Morgunblaðið - 11.06.2009, Page 32

Morgunblaðið - 11.06.2009, Page 32
32 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009 NÚ HAFA Stein- grímur formaður Vinstri grænna og Jóhanna for- sætisráðherra látið þjóna sína undirrita skuldbindingu á þjóð okkar um að borga til- teknar skuldir, sem ís- lenskir „óráðsíumenn“ stofnuðu til í Bretlandi og Hollandi. Og í stíl við fyrri efndir, um að unnið skuli fyrir opnum tjöldum, er gjörning- urinn kynntur fyrir nokkrum þing- mönnum sem trúnaðarmál, sem ekki megi kynna þegnum landsins fyrr en skuldbindingin hefur verið undirrituð. Svefntími hins vinnandi manns er val- inn þessari athöfn, því dagsljósið fellur lítt að meðferð og innihaldi þessa af- drifaríka máls. Við mótmælum þessari undirskrift og málsmeðferð. Íslenska þjóðin stofn- aði ekki til þeirra skulda sem hér um ræðir. Það gerðu landar okkar er voru í sínum einkaviðskiptum, sem við berum kinnroða fyrir, ekki ábyrgð á. Gleymum því ekki að ábyrðarsjóður sá sem tryggja átti hlut innstæðureikninga var sjálfstæð stofnun, sem starfaði eftir regluverki ESB og við berum enga ábyrð á. Ef einhver ber ábyrgð á þess- um sjóði er það ESB. Gleymum því heldur ekki að þeir sem létu fé sitt í hendur þessara íslensku „óráðsíu- manna“, gerðu það í gróðaskyni vegna hærri vaxta, sem voru í boði. Þeir létu stjórnast af gróðavon rétt eins og sá fjöldi Íslendinga sem tapaði fé hjá bönkunum. Kröfum breskra og hollenskra stjórnvalda á að vísa til dómstóla. Þann- ig á að leysa deilur milli siðaðra ein- staklinga og siðaðra þjóða. Við teljum að alþingismenn hafi hvorki stjórn- skipulega né siðferðislega heimild til þess að samþykkja greiðsluskyldu á þjóðina, sem enginn veit hvað kann að reynast há. Slík vinnubrögð eru í raun engum manni sæmandi, hvað þá kjörnum fulltrúum á löggjafarþingi þjóðarinnar. Hér kann að vera í besta falli um að ræða nokkur hundruð milj- arða eða allt að þúsund miljarða eða þar yfir, fari allt á verri veg. Það á að safna greiðsluskyldu á þjóðina á næstu sjö árum. Það hvernig kaupin gerast á eyrinni á þessum ár- um ræður svo upphæðinni. Eina fasta talan er vaxtaprósentan. Hún er 550% hærri en stýrivextir á evrusvæðinu eru nú. Er það boðlegt? Að okkar dómi er þetta mál allt til vanvirðu þeim, sem með það hafa farið. Við skorum á Alþingi að hafna þessu máli. Það verður tekið eftir afstöðu ykkar ágætu alþingismenn. Verður hún ykk- ur til sóma eða skammar? Opið bréf til nýkjörinna alþingismanna Eftir Gunnar Odds- son og Sigtrygg Jón Björnsson Gunnar Oddsson » Við mótmælum þess- ari undirskrift og málsmeðferð. Gunnar er fv. bóndi. Sigtryggur er fv. kennari. Sigtryggur Jón Björnsson ÞAÐ er undarlegt þetta samband milli þjóðarinnar og Davíðs Oddssonar, eða sam- bandsleysi öllu heldur, og svo þetta ástarsam- band milli þjóðarinnar og Steingríms J. Sig- fússonar. Nokkur dæmi: Dav- íð vildi ekki sjá IMF. Þjóðin vildi sjá IMF en vildi ekki sjá Davíð. Í dag vill þjóðin ekki sjá IMF en ennþá síður Davíð. Þjóðin vildi sjá Steingrím J. en Steingrímur vildi ekki sjá IMF, ekki fyrr en þjóðin var búin að gera hann að ráðherra. Þá vildi hann sjá IMF. Þjóðin treystir samt ennþá Steingrími en hatar Davíð. Davíð vildi ekki sjá að allir hinir svokölluðu „frjálsu“ fjölmiðlar væru á einni og sömu hendi. Þjóðin vildi hinsvegar ekki sjá neitt at- hugavert við það og túlkaði þetta sem geðillskukast og öfund í Davíð. Davíð vildi fjölmiðlafrumvarpið í gegn. Þjóðin vildi reka Davíð í gegn og vildi ekkert óþarfa fjölmiðla- frumvarp. Í dag vill þjóðin fjöl- miðlafrumvarp. Steingrímur vildi ekki og vill ekki sjá neitt fjölmiðla- frumvarp. Þjóðin treystir samt ennþá Steingrími en hatar Davíð. Davíð vildi ekki sjá Ólaf Ragnar. Meirihluti kjósenda vildi sjá Ólaf Ragnar og það aftur og aftur og aftur. Í dag er Ólafur uppgötvaður sem klappstýra útrásarvíkinganna og enginn vill sjá hann. Þjóðin er þarna orðin sammála Davíð. Samt situr Ólafur ótruflaður (af þjóðinni) en Davíð er böggaður kvölds og morgna. Davíð var ekki par hrifinn af Baugi og útrásarloddurunum og var í raun eini maðurinn sem þorði að standa uppí hárinu á þeim. Þjóð- in dýrkaði útrásarvíkingana og sagði að Davíð væri vitfirringur sem væri bara að reyna að hefna sín á þeim fyrir að hafa kyrkt Kol- krabbann. Í dag fyrirlítur þjóðin útrásardólgana. Bónus er hins- vegar ennþá vinsælasta verslunin, Samspillingin vinsælasti flokkurinn og Davíð óvinsælasti maðurinn. Davíð vildi ekki sjá það að greiða erlendar skuldir óreiðumanna. Baugsmiðlarnir bjuggu strax til hysteríu úr þessu og þjóðin lét teyma sig á eyrunum einsog venju- lega og trylltist gjör- samlega líkt og hún vildi alveg hreint endi- lega fá að borga er- lendar skuldir óreiðu- manna. Í dag vill þjóðin ekki sjá það að borga erlendar skuldir óreiðumanna. Það vill hinsvegar Steingrímur J. þó hann hafi sagt annað fyrir kosningar. Þjóðin treystir samt áfram Steingrími en hatar Davíð. Jóhanna Sig. og „þjóðin“ öskruðu Davíð í burtu, eina manninn á land- inu sem hafði roð í útrásarþjófana, og tróðu Steingrími í ráðherrastól, manni sem sagði fyrir kosningar að hann myndi láta elta gangsterana uppi hvar sem til þeirra næðist og láta frysta eigur þeirra en að sjálf- sögðu hefur hann ekki efnt það frekar en nokkuð annað sem hann lofaði fyrir kosningar. Ekki eitt orð. Skjaldborgin sem hann og Jó- hanna lofuðu t.d. að reisa um heim- ilin virðist eingöngu vera um þeirra eigin heimili og bankanna. Davíð vildi þjóðstjórn þegar allt var að hrynja. Þjóðin átti ekki til orð yfir slíkan hálfvitagang og meiraðsegja Þorgerður Katrín lét í það skína að kallinn væri með óráði. Í dag held ég að stór hluti þjóðarinnar sé sammála Davíð. Og þó. Líklega treystir hún ennþá Steingrími og Samspillingunni best til að leiða þjóðina útúr ógöng- unum. (Ég hlýt að mega nota orðið „Samspillingin“ þar sem ég bjó það orð nú til á sínum tíma, takkfyrir). Davíð vildi ekki sjá ESB og sagði það sem hann meinti og meinti það sem hann sagði. Þjóðin var klofin. Steingrímur J. sagði FYRIR kosn- ingar að hann vildi ekki sjá ESB. Eftir kosningar sáum við hvað gerðist. Fyrir undanlátsemina og vingulsháttinn fékk hann ráðherra- stóla. Og þetta er maðurinn sem kallaði Davíð „gungu“ og „druslu.“ Úfff. Steingrímur J. hefur verið að vinna hörðum höndum að því að framkvæma allt sem hann lofaði fyrir kosningar að framkvæma ekki. Þjóðin hinsvegar hatar Davíð sem hún virðist í dag sammála um flesta hluti en elskar Steingrím J. sem hún er ósammála um allt. Fyrir nokkrum mánuðum gerði þjóðin gasalega byltingu og heimt- aði nýja ríkisstjórn, skiljanlega, því hin var vonlaus. En hvernig notaði þjóðin svo atkvæðisréttinn? Jú, kaus yfir sig sömu dugleysingjana og hugleysingjana sem höfðu ekki gert handtak þrjá mánuðina þar á undan; kaus meðreiðarsveina út- rásarhlandaulanna sem stærsta flokk landsins og svo hentistefnu- kommúnista sem þann næst- stærsta. Þar af fengu þeir þrír flokkar sem komu með beinum hætti að hruninu, Sjálfstæðisflokk- urinn, Framasóknarflokkurinn og Samspillingin, um 70% atkvæða. Hver á að skilja þessa hringlandi vitlausu reykáss-þjóð? Sálfræð- ingar sem sérhæfa sig í Stokk- hólms-syndrominu? Þjóðin vill greinilega engar breytingar. Hún reynir aldrei að hafa það sem sann- ara og betra reynist heldur aðeins það sem flokkshollara reynist. Hún rígheldur í sinn hrepparíg – flokks- ríg – sitt smáborgaralega þjóð- arsport. Hún vill vera grilluð á dag- inn og láta snæða sig á kvöldin. Skilur ekki orð einsog þjóðstjórn, utanþingsstjórn, persónukjör, beint og milliliðalaust lýðræði o.s.frv. Ef sama fólkið er að mótmæla í dag og mótmælti fyrir nokkrum mánuðum þá er það raunverulega að mótmæla eigin trúgirni og ein- feldni. Það fékk það yfir sig sem það heimtaði og kaus. Varla er gleymskan og heimskan í algleym- ingi? Það er einsog þjóðin fæðist á fjögurra ára fresti og sumir jafnvel á enn skemmri tíma. Eftir næstu pottlokabyltingu og kosningar verðum við hreinlega að fá forsætisráðherra sem við getum kallað samnefnara þjóðarinnar. Það eru tveir sem koma til greina: Steingrímur J. Mosdal og Ólafur Ragnar Reykás. Davíð, þjóðin og Steingrímur J. Eftir Sverrir Stormsker »Ef sama fólkið er að mótmæla í dag og mótmælti fyrir nokkr- um mánuðum þá er það raunverulega að mót- mæla eigin trúgirni og einfeldni. Það fékk það yfir sig sem það heimt- aði og kaus. Sverrir Stormsker Höfundur er tónlistarmaður og rithöfundur. AÐ UND- ANFÖRNU hafa ýms- ir skrifað um heim- ildakvikmyndina Draumalandið eftir Þorfinn Guðnason og Andra Snæ Magna- son. Skúli Thoroddsen ritar grein í Frétta- blaðið og telur mynd- ina vera ráðgátu, hann fullyrðir: „hún var hvorki heimildamynd, drama né gamanmynd“ – og hann „hallast helst að því að sé áróðursmynd, samin til að fullnægja þörfum draumóramanna um afturhvarf til þess sem var.“ Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráðherra á vegum Framsóknar- flokksins, ritar einnig grein í Fréttablaðið. Jón segir frá því að hann var einn þeirra sem sam- þykktu byggingu Kárahnjúkavirkj- unar og því málið skylt. Jón er, líkt og Skúli, tilbúinn að skilgreina kvikmyndina og kemst að sömu niðurstöðu. Myndin er „fyrst og fremst áróðursmynd“ skrifar Jón. Hann saknar þess að „það er langt í frá að hún dragi fram heild- armynd af framvindu mála, á þann hátt sem ég hélt að heimildamyndir ættu að gera.“ Jón skrifar að hann „verði að viðurkenna að ég kann ekki að draga markalínur milli heimildamynda og áróðursmynda.“ En hann gerir það samt sem áður. Kristján Jónsson, blaðamaður Morg- unblaðsins, er ekki í neinum vafa um eðli myndarinnar og skrifar 3. júní: „Þetta er áróðursmynd.“ Kristján telur sig vita hvernig heim- ildamyndir eiga að vera: „Þar er varpað ljósi á ólíkar skoðanir á mikilvægu máli, farið í saumana á því með viðtölum og rannsóknum en hlutirnir ekki tuggðir og meltir fyrir okkur.“ Hvað er það sem þessir heiðurs- menn eru að reyna að segja okkur? Hvers vegna eru þeir með sínum hætti að reyna að skilgreina mynd- ina þannig að hún teljist ekki vera heimildamynd? Augljóslega er sumum þeim í nöp við boðskap myndarinnar og telja hana þjóna annarlegum til- gangi. Ég held að hjá þeim leynist ótti um að áhorfendur geti dregið aðra niðurstöðu en þeim er að skapi. Þeir telja það lukkað hjá sér að koma henni í flokk áróð- ursmynda – mynd sem sýni al- ranga mynd af málinu sem er til umfjöllunar að þeirra mati. Þannig telja þeir að hægt sé að draga úr áhrifamætti hennar. Allir hafa þeir skoðanir á því hvernig heimildamyndir eigi að vera. Jón telur upp nokkur atriði sem hefðu átt að vera í myndinni að hans mati. Og hann byggir á sinni skilgreiningu hvernig heimildamyndir eigi „að sýna heild- armyndina“. Kristján telur að góð heimildamynd varpi ljósi á ólíkar skoðanir. Ég hef unnið lengi við gerð heimildamynda og fullyrði að þre- menningarnir eru að rugla heimildakvikmyndum saman við fræðslumyndir og sagnfræðirit. Heimildamyndir eru sjálfstætt list- form, kvikmyndir sem eru gerðar út frá sjónarmiði höfunda. Það sem þær eiga sameiginlegt með fræðslu- og fréttamyndum er að þær fjalla um raunverulega at- burði. Þær falla ekki undir skáldað efni eins og flestar bíómyndir. Heimildamyndinni er ætlað að lýsa ástandi eins og það kemur höf- undum myndarinnar fyrir sjónir og túlka það með myndmáli úr raun- veruleikanum. Í heimildakvikmynd þarf ekki að vera nein „heimild“, þ.e. gömul kvikmynd, ljósmynd eða skjal. Það er ekki hlutverk eða ætlun þeirra sem gerðu myndina Draumalandið að draga fram allt það sem gerðist í þessu máli. Það er ekki mögulegt að búa til heild- armynd málsins. Atburðirnir eru ekki enn til lykta leiddir og það eru uppi margar skoðanir á eðli og af- leiðingum framkvæmdanna. Í myndinni er ekki fjallað um áhrif ofurfjárfestinganna á ástand efnahagsmála eftir hrun eða ástandið eins og það er á Aust- fjörðum í dag. Sú vinna bíður sagn- fræðinga og hagfræðinga: að draga saman niðurstöður og skrifa skýrslur. Áróður er skilgreindur sem boð- skapur um tiltekið málefni, ætlaður til þess að fá menn til að sam- þykkja skoðun áróðursmeistarans. Hann þarf í sjálfu sér ekki að vera neikvæður, það má reka áróður gegn reykingum sem geta verið lífshættulegar. Slíkur boðskapur er ekki settur fram með skírskotun til þeirrar sælu sem reykingar virðast veita mörgum reykingamönnum, þvert á móti þá er áherslan á lögð á margsannaða skaðsemi reykinga. Í heimildamyndinni Drauma- landið er sett fram skoðun höfunda á umdeildu máli. Augljóslega eru þeir ekki hrifnir af því álæði sem greip stjórnvöld og þeir birta myndir sem sýna íslenska stjórn- málamenn snúast kringum erlenda álmenn, allir brosandi í austfirskri sól. Þeir liggja ekki á skoðunum sínum um eyðingu náttúru en birta jafnframt skoðanir ráðamanna og þeirra verðmætamat. Með stimplinum „áróðursmynd“ reyna þremenningarnir að koma því inn hjá fólki að myndin sé gerð til að blekkja. Þeir nota orðið aug- ljóslega í neikvæðri merkingu og tefla fram sínum hugmyndum um heimildamyndir til að undirstrika niðurstöðuna. Með þessum línum vil ég benda þeim á að heimildamyndir eru fjöl- breyttar að gerð, þær eru verk höf- unda sem nýta þetta form til að tjá sínar skoðanir og tilfinningar. Heimildamyndir segja stundum sögu einstaklinga, stundum sögu heilla þjóða – það eru engin raun- veruleg takmörk. Draumalandið er góð heimildamynd. Deilur um Draumalandið Eftir Hjálmtý V. Heiðdal »Ég hef unnið lengi við gerð heimilda- mynda og fullyrði að þremenningarnir eru að rugla heimildakvik- myndum saman við fræðslumyndir og sagn- fræðirit. Hjálmtýr V. Heiðdal Höfundur er formaður Félags kvik- myndagerðarmanna @

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.