Nýtt kvennablað - 01.01.1946, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.01.1946, Blaðsíða 6
4 NÝTT KVENNABLAÐ Hj ukrunarkvennaskoli Ritstjóri „Nýs Kvennablaðs“ hefur beðið mig að skrifa eitthvað um hinn tilvonandi Hjúkrun- arkvennaskóla. Frá mínu sjónarmiði séð, er það hin mesta nauðsyn að fá a. m. k. einn fullkom- inn Hjúkrunarkvennaskóla á Islandi, og sá fyrsti ( og e. t. v. síðasti) verður auðvitað í Reykja- vík. Landsspítaiinn hefur að vísu útskrifað hjúkr- imarkonur frá því 1933, en skilyrðin sem hann býður uppá, eru litt áskjósanleg sem slík. Land- spítalinn er fyrst og fremst sjúkrahús, en ekki heimili fyrir ungar og frískar námsmeyjar. Stúlkurnar þurfa aðbúð og uppeldi eins og i hverjum öðrum fyrirmyndarskóla, heimavistar- skóla, þar sem þær venjast á reglusemi og prúð- mennsku í hvívetna, þannig, að þær geti verið öðrum til fyrirmyndar um hegðun alla. En til þess að svo geti framast orðið, þarf skólinn að svara til þess að öllum útbúnaði. 1 honum þurfa fyrst og fremst að vera kennslustofur fyrir bók- legt nám og verklegar æfingar, dagstofa nem- enda, svefnherbergi þeirra, o. s. frv. Skólastýran þarf að geta búið í húsinu, fylgst með hátterni nemenda, og leiðbeint þeim þegar á þarf að halda. Búið er nú að samþykkja byggingu Hjúkrun- Avarp kvenna Nú er fram komið á Alþingi frumvarp það um ávarp kvenna, er hér var rætt um í blaðinu s. 1. sumar. Er nú ekki seinna vænna fyrir kon- ur að gera sér ljósan vilja sinn í þessu efni. Vilj- um við allar vera frúr, ungar og gamlar, giftar og ógiftar? Eða teljum við lagaboð um þetta hálf einræðiskennt? Það er of seint að átta sig, þegar frumvarpið er orðið að lögum. En líklega munum við allar venjast því vel, að notað sé aðeins eitt ávarpsheiti og það sé þar með álitið einkamál hverrar konu, hvort hún sé gift eða ekki, að ég ekki tali um aldurinn. unarkvennaskóla, og að gera teikningu að hús- inu, svo að væntalega verður hann áður en langt um líður annað og meira en eintómur draumur. Umsækjendur við hjúkrunarkvennaskólann hér þurfa að vera á aldrinum frá 20—30 ára, hafa heilbrigðisvottorð, góða hæfileika til fyrir- hugaðrar starfsemi og a. m. k. gagnfræðamennt- un eða aðra hliðstæða því. Hjúkrunamáminu er í stórum dráttum skipt þannig: Tveggja mánaða forskólanám, fyrra mánuðinn bóklegt og æfingar í kennslustofu, seinni mánuðinn einnig bóklegt nám, en auk þess verklegar æfingar á sjúkradeildum. Aðalnám: Fyrsta árið læra nemendur og vinna á hinum ýmsu deildum Landspítalans, og stunda jafn- framt bóklegt nám. Annað árið eru þær annað- hvort á Vífilstaðaheilsuhæli eða á sjúkrahúsi Isa- fjarðar eða Vestmannaeyja, eða þá á Kristnes- hæli og á Akureyrarsjúkrahúsi, 6 mánuði á hvorum stað. Þriðja árið eru hjúkrunamemarnir aftur á Landspítalanum, og stunda þá þyngra nám, bók- legt og verklegt, og lýkur því með prófi. Eftir prófið þurfa þær að taka framhaldsnám í geð- veikrahjúkrun og á skurðstofu, sem stendur yfir 10 mánuði samanlagt. Svo skyldunámið allt verð- ur 4 ár. Kennarar hjúkrunarkvennaefnanna em: Að- stoðarlæknar Landspítalans, yfirhjúkrunarkona og kennsluhjúkrunarkonur, en auk þess njóta þær tilsagnar og leiðbeininga annarra hjúkrunar- kvenna á Landspítalanum, svo og þeirra, er starfa á áðumefndum sjúkrahúsum úti á landi og í nágrenni Reykjavíkur. Vinnutími námsmeyja má ekki fara fram úr 8 st. daglega. Sumarfrí fá þær 2 vikur í senn, fyrsta og annað námsárið, en 3 vikur það þriðja. (Otlærðar sjúkrunarkonur fá mánaðar sumar- frí). Kjörin em sem hér segir: 1 forskólanum fá stúlkumar fría kennslu og vinnusloppa, en kosta

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.