Nýtt kvennablað - 01.01.1946, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.01.1946, Blaðsíða 7
NÝTT KVENNABLAÐ 5 sig að öðru leyti, og þurfa þá að sjá sér fyrir fæði og húsnæði sjálfar. Hinn tímann fá þær allt frítt, fæði, húsnæði, þvott, vinnuföt, og laun greidd í peningum: fyrsta árið kr. 30,00, annað árið kr. 40,00 og hið þriðja kr. 50,00, með dýr- tíðaruppbót. Við framhaldsnám fá þær hærri laun, eða kr. 100,00 á mánuði( grunnlaun). Reynslutími hjúkrunarnema eru 6 mánuðir, og standist þær það próf, geta þær háldið nám- inu áfram. Þannig er í aðalatriðum kennslufyrirkomulag það, er við nú höfum. Búast má við nokkrum breytingum til batnaðar í sambandi við hinn nýja hjúkrunarkvennaskóla. En aðalkosturinn mun verða sá, að stúlkumar eignast þar gott heimili meðan á náminu stendur, þurfa t. d. ekki að búa hingað og þangað út um bæ, meðan þær eru í forskólanum, (sem getur verið mjög óþægi- legt fyrir stúlkur utan af landi), félagslíf þeirra glæðist, hægar verður að kynnast nemendum og dæma um hæfni þeirra til fyrirhugaðs starfs o. s. frv. Einnig verður námið fjöl- þættara, þegar upp rís Barnaspítali og e. t. v. Farsóttahús. Gera má ráð fyrir, að sérnám færist í vöxt hjá hjúkrunarkonum, t. d. geta sænskir hjúkr- unarnemar varið síðasta ári námstímans til að læra einhverja sérgrein, ef þær kæra sig um, svo sem bamahjúkrun, röntgen-, skurðstofu-, eða rannsóknarstofusarfsemi o. fl., og leggja það svo fyrir sig síðar meir. Því að það er með hjúkrunafræðina eins og læknislistina, að störf- in verða sífellt umfangsmeiri og margbreytilegri, og getur ekki ein og sama manneskja vitað sldl á öllum þeim hlutum, svo að í lagi sé. Heilsuverndarstarfsemi ryður sér nú meira og meira til rúms úti í heimi, og verður sú grein sjálfsagt þyngst á metunum þegar fram líða stundir. Hún er í því fólgin, að kenna fólki frá barnæsku að varðveita heilsuna, og að fyrir- byggja sjúkdóma með skynsamlegu lífemi, enn- fremur að fylgjast með heilsufari fólks og rann- saka það með vissu millibili á Heilsuvemdar- stöðvum, og að sjá um að það fái viðeigandi lækningu í tíma, ef með þarf. Hér á landi eru um þessar mundir að koma fram merkilegar tillögur um „almannatrygging- ar“ og nái þær fram að ganga, verður stórauk- in heilsuvemdarstarfsemi skipulögð um land allt. Ætti það að geta komið að ómetanlegu gagni fyrir þjóðina, þegar fram líða stundir. Af þessu sést, að ýmisleg verkefni bíða hjúkr- unarkvenna. Þær ættu því, að námi loknu, að geta valið sér það hlutverk, sem bezt samrýmist hæfni þeirra. Bezt er því, að undirbúnings- menntun þeirra sé sem fullkomnust. Þó er erfitt að setja ákveðnar reglur um það. T. d. getur langskólagengin kona staðið sig ver við ýmis störf á sjúkrahúsum, vegna vöntunar á hagsýni, heldur en hin, sem ekki hefur tekið há próf, en kann hinsvegar vel til húsverka. Gott þykir mér það hjá Svíum, að setja ekki ákveðnar reglur um menntun hjúkrunarkvenna, en krefjast þess m. a., að þær séu eirikum vel að sér í móður- málinu, reikningi, efnafræði og eðlisfræði, — og að þær kunni algenga matreiðslu. Ég vil þó geta þess, að stúdentsmenntun er mjög æskileg, ekki sízt vegna þess, að nokkrar hjúkrunarkonur eiga þess jafnan kost, að sækja framhaldsnám við háskóla erlendis, og geta því betur hagnýtt sér námið, sem þær eru menntaðri fyrir. Hjúkrunarkonur hafa nú nýlega fengið all- verulegar kjarabætur, svo sem 8 stunda vinnu- dag viðurkenndan, og kauphækkun. Samt vil ég óska þess, að þær ungu stúlkur, sem eiga eftir að sækja um nám í Hjúkrunarkvennaskól- anum, líti ekki til launanna einna, heldur hafi þau handtök og eigi það hjartalag, sem þarf til að geta þjónað meðbræðrum okkar svo að gagni komi, í veikindum og ýmiskonar vanda lífsins. Margrét Jóhannesdóttir. Lctun hjúkiunaikvenna: Samkvœmt nýju launalögunum eru laun hjúkrunar- kvenna sem hér segir: Árslaun: Yfirhjúkrunarkonur í sjúkrahúsum með yfir 50 sjúklinga .......................... kr. 8400 VII. flokkur. Yfiraðstoðarhjúkrunarkonur og yfirhjúkrunar- konur í sjúkrahús. með færri en 50 sjúkl. kr. 6000—7800 X. flokkur. Deildar-, röntgen-, skurðst. og næturhjúkrunar- konur..............................kr. 5400—7200 Aðstoðarhjúkrunarkonur XII. flokkur .... kr. 4800—6600 Heilsuverndarhjúkrunarkonur, X. flokkur kr. 6000—7800 Launahækkun eftir þjónustu og starfsaldri skal haga þannig: 1 7. og 8. launaflokki árleg hækkun kr. 600 í 4 ár. I 10., 11. og 12. launaflokki árleg hækkun kr. 300 í 6 ár.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.