Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Blaðsíða 12
10
NÝTT KVENNABLAÐ
Mermingar- og
minningarsjóður kvenna
Þann 27. september, fyrir þremur árum, af-
henti dóttir Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, Laufey
Valdimarsdóttir, Kvenréttindafélagi íslands
2000 krónur, sem varið skyldi til stofnunar
sjóðs, er bæri heitið: Menningar- og minning-
arsjóður kvenna. Með þessu kvaðst hún vera
að uppfylla ósk og koma í framkvæmd hug-
mynd móður sinnar, sem oft hefði haft á orði
hve mikil þörf væri fyrir slíkan sjóð til að
styrkja efnalitlar, gáfaðar stúlkur til náms.
Sjóður þessi er nú stofnaður og þegar orðinn
meira en 25 þúsund krónur. Á öðrum stað í
þessu blaði verður sagt nánar frá tilgangi hans
og tekjuöflun samkvæmt skipulagsskrá, er sam-
þykkt var af fulltrúaráðsfundi Kvenréttindafé-
lagsins. Skal því ekki farið nánar úti það hér.
Flestum, ef ekki öllum, mun við íhugun vera
ljóst, að ríkjandi hugsunarháttur og þjóðfé-
lagshættir gera stúlkum mun erfiðara fyrir en
piltum, að stunda langskólanám og leita sér
mannveru, er þreyta eða sjúkleiki lagðist að.
En er svefn var sígin á brár barnanna, bar eigi
ósjaldan við, að Kristveig legði leið sína að
beði einhvers heimamanns, er elli, sjúkdómar
eða harmar þjáðu. Þar þurfti hún að hugga eða
hjúkra áður en hún ynni sjálfri sér hvíldar,
hvort sem í hlut átti ættingi eða óskyldur, ung-
ur eða ellihrumur. Hins vegar hélt hún því lítt
á lofti, þótt hún sjálf væri eigi heil heilsu, en
gerði þar jafnan minna úr en vert var. Mörg
hin síðari ár gat hún aldrei á heilli sér tekið.
Þó var það sem áður, umhyggjan fyrir annara
högum, sem hún bar fyrir brjósti, en mælti fátt
um sína vanheilsu, þótt aðspurð væri.
Þótt öllum væri kunnugt hversu sjúk hún
var, vonuðu allir vinir og ættingjar, að ekki væri
liðið að leiðarlokum. Því brá oss öllum, er oss
barst fregnin um andlát Kristveigar og urðum
harmi lostin. En í raun og veru ber oss að
fagna og þakka. Oss ber að fagna því, að nú er
andi hennar laus úr viðjum hins þjáða líkama.
En hins vegar megum vér þakka að hafa orðið
þess aðnjótandi, að verða samferðamenn henn-
ar, sem alla ævi var þess megnug að veita öðr-
um af kærleika sínum, Iireinleika og hetjuluntí.
Svafa Þorleifsdóttir.
framhaldsmenntunar, þótt þær nú hafi sama
rétt til skólavistar. Það þarf því ekki að draga í
efa að Mennigar- og minningarsjóður kvenna
mun hvarvetna mæta vinsældum og skilningi
og verða vel til féfanga. Yfir hugmyndinni
sjálfri er svo mikil reisn og glæsilegur hug-
sjónabragur, að hún má á sína vísu teljast tákn-
ræn fyrir þann frelsisfögnuð og dáðadrauma,
sem nú fylla hugi allra sannra íslendinga.
f sambandi við sjóðstofnun þessa er okkur
ljúft og skylt að minnast með fáum orðum frú
Bríetar Bjarnhéðinsd., sem allra kvenna mest og
bezt barðist fyrir aukinni menntun kvenna og
samvinnu þeirra í milli. Til þess að ná til allra
kvenna í landinu gaf hún út Kvennablaðið í 25
ár. Hóf blaðið göngu sína 1895. Það átti mikl-
um vinsældum að fagna og var efni þess fjöi-
breytt. Frú Bríet skrifaði mikið í blaðið, en auk
þess skrifuðu nokkrar konur í það og einstöku
karlmenn. Blaðið f jallaði um skólamál og félaga-
starfsemi innanlands og utan, kvenréttindamál,
um skyldur konunnar og barnauppeldi, búska;.)
og heimilisstjórn. Flutti myndir af merkum
konum og æfiágrip þeirra. Þar voru eldhúsbálk-
ar og góð ráð. Þýddar sögur og frumsamdar op;
íslenzk og þýdd kvæði. Eg ætla ekki að telja
upp fleira, en hvetja ungar stúlkur og konur til
þess að lesa Kvennablaðið (sem nú er svo kall-
að), eg skil varla að þeim finnist ekki sá lestur
borgi sig vel. Frú Bríet ferðaðist víða um land,
þó erfiðar væru samgöngur. Hún flutti fyrir-
lestra og var oft rætt um efni þeirra á eftir.
Fyrirlestrarnir voru víðast hvar vel sóttir.
Marga fýsti að sjá og heyra ritstjóra Kvenna-
blaðsins tala. Ilún var búin að undirbúa jarð-
veginn og vinna traust og álit margra kvenna.
Hún kom, sá og sigraði. Mörgum fannst að hér
væri á ferð óvenjuleg kona, aðsópsmikil og
mælsk, gáfuð og menntuð og kjarkmikil, sem
lét ekki allt fyrir brjósti brenna. Hún hvatti
konur til starfa. Eggjaði þær til að berjast
sjálfar fyrir jafnrétti sínu. Ekkert minna en
fullt pólitískt jafnrétti gætu þær sætt sig við.
Sama rétt til skólanáms og atvinnu- og kosn-
ingarrétt og kjörgengi til Alþingis til jafns við
karlmenn.
Allir fundu að frú Bríet talaði eins og sá sem
vald hafði. Margar konur snérust til fylgis vio
hana og veittu henni brautargengi. Þær skildu
að hún var ekki að vinna fyrir sig, heldur alla
kvenþjóðina, hún vildi frelsi, jafnrétti og