Morgunblaðið - 29.06.2009, Blaðsíða 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2009
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Hundaskóli Heimsendahunda
Fræðandi og skemmtileg grunn-
námskeið frá 4 mánaða aldri hefjast
30. júní. Menntaður hundaþjálfari
Björn Ólafsson BIPDT. Uppl.
www.hundaskóli.net, sími 897 1992.
Heilsa
Frelsi frá streitu og kvíða
hugarfarsbreyting til betra lífs
með EFT og sjálfsdáleiðslu.
Viðar Aðalsteinsson
dáleiðslufræðingur,
sérfræðingur í EFT,
sími 694 5494,
Frelsi frá streitu og kvíða
hugarfarsbreyting til betra lífs
með EFT og sjálfsdáleiðslu.
Viðar Aðalsteinsson
dáleiðslufræðingur,
sérfræðingur í EFT,
sími 694 5494,
vidar@theta.is,
www.theta.is
Nudd
Temple Massage
Whole Body Healing Massage based
on Tantric principles. For men,
women and couples. Tel. 698 8301.
www.tantra-temple.com
Húsnæði óskast
Nemar óska eftir íbúð!
Þrír strákar að vestan óska eftir 4 her-
bergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu.
Reyklausir, drykkja í lágmarki og
reglusamir. Hafið samband í síma
862 9088.
Atvinnuhúsnæði
Bæjarlind 14-16
Til leigu verslunar- eða skrifstofu-
húsnæði í Bæjarlind 14-16 á jarðhæð
(neðstu) – norðurendi (Tekk-plássið),
400 m². Innkeyrsludyr, næg bílastæði
og góð aðkoma. Hagstæð leiga.
Upplýsingar í síma 895-5053.
Sumarhús
Sumarhúsalóðir í Kjósinni
Til sölu eignarlóðir Möðruvöllum 1
(Norðurnes) í Kjós. Upplýsingar í síma
561 6521 og 892 1938.
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum til sölu
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Fagurt í fjallasal!
Til sölu gullfallegar sumarhúsalóðir í
landi Leirubakka á bökkum Ytri-
Rangár. Glæsilegt útsýni. Aðeins 100
km frá Rvík. Uppl. í síma 893 5046 og
á leirubakki.is og fjallaland.is
Tómstundir
PLASTMÓDEL Í MIKLU ÚRVALI
Tómstundahúsið, Nethyl 2,
sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is
Til sölu
Úrval af vönduðum handskornum
trémunum frá Slóvakíu á góðu verði.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
www.verslun.is
Pöntunarsími: 5351300
Stubbahús
VERSLUNARTÆKNI
Handslípaðar kristalsljósakrónur
frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið
úrval. Frábær gæði og gott verð.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Íslenskur útifáni
Stór 100x150 cm. 3.950 kr.
Krambúðin, Skólavörðustíg 42,
Strax Laugarvatni, Strax Mývatni,
Strax Seyðisfirði, Strax Flúðum,
Úrval Selfossi, Úrval Egils-
stöðum, Hyrnan Borgarnesi,
Strax Búðardal.
Matador heilsársdekk tilboð
165R13 kr. 3.900
155/70R13 kr. 5.500
165/65R14 kr. 7.900
185/65R14 kr. 8.900
195/65R15 kr. 9.900
215/55R16 kr. 16.900
Kaldasel ehf.
hjólbarðaverkstæði,
Dalvegi 16 b, Kópavogi,
s. 544 4333.
Bókhald
Framtöl - Bókhald
Bókhaldsþjónusta, ársreikningar,
framtöl, stofnun ehf., VSK uppgjör,
erfðafjárskýrslur, fjármálaráðgjöf.
Hagstætt verð. s. 517-3977,
netfang: framtal@visir.is
Þjónusta
MÓÐUHREINSUN GLERJA
Er komin móða eða raki á milli
glerja? Móðuhreinsun ÓÞ.
Sími 897-9809.
Ýmislegt
Glow & blikkvörur
fyrir útisamkomur í sumar, farðu inn á
www.hafnarsport.is og skoðaðu
úrvalið.
Eigum nýjar hvítar 80 x 200
innihurðir með karmi og gerektum á
aðeins 24.000 með vsk.
Húsgagnasprautun Gjótuhrauni 6,
Hafnarfirði, sími 555-3759.
James Burn
International
Allt efni og vélbúnaður til
járngormainnbindingar.
Allt efni og vélbúnaður frá Fujifilm til
plasthúðunar.
Klöckner
pentaplast
Kápuplastefnið vinsæla - rispfrítt og
engin fingraför.
Vönduð vara frá viðurkenndum
framleiðendum á mjög góðu verði.
Skútuvogi 1,G. Sími 533-3535
IMG_1212
IMG_1221
IMG_1222
IMG_1722
Léttir og þægilegir bandaskór úr
leðri, skinnfóðraðir.
Verð: 8.975.-
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070,
opið: mán. - fös. 10 - 18.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Vélar & tæki
Til leigu með/án manns
Gerum einnig tilboð í hellulagnir og
drenlagnir.
Upplýsingar í síma 696 6580.
Jeppar
Ford F450
Ford F450 4x4 árg. ´03, 6,0 dísel,
beinskiptur, ekinn 30,000 á vél. Nýr
pallur 2,4 x 3,5 m. Nýir rafgeymar og
spindilkúlur. V: 2 mill. + vsk. Ýmis
skipti möguleg. Sími 893-7203.
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, FWD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla
- akstursmat - kennsla fatlaðra
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Snorri Bjarnason
BMW 116i ´07.
Bifhjólakennsla.
8921451/5574975. Visa/Euro.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '08.
8924449/5572940.
Húsviðhald
Skipti um rennur og bárujárn
á þökum, einnig smávægilegar
múrviðgerðir og ýmislegt fl.
Þjónum landsbyggðinni einnig.
Upplýsingar í síma 659-3598.
Einkamál
Chat.is
Við spjöllum saman og kynnumst
nýju fólki á Chat.is. Það kostar ekk-
ert, og vefurinn er í boði á fjölda
tungumála.
GARNBUDIN.IS
Skemmtilegt garn á góðu verði.
Denise prjónasettin fást hjá okkur.
Sendum um allt land. Sími: 868-2750.
Vefverslun: http://garnbudin.is
Hannyrðir
✝ Lýdia BergmannÞórhallsdóttir
fæddist í Reykjavík
23. júlí 1921. Hún lést
á Landakotsspítala 18.
júní 2009. Foreldrar
hennar voru hjónin
Jóhanna Bergmann
Magnúsdóttir frá
Fuglavík á Miðnesi, f.
1. mars 1892, d. 23.
sept. 1964 og Þórhall-
ur Valdemar Ein-
arsson rennismiður,
ættaður úr Eyjafirði,
f. 16. nóv. 1885, d. 12.
nóv. 1946 Systkini Lýdíu voru: Est-
her Jóhanna Bergmann, f. 1915, d.
1983 Nói Bergmann, f. 1916, látinn,
Reynir Valdemar Bergmann, f.
1918, d. 1996, Sóley Magnea Berg-
mann, f. 1919, d. 1999, Jónína Mar-
grét Bergmann, f. 1924, d. 1994 og
Hilmar Bergmann, f. 1928, d. 2009
Sonur Lýdíu og Ás-
geirs Magnússonar, f.
1914, d. 1987, er
Magnús Bergmann
Ásgeirsson, f. 14. maí
1945. Sonur hans og
Elísabetar M. Haralds-
dóttur er Ásgeir Berg-
mann, f. 22. janúar
1977. Hann á tvö börn
með Birnu Guðjóns-
dóttur, þau Guðjón
Mána, f. 4. febrúar
1997 og Karín Dúfu, f.
27. júní 1998. Lýdía
lærði ung kjólasaum
en vann síðan í 13 ár á ljósmynda-
stofu Lofts Guðmundssonar og frá
1960 sem gjaldkeri í Hampiðjunni í
38 ár eða til 77 ára aldurs, síðustu
árin í hálfu starfi.
Útför Lýdíu fer fram frá Nes-
kirkju í dag, 29. júní og hefst athöfn-
in kl. 11.
Það er í raun með ólíkindum
hvað ein manneskja getur við and-
lát skilið eftir sig stórt skarð í lífi
margra þó hún hafi hvorki verið
hávær né fyrirferðarmikil.
Lýdía móðursystir mín var stór
hluti af lífi mínu alla tíð. Fyrsta
minningin er þriggja ára táta sem
læðist fyrir allar aldir niður stig-
ann með ískaldar tær og mikla tog-
streitu í brjósti. Ludda, fallega,
góða frænkan mín svaf niðri í stofu
og ég hafði loforð um að ég mætti
skríða uppí hjá henni þegar ég
vaknaði en skilyrði var að skilja
snudduskömmina eftir og það var
erfið ákvörðun, en að sjálfsögðu vó
þyngra að fá að lúra hjá frænku.
Minningarnar eru margar því öll
sumur var Lýdía hér í sveitinni í
1–2 vikur, stundum lengur, hún og
mamma voru ekki bara systur
heldur líka góðar vinkonur og mik-
ið var oft gaman að hlusta á þær
rifja upp sögur af skrítnum kerl-
ingum og skondnum körlum frá
fyrri tíð.
Hana frænku mína munaði aldr-
ei um að aðstoða aðra eða taka
aukasnúning. Eftir að hún hætti að
vinna gekk hún flesta daga frá Ás-
vallagötu og niður á Ægisíðuna,
þessar göngur stundaði hún vel
fram yfir áttrætt eða þar til sjónin
og bakið gáfu sig. Þegar sjónin var
orðin mjög slæm spurði ég hana
einu sinni hvort hún væri ekki orð-
in rög við að ganga svona ein en
svarið var: Ég passa bara að horfa
niður fyrir tærnar á mér, stími svo
áfram og er ekkert að glápa á fólk-
ið í kring um mig. Þetta er góð per-
sónulýsing á Lýdíu, aldrei að gefa
eftir meðan möguleiki var á að
halda sínu striki. Hún lét ekki mik-
ið eftir sjálfri sér en henni var mik-
il gleði í að finna góðar og nyt-
samar gjafir handa sínum nánustu.
Oft man ég að hún sendi mömmu
efnisstranga til að sauma úr á sig
og okkur systurnar. Lýdía lærði
kjólasaum þegar hún var ung og
var henni nokkur ástríða í að
kaupa; lekker efni á hagstæðu
verði; eins og hún orðaði það sjálf.
Bestu ár Lýdíu voru án efa þau
ár sem ömmuhlutverkið tók allan
hennar frítíma. Sonarsonurinn Ás-
geir og hálfsystkini hans, Ásdís og
Eggert Bjarni, voru það sem líf
hennar snérist um og var hún
óþreytandi að sinna þeim, fara í
sumarbústaði og hlúa að þeim á all-
an hátt. Þessa umhyggju hefur Ás-
dís endurgoldið ríkulega með ástúð
og umhyggju eftir að heilsu Lýdíu
fór að hraka, og á Ásdís sérstakar
þakkir skildar fyrir það.
Líf Lýdíu var ekki alltaf dans á
rósum, en það var alltaf stutt í
hennar sérstæða húmor, jafnvel
síðustu dagana á Landakoti gat
hún kætt okkur sem hjá henni vor-
um með skondnum setningum og
jákvæðni sinni.
Hafðu þökk fyrir allt, elsku
frænka, þó þú hverfir verða minn-
ingarnar ekki frá okkur teknar,
þær skjóta margar upp kollinum
þessa dagana og valda til skiptis
brosi eða tárum.
Elsku Maggi, Geiri, Ásdís og
fjölskilda missirinn er alltaf jafn
sár jafnvel þó lífsganga ástvinar sé
orðin löng. Allar mínar bestu óskir
til ykkar.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu
þá aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.
(Úr Spámanninum.)
Jóhanna B. Þorvaldsdóttir.
Lýdía Bergmann
Þórhallsdóttir