lög eftir Borgar,
síðan komum við á svið og spilum
með þeim lög sem við sömdum
allir saman sérstaklega fyrir
þetta kvöld og svo á Steintryggur
lokaorðið með Kippa og Gísla
galdri.“
Að sögn Sigtryggs munu þeir
aðallega spila lög af síðasta diski
þeirra félaga, en þess beri að
geta að þau séu öll endurunnin og
-útsett til að spila á tónleikum,
„öll brotin upp í frumeindir og
púslað saman upp á nýtt.“
Æfingagleði Steintryggur; Borgar
Magnason, Steingrímur Guðmunds-
son, Vignir „Kippi Kaninus“ Karls-
son og Sigtryggur Baldursson.
Plokkað og slegið
Fréttir á SMS Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
Patti Húsgögn
Landsins mesta úrval af sófasettum
Við framleiðum sófasett,
hornsófa og tungusófa eftir
óskum hvers og eins.
Mikið úrval af áklæðum
íslen
sk fr
amle
iðsla
íslen
sk fr
amle
iðsla
Chersterfield 3+1+1
DL-634 3+1+1
Aspen
man-8356 leðursett 3+1+1
NICE
man-8183 3+1+1
Man-8205 sws
50%afsláttur
Öll sófaborð
með seldum sófum
tilboðsverð: 149.900 kr
Fullt verð: 399.900 kr
tilboðsverð: 269.900 kr
Fullt verð: 319.900 kr
tilboðsverð: 279.000kr
Fullt verð: 434.900 krSWS-8851 3+1+1
tilboðsverð: 149.000kr
Fullt verð: 219.900 kr
tilboðsverð: 239.900kr
Fullt verð: 359.900 kr
tilboðsverð: 399.900 kr
Fullt verð: 499.900 kr
íslen
sk fr
amle
iðsla