Morgunblaðið - 11.06.2009, Page 26

Morgunblaðið - 11.06.2009, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Staða lögregl-unnar og and-rúmsloftið innan hennar í mót- mælunum í janúar er dregið fram með skýrum hætti í BA-verkefni Vilborgar Hjörnýj- ar Ívarsdóttur við félagsfræði- deild Háskóla Íslands. Greint er frá ritgerðinni í Morgunblaðinu í dag og þar kemur fram að lög- reglan hafi verið vanbúin til að takast á við erfitt verkefni. Sér- staklega er aðfaranótt fimmtu- dagsins 22. janúar gerð að um- talsefni. Þá hafi varnir lögreglu verið við það að bresta. Í frásögninni kemur ýmislegt fram sem lögreglan getur notað til að vera betur í stakk búin til að bregðast við fjöldamótmæl- um. Hún hafi verið of fáliðuð og ekki nógu vel varin. Það hafi komið berlega í ljós 22. janúar þegar við lá að lögreglan hörfaði frá Alþingishúsinu undan grjót- hríð fólks, sem eins og kemur fram í máli lögreglumannanna, sem rætt er við í ritgerðinni, not- aði mótmælin til að koma höggi á lögregluna og veittist jafnvel að einstökum lögreglumönnum gagngert til að ná sér niðri á þeim. Þessa nótt varð lögreglan uppiskroppa með piparúða og átti um tvo kosti að velja til að dreifa fólki, beita táragasi eða draga fram kylfurnar. Sem betur fer var fyrri kosturinn valinn. Í ritgerðinni kemur einnig fram að þeir, sem stjórnuðu að- gerðum lögreglu, sögðu frá upp- hafi að lögreglumenn ættu að vera mjúkir og tillitssamir. Ástandið hafi verið vand- meðfarið, en lögreglunni hafi verið talið til tekna eftir á hvað hún hafi verið róleg. Þetta er áreiðanlega rétt mat og í takti við það hugarfar, sem langflestir komu með til mótmæl- anna. Nánast hvar sem efnt hefur verið til mótmæla í Evr- ópu vegna kreppunnar hefur slegið í brýnu milli lögreglu og mótmælenda. Ástæðan er meðal annars sú að lögreglan þar tekur á móti mótmælendum af meiri hörku, en hér var gert. Aðferð lögreglunnar varð til þess að hún varð ekki að andliti þeirra afla, sem verið var að mótmæla. Hún var fremur samherji mótmæl- enda þrátt fyrir hlutverk sitt. Þetta sýnir hvað aðgerðir lög- reglu voru vel heppnaðar. Í ritgerðinni er einnig fjallað um hlut fjölmiðla og meðal ann- ars gagnrýnt að umfjöllun á með- an þau áttu sér stað hafi orðið til þess að magna þau upp. Vita- skuld er útilokað fyrir fjölmiðla að reyna ekki að miðla sögu- legum atburðum til þjóðarinnar um leið og þeir eiga sér stað. Annars væru þeir að bregðast hlutverki sínu. Sú gagnrýni að erfitt hafi verið fyrir lögreglu að átta sig á því hverjir væru fjölmiðlamenn og hverjir ekki getur hins vegar verið réttmæt undir ákveðnum kringumstæðum. Ljóst er af orðum þeirra, sem báru hitann og þungann af lög- gæslu í mótmælunum í janúar, að lögreglan þarf að vera betur búin og eiga réttan hlífðarfatnað. Orð eins viðmælandans um að það sé aðeins tímaspursmál hvenær lög- regluþjónn láti lífið við skyldu- störf eru hrollvekjandi. Lög- reglan á hins vegar heiður skilinn fyrir það með hvaða hug- arfari hún gekk til löggæslu- starfa hina örlagaríku daga í jan- úar. Hún náði frábærum árangri við erfiðar aðstæður. Rétt hugarfar lög- reglu réð úrslitum} Frábær árangur við erfiðar aðstæður Íbúar á Kjal-arnesi hafa sýnt ótrúlegt langlund- argeð, en nú er það á þrotum. Á Kjalarnesi stafar mikil hætta af þungri og hraðri umferð um Vesturlandsveg, þar sem þús- undir bíla fara um á degi hverjum. Börnin eru í mestri hættu, eins og ávallt í umferð- inni. Í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Ásgeiri Harðarsyni, foreldri á Skrauthólum á Kjal- arnesi, ofan Vesturlandsvegar, að 3. júní sl. hafi aðeins munað hársbreidd að 5 ára drengur yrði fyrir þungaflutningabíl. Sama dag hafi einnig munað litlu að barn yrði fyrir bíl, þótt móðir þess væri að fylgja því yfir veginn. Byggðin á Kjalarnesi hefur stækkað mikið á undanförnum árum. Þar búa mörg börn, bæði ofan og neðan vegar, sem sækja Klébergsskóla. Skólinn er aðeins 60 metra frá Vest- urlandsveginum, þar sem margir ökumenn láta því miður undir höfuð leggj- ast að virða merk- ingar um 70 km hámarkshraða. Jafnvel þótt ekki sé ekið hraðar vita allir að börn eiga erfitt með að meta fjarlægð og hraða. Íbúarnir vilja göng undir veginn við íþróttasvæðið, svo börn og fullorðnir komist óhindrað á milli. Slík göng hafa verið lengi á teikniborð- inu eða allt frá því að íbúar settu fram kröfur þar um fyrir 18 árum, þegar hörmulegt banaslys varð á veginum. Ás- geir Harðarson bendir á að á þessum 18 árum hafi íbúafjöld- inn tvöfaldast og umferðin um Vesturlandsveg margfaldast. Vissulega er fagnaðarefni að nú skuli fyrirhugað að hefja framkvæmdir við undirgöng á þessu ári. Þar til þau komast í gagnið er hins vegar nauðsyn- legt að gera allt sem unnt er til að koma í veg fyrir slys. Sjálfsagt er að verða við ósk íbúa á Kjalarnesi um að þarna verði reist girðing strax. Langlundargeð íbúa á þrotum}Hætta við Vesturlandsveg Þ egar talað er um fátækt á Íslandi verð ég iðulega hugsi. Jú, auðvitað er fátækt til á Íslandi og margir hafa það slæmt. Það er engan vegin ætlun mín að gera lítið úr erf- iðleikum þeirra sem minnst mega sín, það dytti mér aldrei nokkurn tíma í hug, en það sem ég velti fyrir mér er merking orðsins fátækt og hvað hún þýðir í okkar veruleika hér, og hvað hún þýðir í stóra veruleikanum. Við hvað er fátækt miðuð á Íslandi? Ég býst við því að hún sé frekar miðuð við almenna velmegun á vestræna vísu, þar sem það þykir sjálfsagt að eiga nánast allt sem hugurinn girnist og geta leyft sér ýmiss konar munað. Fátækt á Íslandi er alla vega fjarri því að vera miðuð við samfélög sem lifa á ösku- haugum í útjaðri stórborga heimsins og lifa á því sem til fellur úr rusli þeirra sem betur mega sín. Ég hef það á tilfinningunni að það séu ekki fátækustu Íslendingarnir sem bera vandamál sín á torg. Þeir æmta sjaldnast. Ég hef það á tilfinningunni að það heyrist frekar í þeim sem hafa átt og misst. Ég fylgist með fréttum, eins og gengur, og mörg viðtöl hafa verið tekin við fólk sem á í erfiðleikum í kjölfar krepp- unnar. Undantekningalaust virðist þetta fólk búa mjög vel, enda er það standardinn á Íslandi. Fallegar eldhús- innréttingar, falleg sófasett, myndlist á veggjum, bíll á hlaðinu, - það er ekki hægt að segja annað en að Íslend- ingar eigi glæsileg heimili. Að koma sér upp slíku heimili kostar mikla vinnu og gríðarleg útgjöld. Það er þess vegna sem ég verð oft hálf skrýtin þegar ég kem inn á heimili erlendis, jafnvel hjá vel megandi fólki, og sé, að þar virðist íburður í nærumhverfinu ekki vera á dagskrá. Ég sé heimili, sem ég veit að myndu þykja meir en lítið púkó á Íslandi, en eru engu að síður indæl og notaleg. Hvítu leð- ursófasettin eru víðs fjarri og eldhúsinnrétt- ingarnar gamaldags. Í þessum samanburði hef ég komist að því að ríkmannlegt heimili er ekki það sem gerir fólk ríkmannlegt. Það sem gerir heimili rík- mannleg eru gæði þess mannlífs sem þar á sér stað; samskipti fólks, samveran, vinirnir, leik- irnir, hláturinn, kaffisopinn, samræðurnar, væntumþykjan. Ég vona að við áttum okkur á því að við er- um ekki fátæk meðan við eigum slík heimili. Ég vona að við áttum okkur á því, að í stóra samhenginu myndu venjuleg íslensk heimili flokkast undir gegnd- arlaus flottheit, og nú þegar hart er á dalnum er ég viss um að einhverjir hefðu frekar viljað eiga stellið hennar ömmu sinnar og gömlu stólana hans pabba, í stað þess að hafa kostað öllu til þess að eiga „óaðfinnanlegt“ heimili og allar græjurnar: heimsins bestu kaffivél, plasmaskjáinn, safapressuna og hvað það heitir glingrið allt. Jú, auiðvitað er gleði fólgin í því að eiga fallegt heimili, en mig grunar að margur hafi gengið langt í því að skuld- setja sig til að „eignast“; án forsjálni, án nægjusemi, án þess að spá í hvað það er sem gerir heimili ríkt. Bergþóra Jónsdóttir Pistill Fátækt og lífsgæði Makríllinn fyrr á ferðinni en í fyrra FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is H eimilt er að veiða 112 þúsund tonn af mak- ríl í ár, en það er sama magn og veidd- ist í fyrra. Ekki er um kvóta á einstök skip að ræða. Afla- verðmæti makríls nam tæpum 4,6 milljörðum á síðasta ári, samanborið við 1,6 milljarða á árinu 2007. Eftir loðnubrest á síðasta vetri eru bundn- ar vonir við makrílveiðar sumarsins. Hoffellið landaði um eitt þúsund tonnum af blönduðum síldar- og makrílafla á Fáskrúðsfirði á föstu- dag. Aflinn fékkst með talsverðri fyrirhöfn á allstóru svæði austur og suðaustur af landinu. Gísli Jónatansson, framkvæmda- stjóri Loðnuvinnslunnar á Fá- skrúðsfirði, segir að lögð sé áhersla á að vinna sem mest af makrílnum til manneldis. Hann segir of snemmt að segja til um markaði, en lítil sending af frystum makríl sé á leið til kaup- enda í Austur-Evrópu. Makríll með hlýnun sjávar Í ástandsskýrslu Hafrannsókna- stofnunar kemur fram að síðustu ár hefur orðið vart við makríl á Íslands- miðum í vaxandi mæli og er það talið tengjast hlýnun sjávar. Í skýrslunni segir m.a: Árið 2006 fór makríll að sjást sem meðafli í sumarsíldveiðum í flotvörpu fyrir Austurlandi og veiddust þá rúm 4 þús. tonn. Sumarið eftir jókst þessi afli í rúm 36 þús. tonn og sumarið 2008 var aflinn rúm 112 þús. tonn sem bæði var tekinn sem meðafli og í beinum veiðum. Þessi makríll hefur að mestu verið veiddur í júlí og ágúst á Austur- og Suðausturmiðum og óverulegur hluti aflans veiddist utan íslenskrar lögsögu árið 2008. Í október ár hvert er gerð úttekt á makrílstofninum á vegum ICES. Ný úttekt á ástandi stofnsins mun því ekki liggja fyrir fyrr en í október 2009 og er því nýjasta mat á stærð stofnsins frá því í október 2008. Samkvæmt því stofnmati stækkaði hrygningarstofninn úr 1,8 millj- ónum tonna 2002 í um 2,8 milljón tonn árið 2008. Allir árgangar frá 2001-2006 nema 2003-árgangurinn eru stærri en meðaltal áranna 1972- 2006. Að stjórnborði veiðanna Íslandi barst boð frá ESB, Fær- eyjum og Noregi um að taka þátt í fundi um stjórn makrílveiða sem haldinn verður í London 29.-30. júní nk. Ísland hefur þegið boðið. Ísland hefur lengi krafist þess að hin strandríkin (ESB, Færeyjar og Noregur) viðurkenni strandríkisrétt Íslands að makrílstofninum og þar með aðkomu Íslands að samninga- borði strandríkja um makríl. Ísland bauð hinum strandríkj- unum til fundar í Reykjavík í apríl sl. en því boði var ekki svarað. Á heima- síðu sjávarútvegsráðuneytisins kem- ur fram að „Ísland telur það mjög ánægjulega þróun að áhugi hinna strandríkjanna á að finna lausn sem tryggir sjálfbæra nýtingu makríls- stofnsins sé staðfestur með fund- arboðinu nú. Með fundarboði hinna strandríkj- anna telur Ísland að mikilvægt skref sé stigið í þá átt að koma viðræðum um stjórn makrílveiða í viðeigandi farveg. Það er forsenda þess að öll strandríkin geti unnið að ásættan- legri niðurstöðu.“ Morgunblaðið/RAX Fleiri tegundir Útgerðir skipa sem undanfarin ár hafa veitt loðnu, síld og kolmunna beina nú sjónum sínum einnig að makríl og jafnvel gulldeplu. Skipin eru hvert af öðru að tygja sig á síldar- og makrílveiðar að loknum sjómannadegi. Svo virð- ist sem makríllinn sé heldur fyrr á ferðinni en var á síðasta ári. Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræð- ingur segir að í leiðangri Hafrann- sóknastofnunar í maímánuði hafi orðið vart við makríl við landhelg- islínuna milli Íslands og Færeyja. Það sé fyrr en á síðasta ári og að sama brunni beri upplýsingar frá Norðmönnum um göngur makríls austar í hafinu. „Mér finnst hins vegar merkileg- ast að makríll fékkst nýlega með humri í Breiðamerkurdýpi. Þetta var þriggja til fimm ára fiskur og ég man ekki eftir að hafa fengið svo snemma makrílsýni af þessu svæði,“ sagði Sveinn. Nefna má að nýlega var makríll af þessu svæði á boðstólum í fiskbúð í Hafnarfirði. Í fyrra og hittiðfyrra gekk mak- ríll í einhverjum mæli vestur með suðurströndinni og hans varð vart mjög víða, nefna má Húnaflóa og Grímsey. Meginveiðisvæðið var þó austur af landinu. MAKRÍLL MEÐ HUMRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.