Nýtt kvennablað - 01.01.1946, Blaðsíða 14
12
NÝTT KVENNABLAÐ
Fallegur jafapúði
Stökuz
Ljóðastemning Ijúf er veitt
leiftra sálar-glæður.
Andinn spyr þá ekki neitt
um ytri kringumstæður.
Lilja Björnsdóttir frá Þingeyri.
Methaíinn
Fúllur, og i geði glaður
„greifinn“ vanur krónuslætti,
þykist vei'a mikill maður,
— methafinn í ræfilshætti.
Magnús Gíslason.
kasta í vinnu. Því þreyttur maður afkastar
aldrei eins mikilli vinnu og ólúinn, hann verður
ekki nema hálfur maður og vinnan verður hon-
um kvöl í stað ánægju. Hann er ekki lengur
herra hennar, heldur þrælf hennar, og vinnur af
vana, en hefur enga starfsþrá.
Gömul kona.
Bzéí send Nýju kvennablaði
Frú Jónína Eyjólfsdóttir, Flatey í Breiðafirði skrifar:
„Ég sendi yður, — til gamans — tvö erindi, Sumar-
nótt og Vetrarnótt, sem ég veit ekki betur en séu eftir
Ólinu Andrésdóttur skáldkonu. Ég hef hvergi séð þau
eða heyrt nema til hennar. Hún söng þessar vísur oft
undir lagi, sem ég svo lærði, en hef hvergi rekið mig á.
Gæti ég bezt trúað, að hún hefði sjálf samið þetta lag,
enda fer það vel við textann. Ólína heilin var vetrar-
tíma hjá mömmu minni að spinna; ég var þá innan við
fermingaraldur. Mér er minnisstætt, hvað hún var
skemmtileg og hafði ég gaman af að hlusta, þegar hún
söng og þeytti rokkinn. Svo sagði hún okkur sögur, og
líkast var þá sem hún læsi úr bók, svo vel sagði hún
frá, og fylgdist með söguhetjunum af lífi og sál."
ifíí • - ' • ■
önnur kona skrifar:
„Nú er ég loks orðin sæmilega vinnufær — hlutgeng
við þessi algengu sveitastörf kvenfólksins, bæði utan og
innan bæjar, en þau eru heldur alls ekki svo auðveld
eða létt. Oft eru karlmennirnir fjarri heimilunum dögum
eða jafnvel vikum saman, einkum haust og vor. Eru þá
í vegavinnu, slátursvinnu o. s. frv. eða að sinna opin-
berum störfum fyrir sveitarfélagið, — og þá verður
kvenfólkið eitt að sinna heimilisstörfunum jafnt után
bæjar sem innan — og það þarf oftar að vinna á sveita-
bæjunum en um hásláttinn. — Hamingjan hjálpi sveita-
búskapnum, ef starfsgeta kvenþjóðarinnar næði aðeins
til grautarpottsins og þvottabalans. Ég er iíka í engum
efa um, að hið ódýra vinnuafl kvenþjóðarinnar er ein
sterkasta stoðin, sem nú ber uppi Jandbúnaðinn, víða á
Jandinu, — og sveitalífið yfir leitt. I>að er ennþá 1 flest-
um tilfellum margfalt ódýrara en vinnuafl karlmann-
anna, svo mikið ódýrara, að ég efast um að landbúnað-
urinn — eins og nú er ástatt með nann — risi undir
fullkomnu jafnrétti."
Tízkan: — Kjólinn til hœgri má hafa heiian a6 framan,
en litla klauf aftaná.