Morgunblaðið - 29.06.2009, Side 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2009
Morgunblaðið/Ómar
Íslandsmeistari Valdimar Bergstað með bikarana. Þátttaka var nokkuð
góð á Íslandsmóti ungmenna, en 302 keppendur tóku þátt á um 500 hestum.
VALDIMAR Bergstað úr hesta-
mannafélaginu Fáki í Reykjavík,
sigraði um helgina í fimmgangi og
gæðingaskeiði á Íslandsmóti barna,
unglinga og ungmenna í hesta-
íþróttum, á hestinum Orion frá
Lækjarbotnum. Valdimar varð fjór-
faldur Íslandsmeistari að þessu
sinni, en hann sigraði í tölti á hest-
inum Leikni frá Vakurstöðum, en
það er hestur úr ræktun fjölskyldu
hans. Valdimar sigraði einnig í
samanlögðum fimmgangsgreinum,
en það er samanlögð einkunn úr
forkeppni í tölti, gæðingaskeiði og
fimmgangi.
„Þetta gekk allt vonum framar,“
segir Valdimar, en hann segist æfa
fimm til sex sinnum í viku.
Hestamannafélagið Hörður í
Mosfellsbæ var mótshaldari að
þessu sinni. Þátttaka var nokkuð
góð en 302 keppendur kepptu á
mótinu á tæplega 500 hestum, að
sögn Þóris Arnar Grétarssonar
mótsstjóra.
Valdimar Bergstað, sem er nítján
ára, og Linda Rún Pétursdóttir, tví-
tug, munu keppa á Heimsmeistara-
móti íslenskra hesta í Sviss dagana
5.-9. ágúst, en íslensk hross fyrir-
finnast um víða veröld. „Þetta
leggst bara mjög vel í mig,“ segir
Valdimar sem er að fara í þriðja
sinn á Heimsmeistaramót íslenskra
hesta. thorbjorn@mbl.is
Fjórfaldur Íslandsmeistari
Valdimar Bergstað vann fjórfalt á Íslandsmóti ungmenna
í hestaíþróttum Fer á Heimsmeistaramót íslenskra hesta
APPLICON í Sví-
þjóð, sem er í
eigu Nýherja,
hefur gert samn-
ing við tvo af
stærri bönkum
Svíþjóðar, Swed-
bank og Nordea,
um innleiðingu á
hugbúnaðinum
Calypso sem var
þróaður fyrir
viðskipti á verðbréfamörkuðum.
Samningurinn við Nordea og
Swedbank felur í sér víðtæka inn-
leiðingu á ákveðnum fjármála-
afurðum fyrirtækjanna og meðal
annars er gert ráð fyrir að Nordea
taki búnaðinn í notkun í nokkrum
löndum þar sem bankinn er með
starfsemi.
Applicon er norrænt ráðgjafar-
og þjónustufyrirtæki í viðskipta-
hugbúnaði, með starfsemi í Dan-
mörku og Svíþjóð, auk Íslands. Hjá
Applicon-félögunum starfa um 170
ráðgjafar. thorbjorn@mbl.is
Sænskir bankar
velja Applicon
Nýherji í
Borgartúni
FLUGVÉL Iceland Express frá
Billund fékk forgang til lendingar
á öðrum tímanum í fyrrinótt
vegna gruns um bilun í bremsu-
kerfi vélarinnar. Lendingin gekk
áfallalaust fyrir sig samkvæmt
upplýsingum frá Flugmálastjórn
og engan sakaði.
Á leið vélarinnar til Keflavíkur
kviknaði ljós í flugstjórnarklefa
sem tilkynnti um bilun í vatnsafls-
kerfi bremsubúnaðar vélarinnar.
Tvö varakerfi eru til staðar í vél-
búnaði flugvélarinnar sem taka
sjálfkrafa við og var því ekki um
mikla hættu að ræða. Flugstjórinn
óskaði þó, til að gæta fyllsta ör-
yggis, eftir forgangi til lendingar
á Keflavíkurflugvelli.
Í samræmi við þetta var nokkur
viðbúnaður á flugvellinum og það
voru fyrstu merkin um að ekki
hefði allt verið með felldu sem far-
þegar urðu varir við. Í vélinni
voru um 200 manns. Við lendingu
var þeim tilkynnt um að tækni-
legir örðugleikar hefðu verið við
lendinguna.
Ekki var talin þörf á að bjóða
farþegunum áfallahjálp.
Matthías Imsland, framkvæmda-
stjóri Iceland Express, segir bil-
unina hafa verið minniháttar. Vél-
in hafi verið yfirfarin og hún sé
komin aftur í áætlunarflug. skuli-
as@mbl.is
Forgangur til lend-
ingar vegna bilunar
RÖNG mynd var birt með „Agnes
segir“ á bls. 10 í Morgunblaðinu í
gær.
Birt var mynd af Tryggva
Tryggvasyni, framkvæmdastjóra
fjarstýringar hjá Saga Capital, en
með pistlinum átti að vera mynd af
alnafna hans, Tryggva Tryggva-
syni hjá Lífeyrissjóðnum Gildi.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Röng mynd í grein
í Morgunblaðinu