Morgunblaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 46
Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 750kr. 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA Terminator: Salvation kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Angels and Demons kl. 5:30 - 8:30 B.i. 14 ára Night at the museum 2 kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ X-Men Origins: Wolfe... kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Angels and Demons kl. 8 - 10:40 B.i. 14 ára Boat that rocket kl. 8 - 10:40 B.i. 12 ára Draumalandið síðustu sýn. kl. 6 LEYFÐ Ghost of Girlfriend past kl. 5:50 - 8 - 10 B.i. 7 ára Terminator: Salvation kl. 8 - 10:10 B.i.12 ára Þú færð 5 % endurgreitt í HáskólabíóSími 462 3500 SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI 750k r. 750k r. Ghost of a Girlfriend .... kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára Gullbrá og birnirnir 3 kl. 6 – Almennt 750 kr. börn 600 kr. LEYFÐ Terminator: Salvation kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára Ó.H.T., Rás 2 -M.M.J., kvikmyndir.com -T.V., - kvikmyndir.is - S.V., MBL Vinsælasta myndiní heiminum í dag Þegar ljósin slökkna byrjar fjörið... aftur! ... og nú í stærsta safni í heimi! 750kr. Frábær ævintýra gamanmynd í anda fyrri myndar! Toppm yndin á Íslan di í da g 750kr. Vinsælasta myndin í heiminum í dag Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú b SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI Frábær teiknimynd fyrir alla fjölskylduna með íslensku tali. Þetta er hið klassíka ævintýri um Gullbrá og birnina 3 í nýrri og skemmtilegri útfærslu. SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI FRÁBÆR GAMANMYND Í ANDA WEDDING CRASHERS Ó.H.T., Rás 2 -M.M.J., kvikmyndir.com -T.V., - kvikmyndir.is - S.V., MBL SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI 750 kr almennt 600 kr börn HHH “... fínasta spennu- mynd með flottum hasaratriðum...” - V.J.V., FBL HHH „Stórbrotinn hasar.“ SV MBL HHHH – Empire MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009 Hann hefur eytt bróðurpartisíðustu 10 ára í að færaKöngulóarmanninn upp á hvíta tjaldið en væntanleg í bíó er endurkoma leikstjórans Sam Raimi í heim hryllingsmyndanna. Nýja myndin heitir Drag me to Hell og var frumsýnd á Cannes-hátíðinni núna í maí við stórkostlegar und- irtektir. Myndin þykir sanna að Sam Raimi ber einstakt skynbragð á alvöru hrollvekjur og er nóg að benda á stiklu myndarinnar óttist kvikmyndaáhugamenn að Raimi hafi skilið þá hæfileika eftir í vef Köngulóarmannsins. Þetta er stórmerkileg mynd vegna þess að það var einmitt í gegnum hryllingsmyndirnar sem Sam Raimi kom sér á kortið sem leikstjóri. Þrátt fyrir að gífurlegur b-mynda-fnykur sé af kvikmynd hans The Evil Dead frá árinu 1981 hefur hún í gegnum árin öðlast töluverða hópdýrkun. Gerðir hafa verið eftir henni tölvuleikir og jafn- vel söngleikir.    Söguþráður The Evil Dead erundir töluverðum áhrifum frá eldri uppvakningarmyndum George A. Romero (Night of the Li- ving Dead) og einni skelfilegustu mynd (í upprunalegum skilnings þess orðs) allra tíma – The Exorcist frá 1973. Líkt og Night of the Li- ving Dead gerist myndin að mestu í kofa úti í sveit en í stað uppvakn- inga verður fólk andsetið af illum öndum. Munurinn er að yfirbragðið er öllu ungæðislegra og ýktara en á áðurnefndum myndum. Blóðið spýtist á alla veggi (og á linsu kvik- myndatökuvélarinnar í einu atrið- anna) og aulahúmorinn er alls ráð- andi. Leikur aðalleikarans Bruce Campbell (er lifir enn góðu lífi fyrir að hafa leikið Ash) er svo skemmti- lega ýktur (ehh … og í raun léleg- ur) að það gerir ekkert nema að auka skemmtanagildið.    Í kjölfar óvæntra vinsælda TheEvil Dead gerði Sam Raimi ögn dýrari framhaldsmynd (sem hét því frumlega nafni The Evil Dead 2) sem var að miklu leyti endurtekn- ing á söguþræði fyrri myndarinnar. Þriðja myndin, The Army of Dark- ness, var svo brotthvarf í fant- asíuna þar sem Ash ferðaðist aftur til myrkra miðalda. Vopnaður keðjusög og haglabyssu berst hann þar við her beinagrinda er vernda hinna illu galdraskruddu sem geymir bölvunina er lætur þá dauðu rísa á ný. Sú mynd á meira skylt við heim myndasagnanna en hrollvekjur og því kannski rökrétt þróun að Raimi hafi næst leikstýrt Liam Neeson í kvikmyndinni um andhetjuna Darkman. Eftir það skipti Raimi svolítið um tón og fór í gerð alvarlegri mynda á borð við sakamálasögunnar A Simple Plan og vestrans The Quick and the Dead. Kvikmyndin The Gift frá árinu 2000 er svo afar van- metin. Þar leikstýrir Raimi Cate Blanchett í sakamálasögu um miðil í smábæ sem fenginn er til þess að aðstoða lögregluna við að komast að því hvað hafi orðið af stúlku er hvarf á grunsamlegan hátt. Það er svo forvitnileg staðreynd að næsta verkefni Raimis verður að end- urgera The Evil Dead en það hlýtur að teljast einsdæmi í kvikmynda- sögunni að sami leikstjóri end- urgeri eigin mynd árum síðar. Eftir það snýr hann sér aftur að Köngulóarmanninum en hann hef- ur þegar skuldbundið sig til þess að gera fjórðu og fimmtu myndirnar í seríunni.    Það sem gerir svo Drag me toHell sérstaka í höfundarverki Raimis er að þrátt fyrir að hann hafi komið sér á kortið með gerð hryllingsmynda er hún sú fyrsta slíka sem hann gerir sem hefur al- varlegan tón. Hér nýtir leikstjórinn sér alla reynslu sína og kunnáttu til þess að skapa senur sem fá hár áhorfandans til þess að rísa en læt- ur ekki undir þeim freistingum per- sónuleika síns að bæta við ódýrum fimmaurabröndurum í kjölfarið. Gagnrýnendur hafa hampað frum- legri nálgun hans og talað er um að hér sé loksins komin mynd er hrint geti af stað nýrri bylgju frumlegra hryllingsmynda í Hollywood. biggi@mbl.is Meistari blóðs og drullu »Myndin þykir sannaað Sam Raimi ber einstakt skynbragð á al- vöru hrollvekjur. The Evil Dead Ash heggur (andsetinn) mann og annan í einni blóðugustu hryllingsmyndaseríu allra tíma. Raimis ætlar að endurgera myndina. AF LISTUM Birgir Örn Steinarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.