Nýtt kvennablað - 01.01.1946, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.01.1946, Blaðsíða 4
2 NÝTT KVENNABLAÐ í öllum þessum félögum verður starfssviðið svo stórt, að hvergi sér útyfir. En íslenzkar konur eiga gott að hafa átt þessa eldsál. Vonsvikinna mæðra og ógiftra var hún sverð og skjöldur. Kvað ekki skáldið um eina þeirra: „Hún var sorgin, sem engan átti að, hún var ástin, sem hvergi átti hlíf.“ Þessum einstæðing- um sýndi Laufey Valdimarsdóttir þolinmæði og skilning, og þá elsku, sem aldrei fyrnist. Og hefur áorkað að bæta kjör þeirra, og hvað meira er, breyta almenningsálitinu, sem oft var ómilt í þeirra garð og þær risu ekki undir. Eitt hennar síðasta áhugamál var Menningarsjóður kvenna, sem hún bar mikið traust til að í fram- tíðinni gerði stúlkum efnalega kleift að stunda háskólanám. Listamaður var Laufey að upplagi, án efa, og fjölþættar gáfur bar hún í brjósti, en hafnaði öllu tildri fyrir að gera skyldu sína. Þakka nú bæði konur og karlar fröken Lauf- eyju Valdimarsdóttur óeigingjarns starf og oft vanþakklátt, til viðreisnar og blessimar. Guðrún Stefánsdóttir. Mér er ljúft, að bón Nýs kvennablaðs, að rifja upp nokkur atriði um hið fórnfúsa og óeigin- gjama starf Laufeyjar Valdimarsdóttur í þágu okkar. Hún var hvatamaður að stofnun A.S.B., sem stofnað var 1933, og var formaður þess í 8 ár, einnig sat hún sem fulltrúi okkar í fulltrúa- ráði verkalýðsfélaganna og á þingum þeirra all- an þann tíma. Það var mikið og erfitt starf, sem hún vann fyrir stétt okkar. Kjörin voru mjög bágborin. Vinnutími frá kl. 8 að morgni til kl. 9 að kvöldi alla daga, nema stórhátíðadaga, og kaup fyrir heilan dag, þetta um 120 til 140 krón- ur á mánuði, og stúlkur fundust þó nokkrar, sem unnu allan daginn án þess að hafa matartíma, fyrir 50 krónur á mánuði (fyrir svo kallaðan hálfan dag), mun þó víðast hafa verið greitt 75 krónur á mánuði. Frí þekktust ekki. Nú höfum við frí einn dag í viku, eða kaup sérstak- lega. Nú er brauða- og mjólkurbúðum lokað kl. 6 virka daga og sunnudaga kl. 12. Og lokaðar alla stórhátíðisdaga nema á Hvítasunnudag. Grunnkaup fyrir heilan dag er nú kr. 290, — og fyrir hálfan dag kr. 215, þegar hámarki er náð. Það var sú sterka réttlætiskennd, sem Lauf- eyju var í blóð borin, sem knúði hana til starfa fyrir þá, sem harðast urðu úti í þjóðfélaginu, og hennar mikli baráttukjarkur, sem gerði hana svo sigursæla sem raun bar vitni. Hún vissi allt- af, að málstaðurinn var góður, og hún gekk heil og hiklaust að starfi. Mörg fleiri félög stofnaði Laufey, svo sem Kvenstúdentafélagið, Mæðra- félag og Mæðrastyrksnefnd, einnig var hún á tímabili fulltrúi í framfærslunefnd og í bama- verndarnefnd. Formaður Kvenréttindafélagsins frá 1926 til dauðadags. Það gegnir furðu að ein kona skuli hafa getað afkastað svo mörgu og svo miklu á ekki lengri ævi, og jafnframt unnið fyrir sinu daglega brauði. Þó er langt frá, að hér sé allt talið. 1 Mæðrastyrksnefnd var hennar aðalstarf; þar fann hún ótæmandi verkefni fyrir einstæðings mæður og böm þeirra. Fyrir þær var hún sling- asti lögfræðingur og um leið innilegasta móðir. Engin kona á Islandi getur verið þeim það, sem hún var. Enginn miðlað þeim jafn mikilli hjart- ans hlýju og elskulegri samúð í þrautum þeirra. Laufey var mikil tilfinningakona. Allt Ijótt og órétt særði hana djúpt. Allt fagurt og gott gladdi hana að sama skapi, og hún var fundvís á fegurðina, hvar sem hún birtist. Það var unun að skoða með henni náttúruna, hvort heldur var tign og fegurð vorsins eða töfrar haustsins. Við félagar þínir í A.S.B. þökkum þér af hjarta allt þitt mikla brautryðjandastarf. Þú vísaðir okkur veginn. Það ætti að vera auðveld- ara að feta í slóðina. Þó á ég mínar fegurstu minningar um þig frá þeim stundum, þegar við röbbuðum saman tvær einar. Á þeim lærði ég bezt að þekkja þann mikla persónuleika, sem gerði þig að því sem þú varst. Þú varst sú kona, sem ég tel mér mestan ávinning af að hafa átt að félaga og vin. Guðrún Finnsdóttir. f \ ölína Andrésdóttir: Sumamótt Þú sumarnótt, af ást og yndi mett, með aftanroðans möttli fagurgljáum þá bárur sofa sætt við unnar-Tdett og svanir möka’ á fiskitjörnum bláum. Og blærinn andar hóllur bæði’ og Jilýr þú himnaguðs ert ástarvottur skýr. ^___________________________________________

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.