Nýtt kvennablað - 01.01.1946, Blaðsíða 8

Nýtt kvennablað - 01.01.1946, Blaðsíða 8
NÝTT KVENNABLAD Ævintýr Þú þekkir baldursbrána og veizt hvað hún er falleg og hvít, en hún hefur ekki alltaf verið svona á litinn, og ég skal segja þér, hvernig hún varð svona. Það var mjög fagran vormorgun fyrir mörg- um öldum, að fífillinn opnaði guhhöfuð sitt í fallegu lækjarbrekkunni, þar sem hann átti bú- stað sinn. Hann brosti móti sólinni og fór að litast um í brekkunni sinni; hún var alsett dögg- votum blómum, en mest bar samt á himinblárri baldursbrá með ljósblárauðum kolli, sem stóð upp úr grænum grasbeð skammt frá honum. Ó, að ég væri svo langur að blöð okkar næðu saman, hugsaði hann og hneigði höfuð sitt í átt- ina til hennar. Baldursbráin leit við og lítill ár- blær vaggaði henni og sendi þægan ilm af blöð- um hennar, er hún sagði: „Nú ertu loksins útsprunginn, litli fífillinn minn. Frá því að ég kom svo hátt upp úr gras- inu, að ég gat séð yfir brekkuna, hef ég borið umhyggju fyrir þér. Þá varstu svo lítill, að fiðr- ildið sýndist eins og jötunn, þegar það settist hjá þér. En nú skaltu njóta lífsins og verða stór, og ég skal skýla þér eins og ég get." Svo kom kvöldið, og þá lokuðu öll blómin bik- ar sínum. Fífillinn sá þá dreymandi í gegnum hálflokuð blöðin sín, að baldursbráin fór ekki eins að, hún beygði blöðin niður og lét döggina renna af þeim, svo þau urðu glansandi eins og á glerblómi. Sumarið leið og blómin voru fyrir löngu búin að kjósa baldursbrána fyrir drottningu, og fífill- inn stóð þá næstur því að verða konungur. Hann var orðinn svo hár, að leggur hans, sem var talsvert beygður, náði fast að baldursbránni og teygðist jafnhátt henni. En þá kom hennar endadægur. Fífillinn var ennþá fagur og gullhöfðaður eins og fyrst, þegar hann litaðist um í brekkunni. Þá kom þangað lítil stúlka, sem gróf fífilinn upp og flutti hann heim, henni þótti svo gaman, að hann var ennþá lifandi, því að hin blómin voru öll dáin. Hún gróðursetti hann í vegginn fyrir utan stofu- gluggann hennar mömmu, og þar lifði hann. Vorið eftir, þegar baldursbráin óx upp úr gras- inu, leit hún strax eftir fíflinum, en hún sá hann hvergi. Hún óx og stækkaði, en hvað há, sem hún varð, sá hún aldrei fífilinn. Þá var það einn f agran morgun, að litla stúlk- an kom í brekkuna og fór að tína blóm. Hún sá undir eins bláa blómið fagra og hún var ekki lengi að hugsa sig um. Hún fór heim og sótti logagyllt blómsturker,, gróf upp baldursbrána og bar hana heim í stofuglugga. Hún er of falleg til að velkjast úti, sagði hún; ég ætla að láta hana lifa lengi í glugganum. Þar er svo mátu- lega hlýtt og vel bjart. — Morguninn eftir sá baldursbráin, að fífillinn beygðist að rúðunni, og þá kepptist hún við að beygjast að glugganum. Um kvöldið lágu blómahöfuð þeirra fast við rúðuna, sitt hvorum megin. En nóttin var köld og mjallhvítt snjólag lagðist yfir allt. Litla stúlkan vakti yfir túninu, því féð sótti heim, en ein kindin komst að glugganum og steig ofan á legginn á fíflinum svo hann brotnaði og dó. Baldursbráin fyrir innan gluggann sá hvað gerðist. Hún hneygði höfuðið og varð æ fölari og fölari þangað til hún var orðin nábleik, nema kollurinn, hann var gulur. Þá kom litla stúlkan inn, og þegar hún sá, hvernig baldursbráin var orðin, fór hún að gráta og grét, þangað til hún sofnaði ofan á stofuborðið. Dreymdi hana þá, að hún sæi tvo ofurlitla blómálfa lyftast sinn upp frá hvoru blómi, fíflinum og baldursbránni. Tók- ust þeir í hendur og sungu: Hin dánu blóm nú drottinn aftur vekur til dýrðarsumars, fegra heimi í, og frá þeim ávallt frost og kulda tekur, svo fríð og stór þau verða á sumri því. Litla stúlkan vaknaði og hlynnti svo vel sem hún gat að blóminu, en það lifnaði ekki aftur það sumar. En þegar baldursbráin reis næsta vor úr vetrardvala sínum, var hún fannhvít eins og hún er enn í dag. Allar baldursbrár hafa erft þennan lit baldursbrárinnar, sem fölnaði, þegar hún sá æskuvin sinn deyja, og þær munu ávallt bera skrúða hennar til minningar um hina hreinu og saklausu tryggð og ást ættmóður sinnar. M.d. Ólína Andrésdóttir: Vetiamótt Þú vetrarnótt, með válegt stormábrak þá voldug rán á sjávarskerjum gnauðar, og hauður nákált hylur ísaþak og hræfarelda brenna glóðir rauðar. Og himinn reiður, hagli' og eldi spýr. — Þú himnaguðs ert tignarvottur skýr.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.