Morgunblaðið - 11.06.2009, Page 24
24 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
V
ið leggjum áherslu á að draga úr
verkjum og öðrum einkennum
sem geta fylgt því að vera með
krabbamein eða í krabbameins-
meðferð. Þetta gerum við með því
að styrkja líkamann, bæta vellíðan og auka
lífsgæði, draga úr ótta, streitu, þunglyndi,
kvíða, ógleði og öðrum algengum fylgikvillum
krabbameins,“ segir doktor Barrie R. Cassi-
leth, en hún er frumkvöðull á fræðasviði sem
kallað hefur verið viðbótarmeðferð við krabba-
meinsmeðferð, eða samþættar krabbameins-
lækningar (Intergrative Oncology). „Viðbót-
armeðferð er alltaf notuð með hefðbundnum
lækningum við krabbameini og hún felst aldrei
í líkamlegu inngripi. Hún er byggð á vís-
indalegri þekkingu og er í boði á mörgum
sjúkrahúsum í þróuðum löndum. Nudd, nála-
stungur, slökun og hreyfing eru meðal þess
sem fellur undir viðbótarmeðferð. Til dæmis
hefur verið sýnt fram á að regluleg hreyfing
bætir lífslíkur krabbameinssjúklinga. Og það
þarf hvorki að vera flókið eða dýrt, fólk þarf
ekki endilega að fara í ræktina, það getur dug-
að að fara í röskan göngutúr í tuttugu mínútur
á dag.“ Hún segir að nálastungur séu engar
skottulækningar, heldur er vísindalega sannað
að þær virka og það er vitað hvernig þær
virka. „Nálastungur virka sérstaklega vel
gegn verkjum og þar af leiðandi getur fólk
dregið úr verkjalyfjanotkun. Nálastungur
virka líka vel á munnþurrk, sem fylgir sumum
krabbameinsmeðferðum og getur verið mjög
slæmur.“
Margt varasamt í boði
Þegar Barrie Cassileth starfaði fyrst með
krabbameinssjúklingum og fjölskyldum
þeirra, fyrir tæpum þremur áratugum á
krabbameinsmiðstöð í Pennsylvaníu, þá
komst hún að því að mjög há prósenta
krabbameinssjúklinga leitaði út fyrir hina
hefðbundnu lækningu. „Ég komst líka að því
að margt af því sem var í boði var varasamt og
sumt jafnvel hættulegt og þannig er það því
miður ennþá. Alveg síðan þá hef ég verið að
gera rannsóknir, meðal annars á jurtum og
vítamínum, til að komast að því hvað er í lagi
og hvað er ekki í lagi fyrir krabbameinssjúkl-
inga. Það er mjög sorglegt þegar verið er að
notafæra sér þá viðkvæmu stöðu sem krabba-
meinsveikt fólk er í, og bjóða því fulla lækn-
ingu á grundvelli einhvers sem enginn fótur
er fyrir. Fólk er jafnvel látið hætta í sinni
krabbameinsmeðferð. Engar töfralausnir
sem lofa fullri lækningu við krabbameini eða
sagðar eru koma í stað hefðbundinna lækn-
inga, eru í lagi.“ Hún segir eitt af því sem
kynnt sé sem einhverskonar lækning við
krabbameini, sé háskammtar af C-vítamíni.
„Því miður er þessu einmitt öfugt farið. C-
vítamín styrkir frumur líkamans og þar af
leiðandi líka krabbameinsfrumur, þannig að í
háskömmtum getur það ýtt undir vöxt
krabbameinsfrumna.“
Vefsíða fyrir fagfólk og sjúklinga
Barrie Cassileth er forstöðumaður á deild
viðbótarmeðferðar í krabbameinsstofnun í
New York, sem er virt stofnun og heitir Me-
morial Sloan-Kettering Cancer Center
(MSKCC). Þessi stofnun stendur að vefsíð-
unni: www.mskcc.org/aboutherbs, en þar eru
birtar allar nýjustu vísindalegar rannsóknir á
jurtum, vítamínum og fleiru. Þar eru áreið-
anlegar leiðbeiningar um hvað beri að varast
að taka og hvað er í lagi. Þar getur bæði fag-
fólk og krabbameinssjúklingar aflað sér
öruggra upplýsinga. „Allir hafa fullt frelsi til
að taka ákvarðanir um eigin heilsu en það
skiptir líka máli að þær ákvarðanir séu teknar
á vel upplýstum grunni. Því miður er mjög
mikið um rangar upplýsingar á netinu um
jurtir, vítamín og aðferðir til að vinna á
krabbameini. Í jurtum eru til dæmis virk efni
og sum þeirra geta truflað starfsemi lifr-
arinnar og þar af leiðandi haft áhrif á virkni
hefðbundinna krabbameinslyfja. Eins inni-
halda sumar jurtir efni sem getur dregið úr
storknunarhæfileikum blóðsins og þar af leið-
andi verið hættulegt fyrir fólk sem er til
dæmis á leið í skurðaðgerð. En ég tek það
fram að jurtir og jurtalyf geta verið mjög góð
fyrir heilbrigt fólk sem ekki er í krabbameins-
meðferð.“
Umræðan þarf að vera opin
Þóra Jenný Gunnarsdóttir, lektor í hjúkr-
unarfræðideild HÍ, er ein þeirra sem hafa unn-
ið að heimsókn Barrie Cassileth hingað til
lands. „Þessi umræða innan heilbrigðisgeirans
er nauðsynleg og það er frábært að fá hana
Barrie til okkar, bæði fyrir okkur fagfólkið og
sjúklingana. Það er mjög mikilvægt að umræð-
an sé sem opnust og að sjúklingar séu sem best
upplýstir. Sjúklingar þurfa að vera óhræddir
við að segja læknum sínum hvað þeir eru að
taka inn, annað en lyfin sem læknirinn hefur
ávísað á, til að fá svör við því hvað er í lagi og
hvað ekki. Og læknar þurfa að vera opnir fyrir
þessari umræðu. Við hvetjum líka fólk til að
leita til ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags-
ins, með hvaðeina sem viðkemur því að vera
með krabbamein, en það getur verið svo ótal
margt, hvort sem það tengist andlegri líðan eða
líkamlegri, félagslegum úrræðum eða öðru,“
segir Þóra sem hlýddi á erindi hjá Barrie í gær
ásamt fjölmörgu öðru heilbrigðisstarfsfólki.
Ný vídd í heilbrigðisþjónustu
Morgunblaðið/Kristinn
Frumkvöðull Dr. Barrie R. Cassileth er mikil hugsjónamanneskja og hefur unnið að rannsóknum sínum í tæpa þrjá áratugi.
Dr. Barrie R. Cassileth er ekki
talskona skottulækninga eða
töfralausna. Hún heldur opinn
fund í hádeginu í dag í ráðgjafar-
þjónustu Krabbameinsfélagsins,
um svokallaða viðbótarmeðferð.
Nuddmeðferðir (Massage therapies)
Meðferð til að tengja huga og líkama (Mind-Body therapies)
Nálastungur (Acupuncture)
Lífsstíll – næring og líkamleg hreyfing (Fitness, nutrition and physical activity)
Jurtir og bætiefni (herbs and other dietary supplements)
Meginþættir Samþættra viðbótarmeðferða
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
ÞÆR hafa hist til að mála saman í
hverri viku frá áramótum í hús-
næði dýragarðsins í Slakka í
Laugarási í Biskupstungum, kon-
urnar sjö sem opnuðu nýlega
myndlistarsýningu á sama stað,
þar sem þær sýna afraksturinn.
Sumar þeirra hafa sótt námskeið í
myndlist en allar eiga þær það
fyrst og fremst sameiginlegt að
vera áhugasamar á myndlistar-
sviðinu. Þær mála ýmist með olíu,
akríl eða vatnslitum og sumar
þeirra eru einnig með blýants-
teikningar.
Allt byrjaði þetta á því að í haust
tóku nokkrar konur í sveitinni sig
til og sendu inn auglýsingu í inn-
ansveitarblað Bláskógabyggðar
þar sem þær buðu hverri þeirri
konu í sveitinni sem vildi, að vera
með í hópi kvenna sem ætlaði að
koma saman á dimmum vetr-
arkvöldum og mála en ekki síður
njóta samverunnar. Einnig óskuðu
þær eftir húsnæði til að sinna
áhugamáli þessu. Viðbrögðin voru
góð og milli tuttugu og þrjátíu
konur komu saman í byrjun, en
erfiðlega gekk að fá húsnæði og
voru því ekki nema sjö konur eftir
í hópnum þegar Helgi Sig-
urbjörnsson, eigandi dýragarðsins
í Slakka, bauð þeim um áramót að
nota húsnæði sem tilheyrir dýra-
garðinum, í ljósi þess að yfir vetr-
artímann stendur það autt. Þessar
sjö konur eru á ólíkum aldri, sú
yngsta er rúmlega þrítug og sú
elsta um sjötugt.
Sýningin „Sjö konur“ er opin á
sama tíma og dýragarðurinn í
Slakka og stendur til 17. júní.
Sjö konur sýna
í dýragarði
Konurnar sjö Hér standa þær stoltar við nokkrar myndanna í Slakka á opnunarkvöldinu. F.v.: Kolbrún Ósk Sæ-
mundsdóttir, Agnes Heiður Magnúsdóttir, Þuríður Sigurðardóttir, Dröfn Þorvaldsdóttir, Guðrún Sigurrós
Poulsen, Eva Hillströms og Jóhanna Óskarsdóttir.
www.mskcc.org/aboutherbs
www.icepharma.is/fundur