Morgunblaðið - 29.06.2009, Side 24
24 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2009
LISTAMAÐURINN Torfi
Fannar Gunnarsson opnar
aðra einkasýningu sína í Hug-
myndahúsi háskólanna við
Grandagarð á morgun, þar
sem Saltfélagið var áður. Hann
hefur nýlokið námi sínu í
myndlist við Gerrit Rietveld
Academie í Amsterdam og er
sýningin afrakstur vetrarins í
skólanum. Markmið hans er að
brjóta niður mörkin á milli
myndlistar, skúlptúrs og ljósmyndunar og hinna
nýju miðla stafræns hljóðs og myndbandalistar.
Einnig fæst hann við afstæðiskenningu Einsteins
og skammtafræði í tengslum við hinn æðri mátt
svo eitthvað sé nefnt.
Myndlist
Listamörk
brotin niður
Torfi
Fannar
TÓNLEIKAFERÐALAGIÐ
Hver á sér fegra föðurland
heldur áfram í dag með tón-
leikum í Sjóræningjahúsinu á
Patreksfirði. Þar munu hljóm-
sveitin Árstíðir og trúba-
dúrarnir Helgi Valur og Svav-
ar Knútur leika lög úr
söngbókum sínum. Árstíðir
sendu nýlega frá sér sína
fyrstu breiðskífu en Svavar
Knútur kemur reglulega fram
með sveitinni. Hann mun einnig leika sín eigin lög.
Auk þess verður haldin blautföðurlandskeppni að
tónleikum loknum þar sem karlar keppa um besta
útlitið í blautum ullarsokkabuxum.
Tónleikarnir hefjast klukkan fjögur.
Tónleikar
Föðurlandið í
Sjóræningjahúsinu
Svavar
Knútur
Á MORGUN heldur danskur
kór úr Vor Frelsers-kirkju í
Álaborg tónleika í Akureyr-
arkirkju. Það er danski org-
anistinn Solveig Brandt Særk-
jær sem stjórnar.
Kórinn er skipaður átta
metnaðarfullum söngvurum
sem syngja við allar guðsþjón-
ustur safnaðarins. Þrír auka-
söngvarar, er stunda tónlist-
arnám á háskólastigi, bætast í
hópinn í Íslandsferðinni.
Kórinn heldur þrenna tónleika hér á landi en
einnig heimsækir hann Vestmannaeyjar og
Reykjavík. Kórinn syngur við messu í Hallgríms-
kirkju þann 6. júlí.
Tónleikar
Danskur kór í
Akureyrarkirkju
Vor Frelsers-
kirkjukórinn
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
TÓNLISTARSETUR hefur verið sett á stofn á Stokka-
læk að frumkvæði hjónanna Ingu Ástu og Péturs Haf-
stein. „Með setrinu viljum við styrkja unga tónlist-
armenn í klassískri tónlist, gera þeim fært að efla færni
sína og menntun og veita bæði þeim og öðru tónlist-
arfólki færi á að iðka tónlist sína, koma saman og æfa og
halda tónleika,“ segir Inga Ásta.
Þörf fyrir stuðning
Inga Ásta, sem er píanókennari, er formaður minning-
arsjóðs um föður sinn, Birgi Einarsson apótekara, en
sjóðurinn veitir ungu og efnilegu tónlistarfólki styrki til
námsdvalar erlendis. „Í starfi mínu með sjóðnum hef ég
séð hversu mikil þörf er fyrir að styrkja og styðja við
ungt tónlistarfólk. Við hjónin höfum búið á Stokkalæk í
fimm ár og þar sem við höfum gott húsnæði til umráða
viljum við leggja okkar að mörkum til að styðja unga
listamenn,“ segir Ásta.
Glæsileg aðstaða
Tónlistarsetrið er til húsa í fyrrum fjósi við gamla bæ-
inn í landi Stokkalækjar á Rangárvöllum. Þar var áður
hótelrekstur og ferðaþjónusta. Í húsinu eru átta tveggja
manna herbergi með baði og Kawai-píanó er í hverju
herbergi. Í salnum, sem tekur um fimmtíu manns í sæti,
er nýr Steinway-flygill, valinn af Víkingi Heiðari Ólafs-
syni.
„Á hverju ári munum við úthluta nokkrum styrkjum
til endurgjaldslausrar dvalar í setrinu til þeirra
tónlistarnema eða tónlistarkennara sem hafa áhuga á að
skipuleggja og standa fyrir meistaranámskeiðum,“ segir
Inga Ásta. „Einnig munum við úthluta dvalarstyrkjum
til tónlistarnema og tónlistarmanna, sem eru að hefja
feril sinn sem atvinnumenn í klassískri tónlist, til æfinga
og tónleikahalds. Svo munum við einnig leigja öðru tón-
listarfólki staðinn til æfinga, tónleikahalds eða upptöku
gegn vægu gjaldi. – Eða bara öðrum hópum til sam-
komuhalds eftir því sem verða vill.“
Tónlistarsetur fyrir ungt fólk
Hjónin Inga Ásta og Pétur
Hafstein opna tónlistarsetur
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Inga Ásta Hafstein Hefur opnað tónlistarsetur fyrir ungt fólk í klassíska geiranum.
Fullfermi var á „SöngbókGunnars Þórðarsonar“ sl.föstudag á síðustu sinfón-íutónleikum vertíðarinnar
2008-09, er voru endurteknir næsta
dag. Þurfti því enginn að velkjast í
vafa um lýðhylli verðugasta arftaka
Oddgeirs Kristjáns, Sigfúsar Hall-
dórs og Jóns Múla á undanförnum 45
árum.
Á boðstólum voru 18 lög Gunnars
frá öllu tímabilinu, útsett af Haraldi
V. Sveinbjörnssyni (5 lög), Hrafn-
katli Orra Egilssyni (6) auk eins í
sameiginlegri úttekt Haralds og
Magnúsar Ingimarssonar. Sex voru
útsett af höfundi sjálfum og sízt með
þeim lökustu, enda eftir því höggv-
andi að fimm voru höfð í fyrri hluta
áður en þyngra rokkbítið tók við,
þ. á m. glæsileg sinfónísk útfærsla á
Vesturgötu.
Hvor hálfleikur hófst með ósungn-
um forleik; Nocturne í litríkri
strengjaútsetningu Szymons heitins
Kuran með hörpu, og eftir hlé Til-
brigði um fegurð (fyrir Fegurð-
arkeppni Íslands ef rétt er munað) í
einni af beztu útsetningum Hrafn-
kels þetta kvöld. Síðan tóku við sung-
in lög úr fremstu röð íslenzkra dæg-
urlaga, er öll hafa fyrir löngu hafizt
upp í sígrænu eðaldeildina. Oft með
aðstoð ágætra söngtextaskálda, á við
Óla Hauk Símonarson, Ólaf Gauk og
Þorstein Eggertsson, en umfram allt
fyrir lagræna töfra eins frjóasta
lagasmiðs sem þjóðin hefur alið.
Góð lög eru óspillandi og bjóða
nánast upp á hvaða meðferð sem er,
enda veit hver meðalútsetjari hversu
örvandi virkilega „sterkar“ melódíur
eru til frekari vinnslu. Það hefur æv-
inlega reynzt marktækasti mæli-
kvarði á laggæðum hvað leitt hafa til
margra og ólíkra gerða í höndum
seinni manna, og eru beztu lög Len-
nons & McCartneys meðal fremstu
dæma um það.
Flutningur SÍ var firnagóður og
auðheyrt að Benjamin Pope var hár-
réttur maður á stjórnpalli. Sama átti
við um einsöngvarana. Þó að trúbad-
úrrödd KKs ætti betur við smærri og
„intímari“ aðstæður, komst hann
þokkalega frá sínu. Hinir stóðu sig
oftast með afbrigðum vel, enda þótt
veikustu nótur dyttu stundum út –
hugsanlega sumpart fyrir misjafna
magnaravörzlu. Sú tæknihlið bar
sömuleiðis aðalábyrgð á groddalegri
ofmögnun trommusetts og rafbassa í
seinni hluta, er átti stundum til að
keyra heildina í mask, þó að dynk-
irnir hafi á hinn bóginn greinilega
hleypt meirihluta áheyrenda í hörk-
ustuð eftir sjóðheitum undirtektum
þeirra að dæma.
Það fannst mér hins vegar synd.
Ólíkt flestum íslenzkum dægur-
lögum seinni áratuga standa lög
Gunnars Þórðarsonar fyllilega undir
vandaðri hljóðmynd en þessari, er
minnti í verstu tilvikum á rokk-
frumraunir SÍ í Laugardalshöll á
fyrri árum. Til bætandi mótvægis
var hugmyndarík og smekkleg lýs-
ing ljósameistarans, er vel hefði mátt
nefna í tónleikaskrá.
Söngbók þjóðarinnar
Morgunblaðið/RAX
Gunnar Þórðarson Troðfullt var á tónleika Sinfóníusveitar Íslands á föstu-
dag þegar leikin voru 18 lög úr höfundarverki Gunnars Þórðarsonar.
Háskólabíó
Sinfóníutónleikarbbbbn
Verk eftir Gunnar Þórðarson. Söngv-
arar: Dísella Lárusdóttir, Kristján Krist-
jánsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Páll
Rósinkranz, Margrét Eir Hjartardóttir,
Ragnar Bjarnason og Svavar Knútur
Kristinsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands
u. stj. Benjamins Pope. Föstudaginn
25. júní kl. 19.30.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
VACLAV Havel, fyrrum forseti
Tékklands, hefur einbeitt sér að daðri
við listagyðjuna eftir að störfum fyrir
þjóð hans lauk.
Hann var fyrsti
forseti landsins
eftir fall komm-
únismans.
Hin 72 ára
gamli Havel, sem
var þekkt leikrita-
skáld þegar hann
fór í út í pólitík ár-
ið 1989, hefur
ákveðið að leik-
stýra sjálfur kvikmynd sem gera á
eftir nýjasta verki hans, Brottförin.
Tökur myndarinnar hefjast á
næsta ári en leikritið var frumsýnt í
Archa-leikhúsinu í Prag í maí í fyrra.
Um svipað leyti gekkst Havel undir
skurðaðgerð á hálsi.
Leikritið er það 19. sem Havel
skrifar en það fjallar um heim sem er
að hruni kominn og hvernig valda-
mikill maður glatar lífsviljanum þeg-
ar hann missir völd sín.
Havel gerir
bíómynd
Fyrrum forseti
Tékklands undirbýr
tökur á kvikmynd
Vaclav Havel
FYRIRÆTLANIR The Royal
Opera House í Bretlandi um að
byggja útibú í Manchester eru nú í
uppnámi. Óperan hefur verið í við-
ræðum við umsjónarmenn hinnar
nýbyggðu Manchester Palace Thea-
ter um að koma starfsemi sinni þar
inn.
Talsmenn styrktarsjóðsins The
Lowry segja að útibúið myndi skaða
viðskiptamódel hússins og ef af sam-
starfinu yrði myndi það ógna þeim
116 milljónum punda sem skatt-
greiðendur hafa þegar lagt í bygg-
inguna. Styrktarsjóðurinn vill því að
húsið verði nýtt betur og að The
Roayl Ballet fái þar einnig inni með
starfsemi sína.
Borgarfulltrúar Manchester ræða
nú við alla aðila og vonast til að finna
lausn. Þeir hafa þó sagt að borgin
vilji að í húsinu verði útibú frá The
Royal Opera House.
Deilt um
óperuhús
Tvennir tónleikar verða haldnir í tónlistarsetrinu á Stokkalæk,
sem kallast Selið, 4. júlí, og hefjast þeir kl. 14 og 17. Þar mun Vík-
ingur Heiðar Ólafsson flytja eigin útsetningar á íslenskum söng-
lögum auk verka eftir Chopin og Debussy. Þá munu hann og
Halla Oddný Magnúsdóttir spila fjórhenta útsetningu Svein-
björns Sveinbjörnssonar á íslenska þjóðsöngnum, Ó, Guð vors
lands. Ekki er vitað til að þessi útsetning hafi áður verið flutt op-
inberlega hér á landi. Loks munu Víkingur og Hulda Jónsdóttir
fiðluleikari flytja verk eftir Manuel de Falla og Mozart. Ókeypis
er á tónleikana en vegna takmarkaðs sætafjölda þarf að panta
miða í síma 487-55-12 miðvikudaginn 1. júlí milli 13 og 18.
Víkingur Heiðar á tónleikum
Víkingur Heiðar Ólafsson
Í starfi mínu með
sjóðnum hef ég
séð hversu mikil þörf er
fyrir að styrkja og styðja
við ungt tónlistarfólk
»