Morgunblaðið - 11.06.2009, Síða 51

Morgunblaðið - 11.06.2009, Síða 51
Menning 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009 Elnora dömupeysurnar komnar aftur 12.900 Flottar leggings frá 3.490 Gott úrval af herra stutterma- skyrtum Margt fleira spennandi HERRAKRINGLAN /DÖMU & HERRASMÁRALIND NÝ GLÆSILEG SENDING ÞRÁTT fyrir barnamergð og annir í kvikmyndageiranum gefur leikarinn Brad Pitt sér tíma til að njóta lista og líðandi stundar. Myndin var tekin í Sviss á dög- unum þar sem Pitt virti fyrir sér sýningargripi á Art Basel listahátíð- inni í Basel. Verkið sem Pitt virðist á varðbergi gagnvart heitir Púslmað- urinn og er eftir bandaríska lista- manninn Matt Johnson. Reuters Pitt og púslmað- urinn NÚ ERU í bígerð tvær nýjar þátta- raðir af Futurama, en sex ár eru síðan framleiðslu þáttanna var hætt. Að sögn höfunda þáttanna, Matt Groening og David X Cohen, verða 26 nýir þættir teiknaðir og verður þeim dreift á tvær þáttaraðir. Futurama voru sýndir í banda- rísku sjónvarpi á árunum 1999 til 2003. Mikil eftirspurn eftir end- ursýningum á þáttunum sem og góð sala á Futurama mynddiskum eru meðal annars ástæður þess að ákveðið var að ráðast í frekari framleiðslu. Þættirnir gerast árið 2999 og segja frá pizzasendlinum Philip J Fry, vélmenninu Bender og vinkon- unni eineygðu Turanga Leela. Nýir Futurama þættir verða frumsýndir í Bandaríkjunum á næsta ári. Futurama Aðdáendur eiga von á frekari fregnum af þessum félögum. Meira Futurama Í NÝÚTSENDU fréttabréfi frá höf- uðstöðvum Sigur Rósar kemur fram að vinasveit þeirra, Fanfarlo, muni selja plötu sína, Reservoir, á einn dollara fram að 4. júlí sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna. Með í kaupunum eru fjögur auka- lög. Fanfarlo er sænsk sveit, en gerir út frá London. Plötuna tók hún upp í Connecticut með náunga að nafni Peter Katis (The National, Int- erpol). Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, var svo hrifinn af plöt- unni að hann ákvað að vinna með Katis að eigin sólóplötu. Meginástæða þessa fréttar er þó sú að umslag umræddrar plötur prýðir Sigurrós Elín Birgisdóttir, systir Jónsa, en sveit hans var skírð í höfuð hennar þegar hún var stofn- uð. Með henni á myndinni er frænka hennar, Dísa, en myndina tók Lilja, systir Jónsa og Sigurrósar. Hin upp- runalega Sigurrós Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.