Nýtt kvennablað - 01.01.1946, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.01.1946, Blaðsíða 10
a NÝTT KVENNABLAÐ verið, ef þau hefðu mátt ráða bæði, og allt hefði farið vel, eins fyrir því. En Grímur tók ástæðurnar eins og þær komu fyrir, og gat ekki fundið annað en jafnvægi hjá sér yf ir þeim. Honum reyndist það stundum svo, að það sem átti að verða, voru mennirnir hindr- aðir í að standa á móti. Fám sólarhringum eftir að. Grímur sleppti fénu, losaði hann svefninn nótt eina, og heyrðist vindgusa feykja snókornum um þekjuna. Hann átaldi sjálfan sig fyrir þennan barnalega hugar- burð, það var nær fyrir hann að sofa, en að láta þessa misheyrn gera sig andvaka; þar með snéri hann sé til veggjar og sofnaði rólegur aftur. En Grímur hafði heyrt betur en hann hugði í fyrstu, því um morguninn var komin svo þétt snjódrífa, að ekki sá út úr bæjardyrunum. Það leið fram að hádegi, án þess að nokkur á Ytra-Hóli færi út fyrir hússins dyr. Húsbóndinn gekk þögull og hugsandi um gólf. Kona hans var áhyggjufull, hún þóttist geta sett sig inn í, hvað bónda hennar bjó í huga. Það var ekki glæsilegt að vita ærnar, — aðal bústofninn, — úti í þessu vonzku veðri, dreifðar hingað og þangað og komnar að burði. Það rofaði aðeins til, og þá lagði Grímur strax ráðin á. Vinnumaðurinn og Þórður áttu að fara út i bithagann, til að vita hvort þeir fyndu ekki eitthvað af fénu. Sjálfur ætlaði hann að ganga i hólunum. Grímur vissi þó vel, að þýð- ingarlítið var fyrir hann að fara einan í hólana, þar sem hver grasbotninn var við annan; — auðvitað myndi féð standa þar alltaf eftir á víxl, það þekkti hann. Húsbóndinn var óvenju lengi að koma sér af stað, og húsfreyju var allur þessi dráttur og sila- gangur alveg óskiljanlegur. Loks var hann ferð- búinn, en ennþá dokaði hann við. „Grimur, vantar þig eitthvað?" „Ónei, ekki beinlínis, en ég veit, að það er nærri til einskis fyrir mig að fara þetta. Það er leitugt í hólunum, og ærnar renna þar sitt á hvað, að leita að skjólinu." Húsfreyja þagði ögn við, en segir síðan: „Viltu fá stúlkurnar með þér?" „Já, það ætti að duga." Hildur fór strax að búa sig, en Gunna var seinni til. Hún kveið fyrir að fara þetta, og sagði, að þær ynnu ekki annað með því, en vill- ast og jafnvel verða úti. Hildur talaði í hana kjarkinn, og herti á henni sem bezt hún gat. Húsfreyja gat ekki neitað því, að Hildur var altaf jafn viljug til hvers sem hún var beðin um, og gerði það með Ijúfu geði, það var óneitan- lega kostur fyrir sig. Það var farið að hvessa, þegar þau lögðu af stað. Það snjóaði stöðugt, og vindgusurnar þyrluðu upp lausamjöllinni. Snjórinn var býsna mikill, en frostið var vægt. Stúlkurnar gengu sitt til hvorrar handar við Grím, sem sagði þeim nákvæmlega fyrir um það, hvernig þær ættu að haga sér í smöluninni. Þetta var í rauninni ekki mikil ganga, þó að það væri ógjörningur fyrir einn mann að smala þarna í svona veðri. Hann sagði þeim, að ærnar myndu taka beint í húsin, þegar þær hefðu kom- ið þeim úr hólunum, og þá væri ekki annað fyrir þær að gera, en fylgja þeim eftir. Það reyndist rétt hjá Grími, að hólarnir voru óvenju erfiðir viðfangs þennan dag. Þau heyrðu hóið hvort í öðru, þótt lítið væri hægt að sjá út úr augunum fyrir fannkomu, hver hafði nóg með sig og sinn f járhóp. Þetta var meira veðrið, út í annað eins hafði Gunna aldrei komið. Snjórinn barði svo framan í hana, að hana sveið í augun. Hún barði sam- an höndunum og hóaði, annað gat hún ekki, hún sá sama og ekkert út úr augunum. Hún reyndi að fylgja ánum eftir, annars var ekki gott að segja, hvernig myndi fara. Allt í einu stönsuðu ærnar, hvernig sem Gunna hóaði kom hún þeim ekki áfram. Ein- hver kom á móti henni, það var auðvitað Grím- ur, — nei, það var Þórður. Hann spurði Gunnu einskis, en sagði henni að fara inn í syðsta húsið, sem ennþá var tómt. — Guði sé lof, var hún þá komin að húsunum. Gunna fór inn í húsið og reyndi að dusta af sér mesta snjóinn og laga sig ögn til, meðan karlmennirnir voru að koma fénu fyrir í hin húsin. Stormurinn hvein ámátlega á húsþekj- unni. Það var ekkert tilhlökkunarefni að þurfa að fara aftur út í þetta óláta veður, og því kom Hildur sér ekki inn í fjárhúsið til hennar? Það var skrítið af henni, að láta hana bíða hér eina En þarna koma þau þá. „Jæja, stúlkur, nú reynum við að brjótast heim, þó að hann sé að versna." „Hvar er Hildur?" kallaði Gunna. „Hildur — eruð þið ekki báðar þarna?" „Var Hildur líka með ykkur?" sagði Þórður. „Það hefði ég betur vitað fyrr." Það varð ónotaleg þögn. Þórður stóð í dyr-

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.