Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Page 4

Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Page 4
2 NÝTT KVENNABLAÐ gang sem að hann kynni að hafa afgangs bú- rekstrinum, en eyða fé í skemmtiferð fyrir sig eða konu sína. Þrátt fyrir það mun ekkert auka starfsgleði þeirra og vinnuþol meira en nokkr- ir frídagar árlega og hvíld frá venjulegum störfum. Eg minnist þess, að á heimili foreldra minna á Lækjamóti komu oft konur á vetrum og dvöldu þar nokkra daga. Börn heyra stundum fleira en þeim er ætlað og oft var eg nærstödd, þegar móðir mín sat á tali við þessar konur. Eg man að þær sögðu henni frá mörgum vandræð- um sínum og heimilislífi. Hún hlustaði á mál þeirra og gaf þeim góð ráð af fremsta megni. Eg veit að þessar konur hafa farið heim styrkt- ar og endurnærðar eftir dvölina hjá móður minni og oft mun móðir mín hafa hjálpað þeim um eitthvað af klæðnaði eða mat, sem þær van- hagaði um. Eg man það líka að móðir mín tók sér jafn- an frí seinnipart vetrar og heimsótti konur ann- arstaðar í sýslunni og dvaldi þá nokkra daga. Þetta voru hennar orlof, henni til hvíldar og hressingar. Hún átti líka snillingshest, jarpan að lit, til þess að ríða, en því miður geta fáar konur sagt frá því nú á dögum að þær eigi góð- an reiðhest. Hann Jarpur hennar Margrétar á Lækjamóti átti sína sögu. Það eina sem ég man eftir honum var það að hann var í mildu dálæti á heimilinu. Móðir mín reið honum alltaf þegar hún ferðaðist eitt- hvað. Hann þekkti hana vel, og leit til hennar allt öðru vísi en á annað fólk þegar hún kom út á hlaðið í reiðfötunum. Við krakkarnir gát- um aldrei sótt hann í haga, því hann lét aldrei taka sig nema vera rekinn í rétt með öðrum hestum. Fyrir þetta slapp hann við marga snún- inga, sem unglingar hefðu sjálfsagt notað hann til. Aldrei var þessi hestur notaður nema með leyfi móður minnar. Hún lánaði oft vinnukonun- um hestinn einn sunnudag á sumri og þótti það mikil viðurkenning á hylli húsmóðurinnar að verða fyrir því happi að fá Jarp lánaðan, t. d. til Þingeyrarkirkju einu sinni á sumri. En sagan af honum Jarp er lengri en þetta. Eg vissi ekkert um uppruna Jarps nema það að faðir minn, sem var enginn braskari, hafði fengið hann í hestakaupum hjá Thordal þeim er keypti sauði hér á íslandi á sínum tíma. Jarp- ur var þá illa útlítandi, meiddur og magur um réttaleitið og þurfti því góða aðhlynningu. Föður mínum tókst sú aðhlynning þannig að Jarpur náði fullri heilsu og varð heimilinu ti! gagns og gleði. Eg var stödd á öðrum landsfundi kvenna á Akureyri 1923. Þar hitti eg konu sem sagði mér söguna af honum Jarp. Hún mælti: Eg gifti mig ung. Maðurinn minn var smiður og hafði lært það. Við byrjuðum búskap og áttum töluverðann bústofn. Eg átti jarpan hest, sem var mjög skemmtilegur og mér var mjög annt um hann, hann skemmti mér og við vorum góðir vinir. Búskapurinn gekk illa, eftir tvö ár vorum við búin að missa mikið af skepnunum og vor- um komin í skuldir. Eitt sinn fór maðurinn minn að heiman og reið Jarp. Hann kom aftur gang- andi og hafði selt Jarp. Eg spurði hann hvar Jarpur væri. Hann svar- aði: „Eg hefi selt hann fyrir 200 kr. (Þetta mun hafa verið um 1880—90). Við erum svo fátæk að við getum ekki átt svona dýran reiðhest." Þessi fregn fékk mjög á mig. Mér blöskraði að eiginmaður minn skyldi leyfa sér þetta og hafa lagalega rétt til þes að selja reiðhestinn minn móti vilja mínum. Eg sá að við þetta varð ekki ráðið, hestinn mundi ég aldrei fá aftur, en peningana fyrir hann heimtaði ég að fá og þeim skyldi ég ráða yfir sjálf. Eg fékk peningana, keypti fyrir þær 12 ær loðnar og lemdar um vorið. Eg annaðist þær að mestu sjálf og fór að ráða öllu í búskapnum. Hann smíðaði ýmist heima eða annarsstaðar og' eftir þetta fór búskapurinn að ganga vel. Mér féll það sárt að vita ekkert hvað Jarp liði, en úr því rættist að nokkrum árum liðn- um. Eg fór í kaupstaðinn með hest í taumi til þess að kaupa mér einhverjar nauðsynjar. Eg þurfti að losna við hest minn og gekk að hesta- rétt. Hestur stóð þar í réttinni. Hann var með beizli og kvensöðli. Þarna stóð þá Jarpur minn, sem einu sinni var, en hver er nú eigandi hans ? Eg fór og spurðist fyrir um það hverjir gest- ir væru í kaupstað þennan dag. Frétti ég þá að Lækjamótshjónin væru þar í kaupstaðarferð og þau myndu eiga hestinn. Þá vissi ég að þessi gamli vinur minn var í góðra manna höndum og sætti mig við það sem komið var.

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.