Morgunblaðið - 11.06.2009, Side 45
Söngvarinn og gítarleikarinn Svavar KnúturKristinsson hefur getið sér gott orð und-anfarin ár sem tónlistarmaður, bæði sem for-sprakki hljómasveitarinnar Hrauns og svo
ekki síður sem trúbador. Með Hrauninu hefur hann
gefið út tvær plötur nú þegar en hér er á ferð fyrsta
sólóplata hans. Hún er full af ljúfri og lág-
stemmdri gítarmúsík,
enda Svavar Knútur
heldur á hinum ang-
urværa enda
trúbadorsviðsins,
og ber platan
nafn sitt aldeilis
með rentu.
Yrkisefni Svavars Knúts eru að
mestu leyti ástin og þakklæti þar
fyrir, eða þá söknuður, missir og
tregi þar að lútandi – rétt eins og við
er að búast þegar angurvær trúbador
kveður sér hljóðs. Músíkin er á rólegu
nótunum í það heila, utan í lokalaginu
Leipzig þegar leikar æsast nokkuð og
kvöldvakan er dregin á fætur. Svolít-
ið úr takti við það sem á undan
er gengið, en þarf ekki að
vera verra fyrir það.
Sem fyrr segir eru
lögin á plötunni mestmegnis samspil Svavars og gítars-
ins, nema þegar hann grípur í ukulele í staðinn sem er
ákaflega vel til fundið. Trúbadornum er eðli máls sam-
kvæmt þrengri stakkur sniðinn við flutning sinn en
fimm manna hljómsveitum til að mynda, sem hafa til
að bera flóru af hljóðfærum. Það stendur því upp á
trúbadorinn að flétta galdur sinn úr færri strengjum
og það getur verið talsverð kúnst ef vel á að vera.
Reyndar nýtur Svavar fulltingis bassa og ásláttar, en
aðkoma þeirra er öll í lágmarki svo kastljósið er á
söngvaskáldinu allan tímann. Skemmst er frá því að
segja að Svavar Knútur stenst sína prófraun með
glæsibrag því ekki einasta er hann bráðgóður söngvari
heldur líka flinkur lagasmiður og laginn við að setja
saman fallega texta.
Á plötunni syngur Svavar ýmist á íslensku eða
ensku og kemst jafnvel frá hvoru tveggja.
Þó er ekki laust við að íslenskan fari
honum enn betur, án þess að gott sé
að bera kennsl á ástæðu þess; það er
eins og eitthvað smelli bara þegar
skáldið kveður á móðurmálinu, ein-
hver stemmning eða tilfinning sem
nær örlítið lengra til hlustandans og
grípur þeim mun fastari tökum. Sjálf-
sagt er það smekksatriði því enskir
textar Svavars eru engu að síður hag-
anlega ortir og oft áhrifaríkir. Máske er
orsökin sú að bestu lögin, á annars
ágætri plötu, eru með íslenskum texta.
Skulu í því sambandi upp talin lögin
„Undir birkitré“, „Draumveran“ og
„Dansa“. Þess utan er reyndar af nógu
að taka og það verður engin
kvöldvaka svikin af því að
hafa Svavar Knút sem
undirleikara.
Kósíkvöld
Svavar Knútur – Kvöldvaka
bbbmn
JÓN AGNAR ÓLASON
TÓNLIST
Svavar Knútur.
Það fyrsta sem ég fékk í kollinnvið að hlusta á Alltihop Mika-els Linds var þýska hljóm-sveitin To rococo rot sem ég
hlustaði mikið á í kringum aldamótin
síðustu. Sú berlínska sveit leikur míní-
mal og lágstemmda
raftónlist sem
gengur gjarnan
út á sífelld-
ar end-
urtekn-
ingar en
nær
samt að vera melódísk. Mika-
el Lind er þó töluvert mel-
ódískari en deilir einhverjum
sameiginlegum tóni með þeirri
sveit. Kannski það sé kuldi og hrá-
leiki trommanna sem mæta of-
urdreymandi og angurværum laglín-
unum.
Angurværðin minnir stundum á ís-
lensku listamennina Amiinu og Kippa
Kanínus, en Mikael Lind tekur ein-
hvern veginn bæði fram úr þeim bönd-
um í dramatík og í hráleika, þótt erfitt
sé að halda slíku fram. Á Alltihop er
nefnilega ekki verið að klippa auka-
hljóð sem rata með á upptökurnar í
burtu, og því finnst manni alltaf að
maður sé með inni í stofunni þar sem
tekið var upp. Fótatak hér, samræður
þar og þetta verður partur af hljóð-
myndinni án þess að draga
lokahljóm plötunnar á nokk-
urn hátt niður. Mikael er
jafnframt þessu mjög fær
píanóleikari og áhrifa frá
klassískri tónlist gætir í
gegnum alla plötuna, með
píanó-, strengja- og harm-
ónikkuleik, svo eitthvað
sé nefnt. Þess má geta að
Mikael leikur sjálfur á öll
hljóðfæri, auk harm-
ónikku, og hljóðblandar
einnig sjálfur. Platan er
fyrirtak, og vinnur gíf-
urlega á við nokkrar
hlustanir, sem er jú það
sem einkennir flestar
góðar plötur.
Mikael Lind – Alltihop
bbbbb
RAGNHEIÐUR
EIRÍKSDÓTTIR
TÓNLIST
Mikael
Lind.
Fótatak hér, samræður þar
leiðtoginn hefur mjög djúpa rödd og í
miklu bergmálinu í kirkjunni var erf-
itt að skilja hana. Konan spurði mig
hvort hægt væri að halda tónleika
þarna.
Svarið var já. En það skiptir máli
hvaða tónlist er flutt. Hörður Áskels-
son, stjórnandi Mótettukórsins, hefur
orðið svo mikla reynslu af kirkjunni
að hann veit upp á hár hvað virkar og
hvað ekki. Enda eru tónleikar Mót-
ettukórsins undantekningarlítið vel
heppnaðir.
Ekki þarf að hafa mörg orð um þá
tónleika sem nú voru haldnir. Há-
punkturinn fyrir hlé var einstaklega
fögur túlkun á hinum seiðmagnaða
sálmi Jóns Leifs, Vertu Guð faðir,
faðir minn. Það er furðulega grípandi
tónsmíð. Afar einföld laglína er end-
urtekin í sífellu, en viðlagið aðeins
þrír hljómar. Ómögulegt er að lýsa
tilfinningunni sem tónlistin vekur
með manni. Ég hefði getað hlustað á
hana aftur og aftur á tónleikunum.
Nokkur önnur lög voru á dag-
skránni fyrir hlé, þar á meðal frum-
flutningur á tónsmíð eftir Jón Hlöð-
ver Áskelsson. Hún heitir Hallgrímur
lýkur Passíusálmunum og er við ljóð
eftir Hannes Pétursson. Ljóðið lýsir á
dramatískan hátt hvernig Hallgrímur
lýkur við að yrkja ljóðabálkinn sinn.
Tónverkið er eftir því fullt af átökum.
Ólíkir fletir tónlistarinnar, og marg-
ræðni hennar, gera að verkum að erf-
itt er að leggja dóm á hana eftir eina
hlustun. Gaman væri að heyra hana
aftur.
Eftir hlé var Messa fyrir tvo kóra
eftir Frank Martin, kraftmikil, ljóð-
ræn tónlist sem kórinn mótaði full-
komlega. Söngurinn var í senn til-
finningaþrunginn og óræður, hvass
en líka draumkenndur og ann-
arsheimslegur. Óneitanlega var það
frábær lokahnykkur á vönduðum tón-
leikum.
Vertu, Guð faðir …
Hallgrímskirkja
Kórtónleikar
bbbbm
Vortónleikar Mótettukórs Hallgríms-
kirkju. Á efnisskránni voru verk eftir
ýmsa höfunda. Stjórnandi: Hörður Ás-
kelsson. Mánudagur 1. júní.
JÓNAS SEN
TÓNLIST
Ég hitti konu í anddyri Hall-grímskirkju rétt áður envortónleikar Mót-ettukórsins áttu að hefj-
ast. Hún hafði verið á samkomunni
með Dalai Lama um tveimur tímum
áður. Og var frekar óhress.
Hún var óhress vegna þess hve illa
mál Dalai Lama skildist. Trúar-
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Söngvaseiður (Stóra sviðið)
Sannleikurinn (Stóra sviðið)
Ekki missa af Djúpinu HHHHH JVJ, DV
Við borgum ekki (Nýja sviðið)
Uppsetning Nýja Íslands.
Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust.
Djúpið (Litla sviðið)
Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone!
Lau 20/6 kl. 19:00 stóra svið
Lau 27/6 kl. 19:00 stóra svið
Fös 3/7 kl. 19:00 stóra svið Lau 11/7 kl. 19:00 stóra svið
Fim 11/6 kl. 20:00 U
Fös 12/6 kl. 20:00 U
Lau 13/6 kl. 14:00 U
Lau 13/6 kl. 18:00 Ný aukasÖ
Sun 14/6 kl. 16:00 U
Fös 4/9 kl. 19:00 Ö
Lau 5/9 kl. 19:00 Ö
Sun 6/9 kl. 19:00 Ö
Mið 9/9 kl. 19:00 U
Fim 10/9 kl. 19:00 Ö
Fös 18/9 kl. 19:00 Ö
Lau 19/9 kl. 19:00 Ö
Fim 11/6 kl. 20:00
Fös 12/6 kl. 20:00
Fim 18/6 kl. 20:00 Fös 19/6 kl. 20:00
Mið 10/6 kl. 20:00 Ö
Fim 11/6 kl. 20:00 Ö
Lau 12/6 kl. 19:00 Ö
Lau 13/6 kl. 19:00 Ö
Sun 14/6 kl. 20:00 Ö
Fim 18/6 kl. 20:00
GREASE – Vinsælasti rokksöngleikur allra tíma!
Fim 11/6 kl. 20:00 frums. U
Fös 12/6 kl. 20:00 2. sýn Ö
Lau 13/6 kl. 20:00 3.sýn U
Sun 14/6 kl. 16:00 4. sýn Ö
Lau 20/6 kl. 16:00 5. sýn Ö
Sun 21/6 kl. 16:00 6.sýn Ö
Fös 26/6 kl. 20:00 7.sýn
Lau 27/6 kl. 20:00 8.sýn
Sun 28/6 kl. 16:00 9.sýn
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
Fúlar á móti ATH! sýnt í Íslensku Óperunni Sími 511 4200
Sýningum lýkur í júní
Fim 11/6 kl. 20:00 Ný aukas. Fös 12/6 kl. 20:00 Ný aukas
■ Í kvöld kl. 19.30
Söngperlur
Stjórnandi: Hannu Lintu
Einsöngvari: Emma Bell
W. A. Mozart: Exsultate, jubilate
Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 2
Samuel Barber: Knoxville & School for Scandal
Giacomo Puccini: Intermezzo úr Manon Lescaut
Franz Lehár: Meine Lippen sie küssen so heiss
Johann Strauss: So elend und so treu
Hvað er betra en að heyra yndislegar söngperlur fluttar af
listamanni sem hefur hvarvetna hlotið lof fyrir næma og
fágaða túlkun sína? Á síðustu áskriftartónleikum starfs-
ársins syngur ein frægasta unga sópransöngkona okkar
tíma. Tryggið ykkur miða á þessa einstöku tónleika.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Teach us to outgrow our madness (Stóra sviðið)
Frida... viva la vida (Stóra sviðið)
Vínland - athyglisverðasta áhugaleiksýningin 08/09 (Stóra sviðið)
Kardemommubærinn (Stóra sviðið)
Fös 19/6 kl. 20:00
Fös 11/9 kl. 20:00 Frums. U
Lau 12/9 kl. 20:00 2. sýn. Ö
Fös 18/9 kl. 20:00 3. sýn. Ö
Fös 12/6 kl. 20:00 Ö
Lau 19/9 kl. 20:00 4. sýn. Ö
Fös 25/9 kl. 20:00 5. sýn.
Lau 26/9 kl. 20:00 6. sýn.
Fös 2/10 kl. 20:00 7. sýn.
Lau 3/10 kl. 20:00 8. sýn.
Sun 30/8 kl. 17:00 Ö
Sun 6/9 kl. 14:00 Ö
Sun 6/9 kl. 17:00 Ö
Sun 13/9 kl. 14:00 Ö
Sun 13/9 kl. 17:00 Ö
Lau 13/6 kl. 14:00 Ö
Lau 13/6 kl. 17:00 Ö
Sun 14/6 kl. 14:00 Ö
Sun 14/6 kl. 17:00 Ö
Sun 30/8 kl. 14:00 Ö
Sun 20/9 kl 14:00 Ö
Sun 20/9 kl 17:00 Ö
Sun 27/9 kl 14:00 Ö
Aðeins ein sýning, tryggið ykkur sæti í tíma
Sýningar haustsins komnar í sölu
Sýningar haustsins komnar í sölu
Erna Ómarsdóttir með magnaða danssýningu. Aðeins ein sýning.