Morgunblaðið - 29.06.2009, Side 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Vífil Júlíusson
helgivifill@mbl.is
TRYGGINGAFÉLAGIÐ Sjóvá
fjárfesti í fasteignaverkefnum í níu
löndum en seldi alfarið í Bretlandi
og er nú með verkefni í átta lönd-
um. Um 60% fjárfestinganna, sé
litið til eiginfjárframlags, eru í
þróunarverkefnum en 40% í fast-
eignum til útleigu, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Sjóvá
og fjárfestingastarfsemi þess verð-
ur skipt í tvö félög í eigu skila-
nefndar Glitnis. Sjóvá var áður í
eigu Milestone.
Fjölmiðlar sögðu frá því í liðinni
viku að Sjóvá hefði dregið sig úr
fasteignaverkefni í Macau með
tapi. Heimildir herma að tapið,
eiginfjárframlagið mínus það fé
sem fékkst við sölu, nemi 1,5 millj-
örðum króna, sem er fyrsta tapið
sem fasteignasafn Sjóvár innleys-
ir. Yrðu ýmis önnur verkefni seld í
dag er fyrirséð að innleysa tap, en
unnið er að því halda eignunum
áfram.
Vandræði í
Bandaríkjunum
Vandræði eru með verkefni í
Milwaukee í Bandaríkjunum, líkt
og fram hefur komið í fjölmiðlum.
Óskað hefur verið eftir gjaldþrota-
skiptum á félaginu þar, og er
Sjóvá að reyna að tryggja sér
óskorað vald yfir því, en fjárfestar
eru reiðubúnir að leggja verkefn-
inu fjármuni, samkvæmt heimild-
um. Fari Sjóvá frá verkefninu
núna innleysist tap.
Stundum gengur vel
Unnið hefur verið að því að losa
um eigið fé úr verkefnunum og
fara fjármunirnir til eigenda. Ekki
hefur alltaf verið jafn sársauka-
fullt að endurheimta fé og í Ma-
cau: 1,7 milljóna punda hagnaður
myndaðist þegar selt var í Bret-
landi síðastliðið haust, til viðbótar
tókst að endurheimta þrjár millj-
ónir punda í Bretlandi sem telst
45% hagnaður. Auk þess var lóð
seld í Tyrklandi með 40% hagnaði
í dollurum talið, herma heimildir.
Alþjóðleg fasteignaverkefni Sjó-
vár voru 13 þegar best lét, en eru
nú tíu. Að því sögðu hefur eitt
verkefni til viðbótar verið selt að
hluta; lóð var seld í Tyrklandi en
tvær eru óseldar. Af tíu verkefn-
um eru sjö þróunarverkefni, sem
flest hafa verið lögð í salt í ljósi
markaðsaðstæðna, en um þessar
mundir er erfitt að selja fasteignir.
Þrjú þróunarverkefni voru skuld-
laus en skuldsetning hinna fjög-
urra þróunarverkefnanna var allt
að 50%.
Í fullri leigu
Leigufasteignir Sjóvár eru í
Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi,
og útleiguhlutfallið er 97-100% ,
samkvæmt heimildum. Leigutakar
eru m.a. belgíska ríkið, þýskir
bankar og fjöldi verslana í versl-
unarmiðstöð í París.
Hefðbundinn rekstur íslensku
tryggingafélaganna hefur ekki
skilað hagnaði síðustu ár. Þau hafa
hinsvegar úr töluverðum fjárhæð-
um að spila í sjóðum og hafa fjár-
fest í annarri starfsemi til þess að
vera arðbær.
!
"
"
#
$
%
Sjóvá í níu löndum
Sjóvá innleysti 1,5 milljarða króna tap í Macau
Unnið er að því að halda eignum félagsins áfram
Sjóvá seldi íslensk hlutabréf og
hóf að fjárfesta í fasteignum um
víða veröld. Nokkur óvissa er um
þróunarverkefni en leigueignir
eru í góðri útleigu.
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
NEFNDARMENN í aðaleftirlits-
nefnd Bandaríkjaþings (e. House
Oversight Committee) þjörmuðu
mjög að Ben Bernanke seðla-
bankastjóra þeg-
ar hann sat fyrir
svörum nefnd-
arinnar í síðustu
viku. Málefnið
var þáttur seðla-
bankans í yf-
irtöku Bank of
America (BoA) á
Merrill Lynch-
fjárfesting-
arbankanum í
september á síðasta ári.
Svaraði Bernanke spurningum
nefndarmanna um yfirtökuna í
þrjár klukkustundir samfellt. Þar
neitaði hann því að hann eða aðrir
starfsmenn seðlabankans hefðu á
nokkurn hátt haft einhver óeðlileg
afskipti af yfirtöku BoA á Merrill.
„Seðlabankinn kom að þessu máli
af fyllstu ráðvendni í öllum við-
ræðum við Bank of America vegna
kaupa fyrirtækisins á Merrill
Lynch,“ sagði Bernanke frammi
fyrir þéttsetnum fundarsalnum í
þinghúsinu, samkvæmt frétt New
York Times.
Segir í fréttinni að Bernanke
hefði ekki tekist að sannfæra alla
þingmenn eftirlitsnefndarinnar um
að þáttur seðlabankans í yfirtök-
unni væri eðlilegur. Þingmenn
repúblikana hefðu þó verið efa-
gjarnari í hans garð en demókrat-
ar. Þrátt fyrir það segir í fréttinni
að Bernanke njóti enn sem fyrr
Seðla-
bankastjóri
í kröppum
dansi
Bernanke sat fyrir
svörum í þinginu
Ben Bernanke
Fjárfestingastefna Sjóvár
breyttist þegar Milestone, fjár-
festingafélag sem Karl Werners-
son leiddi, yfirtók trygginga-
félagið 2006. Íslensk hlutabréf
voru seld og hafist var handa við
að fjárfesta í fasteignum um
víða veröld. Verkefnin voru fund-
in m.a. með aðstoð fjárfestinga-
bankans Bear Sterns, JP Morgan
og Askar Capital, sem var einnig
í eigu Milestone.
Nýir vindar 2006
Sjóvá lagði upp fasteignakap-
alinn þannig að ef verkefni
færi á versta veg myndi ein-
ungis eiginfjárframlagið tap-
ast. Skuldir myndu ekki flytj-
ast á móðurfélag Sjóvár, því
það var kirfilega varið með
fjölda eignarhaldsfélaga. Yf-
irleitt var tekið lán til þess að
fjármagna verkefnin.
Skuldir lendi á öðrum
Fagverk Verktakar ehf.
GSM 864-1220
fag@simnet.is
Þarftu að malbika?
Tökum að okkur
viðgerðir á malbiki
og einnig minni og
stærri verk.
Leitaðu tilboða, það
borgar sig!
VIÐSKIPTI
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
NÝ verksmiðja er farin að mala í
Súðavík. Framleiðslan er kattamat-
ur sem ber viðeigandi heiti, Murr,
eftir mali neytendanna. Við fram-
leiðsluna er allt gert sem hægt er til
að koma til móts við þarfir og lang-
anir kattanna sjálfra.
„Ég er alinn upp á dýralækna-
heimili og hef alltaf tengst dýrum,“
segir Þorleifur Ágústsson dýralíf-
eðlisfræðingur sem gengið hefur
með hugmyndina að framleiðslu
kattamatar í nokkur ár og hefur nú
látið hana verða að veruleika í sam-
vinnu við Braga Líndal Ólafsson fóð-
urfræðing og fleira fólk.
Þorleifur segist hafa velt þessum
möguleika fyrir sér í sex ár, frá því
hann flutti til Ísafjarðar. Hann hefur
unnið að þróun vörunnar í rúm tvö
ár með Braga.
Sérhæfðar kjötætur
Þorleifur hefur unnið á breiðu
sviði í rannsóknum, fyrst við horm-
ónafræði laxa í Svíþjóð, þá við erfða-
rannsóknir manna hjá Íslenskri
erfðagreiningu og síðan byggði hann
upp rannsóknarmiðstöð í þorskeldi
fyrir Matís á Ísafirði. Í fyrra söðlaði
hann um og fór að kenna við
Menntaskólann á Ísafirði til að geta
sinnt kattamatarverkefninu betur.
Afurðin var tilbúin í vor og fyrstu
pokarnir fóru í verslanir í byrjun
júní. Viðtökurnar hafa verið góðar,
að sögn Þorleifs.
Við framleiðsluna er notað kjöt og
aðrar sláturafurðir frá sláturhúsum
Norðlenska á Akureyri og SAH á
Blönduósi, mest af sauðfé, nautgrip-
um og svínum, hráefni sem ekki hef-
ur nýst nema að hluta.
„Allt þetta ferli gengur út á það að
búa til mat sem köttum er eðlilegt að
éta. Kettir eru sérhæfðar kjötætur
og fá öll sín næringarefni úr kjöti.
Fiskur getur verið þeim óhollur og
þeim er ekki eiginlegt að éta græn-
meti eins og þó má finna í sumum
tegundum kattamatar,“ segir Þor-
leifur.
Kattamaturinn frá Murr er svo-
kallaður blautmatur. Hráefnið er
unnið, pakkað í litla poka og soðið
niður. Kattamatur hefur að mestu
leyti verið fluttur til landsins. Hér á
landi er þó verksmiðja sem framleið-
ir þurrfóður úr fiskimjöli.
Ef kettirnir sjálfir fengju
að ráða ...
Murr framleiðir einnig hundasæl-
gæti. Þorleifur og félagar hans eru
að þróa fleiri tegundir kattamatar
og hafa einnig hug á að hefja fram-
leiðslu á blautfóðri fyrir hunda.
Fæðing fyrirtækis er erfið, ekki
síst á þessum síðustu og verstu tím-
um. Þorleifur segir að erfitt sé að
hefja framleiðslu þegar enga aðstoð
er að fá frá bönkum. Hann segir að
stjórnvöld þyrftu að vera mun djarf-
ari við að styðja fyrirtæki af stað og
leggja meiri peninga í nýsköpun.
„Við vorum búnir að leggja það mik-
ið í sölurnar að ekki var aftur snúið.
Svo höfum við fengið frábæran
stuðning hjá sveitarfélaginu,“ segir
Þorleifur.
Fimm starfsmenn eru við fram-
leiðsluna og munar um minna í 200
manna þorpi.
Þorleifur er sannfærður um að
hann sé með bestu vöruna á mark-
aðnum.
„Það eru allar forsendur fyrir því
að þetta geti gengið. En árangurinn
fer eftir viðtökum markaðarins.
Eigendur kattanna ráða því hvaða
matur er keyptur og þeir vilja það
besta fyrir dýrin sín. Ef kettirnir
sjálfir fengju að ráða þyrftum við
ekki að hafa áhyggjur,“ segir Þor-
leifur.
„ÉG er ekki viss um að allir framleiðendur
gæludýrafóðurs treysti sér til að gera þetta,“
segir Þorleifur Ágústsson, opnar poka af
kattamat og stingur upp í sig bita. „Þetta
lyktar eins og lifrarpaté, er aðeins grófara og
ókryddað,“ bætir hann við.
Farið er eftir reglum Evrópusambandsins
um val hráefna í kattamatinn. Eingöngu eru
notuð efni sem einnig má nota til manneldis
og hafa verið borðuð hér, þótt ekki sé mark-
aður fyrir þau eins og er.
Þorleifur tekur fram að eðlilega sé ekki
mælt með því að fólk borði kattamatinn eins
og dæmi eru um að fátækt fólk geri erlendis,
þótt hann sé vel hæfur til þess. Maturinn sé
framleiddur með þarfir katta í huga, ekki
fólks. helgi@mbl.is
Lifrarpaté fyrir ketti
Biti Þorleifur Ágústs-
son stingur upp í sig
bita til að sanna að
framleiðslan hans
standist allar kröfur.
Murrað á markaðinn
Framleiðsla hafin á kattamat í nýrri verksmiðju í Súðavík Hráefnið fæst úr aðallega úr sláturaf-
urðum sem lítt hafa verið nýttar Uppskriftin miðast við að uppfylla kröfur kattanna til matarins
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Framleiðsla Pökkunarvélin skammtar í poka. Síðan er varan soðin niður.