Morgunblaðið - 11.06.2009, Side 52
Skoðanir
fólksins
’Á mínum barnsárum mátti eng-inn yrkja nema vera vinstrimaður og sama þröngsýnin ræðurþví að nú má enginn vera marktæk-ur nema hann hafi að minnsta kosti
einhverja „Evrópuvitund“ eins og
fylgispekt við ESB er kölluð í lærð-
um ritgerðum háskólasamfélagsins í
dag. » 28
BJARNI HARÐARSON
’Þessi ágæta endurskoðunar-skrifstofa virðist ekki hafa átt-að sig á því að þau ákvæði laganna,sem tilgreind eru í skýrslunni, takaekki til innkaupa sveitarfélaga,
stofnana þeirra eða annarra opin-
berra aðila á þeirra vegum. » 29
GUNNAR I. BIRGISSON
’Síðast í morgun las ég svogrein tveggja örugglega ágætramanna á sínu sviði, þ.e. hagfræð-innar, túlka stjórnsýslulögin – þeirtöldu alveg öruggt að þau hefðu
ekki verið brotin. » 31
ELÍSABET GUÐBJÖRNSDÓTTIR
’Fyrir nokkrum mánuðum gerðiþjóðin gasalega byltingu ogheimtaði nýja ríkisstjórn, skilj-anlega, því hin var vonlaus. Enhvernig notaði þjóðin svo atkvæð-
isréttinn? Jú, kaus yfir sig sömu
dugleysingjana og hugleysingjana
sem höfðu ekki gert handtak þrjá
mánuðina þar á undan... » 32
SVERRIR STORMSKER
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 162. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SKOÐANIR»
Staksteinar: Klúður á klúður ofan
Forystugreinar: Frábær árangur
við erfiðar aðstæður | Hætta við
Vesturlandsveg
Pistill: Fátækt og lífsgæði
Ljósvaki: Heimsþjónusta BBC …
Tóku innlánin af Kaupþingi
Baugur kominn í þrot vorið 2008
Mikil veiking krónunnar í júní
Vonir aukast um að botninum sé náð
VIÐSKIPTI »
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*+,-.+
+/0-1,
**2-//
+3-*,3
+/-142
*2-,+1
**.-,*
*-1/41
*0,-34
*./-/1
5 675 */# 89: +//0
*+.-*1
+/0-..
**2-13
+3-+34
+/-3*2
*2-,,+
**0-/3
*-1/0*
*0.-/3
*./-41
+11-+13,
&;<
*+.-33
+*/-10
**2-2.
+3-1*2
+/-3,2
*2-.+*
**0-1,
*-1*+0
*0.-21
*.*-/1
Heitast 15°C | Kaldast 5°C
Skýjað og súld með
köflum á Norður- og
Austurlandi, en léttir
til suðvestanlands.
Hlýjast suðvestan til. »10
Tónlistarhátíðin Við
Djúpið hefur alltaf
verið glæsileg á sinn
hátt, en hún er sér-
staklega glæsileg og
viðamikil núna. »43
TÓNLIST»
Glæsileg og
viðamikil
AF LISTUM»
Sam Raimi er meistari
blóðs og drullu. »46
Fyrsta sólóplata
Svavars Knúts er
full af ljúfri og lág-
stemmdri gítar-
músík sem svíkur
engan. »45
GAGNRÝNI»
Lágstemmd
Kvöldvaka
FÓLK»
Listaverkaunnandinn
Brad Pitt. »51
TÓNLIST»
Oddný leikur fjögur lög
með Ensími. »44
Menning
VEÐUR»
1. Versta fótbrot …sögunnar?
2. Páll Óskar ráðinn vegna …
3. Eva Joly íhugar að hætta
4. Ísland tapaði í hitasvækju
Íslenska krónan veiktist um 0,8%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
ELÍN G. Gunnlaugsdóttir varð hinn 6. júní fyrst
að eigin sögn til að fljúga ellegar svífa á svifvæng
(e. paraglide) ofan af Snæfellsjökli og á jafnsléttu.
Veit hún ekki til þess að þetta hafi verið gert áður
á nokkru vélarlausu farartæki. Tók hún flugið
nánast frá toppi jökulsins, í um 1.400 metra hæð,
en á bilinu 10 til 15 mínútur tók að svífa til jarðar.
„Ég fór af algerri rælni þarna upp um síðustu
helgi og var hrædd um að ég gæti ekkert komist í
loftið, því það eru alls konar veður þarna,“ segir
Elín en hún naut liðsinnis ókunnugs vélsleða-
kappa við að komast upp á jökulinn. Hann og fé-
lagar hans fylgdust svo með Elínu taka flugið ofan
af jöklinum rétt austan Jökulþúfu. „Og ég er eig-
inlega ekki lent ennþá,“ segir Elín og hlær en
hana hefur lengi dreymt um að láta verða af þessu
flugi.
Hefur svifið um víða veröld
Elínu finnst viðeigandi að hún verði fyrst til
þess að framkvæma þetta, en hún er fædd og upp-
alin á Hellnum undir jöklinum. Hún hefur áður
flogið svifvæng víða um heim, meðal annars í Kól-
umbíu, Dóminíska lýðveldinu, Tyrklandi, Frakk-
landi og á Spáni. Hún segir þó að Snæfellsjök-
ulsflugið standi upp úr en það sem næst því
komist hafi verið þegar hún flaug yfir Monte
Carlo í Mónakó.
„Það er rosalega mikið um þetta erlendis, við
erum frekar sein á ferð. Þetta byrjar ekki hér fyrr
en árið 2000,“ segir Elín um svifvængsflug hér á
landi. Hún lærði flugið árið 1996 í Þýskalandi. Nú
býður Fisfélag Reykjavíkur upp á námskeið í
þessari jaðaríþrótt en Elín telur að enn sem komið
er séu aðeins um fimmtíu virkir iðkendur á land-
inu.
Svifið af Snæfellsjökli
Í fyrsta sinn sem vélarlausu farartæki er flogið ofan af Snæfellsjökli svo vitað sé
Segir upplifunina slá út flug yfir kappakstursbrautir og strandir Monte Carlo
Ljósmynd/Elín G. Guðjónsdóttir
Undirbúningur Elín hugar að svifvæng sínum áður en hún tekur flugið niður af Snæfellsjöklinum.
TENÓRINN
Garðar Thór
Cortes mun
syngja fyrir
framan 40 þús-
und manns í
Hyde Park-garði
Lundúnaborgar
12. september
næstkomandi.
Þar kemur hann
fram á lokakvöldi
Proms-tónlistarhátíðarinnar, en
meðal annarra flytjenda eru Kather-
ine Jenkins og Barry Manilow. „Ég
syng þarna fjórar óperíuaríur og
kem bara fram sem ég … það er að
segja sem sólólistamaður,“ segir
Garðar Thór en þetta mun vera
stærsta mannhaf tónleikagesta sem
hann hefur sungið fyrir.
Garðar undirbýr einnig tónleika
hér á landi í ágúst og svo hefur hann
ráðið sig til þess að syngja í Íslensku
óperunni í haust. | 44
Garðar
í Hyde
Park
Aldrei sungið fyrir
fleiri tónleikagesti
Garðar Thór
Cortes
HESTADAGAR verða haldnir í Viðey um næstu helgi
og af því tilefni voru fjórir klárar ferjaðir út í eyjuna í
gær. Þar verða þeir til sýnis og yngri kynslóðinni gefst
tækifæri til að bregða sér á bak. Hestarnir voru fluttir
á pramma yfir til Viðeyjar og að sögn aðstandenda
gekk flutningurinn vonum framar. haa@mbl.is
Morgunblaðið/Heiddi
KLÁRAR KOMNIR TIL VIÐEYJAR
Sjá myndskeið á mbl.is
mbl.is | SJÓNVARP