Morgunblaðið - 29.06.2009, Side 8

Morgunblaðið - 29.06.2009, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is EMBÆTTI sérstaks saksóknara beitir nú öllum tiltækum ráðum til að kalla sjeik Mohamed Bin Khalifa Al- Thani, bróður emírsins af Katar, til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn á hlutabréfakaupum hans í Kaupþingi fyrir bankahrunið, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Ólafur Ólafsson og Hreiðar Már Sigurðsson hafa þegar verið yf- irheyrðir vegna málsins. Grunur leik- ur á að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Verið er að skoða hvort þau kunni að varða annars vegar við ákvæði um markaðsmisnotkun í lög- um um verðbréfaviðskipti og hins vegar við ákvæði auðgunarbrotakafla hegningarlaga. Nauðsynlegur vitnisburður Vitnisburður Al-Thanis er talinn nauðsynlegur til að varpa frekara ljósi á málavexti. Íslenska ríkið hefur ekki boð- og löggæsluvald í öðrum löndum og því þarf að fylgja við- urkenndum samskiptareglum. Beiðni um yfirheyrslu fer í gegnum svokall- aða gagnkvæma réttaraðstoð við meðferð sakamála milli landa (e. mu- tual assistance). Stjórnvöld í Katar taka síðan sjálfstæða ákvörðun um hvernig fara skuli með beiðni emb- ættis sérstaks saksóknara, en málið varðar bróður valdamesta manns landsins. Ekki er útilokað að embætti sérstaks saksóknara muni fá aðra sem hafa stöðu grunaðra í málinu til að hlutast til um vitnisburð Al- Thanis, t.d. Ólaf Ólafsson, en þeir eru vinir. Ef vitnisburður sjeiksins fæst ekki þarf ákæruvaldið samt að sýna fram á að öllum tiltækum úrræðum hafi verið beitt til að fá slíkan vitn- isburð fram. Allur vafi við hugsanlega meðferð málsins fyrir dómstólum yrði túlkaður sakborningum í hag. Ekki áhættulaus viðskipti Stjórnendur Kaupþings segja að kaup sjeiksins hafi ekki verið áhættu- laus og að hann hafi tapað á viðskipt- unum. Því haldi allar ásakanir um sýndarviðskipti ekki vatni. Sem kunnugt er hófst rannsókn málsins þegar Davíð Oddssyni, þá- verandi seðlabankastjóra, barst nafn- laus ábending um tilhögun við- skiptanna sem hann sendi síðan efnahagsbrotadeild RLS hinn 2. des- ember sl. Saksóknari efnahagsbrota staðfesti það í samtali við Morg- unblaðið, en efnahagsbrotadeildin sendi málið síðan til FME. Ekki auðvelt að ná Al-Thani Rannsókn sérstaks saksóknara á hluta- bréfakaupum sjeiksins í fullum gangi Stjórnvöld í Katar taka sjálfstæða afstöðu til beiðni embættis sér- staks saksóknara um vitnisburð sjeiks Al-Thanis en hann er bróðir valdamesta manns landsins. Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „SVÍAR eru jákvæðir gagnvart umsókn að Evrópusambandinu frá Íslandi. Ef Íslendingar vilja að Sví- ar aðstoði í umsóknarferlinu og komi að því að Ísland verði um- sóknarríki þá tel ég að umsókn þurfi að berast fljótlega; fyrir fund ráðherraráðsins í lok júlí næstkom- andi,“ segir Beatrice Ask, dóms- málaráðherra Svíþjóðar. Svíar taka við forsæti í Evrópu- sambandinu hinn 1. júlí næstkom- andi. Ask segir að Svíar gætu hugsanlega aðstoðað Íslendinga verði ákveðið að leggja fram um- sókn um aðild að sambandinu en hún tók þó ekki fram með hvaða hætti Svíar gætu hugsanlega að- stoðað Íslendinga í umsóknarferl- inu ef til þess kæmi. Svíþjóð tekur við forsæti í Evr- ópusambandinu 1. júlí næstkom- andi og mun gegna því hlutverki næstu sex mánuði á eftir. Gæti styrkt samstarf þjóðanna „Afstaða Svía er alveg ljós, við viljum sjá fleiri Norðurlandaþjóðir í Evrópusambandinu og stuðningur Norðurlandanna getur reynst Ís- landi mikilvægur. Við vinnum þeg- ar mikilvægt starf saman utan Evrópusambandsins. Dóms- málaráðherrar Norðurlandanna eru einmitt að funda hér þessa dagana. Það gæti jafnframt styrkt samstarf okkar á norrænum grunni ef fleiri Norðurlandaþjóðir yrðu aðilar að Evrópusambandinu. Stóra spurningin fyrir Ísland er hins vegar auðvitað hvað það græðir á sambandsaðild og hvers vegna það ætti að gerast meðlimur í þessum klúbbi. Því geta Íslend- ingar einir svarað.“ Skilur reiði almennings Hér á landi hafa margir gagn- rýnt hversu litla aðstoð Íslend- ingar fengu frá Evrópusambandinu og öðrum Norðurlandaþjóðum í Icesave-deilunni. Ask segir að sænska ríkisstjórnin hafi sýnt vandræðum Íslendinga mikinn áhuga. „Evrópusambandið hefur auðvit- að fleiri en eitt ríki í miklum vand- ræðum. Alþjóðlega fjármálakrepp- an hefur þróast þannig að það berast fregnir af nýjum atburðum nánast daglega og það leiðir til þess að flestir stjórnmálamenn hafa verið mjög varkárir,“ segir Ask. „Ég skil vel reiði almennings á Íslandi vegna Icesave-deilunnar og við í sænsku ríkisstjórninni höfum talað mikið um málefni Íslands. Fjármálaráðherra okkar hefur skoðað ýmsar leiðir til að hjálpa Íslandi og við gerum okkar besta í þessum málum. Þetta er mjög slæm og erfið staða.“ Aðspurð segist Ask ekki geta svarað því hversu langur tími gæti liðið þar til Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu ef lögð yrði inn umsókn á næstunni. „Það getur farið eftir hvers kon- ar umsókn þið leggið inn. Því færri vandamál sem henni fylgja, því hraðar gæti umsóknarferlið gengið fyrir sig. Það hafa jafnframt fleiri þættir áhrif, t.d. er ákveðin óvissa varðandi Lissabon-sáttmálann og svo er nú verið að endurnýja Evr- ópuþingið. En því fyrr sem Íslend- ingar sækja um því betra.“ Ask segir afar mikilvægt að ef til aðildarviðræðna kæmi þyrftu Ís- lendingar að rækta vel pólitísk tengsl við önnur aðildarríki. „Ég hef sagt mörgum íslenskum þingmönnum að það sé mikilvægt fyrir Íslendinga að vera í sambandi við önnur aðildarríki og ræða við þau um spurningarnar sem þarf að svara um aðildina og sýna þeim áhuga. Pólitískur stuðningur er einkar mikilvægur í aðild- arviðræðum.“ Hér á landi fer nú fram fundur allra norrænu dómsmálaráðherr- anna og er Beatrice Ask stödd hér á landi af því tilefni. Umsóknin þarf að berast fljótt  Dómsmálaráðherra Svíþjóðar segir Svía geta aðstoðað Íslendinga en umsókn um aðild að ESB þurfi að berast fyrir lok júlí  Segir Svía hafa lagt Íslandi hjálparhönd í Icesave  „Viljum fleiri Norðurlönd inn“ Ráðherra Beatrice Ask, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, segir að Svíar vilji fá fleiri Norðurlandaþjóðir inn í ESB. Morgunblaðið/Ómar Svíar verða í forsæti í Evrópusambandinu frá og með 1. júlí næstkomandi í sex mánuði. Aðspurð hverjar áherslur Svía verða sagði Beatrice Ask: „Fjármálakreppan í Evrópu og í raun í heiminum öllum er auðvitað for- gangsatriði hjá okkur. Það þarf að taka ýmsar mikilvægar ákvarðanir í þeim efnum. Þá teljum við einnig mjög mikilvægt að sporna eins og hægt er við loftslagsbreytingum og við vonumst eftir alþjóðlegri samstöðu í þeim efnum á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í ár. Í þriðja lagi er mikilvægt að auka samstarf á sviði dómsmála.“ Fjármálakreppan og loftslagsmál í forgrunni Eins og kaup sjeiks Mohameds Bin Khalifa Al-Thanis voru kynnt hinn 22. september á síðasta ári var um að ræða hefðbundin kaup á fimm prósenta hlut í Kaupþingi með þeirri áhættu sem slíku fylgir, en litið var á kaupin sem mikla traustsyfirlýsingu fyrir bankann. Síðar kom í ljós að fjármögnun viðskiptanna fór í gegnum Kaup- þing, en bankinn lánaði tveimur félögum sem skráð eru á Tortóla- eyju fjármagn sem þau lánuðu síðan Q Iceland Finance ehf., eign- arhaldsfélagi sjeiksins, sem keypti síðan hlutinn. Félögin á Tortóla-eyju voru ann- ars vegar í eigu Ólafs og hins veg- ar í eigu Al-Thanis, sem gerði framvirkan gjaldeyrissamning við uppgjör. Hagnaður af þeim samn- ingi var síðan notaður til að greiða skuld Al-Thanis við Kaupþing. Mikil traustsyfirlýsing rétt fyrir bankahrunið Ljósmynd/Hanna Lilja Valsdóttir Sjeikinn Al-Thani við þyrlu Ólafs Ólafssonar í Flatey sumarið 2008. „VIÐ erum búin að vera með þessar tvær til- lögur í mánuð og vinnan hefur gengið út á að sameina þær í eina. Það starf hefur gengið ágætlega en ég get ekki sagt al- veg til um hve- nær það klárast. Ég reikna með að við fundum daglega í þessari viku,“ segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Tvær tillögur um aðild- arumsókn að Evrópusambandinu eru nú til meðferðar í utanrík- ismálanefnd Alþingis. Árni Þór og tveir aðrir fulltrú- ar úr utanríkismálanefnd áttu fund með Beatrice Ask, dóms- málaráðherra Svíþjóðar, í gær „Hún var með stóran fund þar sem hún gerði grein fyrir áherslum Svía í formennskutíð þeirra sem hefst núna 1. júlí. Við úr utanríkismálanefnd hittum hana stuttlega fyrir fundinn þar sem við ræddum ýmislegt við hana, meðal annars Evrópu- málin.“ Unnið að því að sameina tvær tillögur í eina Árni Þór Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.