Morgunblaðið - 11.06.2009, Page 42

Morgunblaðið - 11.06.2009, Page 42
42 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand Á DEGI SEM ÞESSUM ERU KANÍNUR ÚTI UM ALLT! KOMDU SNOOPY! ÞEFUM UPPI NOKKRAR KANÍNUR! ÉG ÞEFA ÞÆR EKKI UPPI... ÉG SÉ ÞÆR BARA! Í DAG VÆRI GOTT AÐ ELTA KANÍNUR ÉG ER FARINN ÚR VIRKINU! FYRIR AFTAN ÞYKKA VEGGI VIRKISINS ER ÉG ALVEG ÓSIGRANDI! ÞAÐ ÞORIR ENGINN AÐ RÁÐAST Á MIG! ÞAU ERU ÖLL OF MIKLAR GUNGUR! HVAÐ ÆTLI HANN SÉ AÐ REYNA AÐ VEIÐA? ÉG ÆTLA AÐ SPYRJA HANN ÞAÐ Á AÐ KOMA MÉR Á ÓVART! ADDA, ÉG ÆTLA AÐ KYNNA ÞIG FYRIR VINI OKKAR RIKKI, ÞETTA ER DÓTTIR MÍN, ADDA GLEÐUR MIG! VIÐ Í HVERFINU KÖLLUM HANN „CASANOVA“ ÉG BÝ Í ÍBÚÐ NÚMER 35 ÉG ER SVO TAUGAÓSTYRK... ÉG HEF ALDREI LEIKIÐ Í SVONA STÓRU LEIKRITI ÁÐUR EN... HVAR ER PETER? HANN SAGÐIST ÆTLA AÐ KOMA OG SITJA HÉRNA Á FREMSTA BEKK JIMMY GODERO... ÞAÐ ER KOMINN GESTUR TIL ÞÍN KÓNGULÓAR- MAÐURINN?!? Á MEÐAN... FRÁBÆRT! BAKIÐ Á MÉR LÆSTIST ÉG GET EKKI HREYFT MIG Í ALVÖRU? LÁTTU SÍÐUSTU BOLLUNA VERA! ÉG Á HANA! NÝJU GALLA- BUXURNAR MÍNAR! AF HVERJU BÍTUR ÞÚ ALLTAF GÖT Á BUXURNAR MÍNAR? PEYSURNAR VORU BÚNAR Lómapar buslar hér með ungann sinn á tjörn á Suðurlandi en nú er einmitt varptími þessara friðuðu fugla en þeir halda sig við tjarnir, vötn og læki. Morgunblaðið/Ómar Synda með afkvæmið Ljúf eru lögin hans Inga T. Í MIG hringdi ágæt kona um daginn sem kvartaði yfir því að lög- in hans Inga T. Lár- ussonar heyrðust ekki nógu oft í útvarpinu, svo undurfalleg og hreim- þýð sem þau nú væru og einstaklega vinsæl hjá fólki. Ekki kann ég að meta hversu oft þessi lög hljóma í þessu eina útvarpi allra lands- manna, en tek undir það að svo sannarlega séu lögin þess virði að þau séu leikin sem oftast. Minnir mig þá á tvennt: Annars vegar á ágætan hljómdisk Kórs Fjarðabyggðar með lögum Inga T. sem ég hefi raunar einnig heyrt af í útvarpinu og hins vegar hversu vin- sæl þessi lög eru á söngvökunni okk- ar Sigurðar Jónssonar og okkur ljóst að lög sem ljóð leika á tungum þess fólks sem þar syngur. Það er sannarlega yndislegt úrval sem hann Ingi T. færði okkur á sinni alltof skömmu ævigöngu og ég nefni aðeins af handahófi: Ó, blessuð vertu sumarsól, Lóan er komin, Gott áttu hrísla, Það er svo margt, Hríslan og lækurinn, Íslands Hrafnistumenn, Austfjarðaþokan, að ógleymdu Átt- hagaljóðinu okkar Austfirðinga. Hug- næm lög heyrast svo sem aldrei nógu oft og þessum skilaboðum konunnar kem ég til skila og tek heilshugar undir. Helgi Seljan. Hugleiðing BJARNI Benediktsson taldi Icesave samninginn slæman og sérstaklega vegna þess að hann hafði ekki komið höndum yfir afturgöngupappíra frá fyrrverandi fjármálaráðherra, Árna Mathiesen. Ef til vill langaði hann að koma þeim í tætarann. Ræða Sig- mundar Davíðs var þannig að nú skildi ég hvers vegna hann er sagður verða til að drepa Framsóknarflokk- inn endanlega. Þór Saari minnti á hvolpagelt. Allir voru þeir á móti samn- ingnum, eða drögum, sem til umræðu voru. Þeir áttu þó enga lausn- ir á Icesave málinu, bara skít í þá sem hafa verið að vinna að lausn mála. Sunna Guðmundsdóttir. Hvetjum Jakob Björnsson ÉG vil að fólk taki eftir síendurteknum skrifum Jakobs Björnssonar og jafnframt að það lesi bókina Oliver Twist eftir Dic- kens. Þar fæst ein af aðalpersónun- um, Fagin, við ýmislegt og höndlar með ýmsan varning. Jakob bendir á að við Íslendingar eigum margt dýrmætt sem er eft- irsótt af ríkum mönnum í útlöndum. Og hann vill vera sanngjarn og selja ódýrt því að það sé skylda okkar að leggja okkur fram til að bæta veröld- ina. Í þeim tilgangi eigi að fjölga reykháfum á Íslandi, því að reyk- urinn úr þeim minnki reykinn í heim- inum. Er Ísland ekki í heiminum? Myndi vændi í heiminum minnka ef fagrar stúlkur frá Íslandi tækju þátt í því? Þessu getur hinn lærði maður Jak- ob Björnsson svarað, líklega með pró- sentureikningi. Sigurð H. Jóhannsson. Þakklæti til Kristínar fararstjóra ÉG vil koma á framfæri þakklæti til Kristínar fararstjóra Úrvals Útsýnar á Alicante á Spáni. Mér fannst hún óskaplega hlý og góð við farþegana sína. Það er gott að hafa svona far- arstjóra. Sólveig Gunnarsdóttir.        Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16.30, vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.50. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, boccia 9.30, leikfimi kl. 11, helgistund kl. 10.30, myndlist kl. 13.30. Bandalag kvenna í Hafnarfirði | Bandalagið fer í árlega gróðursetning- arferð kl. 19 í gróðurreitinn fyrir ofan Sléttuhlíð. Veitingar á staðnum. Bólstaðarhlíð 43 | Handavinna, böðun, fótaaðgerð, dagblöð, matur og kaffi. Dalbraut 18-20 | Bókabíllinn kl. 11.15, viðtalstími matsfulltrúa félagslegrar heimaþjónustu kl. 13, vídeó kl. 13.30. Félag eldri borgara í Garðabæ | Göngu- hópur frá Jónshúsi kl. 11, handavinna kl. 13, matur og kaffi í Jónshúsi. Félag eldri borgara, Rvk. | Brids kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn- aður í handavinnustofu, matur og kaffi. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, ,,Gleðidagar“, fjöl- breytt dagskrá kl. 9-16 með börnum 7-12 ára, hláturjóga kl. 9.30 í umsjá Ástu Ólafsdóttur. Gerðubergskór fer í heim- sókn að Ási í Hveragerði kl. 13.45. Kvennahlaup ÍSÍ er 15. júní, upphitun hefst kl. 12.30 og Marta Guðjónsdóttir ræsir hlaupið kl. 13. Hraunbær 105 | Matur, félagsvist kl. 14. Hraunsel | Leikfimi kl. 11.20, sund- leikfimi hefst aftur í september. Hvassaleiti 56-58 | Félagsvist kl. 13.30. Veitingar til sölu. Hæðargarður 31 | Listasmiðja opin, gönuhlaup, gáfumannakaffi, myndlist- arsýning Erlu og Stefáns og félagsvist alla mánudaga í sumar. Hjördís Geirs og Draumadísir og Draumaprinsar í dag kl. 13.30. Skráning hafin í hláturjóga í sum- ar. Uppl. 411-2790. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund, spjall og æfingar kl. 9.45, hand- verks- og bókastofa opin kl. 13, boccia kl. 13.30. Hárgreiðslustofa, s. 552-2488, fótaaðgerðastofa, s. 552-7522. Norðurbrún 1 | Morgunleikfimi 9.45, handavinna kl. 9-16 alla fimmtudaga í júní, boccia kl. 10 í dag. Heitur matur í hádegi alla daga, panta f. kl. 9.30 sam- dægurs. Sími 411-2760. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9.15- 15.30, matur kl. 11.45, leikfimi með Ja- nick kl. 13 (júní-ágúst), kaffi. Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9-16. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morg- unstund, opin handavinnustofa, spilað. Hárgreiðslu- og fótaaðgerðarst. opnar. Þórðarsveigur 3 | Bænastund kl. 10. Grillveisla verður n.k. laugardag, skrán- ing í Þórðarsveig. Þórðarsveigur 3 | Bænastund kl. 10, salurinn opinn kl. 11, kaffi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.