Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Síða 15
NÝTT KVENNABLAÐ
13
kennt okkur 300 orð í kínversku — hljóðfræðis-
lega — á þrem mánuðúm. Okkur dreymdi auð-
vitað ekki um, að geta lært að lesa eða skrifa
þetta erfiða mál. Það var „mandarín“-málið,
sem hún kenndi okkur, en það er nú kallað „al-
gilda málið“ í Kína.
„Tjing so“ (fáið ykkur sæti), sagði frú Quo
og „ding ti ti ti hong hau“ (Það er gott veður í
dag) og hún leiddi okkur inn í völundarhús kín-
verskunnar með mikilli lægni. Samt vorum við
venjulega þreyttar þegar kennslustundin var á
enda og það lifnaði yfir okkur, þegar Madame
sagði við systurdóttur sína, Doris Tan, gull-
fallega sextán ára blómarós, „djo lau matsja
tju ta“, sem þýðir „segðu þjónustustúlkunni að
færa okkur te“ .... og gömul ,,amah“ kom þá
hoppandi inn með stóra tekönnu, hneygði sig
fyrir okkur og skenkti teið. Byrjaði nú mikill
kliður bæði á ensku og kínversku. „Ni naj dou
na e zong zu“, sem þýðir „hvaða bók heldur þú
upp á“. Hvað er þetta — við skildum það! Hún
var góður kennari hún frú Quo. Og hvað henni
þótti gaman að kenna okkur málið sitt.
Eg kynntist frú Quo á skrifstofu kínversku
hjálparstarfseminnar í Santa Barbara, en sú
starfsemi hefir gert mikið gagn og sent á þrem
árum 27.000 dollara til hjálpar kínverskum
börnum. Ilver einasti eyrir, sem inn kemur i
þessari hjálparstarfsemi er sendur beint til frú
Chiang til Chungking, en hún úthlutar pening-
unum til barnaheimilanna, sem hún hefir umsjá
með. Kostnaðurinn við hjálparstarfsemina er
enginn, þar eð allir gefa starf sitt án endur-
gjalds og jafnvel leiga skrifstofunnar er borguð
af einum meðlimanna. Hjálparstarfsemin er
kölluð „Dollari á mánuði handa Kína klúbb“.
(One Dollar a month for China Club), en hver
meðlimur skuldbindur sig til að láta af hendi
einn dollara á mánuði hverjum. Nú eru meir en
600 meðlimir í klúbbnum og meðlimatalan allt-
af að aukast. Sumir meðlimanna gefa miklu
meir; t. a. m. óperusöngkonurnar Lotte Lehman
°g Ganna Walska, að eg nú ekki tali um allar
þær stórríku konur, sem eiga heima í Santa
Barbara og bera starfsemina fyrir brjósti. For-
maður klúbbsins og stofnandi heitir Gladys
Drake. Ástralíukona, indælismanneskja og mik-
ilsmetin í Santa Barbara. Varaformaður var frú
Harrison King, sem átti heima í Kína í 20 ár
og varð að flýja þaðan undan Japönum. Hún er
vinkona frú Chiang og sat brúðkaup hennar og
Chiang Kaj-shek’s á árunum í Shanghai. Þessar
ágætu konur hafa verið og eru óþreytandi í
starfi sínu að safna peningum handa hungruðu
kínversku börnunum.
Skrifstofa klúbbsins er í miðjum Kínabæn-
um í Santa Barbara og öll húsgögn kínversk,
lánuð klúbbnum af Kínverjum í bænum og
margir munirnir dýrgripir hinir mestu; þar á
meðal stórt kínverskt altari, ævagamalt, allt út-
skorið með mikilli prýði og innlagt gulli. Stund-
um datt mér í hug, þegar ég sat á skrifstofunni
— ég var skrifari klúbbsins — ameríska orða-
tiltækið „að sitja (eða ganga) í fegurð“, svo
falleg er skrifstofan, en margir komu inn, til
þess að skoða munina og fóru venjulega út
sem meðlimir klúbbsins með áhuga fyrir starf-
seminni .... og nokkrum dollurum fátækari en
þegar þeir komu inn. Allir geta orðið meðlimir
í klúbbnum, hvar í heiminum, sem þeir eru nið-
urkomnir.
Einu sinni á ári, venjulega í júlímánuði, held-
ur klúbburinn „kínverska viku“ til ágóða fyr-
ir hjálparstarfsemina; þá sátum við við borð á
götunum og tókum á móti peningagjöfum, en
vikan endaði annaðhvort með samkundu í
stærsta klúbbhúsi bæjarins eða í „djúpa garð-
inum“ við hið undurfagra dómhús Santa Bar-
bara bæjar, sem frægt er um víða veröld. Einu
sinni man ég að við höfðum sýningu á kínversk-
um búningum á svona samkundu, sýndum bæði
gömlu búningana og nýtísku kjólana, en frú
Quo, indæl að venju, gaf skýringar á búning-
unum og útsauminum á þeim, en sumir búning-
anna höfðu verið í ætt hennar í mörg hundruð
ár og eru forlátagripir. Þá áskotnaðist klúbbn-
um mikið fé, en fólk í Santa Barbara er góð-
gerðasamt; öllum er ljóst hvað Kínverjar hafa
átt mikinn þátt í að stríðið gengur nú betur i
Austurlöndum og allir vita, að hvergi í heim-
iuum er meiri eymd en i Kína.
Á aðalfundi S. í. S. í sumar mætti kona í fyrsta sinn
sem fulltrúi. Prú Guðrún Guðjónsdóttir, Reykjavík, var
fulltrúi frá Kf. Reykjavíkur og nágr.
í stjórnarskrárnefnd eig-a 4 konur sæti, ein frá hverj-
um stjórnmálaflokki:
Prú Auður Auðuns (Sjálfst.fl.)
— Guðrún Björnsdóttir (Frams.fl.)
— Svafa Jónsdóttir (Alþ.fl.)
frk. Elísabet Eiríksdóttir (Soc.fl.)
munum að það er eingöngu fyrir forgöngu og samtök
kvenna, að konur fengu fulltrúa í þessari nefnd. Þær
njóta nú mikils trausts og ísl. konur vænta mikils af
þeim.