Morgunblaðið - 11.06.2009, Side 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009
✝ Sigmar Björnssonfæddist í Reykja-
vík 21. janúar 1943.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Landspít-
alans 4. júní síðastlið-
inn. Hann var sonur
Elínar Valdimars-
dóttur en ólst upp hjá
fósturforeldrum sín-
um Guðrúnu Páls-
dóttur saumakonu og
Birni Karel Þórólfs-
syni íslenskufræðingi
frá fjögurra ára aldri.
Sigmar kvæntist 3.
febrúar 1962, í Reykjavík, Unni G.
Kristinsdóttur, f. 12. október 1942.
Þau eignuðust þrjár dætur, þær
eru: 1) Hrefna Guðrún, f. 10. mars
1962, gift Bergþóri Kristleifssyni, f.
26. janúar 1959, þau eru búsett í
og Unnur Björg, f. 5. mars 2005.
Sonur Sigmars er Jóhannes B., f.
24. október 1964, kvæntur Þórdísi
Sigurðardóttur, f. 17. júlí 1960, þau
eru búsett i Reykjavík, sonur þeirra
er Halldór Anton, f. 30. nóvember
1998. Dóttir Sigmars er Elísabet, f.
26. janúar 1969, búsett í Reykjavík.
Að námi loknu lá leið Sigmars í
Landsbanka Íslands þar sem hann
var fulltrúi í bókhaldsdeild í tíu ár.
Seinna sá hann um bókhald fyrir
ýmis fyritæki þangað til hann gerð-
ist ráðgjafi hjá SÁÁ. Síðastliðin 9 ár
var Sigmar skrifstofustjóri hjá
Ferðaþjónustu Húsafells. Hann var
alla sína ævi mikill laxveiðimaður
og hefur undanfarin 19 ár rekið
Norðling ehf., fyrirtæki sem býður
upp á laxveiði í Norðlingafljóti. Sig-
mar var frumkvöðull í að gera
Norðlingafljót að laxveiðiá, sem var
honum hjartans mál.
Útför Sigmars fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag, 11. júní, og
hefst athöfnin kl. 13.
Húsafelli, þau eiga
saman 3 drengi, Unn-
ar, f. 18. apríl 1986,
Arnar, f. 21. ágúst
1988 og Rúnar, f. 11.
janúar 2000. 2) Guð-
munda Ólöf, f. 20. júní
1963. Seinni maður
Ólafar er Quentin D.
Elliott, f. 10. febrúar
1957, þau eru búsett í
Bandaríkunum, sonur
þeirra er Tómas Q.
Elliott, f. 16. sept-
ember 1996, en á hún
fyrir Alexander
Speirs, f. 10. apríl 1989. 3) Íris
Björg, f. 22. desember 1971, gift
Ómari Péturssyni, f. 5. maí 1971,
þau eru búsett á Hvanneyri, börn
þeirra eru Sigmar Aron, f. 23. júní
1994, Pétur Snær, f. 28. ágúst 2000
Elsku pabbi, með þessum örfáu lín-
um vil ég þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum og allt sem
þú kenndir mér. Ég mun ætíð minn-
ast þín og sakna.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Englar Guðs vaki yfir þér.
Þín dóttir,
Elísabet.
Fyrsta ferð sonar míns í veiði var
fyrir tíu árum þegar hann var aðeins 8
mánaða og síðan þá höfum við farið
saman til veiða. Fimm ára gamall
veiddi hann sinn fyrsta lax. Ég mun
seint gleyma þeirri stund sem við
feðgarnir upplifðum saman þá. Hall-
dór var svo glaður á þessari stundu og
svo mikil maður að hafa veitt lax. Já, á
þeirri stundu fann hann verulega til
sín. Þetta var í ánni hans afa, Norð-
lingafljóti. Eins var það hjá mér,
pabbi minn, þegar ég veiddi minn
fyrsta lax, þá var ég með þér og upp-
lifði alveg sömu gleðina og bakterían
var komin. Það varð ekki aftur snúið.
Þetta var upp í Kjarrá, í opnunarholli
með vinum þínum og veiðifélögum.
Ég var bara tólf ára og var settur á
stein með stöng og maðk og sagt að
renna í strenginn fyrir framan mig, á
meðan þið Viðar ætluðuð að renna í
Runka. Viðar fékk fljótlega lax þar.
En svo var friðurinn úti, því ég tók að
öskra af lífs og sálar kröftum, það var
eitthvað að toga mig ofan af steininum
og út í á. Ég hafði sett í nýgenginn 10
punda lax sem var ekki glaður. Þið
komuð hlaupandi mér til bjargar og
hjálpuðuð mér að landa mínum fyrsta
laxi. Ég man að mér fannst ég nú
heldur en ekki vera búinn að sýna
ykkur í tvo heimana. Þið vilduð nú
ekki gera of mikið úr þessu byrjenda-
happi mínu og fóruð aftur til veiða. Ég
hins vegar var alveg ómeðvitaður um
að veiðistaðurinn minn var alls ekki
veiðistaður. Því beitti ég aftur og sett-
ist á steininn. Ekki leið á löngu þar til
ég var farinn að hrópa á ný, samt ekki
með sömu skelfingu og áður, því nú
var ég orðinn vanur. Þú komst og
hjálpaðir mér að landa en Viðar skreið
upp í brekku til að skyggna strenginn
þar sem mér hafði verið plantað svo
þið fengjuð frið til veiða. Það er
skemmst frá því að segja að stöngin
var tekin af mér því strengurinn var
blár af laxi. En í sárabætur fékk ég þó
að strengurinn varð að viðurkenndum
veiðistað sem fékk nafnið Jói.
Veiðiáhuginn sem þú hafðir, smit-
aði mig, ég lærði margt af þér í veiði-
ferðum okkar og þar kynntist ég þér.
Ég og þú úti í náttúrunni að veiða, það
voru okkar stundir í lífinu og ég er svo
þakklátur fyrir þær. Þær minningar
geymi ég í hjarta mínu. Þau ár sem ég
var með þér í veiðinni eru mér mjög
kær, nærvera þín var notaleg og við
gátum endalaust talað saman um
veiði og ekki síst um „Fljótið“. Alltaf
var sami eldhugurinn í þér fyrir hvert
sumar, sama hvaða erfiðleikum þú
mættir. Þú bara tókst á þeim jafn óð-
um og leystir úr þeim. Eins fórum við
saman á rjúpu flest árin eftir að ég fór
að skjóta úr byssu og að sjálfsögðu
var Húsafell okkar uppáhaldsstaður.
Þar áttum við hæg heimatökin því þar
höfðum við Hrefnu systur og Begga.
Ekki veiddum við eins mikið og sumir
í sveitinni en við áttum svo marga
góða daga saman á göngu fyrir ofan
Húsafell. Það skemmdi nú ekkert fyr-
ir að við komum alltaf með einhverja
fugla til baka, því við þekktum orðið
landið eins og lófana á okkur. Ég hef
fengið ýmsar athugasemdir frá konu
minni um það hvernig hægt sé að tala
um þennan stein eða hinn, þennan
skorning eða þetta gil, fram og til
baka í símann. En til þess þarf að
þekkja landið eins vel og við gerðum
og deila áhuganum á veiðinni. Elsku
pabbi, með þessum fáu orðum kveð ég
þig. Minning þín lifir áfram í huga
mér og fjölskyldu minnar.
Jóhannes Björn Sigmarsson,
Þórdís Sigurðardóttir,
Halldór Anton Jóhannesson.
Sigmar Björnsson var maður sem
ég er stoltur af að kalla afa minn. Frá
unga aldri hef ég dvalist á sumrin hjá
afa og ömmu á Íslandi. Ég hafði aldrei
neina sterka föðurfyrirmynd en Sig-
mar afi gekk mér í föðurstað þegar ég
dvaldi hjá þeim. Hann var alltaf til
staðar fyrir mig og hjálpaði mér að
breyta rétt og verða sterkari per-
sónuleiki. Hann kenndi mér margar
dýrmætar lexíur. Hann trúði á orða-
tiltækið „ekki byrja á einhverju sem
þú getur ekki lokið við“. Hann var
alltaf tilbúinn að leiðbeina mér þegar
ég þurfti á því að halda. Það var svo
auðvelt að tala við hann, ekki bara það
að hann hlustaði á mig heldur líka
heilræðin sem fylgdu.
Ef litið er til uppruna hans þá verða
afrek hans í lífinu manni mikil hvatn-
ing. Sem barn ólst hann upp nánast
án umönnunar en það hindraði hann
ekki í því að ná langt. Eins og flestir
aðrir gekk hann í gegnum erfið tíma-
bil en án þeirra væri hann ekki þessi
fyrirmynd mín. Það er enginn annar
sem ég þekki sem hefur breytt sjálf-
um sér til hins betra eins og hann
gerði. Það sem skilur hann frá öllum
öðrum er að hann sigraðist á sumum
mest freistandi hindrunum lífsins og
endaði sem sigurvegari. Hann leið-
rétti mistök sín og breytti um lífsstíl.
Og varð stórkostlegur eiginmaður,
ástríkur faðir og sannarlega magnað-
ur afi.
Ég álít hvern þann heppinn sem
gafst kostur á að verja tíma með Sig-
mari. Allir sem þekkja hann geta sagt
að stund með honum var aldrei leið-
inleg, hún var skemmtileg, fyndin,
fræðandi og umfram allt eftirminni-
leg. Hann elskaði að læra nýja hluti
og vaxa að visku. Til dæmis þá hafði
hann mjög gaman af sagnfræði og
hvenær sem hann lærði eitthvað nýtt,
þá deildi hann því sem honum fannst
áhugaverðast með öðrum. Þetta átti
við allt nýtt sem hann upplifði. Mér
fannst allt það sem hann deildi með
mér áhugavert. Veistu, þú getur ekki
borgað til þess að heyra vísdómsorð.
Það skipti ekki máli í hvernig skapi
maður var, hann var einn af þessum
sérstöku persónuleikum sem fékk
mann til að líða betur. Ég man eftir
stundum þar sem ég var svo pirraður
á einhverju og leitaði til hans eftir
ráðleggingum. Þegar samtali okkar
lauk hafði ég gersamlega gleymt því
hverju ég var pirraður yfir. Hvenær
sem mamma sagði mér að afi og
amma væru að koma í heimsókn þá
vissi ég að ég gat treyst á að fara með
þeim að versla. Ég gleymi aldrei öll-
um búðarferðunum í raftækjaversl-
anir sem við fórum í saman. Hann sá
alltaf til þess að fjölskyldan hefði allt
sem hún þurfti.
Hann var svo einstakur afi. Á
sumrin fórum við alltaf saman í bíó og
sáum hasarmyndir. Yfirleitt seint á
kvöldin og fórum við saman út að
borða á undan. Það var svo gaman.
Afi, þú hefur verið einn mesti
stuðningur minn í lífinu og ég er þér
þakklátur fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig. Ég mun alltaf elska þig og
muna eftir þér. Nafn þitt á eftir að
verða á vörum mínum árum saman.
Þinn einlægur
Alex.
Elsku afi Sigmar, það var mikið
áfall að missa þig, sérstaklega því að
daginn áður en þú fórst vorum við
orðnir vissir um að þú mundir ná þér
og við vorum farnir að hlakka til að
spyrja þig margra spurninga. Það eru
sennilega fáir menn pottþéttari og
áreiðanlegri en þú og það var alltaf
svo gott að leita til þín. En nú huggum
við okkur við allar þær góðu minn-
ingar sem við höfum um þig. Þú deild-
ir áhugamálum með okkur öllum og
varðir góðum tíma í að sinna þeim
með okkur. Okkur eru efstar í huga
þær góðu stundir sem við áttum með
þér við Norðlingafljótið. Einnig mun-
um við sérstaklega eftir því þegar þú
fórst með okkur á rjúpu í Kjarrárdal-
inn og hafðir svo margar góðar sögur
og minningar þaðan, sem þú sagðir
svo skemmtilega frá. Við áttum allir
okkar sérstöku stundir með þér hvort
sem það var veiði, grjónagrautur og
billjarð á laugardögum eða bílasölu-
rúntur. Þú finnur þér eitthvað gott að
gera á nýjum stað, vegni þér vel,
elsku afi. Við vitum að þú vakir yfir
okkur og veitir okkur blessun á kom-
andi árum, við biðjum þig og Guð að
veita ömmu styrk til að takast á við
þessa miklu sorg.
Unnar, Arnar og Rúnar
Bergþórssynir.
Sigmar Björnsson andaðist eftir
stutta legu á gjörgæsludeild Land-
spítalans 4. júní sl. Hann varð í raun
bráðkvaddur við tennisleik 29. maí en
hvorki bráðaaðstoð né hátæknilækn-
ingar báru tilætlaðan árangur, eins og
gengur. Hann varð 66 ára.
Sigmar eða Simmi eins og hann var
kallaður, fór að venja komur sínar til
Sigmar Björnsson
✝
Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
NÍNA LÁRUSDÓTTIR,
Dalbraut 27,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn
4. júní.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 12. júní kl. 13.00.
Benjamín Hansson, Eygló Karlsdóttir,
Harpa Þorláksdóttir, Sturla Fanndal Birkisson,
Hans Benjamínsson, Sólrún Harpa Þrastardóttir,
Birkir Fanndal, Eygló Fanndal og Benjamín Fanndal.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HILMAR BJARNASON
sendibílstjóri,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn
9. júní.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
16. júní kl. 13.00.
Hjördís Hilmarsdóttir, Steindór V. Sigurjónsson,
Hörður Hilmarsson, Rita Lúkasdóttir,
Bergrós Hilmarsdóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson,
Heiða Hilmarsdóttir,
Jónína Hanna Hilmarsdóttir, Einar Magnússon,
Sólbjört Hilmarsdóttir, Magnús Sörensson,
Jón Hilmar Hilmarsson, Erla B. Jónsdóttir,
Anna Hilmarsdóttir, Egill Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HALLDÓRA GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR,
Furugrund 60,
Kópavogi,
áður til heimilis
Heiðarvegi 64,
Vestmannaeyjum,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fimmtudaginn
4. júní.
Útförin verður gerð frá Digraneskirkju föstudaginn
12. júní kl. 15.00.
Jóhanna Bogadóttir,
Eiríkur Bogason, Guðbjörg Ólafsdóttir,
Kristján Bogason, Jóhanna Emilía Andersen,
Svava Bogadóttir, Kristján Bjarnason,
Gunnar Bogason, Bergþóra Aradóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Bróðir okkar,
SIGURÐUR GUÐVARÐARSON
frá Minni-Reykjum,
Fljótum,
lést á Hornbrekku Ólafsfirði sunnudaginn 7. júní.
Útförin fer fram að Barði í Fljótum mánudaginn
15. júní kl. 14.00.
Hólmfríður Guðvarðardóttir,
Ásta Guðvarðardóttir,
Helga Guðvarðardóttir,
Bæringur Guðvarðarson,
Þórarinn Guðvarðarson,
Pétur Guðvarðarson,
Sigurlaug Guðvarðardóttir,
Ragna Guðvarðardóttir,
Hreinn Guðvarðarson.
✝
SIGURÐUR ÓLAFUR SVEINSSON,
Þorvaldseyri,
Austur-Eyjafjöllum,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli,
Hvolsvelli mánudaginn 8. júní.
Aðstandendur.