Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Blaðsíða 6
4
NÝTT KVENNABLAÐ
NANNA ÓLAFSDÓTTIR, bankaritari:
SAMTÖK
Oft höfum við kvenfólkið fengið að kenna all
óþyrmilega á því, hversu miklu við höfum tap-
að vegna samtakaleysis oklcar.
Á þessum tímum er það aðeins eitt, sem tek-
ið er gilt, þegar fólk reynir að bæta kjör sín, og
það eru samtökin. Þegar fjöldinn knýr á dyr
hinna allsráðandi og krefst réttar síns, er eng-
inn sem megnar að skella skollaeyrum við kröf-
um hans, þegar til lengdar lætur. Samtök í ein-
hverri mynd eru okkur brýn nauðsyn, jafnvel
þó að undirtektir starfsmannafélags okkar séu
í ágætu lagi, — svo langt sem þær ná. Oft vant-
ar ekki vilja þeirra til þess að fá leiðrétt mál
okkar, en framkvæmdirnar bila. Það má líka
líta á þá hliðina, að kauphækkunarumleitanir
— og þá sérstaklega til handa kvenfólki —
skapa ekki vinsældir hjá yfirmönnunum, svo að
ef til vill má telja aðgerðarleysið eðlilegt. Hvar
sem við stöndum í mannfélagsstiganum og
hvert sem hugur okkar leitar í þjóðmálum,
hljótum við þó alltaf að standa sem eínn mað-
ur í baráttu okkar fyrir raunverulegu jafnrétti
í atvinnu- og launamálum. Við þekkjum það
allar, skrifstofustúlkurnar að minnsta kosti, að
þegar um vel launaðar stöður hjá fyrirtækjum
þeim, sem við vinnum hjá, er að ræða, lætur
sér enginn til hugar koma, að þær stöður séu
jafnt fyrir okkur eins og karlmennina, sem
vinna með okkur. Nei, ónei, það er rétt sama
hvort samstarfsmaðurinn er slyngur starfsmað-
ur eða aumasti labbakútur, hann á fyrsta rétt-
inn til lausu stöðunnar, með örfáum undantekn-
ingum þó. Að maður minnist nú ekki á það smá-
atriði, að enginn karlmaður er svo lélegur að
hann fari ekki upp fyrir kvenfólkið í launum,
á skömmum tíma. Þegar kona kernst í sömu
laun og karlmenn er það ekki fyrr en eftir tugi
ára starf hjá stofnuninni, en komizt karlmaður
ekki í lífvænleg laun eftir 8—10 ára þjón-
ustu, er hann annað tveggja, langt fyrir neðan
meðallag, sem starfsmaður, eða einstök gufa
við að biðja um kauphækkun. Því að svo hast-
arlegt sem það annars kann að virðast, er
dugnaður í þeirri grein oft miklu vænlegri til
árangurs en góðir hæfileikar, það er að segja
þegar um karlmenn er að ræða. Þegar kvenfólk
fer fram á sömu laun er það sagan, sem flestar
GUÐLAUG SÆMUNDSDÓTTIR:
Hækkar sunna, hírnar brá,
hlíðar blómum skarta,
vorið kinnum vekur á
vonarljómann bjarta.
Syngur fugl í laufgum lund,
lækir skoppa, hjala,
unaðsleg er árdagsstund,
inn til fjalladala.
þekkja, bláköld neitun eða þrotlausar vífilengj-
ur. Ef við ættum samtök, sem ekki hefðu nema
hálfan styrkleik þeirra samtaka vinnuveitenda
okkar að útiloka okkur frá sömu kjörum og
samstarfsbræðurna, væri okkur borgið. En því
miður, við höfum engin samtök og við erum svo
þolinmóðar, að aðdáun hlýtur að vekja. Við bíð-
um og bíðum eftir að hnossið verði rétt okkur
upp í hendurnar af pólitískum samherjum okk-
ar, hverjir sem þeir kunna að vera, — en kona,
líttu í kringum þig, líttu til hægri og vinstri,
hvoru megin, sem þeir menn kunna að vera.
sem þú styður til valda og athugaðu hvað þeir
gera fyrir þig. Eg veit að mörg ykkar álítið
stjórnmál vera einkamál karlmannanna og ef
við athugum tölu þeirra málefna, sem komast í
framkvæmd og beinlínis varða konurnar sem
slíkar, þá er sú niðurstaða ekki alveg út í hött.
Eitt stórmál, nýafgreitt frá Alþingi, mun þó
hafa verulega þýðingu fyrir kjör kvenna, ef þær
vilja notfæra sér það. Á ég þar við lög um laun
starfsmanna ríkisins. Mikilvægasta atriðið í
þeim lögum er ákvæðið um jafnrétti kynjanna
til hinna betur launuðu starfa og að konur skuli
njóta sömu aldurshækkana og karlmenn. Ennþá
er þetta að vísu pappírsréttur, því að fram-
kvæmd launalaganna er þann veg, að þeir, sem
ber skylda til að framfylgja þeim, þverbrjóta
þetta ákvæði. Til þess eru lögin að þeim sé hlýtt
og það mun eiga að ná jafnt til forstöðumanna
ríkisstofnananna, sem annara þegna. Mér þykir
næsta ótrúlegt að shk lagabrot fáist ekki leið-
rétt fyrir dómstólunum, ef það væri reynt.