Morgunblaðið - 11.06.2009, Side 36
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009
✝ Ásbjörn Ibssonfæddist í Reykja-
vík 12. febrúar 1991.
Hann andaðist í
Reykjavík 1. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru Sif
Bjarnadóttir, f. 2.
febrúar 1958, og Ib
Dan Petersen, f. 7.
ágúst 1954. Bróðir
Ásbjarnar er Hilmir
Þór, f. 12. apríl
1988, unnusta Krist-
ín Líf Karlsdóttir, f.
18. september 1989.
Dóttir þeirra er Þórunn, f. 25.
september 2008.
Ásbjörn ólst upp
í Reykjavík og í
Laugargerði á
Snæfellsnesi. Hann
lauk grunnskóla-
prófi frá Háteigs-
skóla en síðastliðin
tvö ár stundaði
hann nám í
Menntaskólanum
við Hamrahlíð.
Útför Ásbjörns
fer fram frá Há-
teigskirkju í dag,
11. júní, og hefst
athöfnin kl. 13.
Síðustu dagar hafa liðið í hálf-
gerðri móðu eftir að Ásbjörn, elsku
frændi minn, lést. Minningarnar
streyma fram, allar góðar, af fal-
legum dreng sem var svo blíður og
góður.
Þegar Ásbjörn, yngsta barna-
barn afa og ömmu, fæddist var ég
það elsta, 17 ára. Ég man hvað ég
var hrifin af litla snáðanum, hann
var svo yndislegur. Þegar hann var
skírður var ég mjög stolt guðmóðir.
Ég sá strax að þessi drengur yrði
skemmtilegur sem svo sannarlega
varð raunin. Ýmis prakkarastrik og
tilraunir koma upp í hugann. Ef
Ásbirni datt eitthvað í hug lá auð-
vitað beinast við að prófa og fram-
kvæma hlutina. Við frændsystkinin
höfum síðustu daga rifjað upp
skemmtilegar sögur af Ásbirni og
hafa þær hjálpað okkur að komast í
gegnum daginn.
Hugur minn er hjá Sif, Hilmi,
Kristínu og Þórunni litlu. Engin
orð geta lýst þeirri sorg sem þau
eru að ganga í gegnum. Ég bið al-
góðan Guð að passa upp á þau og
okkur öll sem þótti vænt um Ás-
björn. Elsku besti frændi minn,
hvíl í friði. Mér þykir svo vænt um
þig.
Þín frænka,
Ýr.
Um það leyti sem ilmandi gróð-
urinn komst í blóma og jurtir og
grös skörtuðu sínu fegursta kom
þungt högg: Ásbjörn er ekki lengur
á meðal okkar. Hann fer ekki í
fleiri fjallgöngur með félögum sín-
um. Hann kemur ekki oftar í heim-
sókn til okkar að Hvirfli, sposkur á
svipinn.
Aðeins tveimur dögum fyrir and-
lát sitt var Ásbjörn gestur á heimili
okkar, hægur, prúður og íbygginn
eins og alltaf. Brosti út í annað,
sumarið var komið og lífið blasti
við. Engin svör fást, frekar en æv-
inlega þegar „sá slyngi sláttumað-
ur“ lætur til skarar skríða.
„reyr, stör sem rósir vænar
reiknar hann jafnfánýtt.“
(Hallgrímur Pétursson.)
Eftir situr sár missir en um leið
góðar minningar um brosandi ljúf-
linginn Ásbjörn. Þær munu lifa með
okkur og safnast saman í hug-
skotinu þar sem tíminn græðir sár-
in. Í ljóði Snorra Hjartarsonar seg-
ir:
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
(Snorri Hjartarson.)
Bjarki og Þóra.
Það var alltaf bjart yfir honum
Ásbirni frænda mínum. Ég, Ás-
björn og Hilmir bróðir hans áttum
margar skemmtilegar stundir sam-
an og komumst ævinlega á flug í
jólaboðunum hjá Aðalbjörgu ömmu
okkar í Kópavoginum. Þá fórum við
út og gerðum dyraat í nærliggjandi
húsum eða köstuðum snjóboltum í
bíla.
Einu sinni, þegar við vorum litlir,
tókum við þátt í víðavangshlaupi í
Reykjavík. Ég og Hilmir styttum
okkur leið en Sif, mamma þeirra
bræðra, hélt á Ásbirni í fanginu.
Svo fengum við frændurnir mynd af
okkur í blaði og okkur fannst að við
hefðum allir unnið. Ásbjörn var al-
veg einstakur. Hann hafði sterka
nærveru og gat verið launfyndinn
án þess að hafa nokkuð fyrir því.
Ég sakna frænda og vinar.
Guðmundur Bjarkason.
Síðustu daga hefur leitað á mig
minningin um Ásbjörn. Sterkust er
sú þegar hann sat á eldhúskollinum
og við ræddum um lífið og til-
veruna, það var vor, fíflarnir að
stinga upp kollinum, það er einsog
þetta hafi verið í gær og því erfitt
að finna minningarorð um hann
þegar það er engu líkara en hann
sitji ennþá í eldhúsinu.
Ásbjörn átti heima í sama húsi og
ég í nokkur ár. Hann átti fallegt
samband við eldri bróður sinn og
mömmu sína sem hann var mjög
hændur að. Svo átti hann vinkonu í
næsta húsi. Þau brölluðu ýmislegt
saman, eltu kettina, tíndu fífla og
sóleyjar í vönd. Stundum ef hann
hafði gleymt lyklinum fékk hann að
bíða í eldhúsinu hjá mér. Það voru
sérstök forréttindi að fá svona ung-
an herramann í heimsókn. Samræð-
urnar renna saman, þær hafa sjálf-
sagt snúist um skólann, áhugamálin
og heimspekina einsog barna er sið-
ur. En myndin af Ásbirni er ljóslif-
andi, nærvera hans og persónuleiki,
það var einsog hann hefði verið
pantaður sérstaklega handa lífinu
og þess vegna er svo sárgrætilegt
og óskiljanlegt að hann skuli vera
dáinn. Því hann hafði þessa við-
kvæmni sem lífið þarfnast kannski
mest af öllu, hann hafði í sér ein-
læga spurn og fágætt traust, það
var eitthvað heilagt við hann.
En hann var líka léttur og kátur
og skemmtilega stríðinn. En fyrst
og fremst bjó hann yfir sakleysi af
óþekktri stærðargráðu, hafði um sig
sakleysishjúp sem kallaði fram sak-
leysi í öðrum. Og kallar fram spurn-
ingar um sakleysið, hversu mikil-
vægt það er fyrir okkur að trúa því
að við séum góðar manneskjur.
Þegar ég hef áttað mig á að
spurningin um tilgang skilar engu í
þessu tilviki þá fyllist ég þakklæti
fyrir að hafa kynnst Ásbirni, minn-
ingin um lítinn strák á eldhúskoll-
inum á alltaf eftir að gera mig að
betri manneskju sem freistar þess
að hlusta.
Elsku hjartans Sif, Hilmir og aðr-
ir í fjölskyldu Ásbjarnar, megi guð
og englarnir gefa ykkur styrk.
Elísabet Kristín Jökulsdóttir.
Ásbjörn á þrettán var góður ná-
granni. Þegar íbúar hverfisins stóðu
í ströngu í deiliskipulagsbaráttu
lagði hann okkur lið og var iðinn við
að bera dreifibréf í hús við nær-
liggjandi götur. Hann lagði okkur
einnig lið á heldur óhefðbundinn
hátt sem reyndar gladdi móður
hans og fleiri á laun. Sýndi hann
þar bæði áræði, sjálfstæði og rétt-
sýni. „Æi Ásbjörn ertu nokkuð til
í“: smá að sparsla hér, grafa holu
þar, bera þetta og hitt, tæta í sund-
ur vörubretti – Ásbjörn var til í við-
vik fyrir okkur á númer fimm. Eins
og ungs fólks á hans aldri er háttur
þá var hann kannski ekki alveg
svona greiðvikinn heima fyrir – það
þekkjum við foreldrar – en aldrei
skoraðist hann undan ef í hann var
hóað. Hann var einnig lagtækur að-
stoðarmaður við þakframkvæmdir á
húsinu okkar síðastliðið sumar og
vann verkin léttur og með lúmskum
húmor. Við munum sakna þess að
sjá hann á röltinu upp eða niður
Meðalholtið, ýmist þungt þenkjandi
eða glaðbeittan. Ásbjörn var falleg
ung manneskja og alltaf kastaði
hann kveðju. Hann var góður
drengur og góður nágranni. Takk
Ásbjörn. Blessuð sé minning þín.
Anna (Bella) Saari
og fjölskylda á fimm.
Það fylgir því viss spenningur
þegar nýr hópur nemenda hefur
nám í framhaldsskólum á hverju
hausti. Spenningurinn er vafalaust
jafn mikill fyrir kennarana að kynn-
ast nemendum og fyrir nemendur
að kynnast kennurum. Við kynnt-
umst Ásbirni þegar hann hóf nám í
MH haustið 2007 en vissum deili á
honum áður. Hann var prúður og
hægur og afskaplega dæmigerður
framhaldsskólanemandi sem sinnti
náminu sínu í skorpum.
Ásbjörn var jafnan með þeim síð-
ustu sem röltu inn í kennslustofuna,
fann sér sæti í fremstu eða annarri
sætaröð, gjarnan við vegginn. Hann
var ákaflega þægilegur í viðmóti,
brosmildur og mikill ljúflingur.
Hann gaf sér alltaf tíma til að senda
manni fallegt bros þegar við hitt-
umst á hraðferð á göngum skólans.
Hann skar sig ekki úr nemenda-
hópnum, skilaði verkefnum sínum
og hafði býsna góða kunnáttu í
dönsku. Við munum Ásbjörn í
munnlegu prófi að lýsa landkostum
og jarðfræði Eyjahrepps á dönsku,
það var ljóst að þetta landsvæði
þekkti hann vel. Við þökkum Ás-
birni samfylgdina og biðjum góðan
guð að styrkja móður hans og fjöl-
skyldu.
Lovísa og Guðrún.
Ásbjörn Ibsson
Elsku besti Ásbjörn.
Ég sakna þín svo mikið.
Þegar ég hugsa um þig man
ég alltaf eftir þér sem góðum
og skemmtilegum frænda
sem vildi vera með litlu
frænku sinni þó að það væru
fimm ár á milli. Það er mjög
skrítið að þú sért ekki hérna
þegar ég kem í heimsókn og
allan tímann býst ég við að
þú komir fram. Það á eftir að
vera erfitt að hafa engan Ás-
björn þegar ég fer í heim-
sóknir til þín, einhvern til
tala við þegar mér leiðist. Þó
að þú sért farinn á ég alltaf
eftir að muna eftir þér og
hugsa til þín. Hvíldu í friði.
Þín frænka,
Aðalbjörg.
HINSTA KVEÐJA
Í dag kveðjum við
kæra vinkonu, Guð-
finnu Óskarsdóttur,
sem fallin er frá langt
um aldur fram. Við
minnumst hennar með
mikilli hlýju. Guðfinna var glaðlynd
og glettin kona og ákaflega góð heim
að sækja. Það var sko boðið upp á
fleira en „kex og kringlur“ með
kaffinu á Höfðaveginum. Heimilið
ber henni fagurt vitni. Hún var lagin
við allt sem hún tók sér fyrir hendur,
hvort sem það var prjónaskapur og
útsaumur, bakstur eða blómin.
Blómin hennar voru alltaf í fullkom-
inni rækt. Hún einfaldlega sinnti öllu
af alúð og ánægju. Hún gat leyft sér
að vera stolt af sínu. Okkar fyrstu
kynni af Guðfinnu voru þegar Maggi
kom með hana í heimsókn á Sólhlíð-
ina. Hann hafði fundið hana í „Vill-
unni“, Villan var lítið hús við gamla
sjúkrahúsið en þar voru vistarverur
fyrir aðfluttar hjúkrunarkonur. Þau
sátu þétt saman í nýja græna sóf-
anum okkar sem stóð við rauðbet-
rekktan austurvegginn í stofunni.
Falleg umgjörð um ástfangið par.
Þau glettust og spauguðu, augun
tindruðu. Það var alveg ljóst að úr
þessu yrði hjónaband. Já, já, okkur
var fljótlega boðið til brúðkaups og
veislan var haldin í Grænuhlíðinni
þar sem fyrsta heimilið þeirra var.
Eftir eldgosið á Heimaey eignuðust
þau síðan hús á Höfðavegi 28 og þar
er heimilið enn í dag. Börnin fædd-
Guðfinna Óskarsdóttir
✝ Guðfinna Ósk-arsdóttir fæddist
á Siglufirði 18. des-
ember 1946. Hún lést
20. maí síðastliðinn
og var jarðsungin frá
Hvítasunnukirkjunni
í Vestmannaeyjum
30. maí.
ust eitt af öðru. Við
héldum sambandi með
heimsóknum, börnin
léku sér saman og svo
var kaffi og með því í
eldhúsinu. Við áttum
margar góðar stundir
saman. Eitt sumarið
fórum við saman til
Þýskalands, gistum
uppi á hæð með útsýni
yfir Rín. Kvöldgöng-
urnar eru enn í fersku
minni. Svo var það
snemma veturs 2007
að okkur hjónum var
boðið til veislu, það var mjög sérstök
og skemmtileg veisla. – Þau héldu
upp á 60 ára afmæli Arnar og Guð-
finna reiddi fram frábæran kvöld-
verð. Hún hló dátt og sagði með
stríðnisglampa í augum: „Við kom-
um bara með veisluna til þín úr því
að þú flúðir til útlanda á afmælinu
þínu.“ Þetta kvöld er nú ein af bestu
perlunum í okkar minningasjóði.
Auðvitað gerðum við slíkt hið sama
við Magga þegar hann var orðinn
sextugur. Það er nú skarð í okkar
vinahópi og er það alveg ljóst að hún
á sinn sess í hjörtum okkar. Megi
hún ganga á guðs vegum.
Brostinn er bjartasti strengur
með bergmálið mjúka og þíða.
Hljómar þess heyrast ei lengur
í hjörtum þó geymist hann víða.
Minning um konu og móður
mildi og ástina mestu.
Vorblærinn ber hennar hróður
brosin og handtökin bestu.
(Hilmir Högnason)
Kæru vinir, Maggi, Þórarinn, Elín
Ósk og Sævar. Við sendum ykkur
einlægar samúðarkveðjur. Guð
geymi ykkur.
Hrefna og Örn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
REIDUN GUSTUM,
Bjargartanga 18,
Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi fyrir góða og hlýja umönnun.
Hjörtur Jónasson,
Sturla Hjartarson,
Hermann Hjartarson,
Hólmfríður Sóley Hjartardóttir, Axel Blöndal,
Oddvar Örn Hjartarson
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
FRÍÐA EMMA EÐVARÐSDÓTTIR,
Þorsteinsstöðum,
Lýtingsstaðahreppi,
síðast til heimilis
Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki,
lést laugardaginn 30. maí.
Útför hennar fer fram frá Mælifellskirkju laugardaginn 13. júní
kl. 14.00.
Berta Margrét Finnbogadóttir,
Böðvar Hreinn Finnbogason, Guðbjörg Guðmannsdóttir,
Stefanía Fjóla Finnbogadóttir, Guðmundur Magnússon,
Violet Elizabeth Wilson, David Wilson,
barnabörn og barnabarnabörn.