Morgunblaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 29
Umræðan 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009
ÁRSREIKNINGUR Reykjavík-
urborgar fyrir árið 2008 var lagð-
ur fram á síðasta fundi borg-
arstjórnar og ber niðurstaða hans
vott um styrka fjármálastjórn
Reykjavíkurborgar. Rekstrarnið-
urstaða A-hluta Reykjavík-
urborgar, það er hins hefðbundna
rekstrar sveitarfélagsins, var já-
kvæð um 2,3 milljarða þrátt fyrir
lægri tekjur af sölu bygginga-
réttar, mikla verðbólgu og mikla
gengislækkun íslensku
krónunnar á síðasta
ári.
A-hluti Reykjavík-
urborgar sýnir áfram-
haldandi mikinn fjár-
hagslegan styrk með
háu eiginfjárhlutfalli,
lágu skuldsetning-
arhlutfalli og góðu
greiðsluhæfi, þrátt
fyrir þau miklu um-
skipti sem átt hafa sér
stað í ytri aðstæðum.
Umræða og frétta-
flutningur af 71,5
milljarða rekstrarhalla
samstæðureikningsins skýrist
einkum af reiknuðu gengistapi
Orkuveitu Reykjavíkur vegna
gengisfalls íslensku krónunnar.
Þetta mikla gengistap sem þjóðin
öll hefur verið að ganga í gegnum
ýtti til hliðar staðreyndinni um
sterka fjárhagsstöðu borgarinnar
og þá jákvæðu staðreynd að
rekstur borgarinnar fyrir utan
fjármagnsliði stendur styrkum
fótum.
Eins og komið hefur fram hjá
stjórnendum Orkuveitu Reykja-
víkur er lausafjárstaða fyrirtæk-
isins sterk. Rekstrarafkoma Orku-
veitunnar fyrir fjármagnsliði,
skatta og afskriftir árið 2008 var
jákvæð um 11,7 milljarða króna
og batnaði um 17,5% frá árinu
2007. Tekjur fyrirtækisins vegna
skuldastöðunnar eru fyrst og
fremst í erlendum gjaldmiðli og
því hækka tekjurnar í sama hlut-
falli og skuldirnar.
Rekstrarniðurstaða samstæð-
unnar, A og B-hluta fyrir fjár-
magnsliði, var jákvæð um rúmlega
8 milljarða sem sýnir að sam-
stæðan öll hefur brugðist við
breyttum rekstr-
araðstæðum af miklu
afli.
Viðsnúningur í
rekstri
Samanburður ytri
endurskoðenda á
rekstrarafkomu A-
hluta fyrir árin 2002
til 2008 ber vott um
jákvæðan viðsnúning
á síðustu árum og
ábyrga fjár-
málastjórn hjá
Reykjavíkurborg.
Ytri endurskoðendur vekja at-
hygli á að rekstrarhalli var á A-
hluta Reykjavíkurborgar á öllum
árunum 2002-2006 en rekstr-
arafgangur árin 2007 og 2008, fyr-
ir fjármagnsliði (sjá mynd).
Ný og breytt vinnubrögð við
fjármálastjórnina
Niðurstöður ársreikningsins
bera því skýrt vitni að flest sviðin
eru rekin innan fjárhagsramma
þrátt fyrir gjörbreyttar verðlags-
og gengisforsendur seinni hluta
ársins. Borgarráð skipaði þegar í
ágúst 2008 þverpólitískan að-
gerðahóp um fjármál borgarinnar
og þann 7. október 2008 sam-
þykkti öll borgarstjórn samhljóða
aðgerðaáætlun vegna aðstæðna í
efnahags- og atvinnumálum sem
hafði víðtæk áhrif á fjár-
málastjórnina á árinu 2008 og
fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið
2009. Reykjavíkurborg var fyrsta
sveitarfélagið sem setti sér slíka
þverpólitíska aðgerðaáætlun og
fylgdu mörg önnur sveitarfélög í
kjölfarið. Að auki samþykkti borg-
arráð mikilvægar breytingar á
reglum um gerð fjárhagsáætl-
unar, reglum um fjárstýringu,
reglum um innkaup og reglum um
meðferð viðskiptakrafna og af-
skriftir til að efla fjármálastjórn
og eftirlit.
Það er mitt mat að sú ákvörðun
nýs meirihluta Framsóknarflokks
og Sjálfstæðisflokks að setja fjár-
málastjórn borgarinnar í öndvegi
og taka upp ný vinnubrögð á vett-
vangi borgarstjórnar með sam-
vinnu meirihluta og minnihluta
hafi brotið blað í pólitískum
vinnubrögðum og sýnt að sam-
vinna stjórnmálaflokka skilar
meiri árangri en hefðbundið karp
um keisarans skegg.
Það er mikilvægt við þær að-
stæður sem nú eru uppi í efna-
hagslífinu að stjórnmálamenn séu
samstiga í aðgerðum til að sporna
á móti óæskilegum áhrifum efna-
hagskreppunnar og beri fram
lausnir en ekki vandamál. Sú
samstaða sem verið hefur í borg-
arstjórn Reykjavíkur hefur skilað
tilætluðum árangri og við munum
halda áfram á sömu braut til að
tryggja öflugan rekstur Reykja-
víkurborgar borgarbúum til heilla.
Styrk fjármálastjórn
Reykjavíkurborgar
Eftir Óskar
Bergsson
»Ný vinnubrögð sem
byggjast á sam-
vinnu stjórnmálaflokka
hefur skilað meiri ár-
angri en hefðbundið
karp um keisarans
skegg.
Óskar
Bergsson
Höfundur er formaður borgarráðs.
Í FYRRADAG lá
fyrir greinargerð frá
endurskoðunarskrif-
stofunni Deloitte hf.
um viðskipti Frjálsrar
miðlunar ehf. við Kópa-
vogsbæ á árunum
2003-2008. Miklar full-
yrðingar og ádeilur eru
hvergi sparaðar í
skýrslunni sem átti að
vera sett fram á hlut-
lausan hátt. Undirritaður vill koma á
framfæri eftirfarandi athugasemdum
við skýrsluna:
1) Fullyrt er í skýrslunni að við-
skipti Frjálsrar miðlunar ehf. og
Kópavogsbæjar séu hugsanlega
brot á lögum um opinber inn-
kaup, sem sett voru seint á árinu
2007. Þessi ágæta endurskoð-
unarskrifstofa virðist ekki hafa
áttað sig á því að þau ákvæði lag-
anna, sem tilgreind eru í skýrsl-
unni, taka ekki til innkaupa
sveitarfélaga, stofnana þeirra
eða annarra opinberra aðila á
þeirra vegum. Það er vægast
sagt undarlegt að virtri endur-
skoðunarskrifstofu skuli yf-
irsjást slíkt lykilatriði og koma
með svo alvarlega fullyrðingu,
sem er sett fram til að gera mál-
ið tortryggilegt.
2) Fullyrt er í skýrslunni að Kópa-
vogsbær hafi verið stærsti við-
skiptaaðili Frjálsrar miðlunar
ehf. án þess að sett séu fram
haldbær rök fyrir fullyrðing-
unni. Látið er að því liggja að
hluti eyðublaða í númeraröðinni
sé ógildur á einhvern hátt. End-
urskoðunarskrifstofan var ekki
beðin um að meta umfang við-
skipta Frjálsrar miðlunar ehf.
almennt. Þetta er greinilega sett
fram í þeim tilgangi að ala á efa-
semdum og tortryggni í garð
Frjálsrar miðlunar.
3) Í skýrslunni er því haldið fram
að „almennt virðist ekki hafa
verið gerðar verðkannanir eða
leitað tilboða í verkefni, sem
Frjáls miðlun hefur unnið fyrir
Kópavogsbæ“. Þetta er fullyrt
þrátt fyrir staðhæfingar hjá
þremur af yfirmönnum bæjarins
um að slíkt væri gert og er vitn-
að í þá í skýrslunni.
4) Mikið hefur verið
fjallað um afmælis-
rit, sem átti að gefa
út í tilefni af 50 ára
afmæli bæjarins
2005. Á árinu 2004
var 5 manna af-
mælisnefnd kosin,
sem átti að sjá um
viðburði á afmæl-
isári. Áætluð var
fjárhæð til afmæl-
isins í fjárhags-
áætlun fyrir árið
2005 og ákvað afmælisnefndin
hvað skyldi gert og bar ábyrgð á
því. Það vakti því athygli að
hvorki þáverandi formaður
nefndarinnar né starfsmenn
hennar voru boðaðir til fulltrúa
Deloitte til að skýra málin varð-
andi afmælisritið, sem aldrei
kom út.
5) Ein ábending í skýrslu Deloitte
er að bæjarstjórn ætti að sam-
þykkja alla reikninga yfir tiltek-
inni upphæð. Þetta myndi þýða
að bæjarstjórn, þ.e. 11 kjörnir
bæjarfulltrúar, myndu þurfa að
hittast oft á fundum til að skrifa
upp á reikninga! Slíkt þekkist nú
ekki í nútíma stjórnsýslu.
6) Ábendingar í skýrslunni um
betri vinnubrögð við færslur á
bókhaldslykla og aðra þætti er
varða bókhald eru réttmætar og
við þeim verður brugðist. Sífelld
vinna er í gangi hjá Kópavogsbæ
að bæta verkferla og skilvirkni í
stjórnsýslunni. Hér hafa í minni
stjórnartíð verið settar siða-
reglur fyrir bæjarfulltrúa og
stjórnendur á bæjarskrifstof-
unum, innkaupareglur, tvöfalt
uppáskriftarkerfi reikninga og
hrint af stað metnaðarfullu
gæðakerfi.
Tilhæfulaus ásök-
un um lögbrot
Eftir Gunnar I.
Birgisson
Gunnar I. Birgisson
» Ákvæði laganna, sem
tilgreind eru í
skýrslunni, taka ekki til
innkaupa sveitarfélaga,
stofnana þeirra eða ann-
arra opinberra aðila á
þeirra vegum.
Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
Í NÝLEGRI könn-
un sem gerð var á
tönnum hérlendis kom
í ljós að ástand þeirra
hafði versnað mikið og
höfðu að meðaltali
rúmlega 5 tennur
skemmst í hverju 12
ára barni, en venju-
lega er miðað við þann
aldurshóp við sam-
anburð.
Þetta er mjög sorglegt, því að um
10 árum áður hafði aðeins rúmlega
ein tönn skemmst í hliðstæðum
hópi líkt og á hinum
Norðurlöndunum,
enda var þá búið að
bæta tannheilsu lands-
manna um 75% á 15
árum, mest með
heilsuátaki sem byggð-
ist á hollri fæðu, reglu-
bundnu eftirliti með
fyrirbyggjandi með-
höndlun og aukinni
áherslu á okkar ágæta
vatn.
Neysla sykurs í
ýmsum neysluvörum,
t.d. gosi og sælgæti, vegur vissu-
lega þungt til aukningar tann-
skemmda og hafa neysluskattar
áreiðanlega áhrif til að minnka
neysluna.
Staðsetning sælgætis við af-
greiðslukassa verslana og í hæfi-
legri hæð fyrir augu barna, hefur
ekki enn fengist breytt, þrátt fyrir
tilmæli þar um, en sem dæmi má
nefna að í Noregi hefur verið rek-
inn áróður gegn þessu með góðum
árangri undir forystu konungsfjöl-
skyldunnar.
Einnig eru gosflöskur oft á borð-
um skólabarna, þegar þau eru að
glíma við heimaverkefnin.
Mjög ánægjulegt er hve margir
aðilar hafa undanfarið sýnt tann-
heilsu okkar mikinn áhuga, t.d.
heilsugæslufólk, háskólinn, land-
læknir og umboðsmaður barna,
enda kemur vonandi ekki til þess
aftur hérlendis að smíða þurfi upp í
fermingarbörn eins og kom fyrir
um miðja síðustu öld.
Gervitennur í fermingargjöf
Eftir Magnús R.
Gíslason » Vonandi kemur ekki
til þess aftur hér-
lendis að smíða þurfi
upp í fermingarbörn
eins og kom fyrir um
miðja síðustu öld
Magnús R. Gíslason
Höfundur er fyrrverandi
yfirtannlæknir.
@
Fréttir
á SMS